Morgunblaðið - 14.05.1976, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976
M verða
það bít-
ingar í
Eyjum \ jj
LYFTINGAKAPPINN kunni,
Óskar Sij: isrpáisson, er nú
fluttur til Vestmannaeyja, þar
sem hann starfar sem lög-
regluþjúnn. Er mikilt hugur í
Eyjamönnum að nýta sér
kunnáttu Óskars til að hlutur
lyftingafþróttarinnar verði
meiri í fþróttalffi bæjarins en
verið hefur. í fþróttahöll Vest-
mannevinga, sem tekin verður
í notkun f sumar, er gert ráð
fyrir góðri aðstöðu fyrir lvft-
ingar og þess verður þvf ef til
vill ekki langt að bfða að Vest-
manneyingar verði stórveldi f
lyftingum.
Félögin lögðu blessun sína
gfir áœtlun HSÍ fgrirHM
Handknattleikssambandið hélt í fyrrakvöld fram-
haldsfund með forráðamönnum félaganna um endur-
skoðaða áætlun um undirbúning landsliðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina 1977. Lögðu félögin yfirleitt
hlessun sfna yfir áætlunina, en mörg þeirra höfðu frá
fyrri fundi lagt áætlunina fyrir leikmenn sína. I grund-
vallaratriðum var áætlunin samþykkt, en nokkrar um-
ræður urðu um hvernig heppilegast væri að mótin
gengju fyrir sig á því tímabili, sem áætlunin spannar.
Þannig vildi Karl Benediktsson undirbúningi landsliðsins stæði.
að þrjár umferðir í 1. deildinni
yrðu keyrðar í einu og myndi þá
hvert félag þurfa að leika 3 leiki
um helgi, þ.e. föstudag, laugardag
og sunnudag. Var þessari hug-
mynd og fleirum vísað til hand-
knattleiksráðanna sem tæpast
fallast á þessa leið, vegna ótta við
að missa áhorfendur.
Það félag sem lengst vildi
ganga í sambandi við æfingar
landsliðsins voru Haukar úr
Hafnarfirði, en Haukarnir lögðu
til á fundinum að félögin yrðu
nánast lögð til hliðar meðan á
Árangur landsliðsins væri. það
sem skipti máli fyrir íslenzkan
handknattleik.
Enn er ekki vitað hvort af komu
pólska þjálfarans verður og lýsti
Bergur Guðnason á fundinum yf-
ir andstöðu sinni við ráðningu
hans þar sem hann gæti ekki kom-
ið fyrr en 1. september. Áætlun
HSl um landsliðið gerði ráð fyrir
því að landsliðið hefði algjöran
forgang fram yfir félögin frá 1.
júní til 15. september, en félögin
hefðu mennina síðan til 1. desem-
(Ljósm. RAX).
Landsliðsnefndin ( handknattleik, Gunnlaugur Hjálmarsson, Birgir
Björnsson formaður og Karl Benediktsson.
ber. Landsliðsþjálfarinn pólski daga fyrstu sex mánuði áætlunar-
yrði því með landsliðið aðeins í 15 innar, þ.e. frá 1. — 15. september.
Jóhanna Magnúsdóttir úr Vlkingi er nýliði f kvennalandsliðinu sem
valið hefur verið til Hollands- og Þýzkalandsfararinnar.
Kvennalandsliðið á förnm
til Hollanös og IKzkalands
Tveir nýliðar eru 1 kvennalandsliðinu, sem 20. þessa mánaðar heldur
f keppnisferð til Þýzkalands og Hollands. Eru það þær Jóhanna
Magnúsdóttir úr Vfkingi og Grete Iversen frá Keflavfk. Leiknir verða
2 landsleikir við V-Þjóðverja f ferðinni og einn leikur gegn Ilollend-
ingum. Auk þess verður svo tekið þátt f móti f Hollandi, þar sem
meistaralið frá Svfþjóð, Noregi, Belgfu, V-Þýzkalandi, Frakklandi,
Sviss og Hollandi verða meðal þátttakenda.
Landsliðsnefndin hefur valið Sigurþórsdóttir Ármanni (15),
eftirtaldar 14 stúlkur til þessarar
farar, landsleikjafjöldi í svigum:
Markverðir:
Gyða (Jlfarsdóttir FH (12) og
Magnea Magnúsdóttir Ármanni
(8).
Aðrir leikmenn
Arnþef’ð' Karlsdóitir Fram (17),
Greta Iversen IBK (0). (’.uðrún
Guðrún Sverrisdóttir Fram (5),
Hansína Melsted fyrirliði úr KR
(21), Harpa Guðmundsdóttir Val
(4), Helga Magnúsdóttir Fram
(2), Jóhanna Halldórsdóttir Fram
(7), Jóhanna Magnúsdóttir Vfk-
ingi (0), Margrét Brandsdóttir
FH (5), Oddný Sigsteinsdóttir
Fram (13), Svanhvít Magnúsdótt-
ir FH (4).
Olympíuleikarnir méla mjög
sumarið hjá frjálsíþróllafólkinu
— HJA frjálsfþróttafólkinu ein-
kennist tfminn fram að Ólvmpíu-
leikunum mjög af undirbúningi
fvrir leikana og jafnvel við í
stjórn FRl eigum erfitt með að
fvlgjast með öllum þeim mótum
sem einstaklingar innan íþróttar-
innar taka þátt í. Það var Örn
Eiðsson formaður Frjálsíþrótta-
samhandsins, sem mælti þessi orð
á hlaðamannafundi f fvrradag, en
þar kvnnti FRl helztu verkefni
sumarsins bæði hér heima og
erlendis. Fvrir utan Ólympfuleik-
ana má nefna Kalottkeppnina,
sem hér verður í sumar, 50.
meistara mótið í frjálsum fþrótt-
um og fjölmörg mót erlendis með
erlendri þátttöku.
Fyrsta frjálsíþróttamótið hér
innanlands i ár verður vormót ÍR
á Melavellinum 20. maí, en síðan
rekur hvert mótið annað, allt
fram í byrjun september. Reykja-
víkurleikarnir verða 22. og 23.
júní og Kalottkeppnin síðan 6. og
7. júlí. Þátt i þeirri keppni taka
lið frá íslandi, N-Noregi, N-
Svíþjóð og N-Finnlandi og koma
hingað á annað hundrað keppend-
ur frá hinum þjóðunum. Auk þess
kemur hingað mikill fjöldi ferða-
manna í sambandi við keppnina,
t.d. yfir 100 Norðmenn, auk
fréttamanna og forystumanna.
I byrjun ágúst fer 50. meistara-
mót íslands í frjálsum íþróttum
fram og munu 5 Sovétmenn verða
meðal keppenda. Bikarkeppnin í
1. deild verður í lok ágúst og er
það síðasta stórmótið innanlands.
Á erlendum vettvangi hafa ís-
lendingar þegar tekið þátt í mörg-
um mótum og í gær lauk t.d. í
Sovétríkjunum þátttöku I miklu
móti en þar voru þrír íslendingar
meðal keppenda og settu þau 2
íslandsmet. Mun ferðin til Svarta-
hafsins, þar sem keppt var, vera
FRJHLSÍtiROnHSHMBIjNDS ISLRNDS
19/6
lengsta ferð frjálsíþróttafólks,
sem farin hefur verið á vegum
FRÍ. 12. og 13. júní verður
kvennalandsliðió meðal þátt-
takenda í bikarkeppni Norður-
landa í Finnlandi. Sömu daga
verður að minnsta kosti eínn
íslenzkur keppandi — Stefán
Hallgrímsson — meðal keppenda
á sterku tugþrautarmóti í Pól-
landi og standa vonir til að Elías
Sveinsson geti einnig verið með í
keppninni þar.
Þá hefur FRÍ verið boðið að
senda 4 keppendur á þrjú mót i
Tékkóslóvakíu og V-Þýzkalandi í
byrjun júní. Landskeppni verður
við Skota i sumar, UMFl fer með
hóp til Danmerkur í lok júní,
tekið verður þátt í Norðurlanda-
móti unglinga í fjölþrautum og
fleiri mót mætti nefna á erlendri
grund i sumar.
6% af rekstrarkostnaði
frá hinu opinbera
Á fundi stjórnar FRl með
fréttamönnum á miðvikudaginn
kom fram megn óánægja með
hversu lítið fé hið opinbera veitir
til iþróttastarfsins. — Við fengum
t.d. úthlutað fyrir nokkru 480 þús-
und krónum í svonefndan út-
breiðslustyrk frá ríkinu, sagði
Örn Eiðsson, formaður FRl. — En
eftir okkar útreikningum er sú
upphæð aðeins um 6—7% af
rekstrarkostnaði Frjálsíþrótta-
sambandsins í ár. Allt i allt fær
íþróttahreyfingin 6 milljónir í út-
breiðslustyrki frá hinu opinbera,
sagði Örn.
Meðal þeirra leiða sem FRÍ
hefur ákveðið að fara til að afla
fjár er happdrætti sem dregið
verður í 10. ágúst. Vinningar i
happdrættinu eru 15 verðmæt
listaverk eftir ýmsa af fremstu
listamönnum þjóðarinnar.
Mótabók FRÍ er nýkomin út og
hefur hún að geyma auk upplýs-
inga um mót sumarsins, metaskrá
í öllum aldursflokkum, símaskrá
keppenda hinna ýmsu félaga,
skipan nefnda og stjórna innan
FRÍ og fleiri upplýsingar. Bókin
verður seld á krónur 300 á skrif-
stofu FRÍ og ISÍ, og auk þess i
bókaverzlun ísafoldar í Austur-
stræti.
Sigvaldi Ingimundarson hefur
verið framkvæmdastjóri FRÍ frá
því um áramót og verið á skrif-
Framhald á bls. 31.
X
Iþróttakenn-
araþing
ÍÞRÓTTAKENNARAÞING
hefst á Hótel Loftleiðum á
laugardaginn klukkan 14 og
verður þar fjallað um Ólvmpfu-
málefni og almenningsfþróttir.
Tfu fvrirlesarar munu fjalla
um þessi efni og þeirra á meðal
þýzkur íþróttasagnfræðingur,
Birgir Thorlacius ráðunevtis-
stjóri, Þorsteinn Einarsson
fþróttafulltrúi og Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra mun ávarpa þingið.
A sunnudaginn klukkan 18
verður sfðan opnuð f Æfinga-
skóla KHI sýning á teikningum
barna og unglinga, sem fjalla
um Ólvmpfuhugsjónina. Efndu
fþróttakennarar til samkeppni
um þetta efni f vetur og var
mjög mikil þátttaka f keppn-
inni, en dæmt verður unt það á
næstunni hverjir hreppa sigur-
launin.
Bjarkirnar
efna til fim-
leikasýningar
FIMLEIKAFÉLAGIÐ Björk i
Hafnarfirði efnir til fimleika
sýningar í Iþróttahúsinu í
Hafnarfirði þriðjudaginn 18.
maí nk. og hefst sýningin
klukkan 20.30. Fimleikastúlk-
urnar úr Björk, sem staðið hafa
sig mjög vel á mótum keppnis-
tímabilsins munu sýna auk
gesta frá Gerplu i Kópavogi, IR,
KR og Armanni. Meðal piltanna
sem taka þátt í sýningunni
verða Islandsmeistarinn
Sigurður T. Sigurðsson og fé-
lagi hans Gunnar Ríkharðsson,
sem báðir hafa aðstoðað við
þjálfun Bjarkanna I vetur.
Fimleikafélagið Björk á von á
heimsókn frá Þýzkalandi í júnf,
en það er fimleikaflokkur frá
Albert Schweitzer skólanum í
Leenberg f Þýzkalandí sem
mun sýna i Hafnarfirði og e.t.v.
viðar. Er hér um mjög góðan
fímleikaflokk að ræða, sem
sýnt hefur viða við góðar undir-
tektir.
.....» ♦ ♦--
Handbolta-
skólinn fígzt
til Akraness
HSl gengst fyrir Handknatt-
leiksskóla á Akranesi f sumar,
en f fyrra var skóli sem þessi í
fyrsta skipti starfræktur á
Laugarvatni og þótti gefa góða
raun. Hið nýja fþróttahús á
Akranesi verðuropið fvrirskól-
ann þannig að veður ætti ekki
að trufla kennsluna. Aðstaðan
virðist því æskilegri en á
Laugarvatni vegna innivallar-
ins.
Þátttökutilkynningar þurfa
að berast HSl fyrir 12. júnf nk.
en brýnt er fyrir félögunum að
senda aðeins sitt úrvalsfólk á
skólann svo að sem mest gagn
verði af kennslunni.
Aðalfundur
KKRR
AÐALFUNDUR Körfuknatt-
leiksráðs Reykjavikur verður
haldinn á Hótel Esju mánudag-
inn 17. maí nk. Hefst íundurinn
klukkan 20.00. Fundarefni
venjulcg aðalfundarstörf.