Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 Sérfrœðingur um áfengismál heldur fundi hér á landi Hilmir og Grindvíkingur til loðnuveiða við Nýfundnaland VIKUNA 22. — 29. maf n.k. verð- ur staddur hér á landi prófessor Joseph Phillip Pirro. Verður hann hér á vegum hóps áhuga- fólks um áfengismál. Prófessor Pirro er Bandarikja- maður og félagsfræðingur að mennt. Hann hefur starfað að meðferð og endurhæfingu áfengissjúklinga um aldar- fjórðungsskeið, og er nú fram- kvæmdastjóri „INSTITUTE ON ALCOHOLISM FOR SOCIAL Athyglisverð messa í Dóm- kirkjunni á bænadaginn HINN almenni bænadagur þjóðkirkjunnar er á morgun. Hefur hiskup landsins hvatt til þess. að hænarefni dagsins verði gifta og góðar Ivktir í landhelgismálinu. Athyglisverð messa verður í Dómkirkjunni klukkan 14 á bænadaginn. Þá ætla 25 ára stúdentar frá MR að fjölmenna í messuna. Tveir bekkjarbræð- ur úr þessum árgangi, þeir sr. Þórir Stephensen og sr. Hjalti Guðmundsson, sjá um messu- gjörð, sr. Þórir predikar og sr. Hjalti þjónar fyrir altari. Matt- hías Á. Mathiesen fjármálaráð- herra flytur bæn í upphafi messunnar en síðar lesa þau frú Helga Pálsdóttir og Ulfar Kristmundsson cand. theol Verzlunarskólakennari pistil og guðspjall en þau eru öll 25 ára stúdentar nú á þessu vori. Með þcssu vilja afmælisstud- entarnir minnast tímamóta í lífí sínu og hvetja fólk til að fjölmenna í kirkjur á bæna- daginn. LEIÐRÉTTEVG í GREIN á bls. 13 í gær um félags- miðstöð í Árbæ misritaðist nafn undir mynd. Rétta nafnið er Steinn Guðmundsson. Þetta leið- réttist hér með. WORKERS" í New York, auk þess sem hann er yfirmaður með- ferðardeildar Freeport Hospital, Long Island en sá spítali er ein aðalmiðstöð í meðferð áfengis- sjúklinga i New York og nýtur mikils álits sem slík í Banda- ríkjunum. Prófessor Pirro mun halda hér allmarga fundi og verður dagskrá heimsóknarinnar þessi: Sunnudagur 23. maf: Kl. 15.00 Hótel Loftleiðum Opinn almenningi. Mánudag 24. maf: I Kl. 20.00 Hótel Loftleiðum. Fyrir kennara og presta. Þriójudag 25. & miðvikudag 26. maf: Kl.10.00—12.00 Hótel Loftleiðum Fyrir aðila vinnumarkaðarins. Þriðjudag 25. maf: Kl. 20.00 Langholtskirkju AA-fundur opinn fyrir almenning. Fimmtudag 27. maí: Kl. 20.00 Hótel Loftleiðum Fyrir lækna, sál- og félags- fræðinga og hjúkrunarfólk. Föstudag 28. maí: Kl. 9.30 Hótel Loftleiðum Fyrir dómara, lögfræðinga og lög- gæzlumenn. Akranosi 21. maf Á þeirri vertíð sem nú er lokið varð heildarafli skipa á Akranesi 24.335 lestir, sem skiptist þannig: Afli á Ifnu og þorskanet 3342 lestir f 557 sjóferðum, togara- fiskur 3133 lestir, færafiskur smábáta 60 lestir og 17.800 lestir af loðnu landaðri til bræðslu í Síldar- og fiskmjölsverksmiðju Akraness hf. úr ýmsum skipum. V.s. Sigurborg varð aflahæst á lfnu og net með 500 lestir alls, Haraldur aflaði 465 lestir og Reynir 433 lestir. Margir stunda nú hrognkelsa- veiðar á smábátum og leggja þeir net sín vftt og breitt í kringum Akranes. Akraborgin hefur oft orðið að breyta um stefnu á ferðum sínum vegna netalagna. Flotinn hekiur áfram veiðum Fyrstu lax- arnir komnir upp í Hvítá „VIÐ erum meira en búnir að sjá ’ann, við erum búnir að fá þrjá laxa,“ sagði Kristján Guðjónsson, bóndi f Ferjukoti, við Hvftá þegar Morgunblaðið hringdi I hann í gær. Kristján sagði, að netin hefðu verið lögð aðfaranótt fimmtu- dagsins og þau höfð úti bæði á fimmtudag og í gær, og þrír laxar sem sagt komnir upp. „Það er ekkert útlit fyrir að laxinn fari þó að ganga að ráði á næstunni, því að áin er enn svo köld — ekki nema 5 stig, því að það eru svo miklar leysingar í fjallinu og frost um nætur,“ sagði Kristján. Laxarnir væru af þeirri stærð sem venjan væri um þetta leyti og fyrsta hálfa mánuðinn — 8—12 pund. TVEIR nótabátar, Hilmir SU og Grindvíkingur GK, héldu á fimmtudag áleiðis til Nýfundnalandsmiða, með ýmsum veiðarfærum. Enginn fer þó á hákarlaveiðar, sem voru mikið stundaðar héðan fyrir siðustu aldamót. — Júlfus Uppselt á Helga Tómasson og Rothenberger MIÐASALA Listahátíðar í Gimli við Lækjargötu verður opin laug- ardag og sunnudag frá klukkan 16 —20. Að sögn Hrafns Gunnlaugs- sonar framkvæinaastjóra Listahá- tíðar er nú uppselt á tónleika þýzku söngkonunnar Annelise Rothenberger og ballettsýningar Helga Tómassonar. Mjög lítið er eftir að miðum á tónleika Benny Goodman, Cleo Laine og tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar, þar sem Paul Douglas Freeman stjórnar. Jöfn og góð sala hefur verið á miðum á aðra dagskrárliði Listahátiðarinnar, að sögn Hrafns. EFTIR 42 umferðir er Ólympfu- mótíð opið f báða enda ef svo má að orði komast. 4 þjóðir geta enn unnið. ttalfa, sem er með 605 stig, Brasilfa með 602, Bretland með 600 og Pólland með 596 stig. Italir eru nú taldir liklegastir sigurvegarar þar sem þeir eiga tiltölulega létta leiki eftir meðan höfuðandstæðingar þeirra eiga þyngri dagskrá. Síðustu leikir þar sem bátarnir munu næstu vikur stunda loðnu- veiðar. Þriðji báturinn, Eldborg GK, heldur síðar á sömu veiðar. Að sögn Jens Eysteinssonar, sem hefur haft milligöngu um þetta mál, hafa bátarnir verið leigðir kanadísku útgerðarfyrir- tæki þann tíma, sem þeir verða á veiðum við Nýfundnaland. Hafa motsins verða spilaðir á laugar- dagseftirmiðdag. Enn sem komið er hefir ís- lenzku sveitinni ekki gengið eins vel og vonast hefði verið eftir. í morgun spiluðu Guðmundur, Karl, Símon og Stefán við Mexíkó og unnu aðeins 16 — 4 en Mexíkó er meðal neðstu þjóðanna. Áfallið kom svo í næstu umferð. Sömu menn spiluðu við Panama og töp- uðu leiknum með tveimur minus- bátarnir þrfr heimild til að veiða samtals 25 þúsund lestir af Ioðnu og er meiningin að þeir landi aflanum í kanadiskum höfnum. Þegar Jens var spurður um verð, svaraði hann því til að ekki væri hægt að gefa það upp fyrr en málin hefðu fengið afgreiðslu i viðkomandi ráðuneytum. Hann sagði að verðið færi eftir fituinni- haldi loðnunnar og sagði að verð- ið væri að sinu mati nokkuð hag- stætt. stigum. Panama er eimúg meðal neðstu þjóðanna, en bæði pörin áttu slæman leik. I 42. umferð deyfðu Hjalti, Ásmundur, Simon og Stefán vonir Brasilíumanna með því að vinna þá 13 — 7. 1 kvöld spilar ísland við Spán og i tveimur síðustu leikjum mótsins á morgun við Israel og Austurríki. Eftir 42 umferðir er Island i 21. sæti með 450 stig. Akraborg leggur Igkkju á leið sína vegna netalagna Menntamálaráðherra lætur loka barnum í Laugarvatnshótelinu MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA hefur látið loka vínstúkunum á Edduhót- elunum á Laugarvatni og Hallormsstað. Bæði þessi hótel eru í skólahúsum og nýlega barst Vilhjálmi Hjálmarssyni mennta- málaráðherra áskorun 86 íbúa á Laugarvatni af 102 sem leitað var til um að loka vinstúkunni í skóla- húsinu þar og einnig fékk hann sömu tilmæli frá tveimur skólastjórum á staðnum. í ljósi þessara eindregnu tilmæla ákvað ráðherra að láta loka fyr- ir vínsölu á þessum stöð- Qlympíumótið í bridge: Italir sigurstranglegastir Monte Carlo 21. maf frá Jokobi R. Möller: um, að því er hann tjáði Morgunblaðinu í gær. Vilhjálmur sagði, að í menntamálaráðuneytinu væri til bréf frá 1950 þar sem bann- aðar væru vínveitingar í skól- um. Með bréfi 1970 var hins vegar veitt undanþága frá þessu vegna hótelrekstrarins, og sagði Vilhjálmur að þá myndu tvö sumarhótel hafa fengið vinveitingaleyfi í skól- um, þ.e. hótelin á Laugarvatni og á Hallormsstað. Ráðherra sagði, að hann hefði raunar verið áður buinn að fá beiðni um að loka vínstúkunni I skólanum á Laugarvatni en eft- ir að honum bárust hin ein- dregnu tilmæli, hefði hann at- hugað málið frekar og ákveðið að afturkalla undanþágubréfin frá 1970.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.