Morgunblaðið - 22.05.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976
FRÁ BORGARSTJÓRN:
Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri:
Víðtæk athugun á nýjum atvinnutæki-
færum, sérstaklega á sviði iðnaðar
Borgarfulltrúi Alþýðuflokks
Á borgarstjórnarfundi 20. maí
lagði Björgvin Guðmundsson
fram eftirfarandi tillögu.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkir að fela atvinnumálanefnd
að kanna á hvern hátt Reykja-
víkurborg geti stuðlað að eflingu
iðnaðar i borginni. M.a. skal eftir-
farandi kannað:
1) Hvaða ráðstafanir borgin geti
gert til þess að auðvelda iðn-
fyrirtækjum að koma upp hús-
næði yfir starfsemi sína. (At-
hugað skai, hvort unnt sé að
veita iðnfyrirtækjum betri
skilmála en nú tíðkast við
greiðslu gatnagerðargjalda.
Ennfremur skal athugað,
hvort borgin eigi að fara inn á
þá braut að byggja iðnaðarhús-
næði fyrir smáiðnað og leigja
það fyrirtækjunum).
2) Hvaða smáiðnaður henti bezt í
nýjum íbúðahverfum, m.a.
með tilliti til vinnuafls úr
hverfunum.
3) Hvaða stóriðnaður mundi
heppilegastur í höfuðborginni
m.a. með tilliti til þess að auka
sem mest atvinnu. í því sam-
bandi skal sérstaklega at-
hugað, hvort borgin eigi að
stuðla að stofnun skipasmiða-
stöðvar í Reykjavík.
4) Hvort framkvæmanlegt væri
og heppilegt að koma á fót
nýjum iðnaði, sem grundvall-
aðist fyrst og fremst á jarð-
varma.
Atvinnumálanefnd skal kanna
annað, er hún telur máli skipta í
sambandi við eflingu iðnaðar í
Reykjavík.
Framangreindri könnun verði
hraðað og lokið eigi síðar en i lok
ársins.
Ræða borgarstjóra
Áður en ég ræði sérstaklega þá
tillögu, sem hér liggur fyrir, vil ég
fara nokkrum orðum um niður-
stöður athugana, sem gerðar hafa
verið á vegum Reykjavíkurborgar
og Sambands sveitarfélaga i
Reykjaneskjördæmi á aðstöðu til
veiða og vinnslu fisks á Reykja-
nessvæðinu.
Árið 1972 i maímánuði sam-
þykktu stjórnir samtaka sveitar-
félaga í Reykjanesumdæmi og
borgarráð að ganga til samstarfs
um gerð athugunar á sjávarútvegi
á öllu þessu svæði. Talið var nauð-
synlegt, til þess að heildarmynd
fengist af þróun þessa mikilvæga
atvinnuvegar, að öll sveitarfélög-
in á Reykjanessvæðinu kæmu inn
í þessa mynd, þannig að unnt
væri að gera sér grein fyrir
hvernig ástandið væri og hver lík-
leg væri þróunin í þessum efnum.
Þessari athugun er nú lokið og
hefur henni verið dreift, en þess
ber jafnframt að geta, að full-
trúar allra þessara sveitarfélaga
mættu til fundar að Höfða fyrir
u.þ.b. hálfum mánuði þar sem
niðurstöður skýrslunnar voru
ræddar og aðilar báru saman
bækur sínar um það, hvert verða
ætti framhald þessa máls.
Niðurstöður þessara athugana
voru ætlaðar opinberum aðilum,
bæði ríki, sveitarfélögum svo og
öðrum, sem hlut eiga að máli, til
leiðbeiningar við skipulag og fjár-
festingarþörf.
Það er fróðlegt að athuga
nokkrar tölur, sem fram hafa
komið við þessa athugun, til þess
að sjá hver þróunin hefur orðið í
sjávarútvegi og fiskvinnslu hér í
Reykjavík. Ef tekinn er skipa-
stóllinn, þ.e. fiskibátar hér í
Reykjavík, þá var fjöldi fiskiskipa
hér á árinu 1960 samtals 78. Hæst
komst fjöldi skipanna árið 1965 í
83, en árið 1975 var fjöldi skipa
kominn í 49. Rúmlestafjöldi fiski-
báta var árið 1960 3678, fór hæst
árið 1967 í 9739 rúmlestir, en var
árið 1975 í 5753 rúmlestum. Hér
er um að ræða fiskibáta allt að
500 tonnum að stærð. Ef togara-
fjöldi er skoðaður, þá voru taldir
gerir játningu
á árinu 1975 4 síðutogarar í
Reykjavik, en voru árið 1960 23,
en skuttogarar árið 1975 voru
taldir 10, þ.e.a.s. samtals 14
togarar árið 1975 á móti 23 árið
1960.
Á árunum 1965 — 1974 hefur
heildarfjölgun mannára í Reykja-
vík verið 6.600 og þróunin í
einstökum höfuðatvinnugreinum
verið sem hér segir:
1965: 1974: Mism.:
Sjávarútvegur 2.189 1.352 +837
Vöruframl.
iðnaðar 5.162 5.405 +243
Viðgerðar-
greinar iðnaðar 2.452 2.667 +215
Með öðrum orðum sýna þessar
tölur, að öll aukning atvinnutæki-
færa hefur orðið utan fram-
leiðslugreina.
Tölur um hagnýtingu fiskafla,
þ.e.a.s. botnlægra fisktegunda,
sýna, að fiskvinnsla hefur minnk-
að allmikið hér á þessu svæði.
Það, sem mest einkennir nú fisk-
veiðar frá Reykjavík, er togaraút-
gerð, en bátaútgerð fer héðan
hnignandi. Þegar enn fremur er
höfð í huga sú skýrsla, sem Haf-
rannsóknastofnun hefur gefið út
um ástand fiskstofna á Islands-
miðum og nauðsynlegar friðunar-
aðgerðir, má ganga út frá því sem
nokkurn veginn visu, að fisk-
veiðar og fiskvinnsla hér i
Reykjavík a.m.k. á næstu árum
muni ekki vaxa og jafnvel hætta á
enn frekari samdrætti en verið
hefur. Það er því eindregin skoð-
un min, að borgaryfirvöld þurfi
að hefja skipulega starfsemi til að
auka atvinnutækifæri í öðrum
greinum hér í borginni.
Af þessum ástæðum þá óskaði
ég eftir þvi við nokkra embættis-
menn borgarinnar, að þeir settust
saman í vinnuhóp til að athuga
atvinnuuppbyggingu á höfuð-
borgarsvæðinu. I vinnuhópnum
eru eftirtaldir menn: Eggert
Jónsson borgarhagfræðingur,
Hannes J. Valdemarsson hafnar-
verkfræðingur, Haukur Pálmason
yfirverkfræðingur Rafmagnsveit-
unnar, Hilmar Ólafsson forstöðu-
maður Þróunarstofnunar og Þórð-
ur Þ. Þorbjarnarson borgarverk-
fræðingur.
Þessi hópur héfur unnið allmik-
ið starf í vetur og hitzt reglulega
og lét frá sér fara stutta greinar-
gerð, sem lögð var fram í borgar-
ráði nú í april s.l., eins og fram
kemur í fundargerð borgarráðs
frá 13. apríl, 33. lið fundargerðar-
innar. I þeirri greinargerð kemur
fram, að farið hefur verið yfir
ýmsar skýrslur um tækifæri til
nýsköpunar atvinnustarfsemi,
sem gerðar hafa verið á vegum
ýmissa aðila á undanförnum ár-
um. Talið er, að vinna þessi eigi
alllangt i land með að skila sér í
formi fyrstu greinargerðar, en
ýmsir sérfræðingar hafa verið til-
kallaðir og farið hefur verið yfir
nokkur helztu verkefni, sem við
blasa til athugunar á sviði nýrra
atvinnugreina. í greinargerðinni
kemur eftirfarandi fram:
1. Unnið er að skilgreiningu
mælikvarða, sem máli skipta,
þegar meta skal atvinnulíf i
borginni. Jafnframt fer fram
flokkun á framleiðsluþáttum
með hliðsjón af tækifærum
borgarinnar til þess að hafa
áhrif á þá, svo sem að því er
snertir skipulag og notkun
lands, staðsetningu, orkuöflun,
mannafla og samgöngur.
2. Rætt hefur verið við verk-
fræðinga hjá Iðnþróunarstofn-
un íslands um ný iðnaðartæki-
færi á sviði vinnslu nýtanlegra
efna úr islenzkum steinefnum.
Má þar m.a. nefna trefjaþræði
úr basalti, framleiðslu steinull-
ar, vinnslu úr perlusteini.
3. Rætt hefur verið við sömu
aðila um möguleika til vinnslu
úr áli, sem framleitt er hér
innanlands. Þar kemur margt
til greina, bæði framleiðsla
hluta úr álste'ypu, svo og
völsun áls ásamt framleiðslu
profila úr sama efni.
Magnús L. Sveinsson:
Um 800 unglingar væntanlega
ráonir til borgarinnar í sumar
90 nemendum er tryggð atvinna við uppgræðsluna á
Hólmsheiði - 60 fleiri til garðyrkjustarfa en í fyrra
Á borgarstjórnarfundi síðast-
liðinn fimmtudag bar Björgvín
Guðmundsson fram eftirfarandi
fyrirspurn. Hvaða ráðstafanir
hyggjast borgaryfirvöld gera til
þess að greiða fyrir þvi, að skóla-
fólk fái atvinnu í sumar? Magnús
L. Sveinsson (S) svaraði og sagði
ekki óeðlilegt að þessi fyrirspurn
kæmi fram. Helztu ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið, eru: leitað
hefur verið til landbúnaðarráðu-
neytisins um fjárveitingu frá
ríkinu. Viðræður hafa farið fram
og af hálfu borgarinnar tóku þátt
f þeim borgarfulltrúi Albert
Guðmundsson og borgarstjóri
Birgir tsleifur Gunnarsson.
Ráðherra er hlynntur allt að
10—15 milljón króna framlagi
ríkisins, og framlagi Reykjavíkur-
borgar á móti. Með þessu ætti að
vera hægt að tryggja 90 nemend-
um atvinnu við uppgræðslu á
Hólmsheiði í sumar. í fyrra voru
ráðnir 800 unglingar hjá Reykja-
víkurborg yfir sumarmánuðina.
Ekki er ólíklegt að svipuð tala
verði í ár. Áætlað er að ráða 60
fleiri til garðyrkjustarfa nú en í
fyrra. Magnús sagði að bezt væri
ef hinn almenni vinnumarkaður
gæti hlaupið undir bagga hjá
skólafólki. í því sambandi minnti
hann á að senn myndu hefjast
byggingarframkvæmdir í Hóla-
hverfi og ætla mætti að þærtækju
við einhverju vinnuaflí. Magnús
gat þess að 20. maí í fyrra hefðu
verið 539 skráðir atvinnulausir f
Reykjavík þar af 257 skólanemar.
Nú væru hins vegar 334 skráðir
atvinnulausir þar af 183 skóla-
nemar. Hann sagðist telja að ef
skólafólk fengi ekki atvinnu yrði
borgin að hlaupa undir bagga og
sagði að nauðsynlegt væri að allt
skólafólk fengi atvinnu. Minnti
hann á að fyrir utan vinnuna væri
þetta mikilvægt uppeldislegt
atriði. Magnús sagði að borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefði ávallt
lagt rika áherzlu á að allir sem
unnið gætu fengju atvinnu og
sagðist hann geta fullvissað alla
um að svo yrði áfram.
Björgvin Guðmundsson (A)
þakkaði Magnúsi L. Sveinssyni
greinargóð svör. Sagði hann
mikinn ugg hafa verið meðal
skólafólks um að fá ekki atvinnu.
Hann taldi tölurnar um atvinnu-
Magnús L. Sveinsson.
leysið þó ekki gefa rétta mynd af
ástandinu og sagði að nú yrði
þyngra undir fæti en í fyrra að fá
atvinnu fyrir skólafólk.
Birgir Isl. Gunnarsson.
4. Gerð hefur verið athugun á
möguleikum endurvinnslu-
iðnaðar, þ.á m. vinnslu úr
timburúrgangi, pappir o.fl.
Könnun á þessum atriðum fer
nú fram á vegum borgarverk-
fræðingsembættisins. Könnun
þessi hefur tvíþættan tilgang,
annars vegar að komast að
raun um endurvinnslugildi
þess efnis, sem til fellur úr
sorphaugum Reykjavíkur-
borgar og i öðru lagi tengslum
við það, hvort við endur-
vinnslu mætti minnka það
magn, sem þarf að jarða á
haugum.
5. Gerð hefur verið athugun á
skipaviðgerðarstöð í Reykja-
vfk. Fyrir liggur hagkvæmnis-
athugun á slíku fyrirtæki, sem
staðsett skal inn við Gelgju-
tanga. Gert er ráð fyrir þessu
fyrirtæki í aðalskipulaginu, en
ekki hefur orðið af fram-
kvæmdum ennþá. Jafnframt
er nú unnið á vegum Þróunar-
stofnunar og Reykjavíkur-
hafnar að athugun á möguleg-
um aðgerðum til þess að bæta
viðgerðarstöðu f vesturhöfn-
inni.
6. Athuganir hafa farið fram á
möguleikum á ylræktarveri í
borgarlandinu. Rannsóknarráð
rikisins birti skýrslu árið 1974
um ylræktarver i Hveragerði.
Ylræktarver þetta var áætlað
vera um 33 ha. að stærð undir
gleri. Skýrsla rannsóknarráðs
var að mörgu leyti mjög vel
unnin, að öðru leyti en því, að
augljósir gallar eru á þeim for-
sendum, sem gefnar voru,
varðandi orku til fyrirtækis-
ins. Þótti því ekki úr vegi, að
möguleiki á slíku fyrirtæki
innan borgarlandsins yrði
skoðað upp í þessu samhengi. í
því sambandi er rétt að geta
þess, að fulltrúar borgarinnar
áttu fundi með þeim Hol-
lendingum, sem hér hafa kom-
jð á vegum Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins til að
athuga möguleika á því að
setja upp ylræktarver hérna á
íslandi. Fengu þeir í hendur
upplýsingar frá þessum vinnu-
hópi og var gerð grein fyrir
þeim upplýsingum í borgar-
ráði. Fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði kom fulltrúi hollenzku
stjórnarinnar með greinargerð
og ákveðið tilboð, sem felur í
sér, að sett skuli upp ylræktar-
ver í tilraunaskyni hér á landi,
og bjóðast Hollendingar til að
gerast aðilar að fyrirtækinu
með 25% hlutafjár og að veita
hagstæð lán í sambandi við
uppbyggingu fyrirtækisins.
Þessa skýrslu afhentu þeir
Framhald á bls. 31.