Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976 13 Eiður Guðnason: Stöð eða strengur? SEGJUM svo, að fyrir.tuttugu og fimm árum hefðum við veitt erlendu flugfélagi einkaleyfi á öllum loftflutningum til og frá íslandi, vegna þess að við töld- um okkur þá ekki hafa bolmagn til að reka eigið flugfélag. Mundum við una þvi nú, að það félag notaði aðeins þær flug- vélar, sem beztar voru og full- komnastar fyrir tuttugu og fimm árum? Tæplega. Mundum við una því i dag að vera háðir erlendum aðila um alla loft- flutninga til landsins? Tæp- lega. Ástandið i fjarskiptamálum okkar við umheiminn er býsna hliðstætt þessu. Erlendur aðili, Mikla norræna ritsímafélagið hf., auðhringur mundu sumir segja, virðist að margra mati hafa samningsbundið einka- leyfi á því, að sjá okkur fyrir fjarskiptasambandi við um- heiminn i tuttugu og fimm ár, frá 1960 til 1985, og telur stætt á að nota allan þann tíma að- eins þá tækni, sem algengust var um og fyrir 1960. Fyrir fáeinum vikum sagði Halldór E. Sigurðsson, ráð- herra póst- og simamála i sjón- varpi, að hann teldi Mikla norræna ritsímafélagið hafa „einkarétt á fjarskiptaþjónustu á milli íslands og annarra landa á meðan að samningurinn gildir“ og ennfremur: „Þessa ákvörðun mina byggi ég á at- hugun lögfræðinga um þetta efni. Þessvegna er það mitt mat, að þó við ættum til jarð- stöð í dag, gætum við ekki notað hana nema mjög tak- markað, nema að eiga.á hættu að fá á okkur skaðabótamál og fyrir þessum staðreyndum verðum við að beygja okkur, hvort sem okkur likar betur eða verr, og það þýðir það, að við getum ekki farið í að byggja jarðstöð nú.“ Svo mörg voru þau orð, og þvi má bæta við, að þetta þýddi líka, að Mikla norræna mátti leggja hingað viðbótarsæstreng, sem það er raunar þegar farið að feta sig með í áttina frá Færeyjum til fslands. Nú hafa þau tíðindi hins- vegar gerst, að ritsfmafélagið verður að bíða um sinn með að snara strengnum út til íslands, því ríkisstjórnin hefur að til- lögu Halldórs E. Sigurðssonar ákveðið að láta nefnd sér- fræðinga kanna allt málið bet- ur, og aðhafast ekki fyrr en þeirri könnun er lokið. Eins og fram kemur hér að ofan, byggði ráðherra upphaf- lega ákvörðun sína á mati þriggja lögfræðinga. Hvergi hefur fram komið, hverjn- þeir eru, eða hvort þeir eru sér- fræðingar í slíkri samninga- gerð. Vonandi er svo ekki. Hér er ekki um venjulegan milli- rikjasamning að ræða, heldur samning milli rikis og einka- fyrirtækis um mjög svo tækni- legt efni. Hefði ef til vill verið eðlilegt, ef tiltækir sér- fræðingar ekki fyrirfundust hér, að fá mat frá hlutlausum erlendum aðilum. í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt, er það ef til vill nokkur bíræfni að ólögfróður maður skuli hætta sér út á þann hála is, að segja álit sitt á þess- um samningi, sem fáir hafa raunar séð, en það verður þá kannski til þess að sér- fræðingarnir komi fram og rök- styðji sitt mál. Verður hér þó aðeins vikið að nokkrum megin- greinum samningsins, sem snerta aðalatriði þessa máls. I. I fyrsta lagi er heiti samningsins: „Overenskomst mellem Islands regering og Det Store Nordiske Telegrafselskab A/S vedrörende landing, drift etc. af visse undersöiske telekommunikationskabler". (Samningur milli ríkisstjórnar íslands og Mikla norræna rit símafélagsins hf. um land- töku, rekstur o.s.frv. tiltek- inna neðansjávarfjarskipta- strengja). Samkvæmt heiti samningsins tekur hann aðeins til fjarskiptastrengja i sjó, og varla kemur það í veg fyrir, að við reisum jarðstöð, ef við vilj- um og teljum okkur hafa efni á. (sjá þó síðar). II. í öðru lagi er svo megin samningsgreinin, sjöunda grein, sem fjallar um aðstöðu félagsins. Hún hljóðar svo: „Svo lengi sem þessi samningur er f gildi, má ekki setja á stofn eða halda uppi nokkrum streng- eða útvarps- samböndum til fastrar fjar- skiptaþjónustu milli Íslands og annarra landa i samkeppni við Scotice og Icecan (innskot: þá sæstrengi félagsins héðan og hingað, að austan og vestan, sem nú eru i notkun). Forsenda þessa er að strengirnir hafi næga flutningsgetu og geti tengst símasamböndum til þeirra staða, er um ræðir, eða að unnt sé innan hæfilegs tíma að auka flutningsgetuna til dæmis með lagningu nýrra strengja". Þetta er megingrein samningsins. Raunar er furðu- legt til þess að hugsa, að þegar undir þetta var skrifað 1960, þá voru fyrstu fjarskiptahnettirn- ir að koma til sögunnar, að þá skuli þetta hafa verið samþykkt athugasemdalaust af islands hálfu. En það er önnur saga. Mergurinn málsins er: Getum við ekki reist jarðstöð til fjar- skipta við umheiminn án leyfis Mikla norræna ritsímafélagsins fyrr en eftir árið 1985 og þá aðeins með því að segja þessum samningi upp? í þessari grein samningsins er talað um að koma upp búnaði til „fastrar fjarskipta- þjónustu" milli islands og ann- arra landa. Nú er það svo, að á tímum örrar þróunar breyta orð eðlilega um merkingu í takt við tímann. Orðið flugvél tákn- ar annað í dag en fyrir fimmtiu árum. Eins táknar orðið „fjar- skiptasamband" annað nú, en fyrir fimmtán, sextán árum. Fjarskiptaþjónusta í nútíma- skilningi nær einnig yfir sendingar á sjónvarpsefni, tölvuboðum, og samtölum við flugvélar hvar sem er i veröld- inni, (á nýársdag var í fréttum sjónvarps rætt við flugstjóra Loftleiðavélar suður yfir Afríku um stöð í Svíþjóð: Lik- lega samningsbrot). Þessa fjar- skiptaþjónustu veitir Mikla norræna ritsimafélagið islendingum ekki. Það sér okk- ur ekki fyrir fjarskipta- þjónustu í nútímaskilningi þess orðs. Þessvegna eru forsendur þessa samnings brostnar og við getum verið lausir allra mála þegar við kærum okkur um. III. I þriðja lagi er það svo til að taka að samkvæmt 6. grein þessa samnings ábyrgist ríkis- stjórn islands félaginu tiltekn- ar leigutekjur af sæsíma- strengnum héðan til Skotlands í ákveðinn tíma. Fjárhagslega og siðferðilega getum við ekki á neinn hátt talist bundnir félaginu, þar sem þeir, sem gerst þekkja vita mæta vel, að félagið hefur endurheimt upprunalega fjár- festingu sina i sæstrengjunum margfalda og þeir fært þvi ómældan gróða. Sá gróði er lík- lega skýringin á þvi sem segir í greinargerð með þings- ályktunartillögu þeirra Ellerts B. Schram og Þórarins Þórarinssonar um byggingu fjarskiptajarðstöðvar en þar segir: „Nú eru afnotagjöld af sæsima vegna talsambands við útlönd nær fimmfalt hærri en alþjóðagjöld miðað við sömu vegalengd og telexgjöld níföld". Eigum við að una þessu? IV. 1 fjórða lagi er svo loka- ákvæði samningsins, II. grein: „Ef ágreiningur rís um túlkun þessa samnings eða atriði varð- andi framkvæmd samningsins og svo framvegis, sem ekki reynist unnt að leysa með bein- um samningum aðila, skal gerðardómur skera úr i sam- ræmi við reglur alþjóða fjar- skiptasáttmálans." Því má bæta við, að samkvæmt þeim reglum skal hvor aðili tilnefna sinn fulltrúa í gerðardóminn, og koma sér siðan saman um odda- mann. Ef allt það sem sagt er hér á undan, er ekki haldbært, hverju er þá að tapa með þvi að láta alþjóðlegan gerðardóm skera úr um það, hvort þessi samningur er bindandi fyrir okkur? V. í nýlegu fréttabréfi Verk- fræðingafélags islands segir í grein merktri J.S. „Yfirvöld bera fyrir sig samninginn og telja ekki hægt að rifta honum né knýja fram endurskoðun að svo stöddu máli. Kemur þetta úr hörðustu átt hjá þjóð, sem nýlega hefur boðið Alþjóða- dómstólnum f Haag birginn og á nú í stríði við eitt af stórveld- um Evrópu. Þjóðir 3. heimsins myndu fljótar til að rifta slíkum nauðungarsamningum og kalla það nauðvörn gegn nýlendu- kúgun, og sennilega myndu is- lendingar styðja þær af ráði og hug. Ekki er því til að dreifa, að Eiður Guðnason hér sé verið að spara þjóðinni fjárútlát. Lagning hins gamla notaða sæsímastrengs, sem mikla norræna ritsimafélaginu þóknast að fleygja i okkur, kostar um 650 milljónir. Við eigum að greiða helming þessa eða um 325 milljónir. Óvíst er um lánskjör á þessum fjárútlát- um. Jarðstöðin, hins vegar, kostar um 850 milljónir og munu jafnvel vera í athugun enn lægri tilboð. Þannig hafa til dæmis Japanir og Kanada- menn boðið mjög hagstæð láns- kjör eða allt að 90% til langs tíma. Þá má og geta þess, að marg- falt meiri tekjur verða af rekstri jarðstöðvarinnar en sæ- strengsins og er þvi verðmun- urinn, 200 milljónir, léttvæg- ur.“ Engan hef ég séð eða heyrt mótmæla þessum tölum. Þarf frekar vitnanna við? VI Fyrir skömmu var ég staddur hjá fréttastjóra erlendra frétta hjá CBS sjónvafpsfyrirtækinu í New York einmitt í þann mund er fyrstu fregnir bárust af jarð- skjálftunum miklu á Norður- Italiu. Hann tók upp símann, hringdi beint í þá þrjá frétta- menn sína, sem næstir voru jarðskjálftasvæðinu. Ef þetta hefði skeð eftir fáeina daga, sagði hann, tæki enn skemmri tíma að hringja. Þá fæ ég síma, sem ég get sett inn í þau tuttugu númer, sem ég nota mest. Síðan get ég valið hvert þeirra hvar sem er i Evrópu með því að ýta á einn takka. En það kom í ljós, þegar hann skoðaði símaskrána sína, að þar var ísland undanskilið. Mikla norræna var ekki með. i fréttum CBS sjónvarpsins klukkan 7 morguninn eftir voru myndir frá jarðskjálfta- svæðunum sendar um gervitungl frá italíu. Hvaða gagn gæti það gert málstað okk- ar í þorskastrfðinu, ef við gæt- um daglega boðið nýjar myndir af miðunum um gervitungl til Evrópu. Þar þurfa, eins, tveggja og upp i þriggja sólar- hringa gamiar fréttamyndir að vera afburða góðar, svo birtar séu, annars er þeim fleygt. Það sem hér er um að ræða er þetta: Eigum við að una því, að láta erlent fyrirtæki segja okk- ur fyrir verkum? Eigum við að una því að dragast aftur úr allri fjarskiptaþróun? Eigum við að una því, að fréttum af hags- munamálum okkar sé stungið undir stól vegna ósigurs i sam- keppni við tímann, sem er alls- ráðandi meginatriði alls frétta- flutnings. Eigum við að una einangrun, þegar við eigum kost á að færa island nær um- heiminum í einu skrefi, — stærra skrefi en stigið hefur verið til að rjúfa einangrun íslands frá því að fyrsti sæsím- inn kom til sögunnar og leysti fréttabréfin sem send voru með póstskipum af hólmi. Ymislegt í sambandi við það, hvernig að öllu þessu máli hefur verið staðið, vekur fleiri spurningar en það svarar, eins og sagt hefur verið í öðru sam- bandi og væri freistandi að gera þeim málum nokkur skil siðar. Þvi ber hinsvegar að fagna, að nú skuli hafa verið ákveðið að láta athuga málið að nýju. Leiði sú athugun ekki til þess að jarðstöðvarleiðin verði valin, væri ef til vill rétt að athuga ýmsa þætti málsins nánar. ! Á næstunni ferma skip vor til íslands sem! hér segir. AIMTWERPEN: Urriðafoss 21. mai Úðafoss 29. maí Urriðafoss 7. júní Grundarfoss 14. júní ROTTERDAM: Grundarfoss 14. mai Úðafoss 3 1. mai Urriðafoss 8. júní Grundarfoss 1 5. júní FELIXSTOVE Dettifoss 25. mai Mánafoss 1. júni Dettifoss 8. júni Mánafoss 1 5. júni HAMBORG Dettifoss 2 7. mai Mánafoss 3. júni Dettifoss 1 0. júni Mánafoss 1 7. júni PORTSMOUTH: Brúarfoss 25. mai Bakkafoss 1. júní Selfoss 4. júni Goðafoss 1 8. júni WESTON POINT: Kljáfoss 1. júni Kljáfoss 1 5. júni KAUPMANNAHÖFN: írafoss 2 5. mai Múlafoss 1. júni írafoss 8. júní Múlafoss 1 5. júni GAUTABORG: írafoss 26. mai Múlafoss 2. júní írafoss 9. júní Múlafoss 1 6. júni HELSINGBORG: Grundarfoss 28. mai Álafoss 4. júni Álafoss 1 8. júni KRISTIANSAND: Grundarfoss 30. mai Álafoss 5. júní Álafoss 1 9. júni GDYNIA/GDANSK: Fjallfoss 7. júní VALKOM: Fjallfoss 5. júni VENTSPILS: Lagarfoss 31. mai r Reglubundnar vikulegar hraðferðir frá: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM í'Sx--------- GEYMIÐ auglýsinguna ALLTMEÐ | Ö 1 | I i i £ I I 1 £ EIMSKIF \l (ÍIASINCASIMINX Klt: £ 22480 JtlovDuuliinbtb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.