Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976
fYgtnilFlafrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, siir i 1 01 00
Aðarlstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlantís.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
að leysa landhelgisdeiluna og
benti í þvi sambandi á, að
Crosland væri þingmaður fyrir
Grimsby og vandamálin þar
væru svipaðs eðlis og vanda-
mál íslendinga Ummæli
Einars Ágústssonar um breytt-
an tón i Bretum benda ótvírætt
til þess, að grundvöllur kunni
að hafa skapazt til nýrra við-
horfa í landhelgisdeilunni á
þessum ráðherrafundi
Þegar utanríkisráðherra og
forsætisráðherra koma heim og
Jákvæðara andrúmsloft
Fundi utanrikisráðherra
Atlantshafsbandalagsins
lauk í gær í Osló og fer ekki á
milli mála, að umræður um
landhelgismálið hafa sett mjög
svip sinn á þennan ráðherra-
fund, enda þótt mörg önnur
málefni hafi að sjálfsögðu verið
rædd þar í furmlegum um-
ræðum á fundinum sjálfum
Þegar á heildina er litið, hefur
þessi fundur orðið til þess, að
landhelgisdeila okkar við Breta,
sem hefur legið i laginni á
alþjóðavettvangi um nokkurt
skeið, hefur komizt i sviðsljósið
á ný.
Einar Ágústsson hefur átt
viðræður við fjölmarga áhrifa-
menn, þ á m. Frydenlund,
Luns, Kissinger og Crosland
Það er til marks um mikilvægi
þessara viðræðna, að Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra.
sem verið hefur á fundi í Finn-
landi kom i óvænta heimsókn
tíl Óslóar i gær til þess að taka
þátt í viðræðum Einars Ágústs-
sonar við Frydenlund og Luns.
Að ósk Croslands ræddu
íslenzku ráðherrarnir einnig við
hann Hafa þessi skoðanaskipti
við hinn nýja brezka utanríkis-
ráðherra að vonum vakið
athygli
í viðtali við Morgunblaðið í
gær skýrði Einar Ágústsson frá
því, að sér fyndist mjög breytt-
ur tónn í Bretum miðað við það
sem áður hefði verið og byggði
utanríkisráðherra þetta mat sitt
á viðræðufundi þeim, sem
hann átti við Crosland á mið-
vikudagskvöld Utanríkisráð-
herra sagði í viðtali við
Morgunblaðið, að Crosland
hofði greinilegan vilja til þess
hafa skýrt ríkisstjórninni frá
umræðum á ráðherrafundinum
og viðræðum sínum við Cros-
land, kemur væntanlega I Ijós,
hvort Óslóarfundurinn hefur
leitt til þess, að möguleikar
skapist á lausn landhelgisdeil-
unnar viðBreta. Þaðferbezt á
því, aðmennspariséralla spá-
dóma um slíkt, þar til frekarí
upplýsingar liggja fyrir. En
óneitanlega virðist jákvæðara
andrúmsloft hafa rikt á þessum
fundi en verið hefur um
nokkurt skeið í þessari deilu
þjóðanna tveggja. Það hefur
jafnan verið skoðun Morgun-
blaðsins, að landhelgisdeiluna
við Breta beri að leysa með
friðsamlegum hætti enda má
öllum Ijóst vera, að íslendingar
geta ekki vænzt þess að sigra í
þessu þorskastríði fremur en
hinum fyrri með valdbeitingu.
Friðsamleg lausn hefur hins
vegar hingað til strandað á
þeim þráa og þrákelkni
Breta, sem Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, gerði að um-
talsefni í ræðu sinni á raðherra-
fundinum. Hafi viðhorf Breta
breytzt eru það góð tíðindi.
Þjóðleg reisn
Iforystugrein í Tímanum
í gær setur Þórarinn
Þórarinsson fram tvenns konar
staðhæfingu um afstöðu
Morgunblaðsins til landhelgis-
deilunnar, Atlantshafsbanda-
lagsins og varnarsamningsins
við Bandaríkin. í fyrsta lagi
heldur ritstjóri Tímans þvi
fram, að eindreginnn
stuðningur Morgunblaðsins við
aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsam-
starfið við Bandarikin dragi úr
því, að aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins þrýsti á Breta til
undanláts í landhelgisdeilunni
og í öðru lagi heldur Timarit-
stjórinn þvi fram, að Morgun-
blaðið „afsaki þá afstöðu
Bandaríkjastjornar að neita
okkur um strandvarnarskip" og
að með því sé „kysst á
vöndinn". Af þessu tilefni er
ástæða til að taka eftirfarandi
fram:
Morgunblaðið er andvígt því
að beita hótunum við aðila,
sem ekkert hefur til saka unnið,
vegna landhelgisdeilu okkar
við Breta og stofna þar með í
hættu öryggi íslenzku þjóðar-
innar, sem byggir á allt öðrum
sjónarmiðum og forsendum en
landhelgisdeila okkar við Breta.
Menn eiga ekki að beita
hótunum nema þeir séu
tilbúnir til þess að standa við
þær og ef sú hótun væri fram-
kvæmd, sem ritstjóri Tímans
virðist vilja láta beita, þ e. að
Island fari úr Atlantshafsbanda-
laginu og varnarstöðinni í
Keflavík yrði lokað. mundu
skapast margfalt stærri og al-
vöruþrungnari vandamál í
íslenzkum utanríkismálum en
landhelgisdeilan hefur þó leitt
til. Fáum mönnum á að vera
betur um það kunnugt en ein-
mitt formanni utanríkisnefndar
Alþingis, að aðildarríki NATO
hafa lagt geysilegan þrýsting á
Breta og þurfti ekki hótanir til.
Það er skoðun Morgun-
blaðsins, að í þvf felist undir-
lægjuháttur viðerlenda þjóð að
koma betlandi til hennar og
biðja um gjafir í hvaða formi
sem það er. Morgunblaðið vill
ekki standa að því að gera
íslendinga háða Bandaríkja-
mönnum fjárhagslega með þvi
að krefja þá um fjárgreiðslur
vegna varnarstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli. Hugmyndir
Morgunblaðsins um þjóðlega
reisn í samskiptum við önnur
ríki eru í því fólgnar, að
íslendingar komi fram sem
sjálfstæð og fullvalda þjóð,
sem þrátt fyrir smæð sína eigi
samskipti við aðra á jafnréttis-
grundvelli.
THE OBSERVER
THE OBSERVER
THE OBSERVER
«abk THE OBSERVER
IHE OBSERVER
Verður Sviss
næsta átaka-
svæði í Evrópu?
HERN — Væringar í Júraf jöllum í
Sviss gætu leitt til þess, að þar
skapaðist vandræðaástand á
borð víð það, sem lengi hefur
ríkt i Ulster, ef ekki verður rétt
á málum haldið.
Á sl. ári stóðu öfgafulllir að-
skilnaðarsinnar fyrir all-
mörgum sprengjutiiræðum og
öðrum skemmdarverkum, sem
voru greinilega undir áhrifum
frá aðgerðum aðskilnaðarsinna
i Baskahéruðunum, á
Bretagneskaga og írska frelsis-
hernum.
Júrasvæðið nær yfir einn
fimmta af kantónunni Bern.
Þar búa um 150.000 manns
einkanlega frönskumælandi, en
aðrir íbúar kantónunnar eru
flestir þýzkumælandi. Til að
gera málið ennþá flóknara,
háttar svo til, að yfirgnæfandi
meirihluti íbúa þriggja suður-
héraða Júrasvæðisins eru róm-
versk-kaþólskrartrúar, en íbúar
þriggja norðurhéraðanna eru
einkum mótmælendur. Sjöunda
héraðið á Júrasvæðinu,
Laufental, er að norðaustan-
verðu. Þar eru íbúar þýzkumæl-
andi, en flestir rómversk-
kaþóskir.
Mótmælendur í suður-
héruðunum telja til meirí
skyldleika við mótmælendur
annars staðar í kantónunni
heldur en við þá, sem eru
frönskumælandi og rómversk-
kaþólskir, þannig að það eru
trúarbrögðin en ekki tungu-
málið, sem meginmáli skiptir.
Ástandið er því svipað því, sem
er á Norður-Irlandi, að þar
hefur skapazt minnihluti innan
minnihluta.
Það sem gert hefur verið að
leysa þetta mál er einkum það,
að efnt hefur verið til atkvæða-
greiðslu á atkvæðagreiðslu
ofan, og enn eru ekki öll kurl
komin til grafar.
Árið 1970 var sú ákvörðun
tekin í Bern, að héruðin á Júra-
svæðinu skyldu fá að stofna
sérstaka kantónu, ef þau
óskuðu þess. Slíkt væri þó alger
nýlunda í Sviss og gæti leitt til
breytinga á stjórnarskrá sam-
bandsríkisins.
1 júnið 1974 fór fram at-
kvæðagreiðsla, og úrslit hennar
urðu þau, að lítill meirihluti
var hlynntur stofnun nýrrar
kantónu. Hins vegar var yfir-
gnæfandi meirihluti suður-
héraðanna þriggja andvígur
henni, eins og reyndar sjá mátti
fyrir. Varð það til þess, að efnt
var til nýrrar atkvæðagreiðslu
á svæðinu, og hún var haldin í
marz 1975. Fengu þá suður-
héruðin að kjósa sérstaklega,
og enn á ný voru þau andvíg
hinni nýju skipan. Þá var efnt
til sérstakrar atkvæðagreiðslu í
14 sveitarfélögum, sem yrðu á
mörkum Bern-kantónu og
hinnar nýju, ef hún verður
stofnuð. Þessi atkvæðagreiðsla
fór fram i september sl., og
reyndust átta sveitarfélög
hlynnt nýju kantónunni, en sex
voru andvíg.
Fyrir um það bil tveimur
eftir
Andrew
Wilson
mánuðum kusu íbúar hinnar
væntanlegu kantónu sér lög-
gjafarsamkundu, sem mun
leggja fyrir þau lög og stjórn-
skipan kantónunnar í almennri
atkvæðagreiðslu, sem væntan-
lega verður haldin í árslok. Ef
stjórnarskrá Júra-kantónunnar
verður þá samþykkt, kemur til
kasta sambandsþingsins í Bern
að samþykkja hana. Að því
loknu verður að efna til alls-
herjaratkvæðagreiðslu í Sviss
um heimild til stjórnarskrár-
breytingar, sem nauðsynlegar
eru til þess að stofna megi nýja
kantónu, þá 23. i Sviss.
Stjórnmálamenn í Sviss og
hernaðaryfirvöld í Bernkantón-
unni eru mjög uggandi um, að
eitthvað fari útskeiðis og hafa
látið áhyggjur sinar í ljós á
opinberum vettvangi.
„Það þarf ekki annað til en að
einhver brjáláeðingurinn glopri
niður sprengju og drepi fólk, og
þá verður nýja kantónan aldrei
samþykkt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni." sagði embættis-
maður sambandsstjórnarinnar í
Bern. „Þá hitnar fyrst rækilega
í kolunum,“ bætti hann við.
Hermálafuiltrúi nokkursagði
í viðtali að her landsins, sem
byggður væri á landvarna-
skipulagi hefði enga aðstöðu til
þess að annast öryggisvörzlu,
eins og brezki herinn hefur
gert í Ulster. Hann sagði, að
herinn gæti i hæsta lagi króað
af helztu ófriðarsvæðin og látið
lögreglunni eftir að annast
öryggisvörzlu þar.
Aðskilnaðarsinnar á Júra-
svæðinu, sem og aðrir sviss-
neskir borgarar, þurfa að gegna
landvarnaskyldum. Hver vopn-
fær maður þarf því að hafa
undir höndum riffil og skot-
færi. Ef upp úr sýður í þessum
deilum, er ófyrirsjáanlegt,
hvílikar afleiðingar það gæti
haft, þegar svona er i pottinn
búið, og er þvi ráðamönnum
mikið í mun, að deilan leysizt á
friðsamlegan hátt.