Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. M Al 1976 X 7 Jakob Jónsson: Bogasal Jóhann G. Jóhannsson: Skógarlundi 3. Magnús Jóhannesson: Laugavegi 178. Myndgeröarsamkeppni Ólympíuleikanna. Æfingaskóli Kennaraháskólans. Sýningarflóð vorsins er nú í hámarki, hver sýning rekur aðra og haldi svo fram, fæ ég ekki betur séð en að endur- skipuleggja verði öll skrif um myndlist, færa þau í alþjóðlegri form með tilliti til takmarkaðs rúms í dagblöðunum. Víða telst það drjúg viðurkenning ef gagnrýnendur skrifa yfirhöfuð nokkuð um sýningar og eftir þvf sem dálkalengdin er meiri léttist brúnin á viðkomandi listamanni. Ökleift er að gera öllum sýningum verðug skil, kryfja list hvers og einstaks og fjalla skilmerkilega um ein- staka þætti í list þeirra. — Að- sókn á sýningar sýnir að fólk er farið að þreytast og þannig hef- ur jafnvel sýning á lífsverki hinnar frægu sænsku listakonu Siri Derkert í sölum Norræna hússins hlotið dræma aðsókn fram að þessu. Ég held áfram að skrifa sérstaklega um hina stærri listaviðburði, t.d. sýning- ar að Kjarvalsstöðum og í Nor- ræna húsinu en mun framvegis leyfa mér að þjappa hinum minni sýningum saman í syrpu- form nema sérstakt tilefni sé til annars. Jakob Jónsson, sem sýnir í Bogasal Þjóðminjasafnins, virð- ist hafa drjúgt skólanám að baki, fyrst stundaði hann nám við Ny Carlsberg Glyptotek f Kaupmannahöfn hjá R. Askou Jensen 1965—67, en síðan við fagurlistaskólann í sömu borg 1967—71, og þá hjá hinum þekkta danska málara og graf- iker Sören Hjorth Nielsen. Námsbrautin er þannig mjög svipuð og hjá fjölda Islendinga hér áður fyrr, og væri námið stundað af kostgæfni varð fag- leg undirstaða þeirra alltraust og skilaði þjóðinni mörgum góðum málaranum. — Teikn- ingar Jakobs Jónssonar sýna lfka þjálfaða hönd og þótti mér Mynúllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON skaði að ekki var meira úrval af slíkri gerð mynda. Það öryggi og festa sem kem- ur fram í teikningunum gætir auðsjáanlega ekki í málverkun- um, formin eru þar lausari og tilviljunarkenndari og Jakob virðist ekki hafa gert upp við sig hvaða stefnu beri að taka á hæðina. Skapgerð og litnæmi eru þó fyrir hendi og myndirn- ar minna mig um ýmislegt á dönsku listakonuna Olivia Holm Möller, sem var hrjúf, hrá og óbeisluð en mjög upp- runaleg og kröftug. Jakob kemst mun betur frá vatnslitamyndum sínum, og í hinum bestu svo sem nr. 22 og 23, kemur fram samræmd lita- tilfinning auk þss sem formin falla vel samræmd hvort að öðru... Jóhann G. Jóhannsson virðist mjög aktívur í listsköpun sinni og málverkasýningar hans eru að verða að árvissum viðburði. Á sfðasta ári helgaði hann sig algjörlega myndlistinni, en á þessu ári hefur hann unnið að myndlist og tónlist jöfnum höndum. Sýning hans að heim- ili sínu Skógarlundi 3, Garðabæ ber þess einnig greinilegan vott að hér er tónlistarmaður á ferð því að myndir hans eru líkast- ar stefum í ýmsum tilbrigðum, litir yfirleitt lyriskir og hljóð- látir. Jóhann virðist vinna mjög misjafnlega mikið f myndir sínar og virðist komast full létt frá sumum hverjum og eru þær þá kraftlitlar. En i öðrum hittir hann beint í mark svo sem í mynd nr. 1. „Vegfarandi", Gam- all maður (12), „I sjali" (25), „I skjóli nætur“ (32) og „A móti“ (48). Þá er þarna m.a. mynd frá fyrri sýningu „Land- nám“, sem er vel unnin í lit og traustlega byggð upp. Myndunum er vel fyrir komið og smekklega frá þeim gengið í umgjörð. . . Magnús Jóhannesson húsa- smíðameistari og fyrrverandi borgarfulltrúi sýnir 30 myndir f nýjum sýningarsal að Lauga- vegi 178. Salurinn er frekar lít- 5 sýn- ingar ill og einhæfur en birtan í hon- um er aftur á móti góð, sem er mikill kostur á þessum síðustu og verstu tímum í þvf tilliti. Myndir Magnúsar bera aðals- merki hins lftilláta tómstunda málara, tækninni er mjög ábótavant og hér gæti dálítil skólun gert mikið gagn. Magnús segist ekki líta stórt á sig sem málara og hafa hlotið mikinn ávinning af samskipt- um sínum með liti og form og víst er það, að slfkt verður mörgum til mikillar upplyfting- ar og sálubótar.. . Máski er hér kominn sýning- arsalur, sem veitir tómstunda- málurum ákjósanlegt tækifæri til sýningarhalds á opinberum vettvangi, alla vega nýtur sýn- ing Magnúsar sin allvel á þess- um stað. . . Iþróttakennarasamband ís- lands opnaði á sunnudag sýn- ingu á verkum barna og ungl- inga þar sem þau tjá sig um íþróttir og eðli Olympíuleik- anna, en íþróttakennarar efndu í vetur til myndgerðarsam- keppni þar sem fjallað skyldi um þetta efni. Dómnefnd vinn- ur nú að því að meta verkin og verða verðlaun, sem eru skíði og Færeyjaferð, afhent á næst- unni. Ég hef heyrt mikið látið af Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskólans og að þar væri úrvals kennaralið hvað myndíð- ir snertir og því varð ég mjög undrandi er ég kom á vettvang. I stuttu máli er sýningin frá- mundalega illa sett upp og virð- ist einsýnt, að hér hafi fagmenn hvergi komið nærri. Myndlist barna er það merkilegt fyrir- bæri að hverjum þeim sem vit hefur á hlýtur að sárna með- ferð sú sem myndir þessar fá og virðist einsýnt að hér hafi kennaralið skólans ekki verið kallað á vettvang til aðstoðar við frágang og uppsetningu sýningarinnar. Það er von mfn að betur hafi tekist til með val dómnefndar og að þar verði fagmannlega staðið að verki þvi að aðeins það besta er nógu gott þegar myndlist barna og ungl- inga á í hlut. .. SAGA. Tfmarit Sögufélagsins. XIII. 276 bls. lsafold 1975. SÖGU-árgangur þessi er þónokkuð athyglisverður. Fyrst er að telja hundrað síðna ritgerð eftir Sigurð Ragnars- son, Inniiokun eða opingátt. Þar er „fossamálinu” brugð- ið undir brennigler og eink- um tekið mið af því eins og það horfði við árið 1917 en þá var það mjög til umræðu: á þingi, i blöðum og manna á meðal. Forsaga málsins var þá þessi. Fjársterkir aðilar erlend- is höfðu smám saman keypt vatnsréttindi f þeim ám lands- ins sem heppilegastar þóttu til virkjunar og sóttu nú fast að mega hefjast handa: fyrst að virkja, síðan — eða jafnhliða — að koma á fót stóriðju í tengsl- um við orkuna. Þjóðin var jafn- fátæk og hún hafði alltaf verið. Og hér blasti við stóri vinning- urinn. Stund tækifæranna var runnin upp en einnig andartak áhættunar. Svo virðist sem flestum hafi í fyrstunni þótt sjálfsagt að slá ekki hendi á móti gullinu. En hinum óx snemma fiskur um hrygg sem vildu geyma fossana til síðari tima ákvörðunar handa islend- ingum sjálfum en bægja út- lendingum frá og umfram allt endurheimta þau réttindi sem erlend auðfélög höfðu þegar aflað sér hér. Þrennt virðist augljóst af umræðum um málið að dæma. í fyrsta lagi voru íslendingar um þetta leyti harla fákunnandi á tæknisviðinu og skyldi engan furða. í öðru Iagi hafa þeir ver- ið lömb í viðskiptum andspænis þeim slungnu refum sem við var að tefla erlendis samanber eftirfarandi; tekið upp úr rit- gerð Sigurðar: „Samkvæmt frumvarps- ákvæðunum var fossafélagið undanþegið tolli á allt það er þurfti til byggingar fyrirtækj- anna og sama gilti um innflutt hráefni til sjálfrar iðnaðar- framleiðslunnar. Það var einn- ig undanþegið útflutningsgjöld- um og öllum öðrum sköttum og Ársritið Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON 99 Saga 99 tollum til landssjóðs. Á móti þessu kom svo að félaginu var gert að greiða í landssjóð 10% árlegs nettóhagnaðar. Áður en þessi greiðsla kæmi til út- borgunar átti að vera búið að reikna út tilgun hlutafjárins, afskriftir og hluthöfunum 5% arð af hlutafé sínu.“ Þetta þýddi víst að bjóða upp á nú eða hitt þó heldur! í þriðja lagi virðast lands- menn — þá eins og nú — hafa talið einsætt að útlendingar væru ólmir í að leggja hér í fjárfestingarfyrirtæki og jafn- vel að setjast hér að. Síðast talda dæmið munu íslendingar likast til hafa reiknað hvað skakkast. Virðist hafa farið nokkuð saman kringum stríðs- lokin (fyrri) að útlendingum var bægt frá landinu með laga- setningum sem gerði þeim í reyndinni ókleyft að stofna hér til stóriðju í sambandi við fslenska vatnsorku um leið og þeir misstu sjálfir áhugann. En hvers vegna? Hvi héldu þeir ekki áfram að knýja hér á dyr? Um það segir Sigurður meðal annars: „Þess má geta hér, þótt það komi hvergi fram I um- ræðunum, hvorki á alþingi né í blöðunum, að einmitt þessi misserin voru tilraunir með nýjar framleiðsluaðferðir á þessu sviði að komast á lokastig í Bandaríkjurium og Þýzka- landi. Tilkoma þessara nýju aðferða olli því að öll viðhorf breyttust mjög að stríðslokum. Þær voru ekki eins orkufrekar og eldri aðferðirnar og dró þetta úr eftirsókn erlendra aðila í aðstöðu í þeim löndum sem fyrst og fremst gátu boðið upp á ódýra orku, en voru kannski að öðru leyti laklega í stakkinn búin til að verða vett- vangur stóriðju." Mörgum íslendingi stóð stuggur af erlendu fjármagni i þann mund er sjálfstæði endur- heimtist. En það var ekki aðeins fjármagnið sem slíkt og pólitísk og efnahagsleg áhrif þess sem menn guldu varhuga við heldur Imyndaðar þjóð- ernislegar afleiðingar: öreiga- lýður (og slík orð tóku menn sér þá í munn með harla litilli virðing) eins og hann gerðist lítilsigldastur í iðnaðarborgum erlendis mundi streyma inn í landið. Þó íslendingar væru sjálfir allra manna örsnauðast- ir er auðséð að þeir hafa talið sig hafna yfir þvílíkan múg. Þeir voru enn á því stigi að telja sveitalifið eitt eðlilegt, borgarlíf þar á móti spillt og ónormalt, að minnsta kosti á Islandi. Leið nú tíminn svo að mál þessi voru nánast tekin af dag- skrá. Ritgerðarhöfundur telur þær síðastar eftirhreytur þeirra „er íslenzka ríkið festi kaup á vatnsréttindum fossafélagsins „Titan“ í Þjórsá, en samningar þar að lútandi voru undirrit- aðir 8. júni 1951. Var kaup- verðið kr. 600 þús. norskar til hinna norsku hluthafa, en kr. 200 þús. islenzkar til íslenzkra hluthafa félagsins." Ritgerð Sigurðar er ekki að- eins athyglisverð vegna þess að hún er reist á gaumgæfilegri rannsókn og vel skrifuð heldur og sakir hins að mál þau, sem hún greinir frá, eru enn og aft- ur i sviðsljósinu — i smávegis breyttri mynd að vísu. — Getur svo hver og einn dæmt fyrir sig hvort og hvaða samsvörun hann finnur með fossamálinu 1917 og þeim virkjunar- og stóriðju- málum sem rædd eru hér þessi árin. Mannlff I Mjóadal um miðja 19. öld heitir þáttur eftir Berg- stein Jónsson, byggður á dag- bókum Jóns nokkurs Jónssonar frá Mjóadal. „Mjóidalur i Bárð- dælahreppi," segir Bergsteinn, „er eitt af mörgum eyðibýlum þessa lands og er hvorki í tölu hinna merkari né dæmigert fyrir verulegan fjölda slíkra býla.“ Og dagbókarhöfundinn kynnir Bergsteinn svo: „Jón Jónsson dagbókarhöfundur, ní- unda barnið í systkinahópnum og sá sem búi brá í Mjóadal vorið 1873 til þess að flytjast vestur um haf með fyrsta stóra vesturfarahópnum sem af ís- landi fór, var fæddur i Mjóadal árið 1834.“ Það var vel til fundið að draga þetta dagbókarkorn fram i dagsljósið þó fátt sé þar að finna sem ekki má lesa um viða annars staðar, til að mynda frá- sagnir af tiðarfari, skepnuhöld- um og þar fram eftir götunum. Allvel vinnur Bergsteinn úr efninu en hættir þó stundum við að teygja lopann með eigin óþarfri mælgi, samanber þessar ályktanir vegria geitfénaðarins i Mjóadal: „Þær virðast hafa verið ennþá minna metnar af karlmönnum en nokkru sinni kýrnar, enda alkunna að um langt skeið hefur dálæti á sauð- fénaði næstum verið hluti af átrúnaði islenskra bænda." Hvert er vægi þess og varan- leiki sem gildir „næstum. . . um langt skeið“ auk hvors tveggja: Að ,,virðast“ og vera „al- kunna"? Nei, Bergsteinn fer ekki fram úr Jóni í Mjóadal sem rithöfundur! Ætt Einars á Hraunum í Fljótum Sigurðssonar heitir þáttur eftir Einar Bjarnason prófessor i ættfræði; vafalaust fróðlegur fyrir þá sem hafa fullt vit á. Ættfræðin er eins konar hliðargrein sagnfræðinn- ar og framlag Einars á vissu- lega heima í þessu riti. Þá er að telja Bréf Valtýs Guðmundssonar til Skúla Thor- oddsens sem Jón Guðnason hef- ur búið til prentunar. Mikið rannsóknarefni eru þeir, heið- urskempurnar, búnir að vera fræðimönnum hér seinni árin. Byrjaði það ekki með Hannesi Hafstein Kristjáns Albertsson- ar? Síðan kom aldamótasagan mikla frá Þorsteini Thoraren- sen og nú siðast Skúlasaga Jóns og er þá aðeins talið fátt hið helsta. Timabil koma og timabil fara, það er að segja I tísku og úr tísku. Þegar öllu er á botninn hvolft er ferskur blær yfir þessari „Sögu“. Ritstjórar eru sem fyrr Björn Sigfússon, Björn Teits- son og Einar Laxness, en aftan á kápu segir að „félagið gefur út bækur um sagnfræðileg efni og tímaritið Sögu árlega."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.