Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: áttuna á stjórnmálalegum grund- velli. Það mætti segja mér, að það Veikt ríkisvald Það er ekki einungis hér á landi sem verkföll opinberra starfs- manna eru bönnuð. Ég veit ekki betur en það sé hin almenna regla í öðrum þjóðlöndum, þar sem samanburður kemur til greina. Frá þessu eru til undantekningar. En hvað sem er um þessi efni í öðrum löndum, ber okkur hér fyrst og fremst að líta á íslenzkar aðstæður. Hvað sem kann að vera í öðrum löndum vikið frá banni við verkfallsrétti opinberra starfsmanna er þess að gæta að aðstæður eru þar aðrar en hér hjá okkur. Hvergi í sjálfstæðu ríki er ríkisvaldið veikara en einpiitt hér á landi. Og það ætti ekki aó þurfa að minna á þessa staðreynd svo greypt sem hún ætti að vera í okkar þjóðarvitund. Sporin hræða. Við minnumst fjörbrota okkar forna þjóðveldis og hver örlagavaldur það var að á skorti ríkisvaldið. Ég er ekkí að jafna UNGIR PALLGESTIR: Það er fólk á öllunt aldri sem sækir þingpalla, til að sjá og heyra það sem fram fer f þessari virðulegustu stofnun þjóðarinnar, Alþingi. Það þurfti hvorki þingverði né löggæzlumenn til að kenna þessu unga fólki mannasiði — enda langt f „óróaaldurinn". Kennarar koma oft með bekkj- ardeildir til að fræða nemend- ur um störf Alþingis. Siðasta dag 97. löggjafarþingsins, f fyrradag, komu fóstrur með unga gesti á leikskólaaldri. Þau fengu sér miðdegishressingu f „kaffistofu'* þingmanna. „Verkfallsaðferð- in hafin til vegs” — Varhugaverð stefna ’i' R fara á eftir efnisatriði úr i . ■> u Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar, forseta efri deildar alþing- is. í umra'ðu um stjórnarfrum- varp, sem samþykkt var af megin- þorra þingmanna úr öllum stjórn- málaflokkum, þ.e. um takmarkað- an verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Ég tel rétt við 1. umræðu þessa máls að fara þegar nokkrum orð- um um það. Frumvarp þetta til laga um kjarasamhinga Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja veldur þáttaskiptum í samskipt- um opinberra starfsmanna og rík- isins, ef samþykkt verður. Hér er um það að rarða að opinberum starfsmönnum er veittur verk- fallsréttur og þar með er horfið frá banni á verkfalli opinberra starfsmanna, sem hefur verið í lögum allt frá þvi árið 1915. Ég tel, að í þessu felist röng og var- hugaverð stefna. Þetta samrýmist hvorki okkar veika ríkisvaldi né reynslu þeirri, sem við höfum af verkföllum í þessu landi. MikilvæRt hlutverk Vera kann, að einhverjum fínn- ist þessi skoðun ekki lýsa miklum skilningi af minni hálfu á mikil- vægi opinberra starfsmanna og stöðu þeirra. En svo er ekki. Þvert á móti mótast þessi skoðun einmitt af þvi hve þýðingarmiklu hlutverki opinberir starfsmenn hafa að gegna. Það er líka fátt mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búið sé þannig að opinberum starfsmönnum, að þeir megi vel við una launakjör öryggi og allan aðbúnað. Þetta þarf sérhver ríkis- stjórn að skilja og virða, án þess að veifað sé yfir henni svipu verk- fallsvopnsins. Það er að sjálf- sögðu skylda ríkisvaldsins að haga starfsemi sinni á svo hag- kvæman hátt, að hún kosti skatt- borgarana ekki fé að óþörfu, en veiti þeim fyrirgreiðslu og þjón- ustu, sem nauðsynlegar i nútíma- þjóðfélagi. Sumum kann að virð- ast í fljótu bragði sem þessi höf- uðsjónarmið hljóti að stangast á. En svo er þó ekki, því að oftlega fer það saman, að hægt er með skynsamlegu skipulagi og f.vrir- komulagi á störfum að spara rík- inu fé, veita almenningi betri þjónustu og um leið bæta kjör starfsmanna. Ríkið á mikið undir þvi eins og hinir opinberu starfs- menn sjálfir, að samstarf sé gott og skilningur ríki á milli þessara aðila. þessu við ástandið í dag. Við get- um þó verið allir sammála um það, að okkar ríkisvald er veikt. Það ástand er ekki sambærilegt við það, sem annars staðar gerist. Við höfum ekki her og ætlum okkur ekki að hafa her. En í öðr- um löndum er herinn þrautaráðið þar sem hermenn éru látnir ganga í ýmis þau störf, sem nauð- synlegust eru til að halda uppi þeirri þjónustu, sem hvert ríki verður að sjá um undir öllum kringumstæðum. Reynslan aí verkföllutn Ég sagði áður, að reynsla okkar af verkföllum mælti ekki með verkfallsrétti til handa opinber- um starfsmönnum. Við kunnum að hafa mismunandi skoðanir á verkföllum. En hvaða skoðanir sem menn hafa í því efni, þá hljóta allir að gera sér það ljóst, að vinnustöðvanir, ef til þeirra kemur, hljóta alltaf að valda þjóð- arbúinu meira eða minna tjóni og þannig torvelda svo langt sem það nær raunverulegar kjarabætur. Og eru menn nú ekkí í raun og veru orðnir sammála um það, að verkfallsbaráttan sé orðin meira eða mfnna úrelt aðferð til kjara- bóta? Menn vilja kannski ekki allir orða þetta á þennan veg, heldur að verkfallsbaráttan hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Er það ekki í raun og veru þetta, sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar. forseti Alþýðusambandsins segir okkur nú þessa dagana? Segir hann ekki, að í raun og veru sé allt nú þegar unnið fyrir gýg sem áunnizt hafi fyrir nokkrum vikum í almennasta verkfalli, sem nokkru sinni hafi verið háð hér á landi. Hvað þýða svo yfirlýsingar forseta Alþýðusambandsins um það, að nú nægi ekki lengur hin faglega barátta verkalýðsfélag- anna, heldur verði að taka upp pólitíska baráttu? Ef þetta er ekki dómur um fánýti verkfallsvopns- ins, þá veit ég ekki hvað það er. Ég er sammála forseta Alþýðu- sambandsins, að það hljóti að vera betra að taka upp kjarabar- væru í raun og veru margir, sem væru sammála í þessu efni. Það mætti segja mér, að áður en lang- ur tími liði, yrðu æ fleiri og fleiri sammála um þetta efni. Hins veg- ar veit ég, að það er ágreiningur I um það, eftir hvaða stjórnmála- leiðum sé vænlegast að fara til að ná árangri í kjarabaráttu verka- lýðsins í landinu. Um það höfum við mismunandi skoðanir. Stjórn- málum er samfara skoðanaágrein- ingur. En kjarni málsins er sá, að ef kjaramálin eru meir leyst eftir stjórnmálalegum leiðum en nú er, þá hlýtur það að leiða að ein- hverju leyti eða í einhverju formi til fráhvarfs frá verkfallsvopn- inu. Það leiðir til samninga og lýðræðislegra stjórnvaldsráðstaf- ana án valdbeitingar verkfallsbar áttunnar. Mér virðist það kald- hæðriislegt, ef einmitt nú skal hefja til vegs verkfallsaðgerðina með því að veita opinberum starfsmönnum verkfallsrétt. Mér virðist það vera að ganga aftur á bak í öfuga átt. Úrbætur Nokkrum árum eftir að íslend- ingar fengu fjárforráð eða á þingi 1875 voru sett lög um laun opin' berra starfsmanna. Og fram til 1962 var sú skipan á launamálum opinberra starfsmanna, að Alþingi setti með sérstökum launalögum ákveðin laun þeim til handa. Hér skal ekki rakin sú saga. Ég minni aðeins á, hvað gerzt hefur hin síðari ár. Nefni ég í þessu sambandi lögin nr. 38 frá 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem veitti ríkisstarfsmönnum ýmsar réttar- bætur. Og ég nefni lög nr 92 frá 1955 um laun starfsmanna ríkis- ins. En þáttaskilum valdalögin um kjarasamning opinberra starfsmanna frá 1962. Það var þá, sem Alþingi kom til móts við óskir opinberra starfsmanna og veitti þeim samningsrétt í kjaramálum sínum. Alþingi af- salaðí sér þvi valdi, sem það hafði með setningu launalaga og fól kjaradómi endanlegt úr- skurðarvald um launakjörin ef samningar tækjust ekki. Það Svipmyndir frá síðasta degi þingsins mátti'vita, að það hefði meginþýð- ingu, ef þetta fyrirkomulag ætti að heppnast að samningsaðilar gætu haldið þannig á málum, að samkomulag næðist án þess að málið þyrfti að ganga til kjara- dóms. Ég skal ekki fjölyrða nú um það, hver reynslan hefur orðið af þessu fyrirkomulagi. Ljóst er, að opinberir starfsmenn eru ekki nægilega ánægðir með það. En ég tel meira en vafasamt að kasta þessu fyrirkomulagi fyrir róða, heldur beri að bæta það með tilliti til þess, að opinberir starfsmenn geti við unað. Kemur þá til greina bæða að breyta skipan kjaradóms og ákvæðum um þau efni, sem kjaradómur skal hafa hliðsjón af við úrlausnir sínar. Við höfum þegar reynslu af svipuðu fyrir- komulagi við ákvörðun um verð á Iandbúnaðarvörum, svo og við ákvörðun fiskverðs og fram- kvæmd þeirra mála hefur reynzt á þann veg, að bæði bændur og sjómenn hafa unað við þetta fyr- irkomulag við ákvörðun á kjörum þeirra, þó að þeir hefðu engan verkfallsrétt um þessi efni. Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að gera svo við opinbera starfsmenn, að þeir gætu einnig unað núver- andi skipulagi kjaramála þeirra, þótt þeir hefðu heldur ekki verk- fallsrétt? Krafan um verkfallsrétt Kröfunni um verkfallsrétt til handa opinberum starfsmönnum hefur verið hempað hér á Alþingi. Við meðferð frum- varps um lög nr. 92 frá 1955 um laun starfsmanna ríkisins kom fram breytingartillaga um, að opinberum starfsmönnum væri heimilaður verkfallsréttur. Við frumvarp um iög nr. 55 frá 1962 um kjarasamninga opin- berra starfsmanna komu fram til- lögur um verkfallsrétt til handa opinberum starfsmönnum. I báð- um þessum tilfellum voru breyt- ingartillögur þessar fluttar af kommúnistum, en felldar af þing- mönnum allra flokka nema kommúnista, hvort sem þeir voru nú þá kallaðir sósialistar eða Alþýðubandalagsmenn. Þegar Alþýðubandalagsmenn komu í rikisstjórn árið 1971 beittu þeir áhrifum sinum til þess að í mál- efnasamning vinstri stjórnarinn- ar var tekið upp það ákvæði, að ríkisstjórnin vildi, að opinberir starfsmenn fengju full^n samn- ingsrétt um kjör sín, en;da hyrfu þá öll sjálfvirk tengsl nyflli launa- samninga þeirra og anr/ars launa- fólks eins og það var orðið í þess um málefnasamningi. Þetta var skilið svo, enda yfirlýst af hálfu vinstri stjórnarinnar, að opinber- um starfsmönnum skyldi veittur verkfallsréttur. Þetta stefnu- skráratriði framkvæmdi vinstri stjórnin ekki og má því með sanni segja, að henni var ekki alls varn- að. Slæmt hlutskipti Það verður ekki annað sagt en að fram hafi komið á Alþingi mik- ill áhugi hjá Alþýðubandalags- mönnum fyrir því að veita opin- berum starfsmönnum verkfalls- rétt. Mig undrar þvi ekki ánægja þeirra með það frumvarp, sem hér er til umræðu. Hins vegar hefur fram að þessu alltaf verið sterk og yfirgnæfandi andstaða gegn þessum fyrirætlunum og þá fyrst og fremst frá sjálfstæðis- mönnum. Það er heldur ekki að finna nein ákvæði um það í mál- efnasamningi núverandi rikis- stjórnar, að rikisstjórnin hygðist koma á verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Hins vegar hefur núverandi ríkisstjórn lagt fram frumvarp það, sem við nú fjöllum um og er það meir en ég átti von á. Það hryggir mig, að slík ríkis- stjórn sem hæstv. núverandi rík- isstj. skuli kjósa sér það hlut- skipti að vilja eiga yfir sér reidda verkfallssvipu opinberra starfs- manna, en láta sér ekki nægja að gera svo vel við opinbera starfs- menn, að þeir megi una hag sín- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.