Morgunblaðið - 22.05.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976
23
Minning:
Sturlcmgur Böðvars-
son útgerðar-
maður Akranesi
Það tekur stundum nokkurn
tíma að átta sig á staðreyndum og
sannfærast um raunveruleikann,
— Á þetta einkum við þegar vinir
og samferðamenn hverfa af sjón-
arsviðinu fyrirvaralaust og skilja
eftir opið skarð á sviði samfélags-
ins og fjölskyldu sinnar —
I dag er tii moldar borinn á
Akranesi einn slikur samferða-
maður, Sturlaugur H. Böðvarsson
útgerðarmaður. — Hann er
kvaddur burt fyrir aldur fram,
rúmlega 59 ára að aldri.
Þó að Sturlaugur hafi um all-
langan tíma kennt sjúkdóms,
þannig að hann gekk ekki heill til
skógar, þá kom hinn sviplega and-
látsfregn flestum á óvart.
Sturlaugur H. Böðvarsson var
fæddur í Reykjavík hinn 5. febrú-
ar 1917. Foreldrar hans voru
merkishjónin Ingunn Sveinsdótt-
ir og Haraldur Böðvarsson, út-
gerðarmaður á Akranesi, Harald-
ur var sem kunnugt er þjóðkunn-
ur athafnamaður, einn þeirra
frammámanna þjóðar vorrar, sem
á árdögum aldarinnar hófu merki
framkvæmda og framfara, brutu
ísinn og héldu inná nýjar leiðir og
sköpuðu nýtt landnám á ísiandi.
Það er þessi kynslóð, sem skilar
niðjum sínum meiri og betri arði
en dæmi eru til um áður. Hún hóf
starfið með bjartsýni og óbilandi
trú á möguleika þjóðar sinnar og
til að gera Island að því velferðar-
ríki, sem gæti veitt þegnum sin-
um hagsæld og góð Iifskjör.
Það er í þessum jarðvegi, sem
Sturlaugur H. Böðvarsson elst
upp í foreldrahúsum.
Eftir að Sturlaugur hafði lokið
sinni barnaskólagöngu, hóf hann
nám i Verslunarskóla Islands og
var þar einn vetur, en hélt síðan
utan til Noregs og síðar til Bret-
lands til framhaldsnáms.
Ungur að árum fór Sturlaugur
að taka þátt i störfum við hið
stóra fyrirtæki föður síns, Harald-
ur Böðvarsson & Co, en það hefur
um langan tíma verið eitt af
stærstu útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækjum á íslandi. 24 ára
gamall gerðist hann meðeigandi í
fyrirtækinu og jafnframt fram-
kvæmdastjóri, og gegndi því
starfi allt til dauðadags.
Sturlaugur var alla tið bjartsýn-
ismaður, honum var ljóst að án
öflugs sjávarútvegs gat ísland
ekki átt framtíð fyrir höndum,
honum var einnig ljóst, að til þess
að svo mætti verða, var nauðsyn-
legt að fylgjast með öllum nýjung-
um og færa sér í nyt alla tækni og
framfarir sem áttu sér stað í þeim
löndum, sem fremst standa á sviði
sjávarútvegs og fiskvinnslu.
Hann var jafnan fljótur að til-
einka sér nýungar og taka í notk-
un fyrir fyrirtækið það sem hann
taldi að gæti orðið t-íf hagræðingar
og hagsbóta í atvinnurekstrinum.
Auk þess að hafa á hendi fram-
kvæmdastjórn Haralds Böðvars-
sonar & Co, kom það í hlut Stur-
laugs að vera I stjórnum ýmissa
félaga og félagasamtaka, sem
tengd voru atvinnurekstrinum,
svo sem í stjórn Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðju Akraness, en
hann var jafnframt framkvæmda-
stjóri þess fyrirtækis í nokkur ár,
í stjórn Jökla h.f. og Trygginga-
miðstöðvarinnar h.f., í varastjórn
Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús-
anna, í stjórn Olíufélagsins Skelj-
ungs og stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins o.fl. félaga sem tengd eru
atvinnurekstrinum.
Þá átti Sturlaugur H. Böðvars-
son sæti í bæjarstjórn Akraness
sem fulltrúi Sjál'fstæðisflokksins
um nokkurra ára skeið. Þar lét
hann einkum til sín taka málefni
sjávarútvegsins, svo sem hafnar-
málin, þvi það var honum full-
ljóst, að án góðrar hafnaraðstöðu,
gat Akranes ekki gegnt hlutverki
góðrar útgerðarstöðvar, með
fyrsta flokks fiskiskipaflota.
Þá átti Sjúkrahús Akraness
góðan hauk í horni, þar sem Stur-
laugur var. Hafði hann jafnan
mikinn áhuga fyrir að gera veg
þess sem mestan; fetaði hann þar
dyggilega í fótspor foreldra sinna.
Það var mér kunnugt að Stur-
laugur taldi sig vera mikinn
gæfumann i lífinu; hann átti gott
heimili, mannvænlegan barnahóp
og elskulega konu, sem hann mat
mikils. Sturlaugur var tvikvænt-
ur, fyrri kona hans var Svana
Guðrún Jóhannsdóttir Jósefsson-
ar, alþm. og ráðherra, þau áttu
eina dóttur, Ingunni Helgu lækni,
sem gift er Hauki Þorgilssyni við-
skiptafræðingi. Siðari konu sinni,
Rannveigu Torp Pálmadóttur
Hannessonar rektors, giftist Stur-
laugur þ. 14. apríl 1945; eiga þau
6 mannvænleg börn. Þau eru
Matthea, gift Benidikt Jónmunds-
syni verslunarm.; Haraldur, gift-
ur Ingibjörgu Pálmadóttur;
Sveinn, giftur Halldóru Friðriks-
dóttur; Rannveig gift Gunnari
Ólafssyni; og í foreldrahúsum
Sturlaugur og Helga.
Heimili þeirra hjóna, Rannveig-
ar og Sturlaugs, hefur alla tíð
verið með miklum höfðingsbrag
og hafa gestir og gangandi jafnan
mætt þar hlýju og góðu viðmóti.
Sturlaugur var að eðlisfari geð-
prúður og sérstaklega bóngóður
maður, þegar til hans var leitað,
veit ég að þess munu margir
minnast nú þegar hann er kvadd-
ur hinstu kveðju.
Ég sem þessar línur rita, þakka
Sturlaugi vini mínum margar
ánægjustundir, sem við áttum
saman á langri samstarfsleið, það
var alltaf bjartsýni og trú á fram-
tíðina sem mótaði stefnu hans;
með slíkum mönnum er gott að
starfa.
Með Sturlaugi H. Böðvarssyni
er genginn góður drengur; Akra-
nes hefur misst einn af sinum
góðu borgurum, sár söknuður
hvílir nú yfir hans nánustu ást-
vinum. Eg votta konu hans, börn-
um og fjölskyldum þeirra innileg-
ustu samúð og bið honum guðs
blessunar.
Jón Árnason.
Kveðja
„Dáinn, horfinn! — Harmafregn!
Hvflfkt orð mig dynur yfir. —
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.“
Við finnum þungann sársauk-
ann í þessu andvarpi Jónasar, er
hann spurði lát vinar síns,
Tómasar. Mér fór svo, að þetta
sama andvarp leið frá brjósti
mínu, er ég stóð andspænis þeirri
staðreynd, að hjartkær vinur
minn, Sturlaugur, væri ekki
lengur. Margt býr í huga, minn-
ingar frá mörgum liðnum árum,
sem engan skugga ber á, minn-
ingar um drenglund og bjargfasta
tryggð. Þakkarefnið — stærra er
það og meira, en ég fæ tjáð. Og ég
er ekki einn um það. Þakklátir
vinir hans, hundruðum saman
binda honum sveig, minnug þess,
sem hann var þeim og vildi. —
Kvaddur er óvenju góður dreng-
ur, sem um langt árabil hefur sett
svip á bæ sinn og bernskustöðvar,
Akranes. Fæddur var hann 5.
febrúar 1917, sonur hinna mikil-
hæfu og þjóðkunnu hjóna,
Ingunnar Sveinsdóttur og Har-
alds Böðvarssonar, útgerðar-
manns. Að honum stóðu sterkir
stofnar beggja vegna. Langa-
langa-langafi hans í föðurætt var
séra Þorvaldur Böðvarsson,
sálmaskáld i Holti undir Eyja-
fjöllum. Systkinin voru tvö, Stur-
laugur og Helga, kona Hallgríms
Björnssonar, læknis á Akranesi.
Helga var einstök mannkosta-
kona, en féll frá á léttasta skeiði,
öllum mikill harmdauði, er henn-
ar nutu. Hinn 14. april 1945 gekk
Sturlaugur að eiga eftirlifandi
konu sína, Rannveigu Torp, dótt-
ur Pálma Hannessonar rektors. Á
þeirra fallega heimili liðu árin við
mikla umhyggju þeirra beggja.
Sturlaugur var góður heimilisfað-
ir, og lét enga stund ónotaða til að
hlú að því og rækta, er verða
mætti ástvinum hans til hamingju
og blessunar. Margs er að minnast
frá liðnum árum, sem þú kæra
Rannveig mín, geymir næst
hjarta. Tilfinningum þinum, með
árin ykkar í huga, sem nú eru
liðin, söknuði þínum, þegar hann
er horfinn þér, ég reyni ekki að
lýsa þeim. Þitt hjartans hljóða
mál þekkir og skilur himinninn
einn. Hann sendir þér nú bjartan
geisla í sporin þín. Sú er bæn
allra ykkar vina, sem rétta þér
höndina í samúð og kærleika. Ég
veit — þú finnur hvað í því hand-
taki býr. — Systkinin — börnin
þeirra sjö — eiga sínar hugsanir
Ijúfsárar um sinn góða föður, sem
áttu hug hans allan og heitustu
tilfinningar, tengdabörnin og afa-
börnin, sem voru honum hjart-
fólgin gjöf — og þau umvafin
ástúð afa sins. Þess eigið þið nú,
börnin hans, að minnast, sem dýr-
mætt er að eiga, og jafnan mun
leggja birtu frá á lífsleiðina.
Föðurhöndin holla og hlýja
gleymist ekki, ekki heldur föður-
augun, sem jafnan vöktu yfir vel-
ferð sinna. Og gott er að kunna að
meta það allt og þakka. Og þakkið
þá einnig, kæru vinir mínir, að
hafa reynst honum svo sem þið
voruð honum — og hann var svo
hjartanlega þakklátur fyrir. Sú
minning má vera ykkur gleðigjafi
í bráð og lengd. — Sturlaugur var
sviphreinn maður, sem bar það
með sér, sem inni fyrir bjó. Hann
átti mikinn næmleika fyrir helgi
lífsins. Hann gekk þess ekki dul-
inn, að þá fyrst hefði lífið tilgang,
störfin tilgang, að allt væri gert,
störfin unnin í nafni hins fagra og
góða öðrum til heilla og bless-
unar. Ótalin eru þau spor, og
verða ekki talin, sem vitna um
hinn göfuglynda, góða dreng, er
hann gekk á meðal okkar, en við
erum minnug þess og bæn okkar
er sú, að Guð gefi þjóð okkar
marga honum líka. Vissi Stur-
laugur, að einhver ætti bágt, ætti
litlu að miðla fyrir sjálfan sig og
heimili sitt, sviði í hjarta af ein-
hverjum ástæðum, leið honum
ekki vel. Ekki sist þá sýndi það
sig, hver drengskaparmaður hann
var. Oft og mörgum sinnum kom
hann til mín — með stórar fjár-
hæðir og bað mig færa þeim, sem
byggju við skarðan hlut, væru
einmana og kviðu komandi dög-
um. Víst er það, að mikla birtu
bar ég í margan bæinn fyrir hans
hönd. Jafnan trúði hann mér
fyrir því, að láta nafns síns ekki
getið. — Þannig var Sturlaugur,
og ég tel mig fara nærri um það,
að fáir hafi þekkt hann betur en
ég. Vel finnst mér það falla að
gerð Sturlaugs, hugsun hans og
hjartalagi, þetta fallega ljóð:
„Hvar, sem þú IfAandi lítur hið
lága og veika,
kveddu það kærleikans máli og
knýttu það örmum,
vektu þeim vonir f hjarta, sem
veturinn særir,
skapaðu gleði úr gráti og geisla
úr skuggum.**
— Sturlaugur átti sér margvís-
leg hugðarmál, og félagslyndur
var hann, og í félagsmálum þeim,
er hann lét til sín taka, var hann
virkur og ötull og lá ekki á liði
sínu góðum málstað til framdrátt-
ar. Til margra trúnaðarstarfa var
hann kjörinn af meðbræðrum sín-
um, en verða ekRi talin hér. — Ég
finn mig smáan, þegar ég stend
andspænis vináttu Sturlaugs árin
mörg, sívakandi umhyggju og vel-
gerðum hans í garð okkar hjón-
anna og fjölskyldu okkar — fyrr
og síðar. — Það er svo margt, sem
maður getur ekki þakkað sem
skyldi í þessu lífi, þvi síður laun-
að að verðugu. — Guð gefi vini
okkar það, sem við vildum hafa
gert — í okkar stað.
Jón M. Guðj.
„Mjök erum tregt
tungu at hra*ra“
kvað eitt mesta skáld þjóðar vorr-
ar fyrr og síðar, þá er þyngsta
harmfregn barst honum til eyrna.
Mér er líkt farið nú, þegar sú
staðreynd starir óhagganleg á
móti mér, að einn ágætasti vinur
minn, Sturlaugur á Akranesi, sé
skyndilega sofnaður svefninum
langa.
Nýkominn heim úr hvíldarför
með konu sinni, bezta lífsföru-
nautnuiiY á vit suðrænnar sólar,
heim til Akraness, þar sem hann
var samgróinn og jarðbundinn
miklum athöfnum, framkvæmd-
um og fólkinu þar, heim til Akra-
ness, þar sem hann var hinn ást-
ríki og fórnfúsi faðir, stoð og
stytta stórrar fjölskyldu, barna,
tengdabarna og barnabarna, er
nú þessi dagfars- og heimilis-
prúði, drenglyndi og fórnfúsi ætt-
arstólpi, skyndilega kvaddur til
feðra sinna yfir sundið ómælan-
lega.
Um áratuga skeið hefur hin
tryggasta og innilegasta vinátta
verið með okkur Sturlaugi og fjöl-
skyldum okkar. Slík fölskvalaus
vinátta hefur verið mér og minum
ómetanleg, og þökk sé færð fyrir
hana frá hjartans innsta grunni.
Ótal minningar og myndir
hrannast upp í huga mínum við
brottför þessa elskulega og sér-
stæða vinar.
Ég sé hann við hlið föður síns,
hins mikia og merka athafna- og
framkvæmdamanns, Haralds
Böðvarssonar, föður Akraness,
þar sem hinn svipfríði og vörpu-
legi æskumaður var leiddur holl-
ráðum og traustum höndum i lífs-
ins skóla, við áframhaldandi átök
og framkvæmdir til atvinnu- og
lifsafkomuöryggis á Akranesi. Og
þar var heldur ekki hikað við að
fórna og gefa til heilla almenn-
ings og starfsglöðum höndum
fólksins á Akranesi.
Ég sé hann við hlið merkrar
móður, Ingunnar Sveinsdóttur,
sem mikiTin og áhrifaríkan þátt
átti í þvi, að skapa Akranesi ör-
yggi í heilbrigðis- og heilsuvernd-
armálum. Þá var sonur hennar,
Sturlaugur, ekki ósjaldan nær-
staddur.
En framar öllu öðru sé ég vin
minn Sturlaug og minnist hans
mest og bezt við hlið konu sinnar,
Rannveigar, sem hann unni öllu
— Minning
Framhald af bls. 22
og ég man, hve það gladdi Helga,
þegar á leið okkar varð hin
fegursta Jöklasóley. Það var líkt
og við hefðum fundir fjársjóð.
Og við skelltum okkur siðan frá
Súlnatindi niður egghvassar
skriðurnar ofan í Glerárdal, og
gengum siðan fram dalinn, en
enga fundum við steingerv-
ingana. Við komum ekki til Akur-
eyrar fyrr en kl. 9 um kvöldið og
höfðum verið 10 klukkutíma á
ferð, og það verð ég að segja, að
Helgi stóð sig mun betur en ég,
ungur maðurinn á göngunni, en
við höfðum lagt að baki 40 kíló-
metra, og þá varla talið með prílið
upp Súlur.
Á siðustu árum hafði Helgi gert
víðreist m.a. farið oft i heimsókn
til Harðar læknis sonar sins í
Houston, í eitt skiptið i fylgd
konu sinnar, og kom til baka
fullur af fróðleik og með ýmsar
náttúrumenjar sem minjagripi, til
að gleðja barnabörnin mörgu og
smáu.
Þá brá hann sér hringveginn og
i annað sinn Sprengisand og Kjöl,
og voru þá 3 feðgar saman á ferð,
og höfðu ánægju að samferðinni.
Einn eðlisþátt Helga verð ég að
minnast á, og það var, hvað hann
hafði mikla unun af samræðum
við fólk og oft var það svo, að
hann vildi helzt láta slökkva á
útvarpinu, það væri svo miklu
skemmtilegra að „skrafa", og sú
framar í lífinu, enda voru þau
hjónin svo samrýnd og óaðskiljan-
leg, að sérstaka athygli vakti og
þá ekki hvað sízt þeirra, er næst
þeim stóðu í lífinu, og hjá hinum
fjölmenna hópi vina, er naut ná-
vistar þeirra, frábærrar gestrisni
og tryggrar vináttu.
Ég sé hann með börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum,
sem þekktu og fundu bezt hinn
víða og djúpa faðm föðurins, er
ætið stóð opinn og útbreiddur á
móti þeim. Þungur harmur og
söknuður er kveðinn að hinni
stóru og fallegu fjölskyldu, þegar
Sturlaugur hefur nú verið kvadd-
ur á fund „Oddvita tíða og þjóða“,
en Hann einn getur gefið þeim
styrk, trúartraust og huggun.
1 vitund minni og minningum
er vandfundinn sá maður, er mér
hefur meira þótt svipa til öðlings-
ins, Brands hins örfa, en um hann
var sagt, að sjaldan eða aldrei
vissi vinstri höndin hvað hin
hægri hefði gefið eða látið gott af
sér leiða.
Þannig var einmitt Sturlaugur
gerður, alltaf fórnfús, gjöfull og
búinn til hjálpar og mátti helzt
engan vita í vanda staddan.
Slíkir mannkostamenn eru því
miður fátíðir á tækniöld okkar, en
þess vegna verða þeir okkur
minnisstæðastir og lifa hjá okkur
lengstu og fegurstu lífi, sem
þannig eru af Guði gerðir.
Sturlaugur á Akranesi sat
þennan sess með miklum sóma,
skörungsskap og fyrirmennsku.
Þegar slíkur vinur er kvaddur
er engin furða þótt „tregt sé
tungu að hræra“. Fátækleg orð og
örfáar minningar á blaði, gefa þvi
miður litla hugmynd um þær til-
finningar, sem í brjóstinu bærast.
Kveðjuorðin knýja fram ein-
lægt og djúpt þakklæti til elsku-
legs vinar.
Þakklæti fyrir þá samleið, sem
mér var gefin með honum á lífs-
leiðinni, skuggalausar samveru-
stundir fyrr og siðar, stundir og
samfundir, sem varanleg birta
hvilir á og lýstir eru þvi ljósi einu,
sem blessuð sólin gefur og verm-
ir.
Bæn mín er heit til Hans, sem
öllu ræður, að Rannveigu eigin-
konu hans gefist sá styrkur og
trúartraust, sem hann sjálfur
vildi hafa gefið henni í hverri
raun, og að börnin tengdabörnin
og barnabörnin fái notið þeirrar
leiðsögn algóðs Guðs, er styrki
þau í hinni þungu sorg, söknuði
og trega, er brottför hans veldur
þeim.
Og þegar vinur minn nú kemur
á hinn ókunna áningarstað, munu
hans þar bíða „vinir í varpa“, sem
vefja hann örmum, en Guð al-
máttugur mun
„set ja þi« f sfnu rfki
sólskinsmegin á hvftan hest“.
J.V. Hafstein.
varð raunar staðreynd, því að
hann kunni frá mörgu að segja,
bæði frá gömlum tima og nýjum.
Þó minnist ég Helga tengda-
föður míns, máski fyrst og fremst
fyrir hina rólyndu og traustu
framkomu hans. Hann var alltaf
jafn og samur, hann var einn
þeirra manna, sem óhætt var að
treysta, einn þeirra manna, sem
aldrei gekk á bak orða sinna, því
að hvert hans orð var eins og gull,
stóð eins og stafur á bók.
Innilegustu samúðarkveðjur
fylgja þessum orðum til Valýjar
og allra barnanna, og ég veit, að
sú ósk mín væri rétt og sönn, að
aðstandendur Helga Ólafssonar,
mættu i fótspor hans feta, og taka
dyggðir hans sér til fyrirmyndar.
Veri hann svo kært kvaddur og
hafi beztu þakkir fyrir samver-
una. Friðrik Sigurbjörnsson.
Afmælis- og
minningargrcinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
,góðum fvrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sið-
asta lagi fyrir hádegi á niánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar rnega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.