Morgunblaðið - 22.05.1976, Qupperneq 25
félk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Aðalfundur
verður haldinn í Iðnó sunnudaginn 23. maí
1 976 kl. 2 e.h.
Dagskrá:
1 . venjuleg aðalfundarstörf
2. Kerfisbreyting á innheimtu félagsgjalda
3. Breytingar á reglugerð Vinnudeilusjóðs.
4. Aukning hlutafjár í Alþýðubankanum.
Félagsmenn fjölmennið og sýnið skírteini við
innganginn.
Stjórnin.
(no
kofagerðin
P-IS ms
trio
öræfa-
Kerðin
vönduð og
Nýir og fallegir litir!
Komið og sjáið
TJALDBÚÐIR Sími
GEITHÁLSI 28553
+ Twiggy, fyrrverandi sýning-
arstúlka en núverandi leik-
kona, stendur f miklu stappi
við arkitektinn sem tók að sér
að innrétta heimili hennar og
unnustans, Michael Whitney.
„tbúðin líkist einna helzt
þýzkri bjórstofu, en við höfðum
beðið um eitthvað f enskum
sveitasælustfl," segir Twiggy,
sem segist ekki munu borga
grænan eyri fyrir verkið. Arki-
tektinn hefur nú leitað til dóm-
stólanna.
+ Þessi mynd var tekin af þeim mæðginunum Luis Matos og móður
hans Mariu Rolon á heimili þeirra í New York. Fyrir nokkru
ruddist ókunnur maður inn á heimili þeirra og réðst á Mariu. Luis,
sem er blindur, kom þar að og reyndi að koma móður sinni til
hjálpar. Árásarmaðurinn hreytti þá til hans: „Hvað getur þú gert?
Þú ert blindur.“ t örvæntingu sinni greip Luis til hnffs, sem hann
bar á sér, og fóru svo leikar að árásarmaðurinn lét þar Iff sitt.
+ Enska leikkonan Cilla Black
var nýlega kosin „Höfuð árs-
ins“ f samkeppni, sem brezkir
hársreiðslumeistarar efndu tii.
„Mér varð um og ó, þegar ég
fékk að vita þetta,“ segir Cilla.
„t fyrstunni hélt ég að þetta
hefði eitthvað með heilabúið að
gera, en nú veit ég betur, og ég
er vissulega mjög stolt af upp-
hefðinni.“
Vinnuslys?
+ Christopher Dawson, enskur eldgleypir, var á dögunum sviptur
skuskfrteini i þrjú ár eg sektaður um 30.000 krénur fyrir að hafa
ekið undir áhrifum bensfns, terpentfnu og spritts. Dawson var
stöðvaður fyrir of hraðan akstur þegar hann var á leið frá góðgerða-
samkomu þar sem hann hafði leikið listir sfnar. Blóðrannsókn
sýndi að áfengisáhrifin voru þrisvar sinnum meiri en leyfilegt var.
Rétturinn tók ekkert tillit til þess, þó að Dawson benti á, að hann
hefði óvart gleypt dálftið af þessari eldfimu blöndu, sem hann notar
við vinnu sfna.
+ Leikkonan Raquel Welch
kom til Cannes fyrir nokkru til
að vera þar viðstödd mikla
kvikmyndahátfð. Farangur
hennar var 10 stórar ferða-
töskur og varð Raquel að gera
svo vel og dragnast með þær
sjálf upp á herbergi sitt. Starfs-
fólk á hótelum í Cannes er í
verkfalli sem stendur og gætir
þess vel að enginn gangi inn f
störf þess.
+ Margrét prinsessa, svarti
sauðurinn f ensku konungs- eða
drottningarfjölskyldunni, hef-
ur nú brugðið sér til Túnis
og ætlar að hvflast þar f nokk-
urn tfma hjá forsetanum þar f
landi, Bourgiba.
King
Kong
í nýrri
mynd
+ Eftir margra
mánaða starf og
strit og tæknilega
erfiðleika tókst
þeim að leggja sfð-
ustu hönd á verkið,
górilluna King
Kong, sem fer með
aðalhlutverkið, ef
svo má seeia. f
næstu mynd Dino + King Kong: Tilbúinn f slaginn.
De Laurentiis.
Meðleikarar hans verða þau Jeff Bridges og Jessica Lange og eins
og f fyrri mynd eða myndum um King Kong nær spennan hámarki
þegar King Kong klffur skýjakljúfa Manhattan.
Þrjár milljónir dollara kostaði King Kong og var það einkum
æðakerfið, eða öllu heldur vökvakerfið, sem stjórnar hreyfingum
skepnunnar, sem erfiðleikum olli. Kostnaðaráætlanir við gerð
myndarinnar hafa allar farið úr böndum og f stað 13 milljóna
dollara sem gert var ráð fyrir f upphafi eru Ifkur á að myndin muni
kosta einar 22 milljónir dala. Þess vegna hefur Laurentiis nú
ákveðið aðra mynd, „King Kong f Afrfku“, enda hvernig er hægt að
segja leikara, sem búið er að kosta til þremur milljónum dala, að
hann sé búinn að vera?
í Norræna húsinu um helgina:
BÓKASAFN
Sýning á listmunum úr tré — Stig Pettersson
frá Svíþjóð.
Sýningarsalir í kjallara
Yfirlitssýning á verkum Siri Derkert — Síðustu
dagar, Opið 14:00 — 22:00. (Sýningunni lýkur
á sunnudagskvöld)
SAMKOMUSALUR
Kvikmyndasýnilng kl. 16:00 á sunnudag.
Sýndar verða kvikmyndir frá Þelamörk í Noregi.
Verið velkomin Norræna húsið
NORRÍN4 HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Þvottahús-
vaskar
Ný komnir þvottahúsvaskar.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
A. Jóhannsson og
Smith h.f.,
Brautarholti 4, sími 24244.
---------------------------------------N
Kökusala
að Hallveigarstöðum í dag, laugardag 22. maí;
frá kl. 2
Félag einstæðra foreldra.
-i
• • •
stærsta úrval ársins!