Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 22.05.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976 29 VELVAKAMDI Velvakandi svarar'i sima 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Þar er alltof líflegt Gömul kona skrifar: Um daginn var farið með mig í bílferð og við ókum um höfnina í Reykjavík. Það er ekki oft sem ég kemst um bæinn, en þegar ég fór fram hjá Hafnarbúð- um varð mér hugsað til þess hve gott þeir ættu, sem fengju að vera þar. Við höfnina~er alltaf mikið um að vera, bátar að koma og fara og fölk fer um götuna. í blöðum hafði ég séð um það skrifað að þetta væri ómögulegur staður fyrir gamalt fólk eða sjúk- linga, þegar rætt var um að nýta þetta hús fyrir eitthvað slikt. Og rökin voru þau, að þarna væri engin ró, alltaf hávaði og umferð. Þar sem ég bý núna, fer prýðilega um mig og ég hefi alla þá ró, sem hægt er að hafa. Séð er um að sem fæst trufli okkur. En einmitt þess vegna veit ég, að það er ekki það sem við kjósum heizt, mörg okkar að minnsta kosti. Þó vel fari um okkur, er það ekki nóg við viljum sjá hvað er að gerast í kring um okkur. Mér mundi t.d. finnast al- veg stórkostlegt að eiga kost á að fylgjast með því sem gerist við höfnina. Ég trúi ekki öðru en að það sé hressing hverjum þeim, sem ekki er of veikur, að sjá og fylgjast með þvi sem fram fer við höfnina. Ég sem sagt öfunda þá sem þar fá að vera, fremur en að vera inni á spítala eða „rólegum stöðum“ fyr- ir aldraðá. Ég mundi ganga meira úti og niður að sjó, ef ég kæmist það. % Blaðamaður með skegg 1 auglýsingu, sem hangir hér uppi á vegg á ritstjórninni er blaðamanni boðið að taka þátt í ferðalagi á báti upp Hudsonfljót i New York vegna 200 ára afmælis- ins. Hann þarf að hafa ýmsa kosti, m.a. á þessi blaðamaður að hafa eða láta sér vaxa skegg. Nú vill svo til að blaðamaður er starfsheiti, sem margar konur bera. Og með þeim lögum, sem alþingi hefur sett, skilst mér að bannað sé að mismuna körlum og konum í störfum. Að vísu hefur heyrzt um konur með skegg, og ekki er takið fram i auglýsing- unni hversu mikið skeggið eigi að vera. Kannski dugi smá hýjungur á efri vör. Slikt kalla ungir menn stundum skegg. Kannski er þarna komið ráð til að komast hjá því að mismuna körlum og konum í starfsauglýs- tónlist og mannamáli þegar hann sté út úr bflnum og um leið og hann skellti bflhurðinni heyrði hann að tónlistin þagnaðí snögglega. Og nú ríkti alger graf- arþögn. Honum varð órótt fnnan- brjósts. Var hann að verða ruglað- ur? Hafði hann heyrt raddir og hljóð sem ekki voru án þess hann gerði sér grein fyrir þvf. Hann gekk engu að sfður f áttina að höllinni og þegar hann nálgaðist þrepin sá hann Nicole koma á móti honum. Hún starði á hann en kom sfðan þjótandi þegar hún bar kennsl á hann. — David! Hvað sé ég! Hvernig Ifður þér? Og hvar hefurðu verið? Og hvað ertu að gera hér? Hann greip f hana og sagði óstvrkur. — Ég held þú ættir fyrst að svara mér. Hvaða Ijósaleikur var þetta? Og hvaða raddir heyrði ég? — Það er æfing á Son et Lumiere, sagði hún. — þau eru að prófa Ijósin og hljóðin. Þau hyrja að sýna í næstu viku. Sýningarnar eru alltaf hér í höllinni á þessum árstfma. David hló. — Guði sé lof að þetta voru þá jíi SHÍ) ’ 3 tr iafej-'-.iásit . ■:.lliij ingum, eftir að það er bannað. Það má auglýsa eftir starfsmanni á vélaverkstæði, sem verður að geta látið sér vaxa alskegg. Og þá tilsvarandi, eftir véiritara, sem verður að geta eignast barn. En báturinn, sem nota á* er opinber eign Reykjavíkurborgar og þá er.spurningin, hvort heimilt sé að hann sé „Aðeins fyrir kárla." % Pólsku kartöflurnar Á miðvikudag var stutt frétt í Morgunblaðinu, sem tekin var upp úr nýútkomnu fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins um innkaup á kartöflum. En þar sagði orðrétt: „Mestur hluti af þeim kartöflum, sem Pólverjar hafa selt hingað, eru af þessu afbrigði, sem líkað hefur ágæt- lega en litilsháttar borizt af öðr- um afbrigðum, sem ekki hafa reynzt eins vel.“ Og fyrirsögnin var „Pólsku kartöflurnar hafa lík- að ágætlega." Líklega hefur fréttamaðurinn, sem sá þessa frétt frá upplýsinga- þjónustunni, sett fréttina í hálf- kæringi og nánast til gamans, þar sem allir eru þessum kartöflum kunnugir. En ekki hefur það þó skilist svo, því daginn eftir hringdi fólk unnvörpum i frétta stjórann, til að mótmæla svona fréttaflutningi, það hefði ekki átt- að sig á því að þarna voru tekin upp orðrétt ummæli Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins. Vildu konurnar, þvi þctta voru mest húsmæður, harðlega mót- mæla því að sagt væri i Mbl. að kartöflurnar, sem þær hefðu ver- ið að bera á borð, hefðu líkað ágætlega. HÖGNI HREKKVÍSI „Þetta á hann til að gera!“ V l*»i íslandsmótið 1. deild Valur — Víkingur í dag, laugardag kl. 14 Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. maí verða til viðtals: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður Gústaf B. Einarsson, varaborgarfulltrúi VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að Hvoli t kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.