Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 32
ÍLYSINC.ASIMINN ER: 22480 Btor0unl>t«iíiil) jirjgpmjlbliílill* AUGLYSÍNGASIMINN ER: 22480 JWorennbI«í>il> LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976 Féll í Klifinu TlU ÁRA piltur slasaðist nokkuð f Vestmannaeyjum í gærdag, er hann féil í Klifinu, þar sem hann var að klifra. Var drengurinn þarna ásamt fleiri börnum á svipuðu reki, og eftir því sem næst verður komizt af frásögnum þeirra, mun hann hafa verið kominn um 5 metra upp í Klifið er hann féll. Kom hann niður í vikur og möl og skarst allilla á höfði auk þess sem hann mun einhver meiðsli hafa hlotið á fæti. Hann var fluttur i sjúkrahús. „Tefldi of djarf- lega og tapaði. — sagði Friðrik eftir skákina við Karpov Bóluefni gegn , svína- inflúensu frá Astralíu LANDLÆKNIR hefur gert ráð- stafanir til að fá hingað til lands bóluefni frá Astralfu gegn inflúensu þeirri sem líkt hefur verið við spænsku veikina svo- nefndu, og er ætlunin að til verði I landinu nokkrar birgðir af bólu- efninu, sem hægt verði að grípa til, ef þessi inflúensa skyldi koma hcr upp. Var Olafur Ólafsson, landlæknir, nýlega á ársþingi Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar f Genf, þar sem hann leitaði eftir þvf að fá bóluefni bæði frá Bandarfkjunum og ýmsum ] Evrópulöndum en það tókst ekki vegna þess að þessi lönd töldu sig ekki aflögufær með bóluefni. Hins vegar tóku Astralíumenn mjög vel f það að láta okkur fá bóluefni, enda er það venjan að farsóttir af þessu tagi eru þar 4—5 mánuðum á undan þvf sem gerist á norðurhveli jarðar vegna árstfðamismunarins. í samtali við Morgunblaðið f gær sagði Ölafur Ólafsson að á þinginu í Genf hefði „ svína- inflúensan" eins og hún er stundum nefnd, verið töluvert til umræðu, og þingfulltrúar verið sammála um að nokkuð mikið hefði verið gert úr hættunni af slíkri inflúensu. Eins kvað hann það hafa verið samdóma álit manna, að enda þótt inflúensa þessi kæmi upp, þá væri alls ekki við því að búast að hún yrði mannskæð eða neitt í líkingu við það sem var árið 1918. Kæmi þar bæði til að aðbúnaður allur væri Framhald á bls. 31. □-----------------------------Ll Sjá skákina og stödumvnd á bls. 31 — EFTIR áfallið gegn Browne var ekki annað að gera á móti Karpcv en tefla til vinnings. Ég fann hins vegar hvergi veikan blett hjá honum, hef líklega teflt full djarflega og varð að gefa skákina í 60. leik, sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari þegar Morgunblaðið ræddi við hann úti f Amsterdam f Hol- landi f gærkvöldi. Með sigri sínum í gærkvöldi tryggði Karpov sér örugglega sigurinn í Euwe-mótinu. Hann hlaut 4 vinninga af 6 möguleg- um og tapaði ekki skák. Banda- ríkjamaðurinn Browne, sem byrjaði svo illa, sótti sig þegar á leið og tveir heppnissigrar, gegn Friðriki og svo Timman í gærkvöldi, tryggðu honum annað sætið í mótinu með 3 vinninga. Friðrik og Timman urðu jafnir í 3.—4. sæti með 2V4 vinning. Fyrir sigurinn hlaut Framhald á bls. 31. VIÐ UPPHAF SKÁKARINNAR — Frlðrlk Ólafsson og Karpov heimsmeistari við skákborðið í Van-Gogh-safninu f Hollandi f gær. Sfmamynd AP. eöa í átt til íslands. Öhemju lóðn-! ingar hafa verið þarna, en kol- munninn er veiddur á 200—250 faðma dýpi. Fiskurinn er 28—34 sm á stærð, nýlega hrygndur, og rétt byrjaður að fitna aftur. Verðið fyrir kg í fyrsta túr Isa- foldarinnar var 9,30 ísl. kr. í Hirtshals, en þar er enginn ríkis- styrkur á veiðunum. Hins vegar er verðið eitthvað hærra í Noregi og í Færeyjum er það 10,50 fyrir kg, en þar af borga bræðslurnar 7,50 og landsstjórnin 3 kr. á hvert kg. Verðið fer hins vegar hækk- andi, að sögn Þorsteins. Allar þrær eru fullar í Færeyjum. ísa- foldin var búin að fá vilyrði fyrir að landa þar, en varð að sigla til Hirtshals. Veiðin er yfirleitt um 200—300 tonn á dag og hefur Framhald á bls. 31. Fyrstu stúdentarnir MENNTASKÓLARNIR eru um þessar mundir að brautskrá stúdenta sfna. Þessi mynd var tekin af kampakátum stúdentum úr Menntaskólanum við Tjörnina, sem brautskráðust f gær. Alls brautskráðust frá þeim skóla 160 stúdentar, þar af 58 af málasviði, 3 af mála- og félagssviði, sem er nýtt svið við skólann, 56 af náttúru- sviði, 40 af eðlisfræðisviði og 3 af tónlistarsviði f samvinnu við Tónlistarskólann f Reykjavfk. Meðalfullnaðareinkunn helztu kjörsviða var sem hér segir: A málasviði 6.75, náttúrusviði 6.32 og eðlisfræðisviði 6.92. Hæstu einkunn á málasviði hlaut Guðrún Sigrfður Birgisdóttir, 8,7, á náttúrusviði Páll Helgi Hannesson, 7,7, og á eðlisfræðisviði Friðrik Már Baldursson, 8,9, og var hann þvf dúx skólans á stúdentsprófi. Dúxar yfir allan skólann urðu hins vegar Hannes Jónsson og Tómas Jóhannesson, báðir með 9,2, en þeir eru báðir úr þriðja bekk. Fisksölufyrirtækin vestan hafs vilja kaupa hundrað tonnaf kolmunnamarningi FISKSÖLUFYRIRTÆKIN ís- lenzku í Bandarfkjunum, Cold- w'ater Seafood Corp. og Iceland Product, hafa ákveðið að kaupa héðan um 100 tonn af kolmunna- marningi og eru þessi kaup ákveðin f kjölfar tilraunasendíng- ar, sem fyrirtækin fengu frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Að sögn Björns Dagbjartssonar, forstöðumanns rannsóknastofn- unarinnar, koma þessi kaup í kjölfar tilrauna sem stofnunin gerði með framleiðslu á ýmsum afurðum úr kolmunna í Meitlin- um í Þorlákshöfn sl. haust. Þar á meðal var marningur, sem var frystur. Var kolmunninn fyrst flakaður í vélum en síðan fóru flökin í marningsvél eftir að hold- ið hafði verið hreinsað frá roðinu og beinum og síðan var marning- urinn frystur. Björn sagði ennfremur, að til- raunasending af þessum marn- ingi hefði síðan farið til beggja íslenzku fisksölufyrirtækjanna vestan hafs, og líkað það vel að fyrirtækin hefðu nú óskað eftir nokkru magni af kolmunnamarn- ingi. Björn sagði að magnið væri að vísu ekki mikið eða um 50 tonn Framhald á bls. 31. ÓHEMJU mikið af kolmunna veiðist nú í flottroll á Færeyja- banka, en þangað er liðlega sólar- hringssigling frá Austfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Arna Gíslasyni skipstjóra á ísa- foldinni eru um 20 norsk skip á kolmunnaveiðum á þessum miðum, 5 færeysk og nokkur önnur skip, en Arni er nú á leið með isafoldina til Hirtshals með 750 tonn af kolmunna sem hann fékk á þremur dögum. Fyrir nokkrum dögum landaði Ísafold- in úr fyrsta túr um 700 tonnum. í samtali við Þorstein Gislason skipstjóra í gær sagði hann að veiðin þarna hefði verið mjög góð síðustu þrjár vikurnar og kvað hann Árna hafa fengið allt upp í 150 tonn í hali. Veiðisvæðið er 30—40 mílur suðaustur af Suðurey en kol- munninn væri á leið norðvestur. Freigáta reyndi þrívegis að sigla á varðskipið Þór BREZK freigáta sigldi f gær þrí- vegis mjög ögrandi að varðskip- inu Þór á Öræfagrunni, þegar varðskipið var þar að stugga við brezkum togurum. Varðskipið hafði verið að að- stoða íslenzkan bát, sem fengið hafði net í skrúfuna við Ingólfs- höfða en hélt síðan austur á bóg- inn, og á Öræfagrunni kom varð- skipið að tveimur brezkum togur- um að veiðum. Togararnir hifðu óðar er varðskipsins varð vart, en litlu síðar kom freigátan öslandi og gerði þrívegis tilraun til að sigla á Þór. Tókst varðskipsmönn- um með naumindum að forðast árekstur, að því er Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzl- unnar, tjáði Morgunblaðinu í gær. Óvenjumargir togarar voru á Is- landsmiðum í gær eða yfir 40 tals- ins og sagði Pétur að það væru mörg dæmi þess að brezkum tog- urum fjölgaði hér mjög á mið- unum einmitt í þann mund að einhvers konar samningaumleit- anir stæðu yfir varðandi veiðar brezka togaraflotans hér við land Virðist svo sem brezkir útgerðar menn beini þá skipum sínum i ríkara mæli á Islandsmið og þá væntanlega f i>vi skyni að þrýsta á stjórnvöld um aukinn fjárstyrk samfara því að veiðar þeirra hér við land dragast saman. Mokveiði á kolmunna á Færeyjabankanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.