Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976
Svíar bólusetja við
heilahimnubólgusýkli
— Þessa sýkils hefur ekki orðið
vart hérlendis - segir landlæknir
SVÍAR munu á komandi hausti
hefja bólusetningu við ákveðinni
tegund heilahimnubólgu, sem
sýkill veldur. Að þessu tilefni
hafði Morgunblaðið samband við
Ólaf Ólafsson landlækni og spurð-
ist fyrir um þetta og hvort ástæða
væri til að bólusetja íslendinga
við heilahimnubólgu.
Ölafur Ólafsson sagði að orðið
hefði vart ákveðinnar tegundar
heilahimnubólgu í Finnlandi og
hefur hennar aðeins orðið vart í
Norður-Svíþjóð. Hafa Finnar unn-
ið að því að gera bóluefni við
þessum sjúkdómi og í tilrauna-
skyni hefur bólusetning farið
fram í tveimur lénum í Finnlandi.
Niðurstöður virðast benda til þess
að bóluefni þetta sé vírkt, en
rannsóknum á því er þó ekki lokið
enn.
Ólafur sagði að enn hefði ekki
orðið vart þessarar heilahimnu-
bólgu hérlendis, þau fáu tilfelli af
heilahimnubólgu, sem skotið hafa
upp kollinum á íslandi eru af
annarri tegund. Ólafur sagði að
íslenzk heilbrigðisyfirvöld hefðu
haft nána samvinnu við yfirvöld í
Svíþjóð og Finnlandi og nýlega
hefðu verið haldnir tveir fundir
um þetta, þar sem m.a. var fjallað
um heilahimnubólguna. Enn sem
komið er kvað Ólafur íslendinga
ekki þurfa að óttast þennan sjúk-
dóm, en ef útbreiðsla hans ykist,
myndu íslenzk heilbrigðisyfirvöld
gera sínar ráðstafanir og annast
útvegun bóluefnis, ef sú raunin
verður á, er rannsóknir liggja fyr-
ir að það komi að fullkomnu
gagni.
Matthías Bjarnason um samningana:
Getum aukið hlutdeild okkar í
þorskafla um 30—40 þúsund tonn 1 ár
„Á fluginu i sjó-
inn sá égtelpuna”
Snarræði unglings og sjómanns barg mannslífi
ið í höfnina, tvær bátslengdir
frá okkar bát. Við rukum allir
upp og hlupum á eftir strákn-
um og þar sem hann benti í
sjóinn henti ég mér á fullri ferð
út af bryggjunni. Það var ekki
fyrr en í fallinu, fluginu í sjó-
inn sem égkomauga átelpuna
litlu þar sem hún var að sökkva
við stefnið á einum bátnum. Ég
náði henni strax og strákarnir
tóku siðan á móti henni upp á
bryggjuna. Það var farið með
hana heim og við fórum á sjó-
inn, en það var mikil mildi að
Runólfur Viðar skildi sjá hana,
því það hefur orðið henni til
lífs þar sem bryggjan var alveg
mannlaus að öðru Ieyti.“
Yfirlýsingu Croslands um bókun 6
_ r
stefnt að EBE en ekki Islendingum
ÞESSI mynd var tekin á heimili Steinunnar Óskar Óskarsdóttur,
Austurhraut 4 Keflavfk í fyrrakvöld ásamt björgunarmanni henn-
ar, Jóni Guðbrandssyni, 22 ára gömlum stýrimanni á Frey úr
Keflavfk. Þau eru bæði hin hressustu eins og sjá má, en Ifklega
stelst sú litla ekki að heiman f bráð. Ljósmynd Runólfur Elentfnus-
son.
Morgunblaðið náði í gær tali
af Jóni Guðbrandssyni stýri-
manni á Frey KE 98, en hann
bjargaði 4 ára gamalli stúlku
Steinunni Ósk Óskarsdóttur frá
drukknun í Keflavíkurhöfn á
miðvikudagskvöld eins og sagt
var frá í Mbl. í gær. Við spurð-
um Jón um atburðinn.
,,Við strákarnir vorum að
vinna um borð eftir kvöldmat,“
sagði hann, „en skyndilega kom
hlaupandi til okkar bátsmaður-
inn okkar eins og við köllum
hann, strákur úr Keflavík, sem
er oft í bátnum hjá okkur, 14
ára gamall og heitir Runólfur
Viðar. Hann hrópaði af lífs og
sálar kröftum að barn væri fall-
Keppt um Morgunblaðs
skeifuna á Hólum
SKÖMMU fyrir skólaslit Bænda-
skólans á Hólum fór fram tamn-
ingapróf nemenda skólans, en
sem kunnugt er veitir Morgun-
blaðið þeim nemendum bænda-
skólanna tveggja sem efstir eru á
tamningaprófi sérstaka. viður-
kenningu, svonefnda Morgun-
blaðsskeifu. Að þessu sinni stóð
efstur Jóhann Tómasson, Reykja
vík, og hlaut hann einkunnina 9.3.
Annar varð Þórir Jökull Þor-
steinsson, Ökrum III. Hraun-
hreppi, Mýrarsýslu og þriðji Guð-
mundur Björgvinsson, Kópavogi,
en þeir hlutu báðir einkunnina
9,1. í vetur hefur Magnús
Jóhannsson bústjóri, leiðbeint
skólasveinum á Hólum um tamn-
ingar en prófdómari var Maron
Pétursson. Meðfylgjandi mynd er
af sigurvegaranum, Jóhanni Tóm-
assyni, og situr hann Glaum, sem
er brúnn og 4 vetra.
MATTHlAS Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra skýrði frá þvf á
almennum fundi Sjálfstæðis-
félaganna f Reykjavfk í gær-
kvöldi að samningurinn, sem
gerður var við Breta í Osló sl.
þriðjudag hefði það f för með sér
að tslcndingar geti þegar á þessu
ári aukið hlutdeild sfna f þorsk-
afla á Islandsmiðum um 30—40
þúsund tonn. Þá sagði sjávarút-
vegsráðherra, að vegna þessa
samnings gæti heildarveiði út-
lendinga á miðunum hér við land
aldrei farið yfir 55 þúsund tonn
af þorski á þessu ári.
Matthías Bjarnason kv0^' ielja
að bréf það er Crosland utanríkis-
ráðherra Breta sendi Einari
Ágústssyni utanríkisráðherra
með yfirlýsingu um, að Bretar
mundu beita sér fyrir þvi að
bókun 6 félli úr gildi eftir 1. des.
n.k. væri í raun ekki stefnt að
Vinnuslys í
Garða-Héðni
ÞAÐ SLYS varð i vélsmiðjunni
Garða-Héðni, Garðabæ, í gær, að
starfsmaður þar missti járnstykki
ofan á fótinn. Hlaut maðurinn fót-
brot.
íslendingum, heldur Efnahags-
bandalaginu í því skyni að Bretar
geti gert harðari kröfur á hendur
EBE um hærri bætur frá því
vegna þess, sem Bretar missa á
íslandsmiðum. Sjávarútvegsráð-
herra kvaðst sannfærður um, að
Fundur Sjálfstæðis-
félaganna:
Fagnar
sigri
Á FUNDI Sjálfstæðisfélag-
anna i Reykjavík í gærkvöldi
var svohljóðandi ályktun sam-
þykkt samhljóða:
„Almennur fundur Sjálf-
stæðisféiaganna í Reykjavík,
fimmtudaginn 3. júní 1976
fagnar þeim sigri, er náðst hef-
ur með samningum í fiskveiði-
deilunni og fela i sér viður-
kenningu á óskoruðum yfir-
ráðarétti íslendinga yfir 200
mílna fiskveiðilögsögunni.
Fundurinn þakkar ötúla og
Framhald á bls. 22
mundu taka það í mál, að fresta
bókun 6 eftir 1. des., þar sem
afleiðingin yrði sú, að samningar
þeir, sem þessar tvær þjóðir hafa
um veiðar á íslandsmiðum
þess, að við höfum unnið við-
skiptastríðið við EBE, sagði
Matthías Bjarnason.
Á fundi Sjálfstæðisfélaganna í
Framhald á bls. 22
TÓNUST
o u—
•i. BÓKMEW
%4/vn^
Bandalag ísl. listamanna:
Minnispeningar í tilefni
af bókmennta- og tónlistar-
verðlaunum Norðurlandaráðs
— Gullpeningurinn á 50 þúsund krónur
BANDALAG Isl. listamanna hef-
ur ákveðið að gefa út minnispen-
inga f tilefni af bókmennta- og.
tónlistarverðlaunum Norður-
landaráðs 1976, en verðlaunin
féllu að þessu sinni f skaut
fveggja tslendinga, þeirra Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar rithöfund-
ar og Atli Heimis Sveinssonar
tónskálds. Minnispeningar þessir
eru af þremur gerðum: gull, silf-
ur og brons og verða þeir tilbúnir
til afgreiðslu og sölu sfðari hluta
júnfmánaðar en forsala á útgáf-
unni er hafin f Gimli við Lækjar-
götu milli kl. 16—20.
Minnispeningar þessir eru
gefnir út til að minna á þann
heiður, sem listamennirnir Atli
Heimir og Ólafur Jóhann hafa
fært þjóð sinni en peningana hef-
ur Snorri Sveinn Friðriksson
hannað. Ágóði af sölu peninganna
rennur til starfsemi Bandalags
ísl. listamanna en ýmis verkefni
bíða nú úrlausnar hjá Bandalag-
inu og má þar nefna Listdreifing-
armiðstöð, sem stjórn þess hefur
mikinn hug á að koma upp og er
ætlunin að tilgangur þessar List-
dreifingarmiðstöðvar verði að
sinna þjónustu við þá aðila, er
óska að fá listamenn í heimsókn.
Þá má geta þess að Bandalag ísl.
listamanna hefur nú opnað skrif-
stofu að Skólavörðustíg 12.
Annan dag hvitasunnu efnir
Bandalag ísl. listamanna til Lista-
mannaþings og er það umræðu-
fundur, þar sem fjallað verður
um spurninguna: „Til hvers er
Listahátíð haldin?" Þingið verður
á Kjarvalsstöðum og hefst kl. 16.
Eins og áður sagði eru gefnar út
Framhald á bls. 22