Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNI 1976 „I vasa mínum og kistli flyt ég vinnustofuna ” Hundertwasser við eitt Hkana sinna f Listasafni Islands en hann er kunnur arkitekt og hefur komið fram með margar nýstárlegar hugmyndir sem eru m.a. sýndar á sýningunni f Listasafninu ásamt örðum verkum hans. Ljðsmynd Mbl. Ól.K.M. — rabbað við austurríska listamanninn Hundertwasser ISeglskúta listamannsins sem bfður nú eftir honum f Nýja Sjálandi. AUSTURRÍSKI listamaðurinn Hundertwasser, fyrirbrigði sem er sjaldséð f gestum á ís- landi, hann er f senn eldfjall og ævintýri, eins og eldspúandi kraftur f dugnaði sfnum og af- köstum, ævintýri f hugmyndum og athöfnum, arkitekt, listmál- ari, vefari, sjómaður, garð- yrkjumaður, hnattferðamaður. Salir Listasafns tslands hýsa nú á annað hundrað verka hans. „Við sém slitum barnsskón- um f afskekktri sveit munum tilhlökkun og hugþekka dul, sem rikti þegar von var á gesti langt að reknum, kannski hand- an um höf,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra í spjalli í skemmtilegri sýningarskrá Listasafnsins og vitnar síðan i meistara Þór- berg: „Það var nýstárlegt á Virðingarbala þegar Öræfingar áðu þar á lestarferðum sínum,“ og Vilhjálmur heldur siðan áfram: „Nú hefir óvænta gesti borið að garði. tsland varð án- ingarstaður Hundertwassers — málverkanna hans — á leið um- hverfis jörðina. Það verður ný- stárlegt i Listasafni íslands á meðan Hundertwasser áir þar.“ I spjalli okkar Hundertwass- ers í gær, stundu eftir komu hans til landsins, kom fram að hann þekkti nokkuð til ís- lenzkra listamanna, m.a. kvaðst hann hafa þekkt Gerði Helga- dóttur, Ninu Tryggvadóttur og Erró. Listamaðurinn kemur hingað frá Feneyjum, Varsjá og París, en í þessum löndum hef- ur hann verið síðustu tvær vik- urnar, er á leið til Nýja Sjá- lands þar sem seglskip hans bíður eftir honum, skip sem er 17 metra langt og 5 metra breitt, en skipið endurbyggði hann á árunum 1968 til 1972 og býr síðan að mestu í því. Regen- tag heitir skútan. Hann kvaðst ætla að sigla til Thaiti og dvelja þar um tíma, m.a. halda sýn- ingu þar, en aðspurður svaraði hann því að liklega væru einar 10 sýningar á verkum hans uppi um þessar mundir í ýms- um löndum m.a. í London, tvær í Bandaríkjunum, í Sviss, Ósló og París auk Islands. Margar vinnustofur? spurði ég. Ég vinn á mörgum stöðum, svaraði hann, hef enga sérstaka vinnustofu eins og aðrir málar- ar, mín vinnustofa er í ferða- kistlinum minum, í vasa min- um, því með mér hef ég liti, pensla og annan mat til verka og ég vinn hér og þar, oft i skipi minu, en mér líkar að vinna þannig og þeysast um. Á þess- ari vel skipulögðu sýningu hér eru t.d. myndir sem ég gerði i siðasta mánuði. Staldra, ég veit það ekki, nokkra daga, ég veit það betur á morgun, en ég er tímabund- inn því á landi mínu í Nýja Sjálandi biða min 3000 tré sem ég á eftir að gróðursetja og það verður að gera á réttum tíma. Ég þarf að ljúka því áður en ég sigli til Thaiti, en ég fer héðan beint til Nýja Sjálands, frá nyrstu höfuðborg i heimi til þeirrar syðstu. Við gengum saman um sýningarsali Listasafnsins og stundum rásaði hann að ákveðnum verkum og heilsaði þeim eins og gömlum kunningjum, enda ekki að furða. — Þessi er góð — átti hann til að segja þegar honum likaði sérlega vel við einhverja og svo sýndi hann mér myndirnar sem hann málaði á Nýja Sjálandi, litadýrð í form- um þar sem mannsaugað gægist víðast einhvers staðar í gegn og það var auðséð að hann hafði orðið fyrir áhrifum af lit- menningu hinna suðlægu ibúa, en fyrst og. fremst var Hundert- wasser undir áhrifum af einni tegund, Hundertwasser. — á.j. Sýning á verkum málarans Hundertwasser verður opnuð í dag í Listasafni Islands og verður sýningin opin til 12. júní n.k. Daglegur opnunartími sýningarinnar er frá kl. 13.30 til kl. 22. Á sýningunni gefur aó lita um 120 verk Hundertwass- ers, sem unnin eu á mismun- andi vegu. Auk málverka, sem Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.