Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 11

Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNI 1976 11 Friðsamleg lausn og full atvinna: Nýtt borgarhverfi á örfáum árum 0 í höfuðborginni, Reykjavík, eru starfandi 11 hverfafélög sjálfstæð- isfólks, sem oll tengjast í starfsemi Varðar, landsmálafélags, er á hálfrar aldar starf að baki. stofnað 13. febrúar 1926. Auk Varðar spanna þrjú sjálfstæðisfélög borgina alla, Hvöt, félag sjálfstæðis kvenna, Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, og Óðinn, félag sjálfstæðismanna um málefni launþega. — í þessum þáttum verður leitað frétta og viðhorfa I flokksstarfinu I borginni. Fyrst verður guðað á skjáinn hjá félagi sjálfstæðismanna í Fella og Hólahverfi, nýju borgarhverfi, sem á örfáum árum hefur risið frá grunni í blómlega byggð, og rætt viðformann þess, Berthu Biering. flestum þjónustuþáttum i svo örri UNGT FÉLAG í VEXTI Bertha Biering sagði aðspurð að Félag sjálfstæðisfólks í Fella- og Hólahverfi væri ungtaðárum, stofn- að 14. janúar 1973, en í því væri traustur vaxtarbroddur. Félagið, sem nú teldi hátt á fjórða hundrað meðlimi, hefði nýverið fengið stór- bætta starfsaðstöðu að Seljabraut 54, skrifstofu og aðgang að fundar- sal, er tæki u.þ.b. 130 manns í sæti Reynt væri að hafa félagsstarf- ið sem fjölbreyttast: menningarlegt, fróðlegt og skemmtilegt. Haust- og vetrarmánuði væru fundir mánaðar- uppbyggingu nýs hverfis. I skóla málum, iþróttamálum og heilbrigð- ismálum hefðu veruleg átök verið gerð og ný viðfangsefni væri bæði i undirbúningi og framkvæmd. Á heildina litið væri hér um fyrirmynd- arhverfi að ræða, gott og framsækið fólk, sem undi hag sinum vel. Hún væri þess fullviss að framfaramálum hverfisins yrði vel sinnt hér eftir sem hingað til. Aðspurð um viðhorf til þjóðmála llðandi stundar, sagði Bertha efnis- lega. Friðsamleg og farsæl lausn landhelgisdeilunnar við Breta er mér Bertha Biering, form. Fél. sjálfstæðismanna I Fella- og Hólahverfi. lega í félaginu — en starfsemin væri lítil sem engin yfir sumartim- ann, nema sérstök verkefni kölluðu að Bertha sagði fundi félagsins mið- ast við það ekki sizt að kynna með- limum þess það, sem hverju sinni væri efst á baugi í borgar- og þjóð- málum Af þeim sökum væri leitazt við að fá ráðherra flokksins og borg- arfulltrúa til að mæta á fundum þess, kynna störf sin og stefnumið, skiptast á skoðunum og blanda geði við umbjóðendur sina, er halda uppi flokksstarfinu. Hefði þessi viðleitni borið góðan árangur. Stjórn félagsins, auk Berthu, er skipuð sem hér segir: Gunnar Hauksson, varaformaður, Helgi Árnason, gjaldkeri, Hilda Björk Jónsdóttir, ritari, og meðstjórnend- ur: Björn Bjarnason, Edgar Guð- mundsson og Jónfna Hansen FYRIRMYNDARHVERFI, UNGT OG FRAMSÆKIÐ FÓLK Bertha sagði þetta borgarhverfi (Breiðholt III) á margan hátt til fyrir- myndarbg í raun gegndi furðu, hve alhliða þjónusta borgarinnar hefði fylgt fljótt í kjölfar svo örrar upp- byggingar stórs, nýs íbúðarhverfis. er að fólksfjölda til svaraði til stærri þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Að vísu vantaði ýmislegt, sem æski- legt væri að fá, en þjónustuupp- bygging í hverfinu væri markviss. Hún sagði að flýta þyrfti gerð nýrrar samgönguæðar við hverfið, gerð undirganga við helztu umferð- argötur, setja þyrfti upp betri lýs- ingu (m.a. við Fellaskóla. þar sem gata hefði verið þrengd), starfsvelli skorti tilfinnanlega Í hverfið fyrir aldursflokkana 7 til 12 ára og fleira mætti til tina. Hitt væri þó fleira sem ástæða væri til að fagna Ástæða væri til að þakka það sérstaklega. hve borgin hefði staðið sig vel i efst í huga Alger viðurkenning þeirra á hinni nýju fiskveiðilögsögu okkar og trygging þess, að herskipa- íhlutun er í eitt skipti fyrir öll útilok- uð á íslandsmiðum eru máske stærstu atriði samninganna Það var fiskifræðileg nauðsyn að takmarka bæði veiðisókn Breta og aflamagn nú þegar og ukki sízt tryggja tafar- lausa frir* :n hrygmng^r- og uppeld- issvæða fiskstofnanna Þessi fiskifræðilegu markmið nást mun betur næstu mánuði með þessum samningum en án þeirra Eftir sex mánuði eru brezk- ar veiðar úr sögunni, nema við sjá- um okkur hag í tvíhliða veiðisamn- ingum. Þá getum við snúið okkur af fullum krafti að því að byggja upp fiskstofnana á ný og skapa þeim skilyrði til eðlilegrar stofnstærðar Samningarnir bægja lifshættulegum árekstrum frá gæzlumönnum okkar, tryggja viðskiptahagsmuni okkar betur á þýðingarmiklum mörkuðum innan EBE, stöðu okkar og annarra strandríkja á hafréttarráðstefnunni og hafa fært okkur heim sanninn um bakstuðning flestra Nato-ríkja við ís- lenzka hagsmuni í lokaátökunum við Breta Af öðrum málum er mér efst í huga að tekizt hefur að sigla fram hjá skerjum víðtæks atvinnuleysis, sem herjað hefur flest okkar ná- grannalönd í framhaldi af efnahags- kreppu síðustu ára Það er árangur, sem vert er að gefa gaum og meta réttilega, þó e.t.v. hafi orðiðá kostn- að minni árangurs í verðbólguhöml- un Atvinnuleysið er sá voðinn, sem verst kæmi ungu fólki, er ýmist stendur í dýrri fjárfestingu, sem því fylgir að koma undir sig fótum, eða á þá glímu framundan. Það er því ekki sízt unga fólkið sem ætti að styðja þá viðleitni ríkisstjórnarinnar, sem komið hefur fram í fullri atvinnu um land allt Kætt við Bertu Biering, formann Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi Lucky sett verð 180.000.— Einsmannsrúm frá 49.000. Hjónarúm frá 62.000.— Úrval af húsgögnum Springdýnur í öllum stærðum og stífleikum. Viðgerð á notuðum springdýnum. Sendum í póstkröfum um land allt Opið frá 9—7, laugardaga 10—1 IÆ Spvingdýnuv Helluhrauni 20, Sími 53044. Hafnarfirði. skakkir stafur gerir ekkl svo mikid til, ef þú notar kúluritvcl med Icidrcttingarbúnadi JJL. f 1L Leiftrétt A Sé ritadur skakkur stafur----- er sleginn þ.t.g. leiáréttingar- lykill. Ritkulan faerist yfir skakka stafinn sem er sleginn ö ný, og sogast þa of bloóinu svo leiðréttingin sést ekki Réttur stafur er sleginn.. og haldift öfram þar sem frö var horfid aukin afköst — minna erfidi SKIIFSTIFIHELH I.F. C/5 Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.