Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 Hafa Kommúnislar í V-Evrðpu teklð slnnaskiDtum % Það eru gömul og ný sannindi, að þar sem kommúnistar hafa einu sinni náð völdunum, sleppa þeir þeim ekki. Þeir hafa lagt niður lýðræðislegar kosningar og hannað starfsemi annarra flokka en kommúnistaflokksins. Eftirlíkingar þeirra á sjálfsögðum grundvallar- atriðum hinna frjálsu þjóðfélaga, m.a. í samhandi við réttarfar og kosningar, hafa aldrei orðið annað en skrípaleikur. Tilraun Allendes með lýðræðislegan kommúnisma vakti því miklar vonir, en sú hrakningasaga fékk sorglegan endí. Endalok Allendes og stjórnar hans sýndu glöggt, að það var ekki nóg, að kommúnistar næðu völdum, — það þurfti líka að halda völdum. I Chile gerðist það í fyrsta sinn, að eftir að hafa einu sínni náð völdum, misstu kommún- istar þau aftur. Þetta færði m.a. Berlinguer, formanni ítalska kommún- istaflokksins, heim sanninn um, að annað og meira en glæsilegan kosninga- sigur þyrfti til að tryggja völdin. Mánuði eftir fall Allendes steig Berlinguer fyrsta skrefið til að minnka bilið milli kommúnista og kristilegra demókrata á Italíu, sem i reynd þýddi nokkurs konar viðurkenningu á því, að kommúnistar og kaþólikkar ættu samleið á sumum sviðum. Þessi sögulegi atburður varð kommúnistum mjög til framdráttar, þrátt fyrir eindregna andstöðu ýmissa sterkra afla í ítsölsku þjóðlífi. Ljóst er að áhrifamiklir aðilarí atvinnulifinu munu ekki fallast á aðild kommúnista að ríkis- stjórn, og í desembermánuði s.l. sam- þykKtu biskupar kaþólsku kirkjunnar, að útilokað væri að vera kristinn maður og kommúnisti um leið. Franskir kommúnistar hafa ekki farið muni láta af völdum, njóti þeir ekki lengur stuðnings kjósenda. Italski kommúnistaflokkurinn hafði að vísu gefið svipaðar yfirlýsingar áður, og hann gengur jafnvel svo langt að styðja aðild Italíu að NATO og Efnahagsbandalag- inu. Tilgangurinn með þessari sameigin- legu yfirlýsingu italskra og franskra kommúnista er augljóslega sá, að sann- færa almenning um, að þeir séu ekki lengur grein á meiði alheimskommúnis- mans og lúti ekki stjórn foringjanna í Kreml. Sams konar viðleitni sýndu spænskir og italskir kommúnistar eftir atburðina í Tékkóslóvakiu 1948 og 1968. og i Ungverjalandi árið 1956. I stað þess að útbreiða fagnaðarerindi Selnnl greln sovétkommúnismans, þ.e. alheims- kommúnismans, virðast franskir og ítalskir kommúnistar nú ætla að einbeita sér að „sósíaliseringu innan frá“. Fyrir fund kommúnistaleiðíoga frá ýmsum löndum, sem haldinn var i Frakklandi i janúarmánuði, efndu franskir kommúnistar til mikillr áróðursherferðar. Aðalslagorðið i áróðrinum var frelsi. Mikið bar áyfirlýs- ins frjálsræðis. En straumurinn liggur tvimælalaust í frjálsræðisátt og meiri- hluti flokksmanna er eindregið fylgj- andi hinni nýju stefnu. ÓFARIR PORTÚ- GALSKRA KOMMÚNISTA Portúgölskum kommúnistum hefur ekki orðíð eins vel ágengt og skoðana- bræðrum þeirra i ýmsum nágrannalönd- um þeirra, enda hafa þeir ekki farið þá leið að samræma sjónarmið sín stefnu- miðum borgaralegra flokka og vinna þannig fylgi. Þeir settu traust sitt á herinn, sem steypti Caetano af stóli 1974. I kosningunum í fyrra kom árangurinn svo í ljós, — kommúnistar fengu aðeins 12 prósent atkvæða. Sósíal- istaflokkur Mario Soares fékk þrisvar sinnum meira fylgi. Alvaro Cunhal, leið- togi kommúnista, lét sér ófarirnar ekki að kenningu verða, en hélt áfram að setja traust sitt á yfirmenn hersins. Stefna hans hefur um margt minnt á hegðun tékkneskra kommúnista þegar þeir voru að undirbúa byltinguna árið 1948. Sá er aðeins munurinn, að í Tékkóslóvakíu gekk dæmið upp, en í Portúgal ekki. Eftir hina misheppnuðu byltingartilraun sína í nóvember s.l. hafa kommúnistar átt erfitt uppdráttar, og halda þeir nú dauðahaldi í aðild sína þá herferð mikla, sem miðaði að því að hreinsa til og losna við miður æskileg öfl úr flokknum. Tilraunin mistókst, og af tvennu illu kusu leiðtogarnir í Moskvu að sættast við Carillo, leiðtoga spænskra kommúnista. Carillo hefur lengi verið í útlegð. Hann dvelst i París og hefur skipað sér i hóp þeirra, sem hvað harðast gagnrýna Cunhal, og reyndar einnig Sovétstjórn- ina, þótt ekki sé sú gagnrýni nú jafn opinská og i garð Cunhals. Carillo hefur beitt sér mjög gegn þeirri hugmynd sovézka kommúnistaflokksins, að haldið verði þing kommúnistaflokka í Evrópu. Þetta þing er sérstakt hugðarefni Moskvuvaldsins, sem setur sérþað mark- mið, að þingið fordæmi kínverska kommúnistaflokkinn. Hugmyndin er, að eftir standi sovézki kommúnistaflokkur- inn með pálmann i höndunum — óum- deilanlegt forystuafl og sameiningar- tákn alheimskommúnismans. LENGI LIFIR í GÖMLÚM GLÆÐÚM Það er ekki ofmælt, að Rússum lítist engan veginn á léttúð félaganna i Frakk- landi, á Italíu og Spáni. Þar eru sýnu meiri möguleikar á því, að kommúnistum takist að komast til valda en í Norður-Evrópu. Þegar tekið er tillit til þess, að Júgóslavar, Rúmenar og Albanir eru þar að auki vægast sagt ódælir, blasir sú hætta við Sovétmönn- um, að sjálfstæð og óháð kommúnista- fylking myndist á samfelldu svæði, sem nær allt frá Spáni til Júgóslaviu. Til að bæta gráu ofan á svart virðist þróunin verasú, að Kommúnistar í Suður-Evrópu virða ekki einungis að vettugi vilja og skoðanir Moskvuvaldsins, heldur eru þeir ósparir á gagnrýni og harðorðar yfirlýsingar. Til að auka enn á óheilla- þróunina bendir ýmislegt til þess að litlu flokkarnir i Norður-Evrópu muni fara að dæmi hinna. Vmsir halda því fram, að Moskvu- valdið hafi enn þau ítök i kommúnista- flokkum V-Evrópu, að þar megi hæglega beita gömlu stalínistaöflunum gegn endurskoðunarsinnum. Hvort sem þessi tilgáta er rétt eða ekki, er ljóst, að i ítalska kommúnistaflokknum er klika, sem aðhyllist eindregið Moskvustefn- una. Mistakist Berlinguer og stuðnings- - eða er saml grautur I sömu skál? Santiago Carillo varhluta af þeirri hugarfarsbreyting sem átt hefur sér stað innan kommún istaflokka á Vesturlöndum, a.m.k. á yfir- borðinu. Þeir voru lengi vel sanntrúaðir Stalinistar upp til hópa og dyggir stuðn- ingsmenn kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, en á síðari árum hefur þetta breytzt mjög. Aþreifanleg sönnun þessarar stefnubreytingar kom i ljós í nóvembermánuði s.l., en þá undirrituðu þeir Georges Marehais, formaður franska kommúnistaflokksins, og Enrico Berlinguer sameiginíega yfirlýsingu, þar sem viðurkenndar voru ýmsar leik- reglur lýðræðisþjóðfélagsins. FRELSIÐ SETT ASTALL I yfirlýsingu þessari hétu þeir Marchais og Berlinguer því að hafa í heiðri og standa vörð um tjáningarfrelsi. Þeir viðurkenndu fjölflokkakerfi og þá grundvallarreglu lýðræðisins, að hlíta úrslitum kosninga Þetta þýðir reyndar það, að kommúnstar lýsa því yfir, að þeir AlvaroCunhal ingum um málfrelsi, skoðanafrelsi, frjálsa blaðamennsku og ritfrelsi al- mennt, málfrelsi, frelsi til að gagnrýna, frjálsa flokka og ferðafrelsi, i stað þess að áður var talað um alræði öreiganna, stéttabaráttu, byltingu gegn arðræningj- um, alþ jóðlegan sósialisma og annað í þá veru. Astæðan fyrirþessari stefnubreytingu er að sjálfsögðu sú, að Marchais hefur loks gert sér ljóst, að með óbreyttri stefnu gæti flokkur hans aldrei orðið annað og meira en fámennur og áhrifa- laus flokkur sérvitringa og öfgasinnaðra menhtamanna og verkamanna. Hann stefnir að því, að kommúnistaflokkurinn verði fjölmennur launþegaflokkur. Helzti keppinautur hans er sósíalista- flokkurínn með Mitterand í fararbroddi, en fylgi hefur sópazt að honum að undanförnu. Að sjálfsögðu hafa þessar breytingar Marchais og stuðningsmanna hans orðið tilefni til ágreinings og margháttaðra átaka innan flokksins. Gamlir Stalínistar og byltingarsinnar sætta sig ekki við endurskoðunarstefnu, sem leiðir til auk- Enrico Berlinguer að samsteypustjórninni, sem situr við völd í Portúgal. ÓSTÝRILÁTI _________ÚTLAGINN____________ Það er hald margra, að spænskum kommúnistum farnist betur en Cunhal og félögum hans, þegar og ef þeir kom- ast til áhrifa í spænskum stjórnmálum. Nú er talið, að um 22 þúsund spænskir kommúnistar séu landflótta, en enginn veit tölu þeirra, sem iðka ólöglega stjórn- málastarfsemi innanlands. Tengsl spænskra kommúnista við Moskvu eru að ýmsu leyti frábrugðin því, sem gerist hjá flokkum nágranna- landanna. Vitað er, að fjarframlög frá Moskvu hafa að miklu leyti staðið undir starfsemi flokksins. Þrátt fyrir þetta hafa spænskir kommúnistar gagnrýnt sovézka kommúnistaflokkinn mjög ein- dregið. Flokkurinn fordæmdi harðlega innrásina í Tékkóslóvakiu árið 1968, og barst boðskapurinn til A-Evrópu á öld- um ljósvakans. Kremlverjar skipulögðu Georges Marchais mönnum hans, virðist þessi klika standa svo traustum fótum innan flokksins, að hún nái þá undirtökunum. Þessi mögu- leiki felur þó í sér þá hættu, að þá fælist hinir borgaralega sinnuðu fylgismenn frá og geri út á lygnari mið á ný. „DÉTENTE‘ SAPÚ- KÚLAN, SEM SPRAKK Á undanförnum vikum og mánuðum hefur kveðið við allt annan tón hjá Bandaríkjastjórn í garð Sóvétmanna og kommúnista yfirleitt en var fyrir aðeins einu misseri. Hástemmdar yfirlýsingar þeirra á Helsinki-ráðstefnunni og hrifn- ing þeirra á „détente" heyra nú for- tíðinni til. Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur verið helzti for- vígismaður og málsvari ,,détente“ á Vesturlöndum, og því er ekki að undra, að hann þyki ósamkvæmur sjálfum sér og sæti þvi síaukinnar gagnrýni fyrir Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.