Morgunblaðið - 04.06.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNI 1976
Fjölbreyttar sýningar íslenzkra
arkitekta, grafikera og myndhöggvara
SJÖ listsýningar verða opnar á
listahátíð i Reykjavík, auk
plakatsýninga, en til viðbótar
verða listasöfnin í borginni op-
in yfir listahátíðardagana.
Framlag íslenzkra listamanna á
sérsýningum er yfirlitfsýning á
íslenzkri grafik á Kjarvalsstöð-
um, sýning islenzkra arkitekta,
„Skýjaborgir og loftKastalar", á
sama stað, sýningin „islenzk
nytjalist" í Norræna húsinu,
sem þegar hefur verið kynnt
hér í blaðinu, ú'ihöggmynda-
sýning á vegum Myndhöggvara-
félagsins í Austurstræti og sýn-
ing á myndum, handritum og
skjölum Dunganons í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Listahátíð
hefst raunar með opnun sýn-
ingar á verkum austurríska
málarans Hundertwassers í
Þjóðminjasafninu, en hann er
kynntur i Leshók Mhl. um helg-
ina, og í Kjarvalssal hefur verið
komið fyrir sýningu á 40
gouachemyndum eftir franska
málarann Gerard Schneider,
sem kynntur verður í Lesbók
um aðra helgi. Og opin verða
listasöfn Asgríms Jónssonar,
Asmundar Sveinssonar, Einars
Jónssonar, Árbæjarsafn og
Listasafn alþýðu sem hýsir sér-
staklega Þorvald Skúlason og
Jón Stefánsson. Svo af mörgu
er að taka.
SKVJABORGIR og
LOFTKASTALAR
Framlag arkitekta til lístahá-
tíðar er sýning á teikningum og
líkönum bygginga, sem aldrei
hafa risið og sem valið hefur
verið hið skemmtilega nafn
Skýjaborgir og loftkastalar.
Hjá Ingimundi Sveinssyni,
arkitekt, fengum við þær upp-
lýsingar að þarna yrði reynt að
sýna tillögur og hugmyndir,
sem ekki hefur orðið af. Þar
yrðu gamlar skipulagstillögur,
1 íkön og teikníngar og nokkur
samkeppnisverk. Einnig skóla-
verkefni, sem arkitektar hafa
gert meðan þeir voru í sköla.
Yfirleitt yrðu þarna ævintýra-
verk, sem fólk gæti haft gaman
af.
Sem dæmi má nefna, að á
sýningunni verða gamlir skipu-
lagsuppdrættir frá 1925 eftir
Guðjón Samúelsson af Bolung-
arvik og ísafirði, líkan af
Grjótaþorpinu, bæði skv. hug-
mynd Sigurðar heitins Guð-
mundssonar og seinni tíma hug-
myndir, hugmynd Sigurðar
Guðmundssonar um veitinga-
hús við hitaveitugeymana og yf-
irleitt ýmsir reitir í gamla bæn-
um eins og áform voru um að
gera þá á ýmsum tímabilum, án
þess að af yrði. Þá eru nokkrar
samkeppnistillögur, svo sem
Seðlabankinn við Tjörnina,
fyrsta verðlaunatillagan af
skipulagi i Fossvogi, nokkrar
úrlausnir sem nemar f bygging-
arlist hafa gert í Óslö og Fær-
eyjum og víðar. Og þarna er
nýstárleg hugmynd Einars Þor-
steins Ásgeirssonar af íbúðar-
kúlum fyrir guðfræðinga ofan á
Hallgrímskirkju.
Arkitektar hafa átt þátt i
fyrri listahátíðum, 1970 sýndu
þeir hlaðinn vegg úr íslenzkum
bæ, og 1974 ljósmyndir af bygg-
ingum. En nú sýna þeir sem
Þannig hugsaði Sigurður Guðmundsson arkitekt sér veitingahús
milli geymanna á Öskjuhlfðinni. Þetta líkan verður á sýningu
arkitekta, „Skýjaborgir og loftkastalar", á Kjarvalsstöðum.
Paul D.
Freeman:
—ÞAR sem lýðræði er, þar
er menningin orðin „anar-
kískt“ fyrirbrigði. Hver og
einn meðtekur listina eins
og hann hefur þroska til og
fer með hana eins og hon-
um sjálfum kemur bezt.
Nú á dögum er listin að-
gengileg f.vrir alla, og
hverjum og einum er í
sjálfvald sett, hvort hann
vill teygja sig eftir henni.
Þetta hefur leitt af sér
stjórnlevsi, sem er ákaf-
lega frjótt ástand þegar
list er annars vegar sagði
Paul D. Freeman í viðtali
við Mbl. f gær, og bætti
við: „En svona jarðvegur
getur ekki orðið til nema í
lýðræðisríkjum“.
Paul D. Freeman er fertugur
Bandaríkjamaður. Hann á að baki
sér glæsilegan feril. Meðal læri-
feðra hans er hljómsveitarstjór-
inn Pierre Monteux, en doktors-
prófi lauk Freeman frá Eastman-
skólanum. Síðan hefur hann verið
aðalstjórnandi margra hljóm-
sveita í föðurlandi sínu, auk þess
sem hann ferðast mikið og hefur
stjórnað fjölmörgum hljómsveit-
um víða um heim. Hingað kemur
hann frá Bandaríkjunum, en héð-
an fer hann í hljómleikaferð um
Evrópu.
Freeman býr í Detroit ásamt
konu sinni og syni. Hann er nú
aðalstjórnandi sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Detroit.
Um stjórnleysið í menningarlíf-
inu sagði Freeman m.a.: — „Þetta
ástand varð til á nokkrum áratug-
um. Tökum t.d. hina æðri tónlist,
sem svo er kölluð. Áður var hún
aðeins aðgengileg fyrir fáa út-
valda, þvf að það voru sárafáir,
sem áttu þess kost að fara í hljóm-
leikahús eða leggja stund á tón-
list. Svo kom útvarpið, síðan sjón-
varp og nú eru hljómflutnings-
tæki orðin almenningseign. Þetta
þýðir það, að gífurlegt framboð er
á tónlist og það hefur sín áhrif.
Ekki þannig, að allt í einu sé orðið
offramboð á henni, heldur breið-
ist hún út og verður víðtækur og
óhjákvæmilegur þáttur í menn-
ingarlífinu."
— Sumir halda því fram, að til
þess að kunna að meta alvarlega
nútímatónlist þurfi helzt margra
ára skólagöngu. Er þetta rétt?
— Nei, ég held, að þetta sé
misskilningur. Hann stafar
kannski aðallega af því, að fólki
hættir til að taka slíka tónlist of
alvarlega. Sum nútímatónlist er
góð, önnur ekki. Sum tónskáld
eru hreinlega að grínast, ná-
kvæmlega eins og sumir nútíma-
listamenn. Listmálari getur t.d
fengið þá hugmynd að mála app-
elsínu á flöt og hengir síðan
myndina upp í sýningarsalnum.
Ég held, að það liggi i augum
uppi, að það er engin alvara að
baki slíkum vinnubrögðum. Trú-
lega er hann að grinast, og það er
líka allt í lagi. Það þjónar ákveðn-
um tilgangi.
Það er líka misskilningur að
ætlast til þess að geta skilið tón-
listina. Áhrif tónlistar eins og
annarrar listar eru svo abstrakt
fyrirbæri að þau stafa ekki sízt af
tilfinningu, eins og önnur
reynsla. Þú kemur til dæmis inn í
herbergi þar sem eitthvað er að
gerast. Þú áttar þig ekki sam-
stundis á því. Fyrst heyrir þú og
sérð ákveðna hluti í herberginu.
Smám saman ferðu að gera þér
grein fyrir því hvað er á seyði. Þú
skilgreinir það á þinn hátt, en
reynsla þess, sem stendur við
Menningarlegt
stjórn -
leysi
þrífst
aðeins
í lýð-
ræðis-
ríkjum
hliðina á þér er líklega allt öðru-
vísi. Þannig er það líka með tón-
listina og allar aðrar listgreinar.
Auðvitað er gott að hafa lært eitt-
hvað um þá hluti, sem fyrir koma.
Fyrir þann, sem fer að skoða
myndlistarsýningu er áreiðanlega
mjög gott að hafa háskólapróf í
listasögu, en það er alls ekki
nauðsynlegt.
Hann heldur áfram: Ég hef til
dæmis aldrei lært að dansa, en ég
hef samt ákaflega gaman af því.
Það er sennilega af því, að nú á
dögum eru samkvæmisdansar allt
öðru visi en áður var. Þá voru
dansar skipulagðir og ákveðin
skipulögð spor voru dönsuð eftir
ákveðnu hljómfalli. Nú fer fólkið
bara út á dansgólfið og hreyfir sig
I takt við tónlistina, eins og hver
og einn heyrir hana og engir tveir
dansa nákvæmlega eins. Þarna er-
um við aftur komin að anarkism-
anum.
— Hvað nútímatónlistinni við-
kemur, þá tel ég heppilegast að
hafa eitt slíkt verk á tónleikaskrá.
Það er ákaflega fáir, sem geta
hlustað á slíka tónlist heilt kvöld,
en það er óhjákvæmilegt atriði í
tónlistarþróun okkar að flytja slík
verk og hlusta á þau. Á tónleikun-
um í kvöld verður flutt nýtt verk
eftir Atla Heimi Sveinsson. Þetta
er athyglisvert tónverk, þar sem
fram koma ýmsar mjög nýstárleg-
ar og frumlegar hugmyndir. Til
að fá svona hugmyndir og koma
þeim í framkvæmd þarf snilligáfu
til að skapa. Verkið gerir kröfur
til áheyrenda, sem taka þátt í
flutningnum, og þátttaka þeirra
er eðlilegt framhald af ákveðnum
og hnitmiðuðum þætti verksins.
Talið berst að tónlistaruppeldi
og fjölskyldu Freemans:
— Konan mín er organleikari.
Við eigin sex ára gamlan son,
sem var þriggja og hálfs árs þegar