Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976
19
Ástarbréf
frá Nixon til
ónafngreindr-
ar konu fundin?
Nýja vinnumálalöggjöfin í Svíþjóð samþykkt:
Hugmyndin um alríkis-
samband Evrópu stein-
dauð segir Tony Benn
Þingmaðurinn ásamt brúðí sinni Patriciu, en skömmu eftir giftíng-
una kom Elizabeth Ray með „uppljóstrun" sfna.
Hays borgaði 2,5
millj. afalmanna-
fé fyrir blíðuna
Washington. 3.júní. Ntb. Reuter.
BANDARlSKI þingmaðurinn
Wayne Hays hefur tilkynnt að
hann muni segja af sér for-
mennsku I kjörnefnd demó-
krataf fulltrúadeild þingsins á
meðan rannsókn fer fram á
þeim ásökunum á hendur hon-
um að hann hafi greitt ástkonu
sinni af opinberu fé. Konan
Elizabeth Ray upplýsti fyrir
nokkru að þingmaðurinn hefði
greitt sér „laun“ sem svaraði
um 2,5 millj. á ári fyrir að veita
honum af blfðu sinni og hefði
hún verið á launaskrá hjá
starfsfólki skipulagsnefndar
demókrata, en Hays er formað-
ur þeirrar nefndar. Sagðist hún
hvorki hafa getað vélritað né
svarað f sfma né unnið nokkra
skrifstofuvinnu, enda aldrei
verið til þess ætlast.
Hays sagði f dag að hann ætl-
aði ekki að segja af sér for-
mannsstarfi i skipulagsnefnd-
inni en með starfi sínu þar hef-
ur hann getið sér mikið orð sem
atkvæðamikill og skeleggur
þingmaður. Hays sagðist í dag
mundu kalla nefndina saman
til að ræða um það hvort félag-
ar hans i henni teldu stöðu
hans breytta. Hays sagðist von-
ast til að rannsóknin tæki af
skarið uni að hann hefði orðið
fyrir rógstungum og væri sak-
laus af því sem honum væri á
brýn borið. Hays hélt fund með
fréttamönnum til að skýra frá
þessu, var þar að sögn hinn
reifasti en neitaði að svara
spurningum þeirra að lokinni
sinni eigin yfirlýsingu.
i
■
Now Vork .1. júní Router \P. NTB.
ÞEKKTUR bandarískur for-
leggjari Scott Meredith hefur
á prjónunum áform um að
gefa út bók með 22 ástarbréf-
um, sem Nixon fyrrverandi
forseti á að hafa skrifað til
ónafngreindrar konu á sfðasta
skeiði forsetatfmabils hans.
Meredith hefur f þrjá mánuði
unnið að því að kanna hvort
bréfin væru ófölsuð og
áreiðanlega skrifuð af Nixon
og mun hann nú vera kominn
að þeirri niðurstöðu að Iftill
vafi geti leikið á þvf að forset-
inn hafi ritað bréfin. Konan
sem býr f Evrópu hefur að
sögn Merediths viðurkennt að
hafa verið vinur Nixons.
Þegar tvö bréfanna voru
lögð fyrir konuna neitaði hún
að segja nokkuð um málið.
Meredith hefur ekki birt nafn-
ið en hann segir að hún sé gift
mjög þekktum manni á megin-
landinu, eigi eitt barn og sé
eldri en hún lítur út fyrir að
vera.
Richard Nixon
Í einu bréfanna kvartar
bréfritari undan því að hann
eigi við áfengisböl að stríða.
Þessi yfirlýsing gæti orðið til
að renna stoðum undir að bréf-
in væru ófölsuð þar sem vitað
er að Nixon neytti mikils
áfengis síðustu mánuði sína á
forsetastóli. Bréfin hefjast öll
á ávarpinu „Elsku ástin mín“
og þeim lýkur öllum með
„Astarkveðjum frá Dick".
Meredith hefur ekki haft
samband við Nixon til að leita
eftir því hvort hann viður-
kenni að hafa skrifað bréfin.
þar sem hann kvaðst ekki
búast við að forsetinn fyrr-
verandi myndi gangast við
slíku. Meredith sagði að bréfin
væru einkar ástúðleg og
rómantísk; þar væri á stöku
stað bryddað upp á skrifum
um kynferðismál. en allt slikt
væri mjög í hófi.
Slokkhólmi, 3. júnl. AP-NTB
SÆNSKA þingið samþvkkti sl.
nótt hina nýju vinnumálalöggjöf
landsins, sem Olof Palme, for-
sætisráðherra landsins, hefur
sagt að sé róttækasta og umfangs-
mesta jafnréttislöggjöf landsins
frá þvf að lögin um jafnrétti
kynjanna voru samþykkt fvrir 60
árum. Hin nýja löggjöf tekur
gildi 1. janúar nk.og hiin tryggir
launþegum áhrif á stjórnun og
verkstjórn fyrirtækja á öllum
sviðum. Eru þar með numin brott
ákvæði gömlu vinnumálalög-
gjafarinnar, sem kváðu á um að
vinnuveitandinn hefði einn rétt á
að stjórna og deila niður vinnu.
Hér er um að ræða rammalög,
sem notuð verða til grundvallar
samningum fyrirtækja og verka-
lýðssamtaka. Löggjöfin leggur
vinnuveitendum áherðar frum
kvæðisskylduna í samningum,
þ.e.a.s. að hann verður að hefja
samningaviðræður við verkalýðs-
félög áður en hann tekur
ákvarðanir um mikilvægar breyt-
ingar á rekstrinum, þ. á m. sölu
fyrirtækis, breytingar á fram-
leiðslu eða skipulagi og stöðu-
breytingar innan fyrirtækisins.
Náist ekki samkomulag milli
verkalýðsfélags og vinnuveitenda
i einstökum deilum er hægt að
flytja málið til landsstjórnar
löggjöfinni var kveðið á um að
verkalýðsfélögin skyldu hafa
óhindraðan aðgang að bókhaldi
fyrirtækisins og að það væri
skylda vinnuveitandans að skýra
þeim frá öllum ákvörðunum, en
þessu var breytt á þann veg að
aðgangur verkalýðsfélagsins
skvldi ekki vera of takmarkaður.
Þá vildi stjórnin að sektar-
ákvæðið fyrir að taka þátt í ólög-
legri vinnustöðvun yrði óbreytt,
að sekt mætti ekki verða hærri en
200 kr. sænskar, en þessu var
breytt á þann veg að vinnumála-
dómstóllinn gæti ákveðið sektar-
upphæð umfram 200 kr.
virtist sem EBE þróaðist í átt til
samstarfs fullvalda þjóða, sem
leituðu uppbyggjandi leiða til að
vinna saman. Benn sagði að
Bretar yrðu eins og aðrar aðildar-
þjóðir að leysa sin vandamál á
eigin hátt og að þeir yrðu að halda
fast í lýðræðisstjórn sína á eigin
stefnumálum.
I skýrslunni er því haldið fram,
að EBE hafi gengið mjög á fjár-
festingargetu Breta, skaðað
greiðslujöfnuð landsmanna,
valdið hækkuðu verði á matvör-
um og komið í veg fyrir að Bretar
kæmu á innflutningstakmörkun
um til að tryggja atvinnu. Segir i
skýrslunni að nefndin muni
standa vörð um hagsmuni Bret-
lands til að draga sem mest úr
skaða EBE-aðildar.
Sigur segir
Dagbladet
Frá GuAmundi Stefánssyni
Ási f Noregi f gær
DAGBLADET I Ósló tekur í dag
undir þau orð Einars Ágústssonar
utanríkisráðherra eftir undirrit-
un samningsins í Ósló að þorska-
strlðinu sé lokið með sigri tslend-
inga og segir að þau séu rétt f
þeim skilningi að Bretar hafi orð-
ið að viðurkenna islenzku land-
helgina.
Blaðið segir að það sé Norð-
mönnum sérstakt ánægjuefni að
deila tveggja bandalagsþjóða
virðist hafa leystst og óskar Knut
Frydenlund utanríkisráðherra til
hamingju með þann þátt sem
hann hafi átt i þá átt.
Jafnframt segir blaðið að Bret-
ar hafi gert sér grein fyrir að þeir
hafi ekki getað fengið betri samn-
inga. Sennilega hefðu þeir getið
komizt að betri kjörum í upphafi
ef þeir hefðu samið strax en nú
segi þeir að 9.000 menn verði at-
vinnulausir.
Elizabeth Ray.
verkalýðsfélags eða til vinnu-
máladómstólsins. Fær verkalýðs-
félagið heimild til að túlka hin
nýju samákvörðunarákvæði á eig-
in veg unz samkomulag hefur
náðst með samningum eða úr-
skurði dómstólsins.
Flest ákvæði löggjafarinnar
voru samþykkt óbreytt frá því að
frumvarpið fyrst var lagt fram, en
þó fékk stjórnarandstaðan í gegn
tvær mikilvægar breytingar. í
Olof Palme
London, 3. júní. Reuter — AP.
TONY Benn, orkumálaráðherra
Bretlands, sagði á fundi með
fréttamönnum f London f dag, að
hugmyndin um að Evrópa ætti að
þróast í algert hernaðar- og efna-
hagslegt alrfkissamband þar sem
Bretland yrði eyhérað hefði verið
steindrepin. Benn, sem er ákaf-
lega umdeildur þingmaður
Verkamannaflokksins og barðist
af alefli gegn aðild Breta að EBE,
lýsti yfir stuðningi sfnum við
skýrslu nefndar 80 af 313 þing-
mönnum Verkamannaflokksins,
þar sem segir að EBE-aðild Breta
sé meiriháttar efnahagslegt áfall
fyrir þá.
Þó að skýrslan viðurkenni úr-
slit þjóðaratkvæðagreiðslunnar á
sl. ári, þar sem Bretar samþykktu
með 67.2% gegn 32.8% að halda
EBE-aðild áfram, þá er í henni
hvatt til andófs gegn sambands-
stofnun og vöku yfir brezkum
stofnunum.
Benn sagði á fundinum að svo
Toppfimdur iðnaðarþjóða um
efnahagsmál í Puerto Rico
Washington, 3. júní. AP—Reuter.
FORD Bandaríkjaforseti
skýrði frá þvi í dag, að leið-
togar Kanada, Frakklands,
V-Þýzkalands, Ítalíu, Jap-
ans og Bretlands hefðu
þegið boð Bandaríkja-
stjórnar um að halda topp-
fund um efnahagsmál í
Puerto Rico dagana
27.—28. júní nk. Ford sagði
á fundi með fréttamönn-
um, að hann hefði sent
þetta boð út vegna þess að
hann teldi það lífsnauðsyn-
legt, að leiðtogar iðnaðar-
lýðræðisríkjanna héldu
áfram náinni samvinnu og
sambandi um þróun mála á
öllum helztu þjóðlífssvið-
um.
99.93%
Vín, 1. júní. Reuter.
ALLIR 400 frambjóðendur Föó-
urlandsfylkingarinnar sem
kommúnistar ráða hafa náð kjöri
í kosningum til búléarska þings-
ins. Kosningaþátttakan var
99,93%.
Ford sagði að hér áður fyrr
hefði leiðtogar hitzt til að fjalla
um deilur, en vandamál nútímans
væru svo mörg og flókin að leið-
togarnir yrðu að hittast til að
koma í veg fyrir að þau yrðu
alvarleg og yilu deilum.
Ford sagði að samvinnan á sviði
efnahagsmála, sem leiðtogar iðn-
aðarþjóðanna hefðu samþykkt á
fundi sinum í Frakklandi á sl.
hausti hefði þegar borið góðan
árangur, dregið úr verðbólgu og
skapað milljónum manna at-
vinnu. Sagði Ford að takmarkið
með þessum fundi væri að tryggja
áframhaldandi þróun á þessu
sviði
Launþegum tryggð áhrif
á stjórnun fyrirtækjanna