Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 20

Morgunblaðið - 04.06.1976, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 21 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Þeir fengu makleg málagjöld Yið þau timamót, sem nú eru orðin í landhelgisbar- áttu okkar íslendinga, verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á sérstæðum þætti stjórnarandstöðuflokkanna, Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og nokkurra forystumanna verkalýðssam- taka Senn eru liðin 30 ár frá setningu landgrunnslaganna svonefndu, en með þeim var lagður grundvöllur að sókn Is- lendinga fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, sem staðið hefur síðan. Engum getur blandazt hugur um, að samningarnir, sem gerðir voru í Osló á þriðjudag eru mestí sig- ur okkar i þeirri sókn, vegna þess að með þeim skuldbinda verstu andstæðingar okkar í þessari baráttu sig til þess að fara aldrei aftur með hernað á hendur okkur vegna fiskveiði- mála. Ætla mætti, að á slíkri sigurstund sameinaðist þjóðin öll i fögnuði yfir svo merkum áfanga. Ljóst er, að Oslóar- samningarnir njóta fylgis yfir- gnæfandi meirihluta þjóðar- innar En stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa snúizt gegn þeim og einnig nokkrir forystu- menn verkalýðssamtaka. For- ingjar stjórnarandstöðunnar hafa gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að magna upp óánægju og andstöðu meðal almennings gegn þess- um samningum, en það hefur gersamleaga mistekizt. í þess- um tilraunum hafa þeir beðið eitthvert mesta afhroð, sem lengi hefur sézt á hinum póli- tíska vettvangi hér á landi. Stjórnarandstaðan hefur gert tilraun til þess að halda því fram, að í samningunum felist ekki viðurkenning á 200 mílunum. Formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna kemur hins vegar fram i fjöl- miðlum og viðgrkennir, að í þessum samningum felist ,í raun og veru viðurkenning Breta á 200 mílna fiskveíðilög- sögu íslendinga en flokkur hans stendur að ályktun á úti- fundi um hið gagnstæða Lúð- vík Jósepsson lýsir yfir í sjon- varpi og í blaðaviðtölum utan lands og ínnan að hann sé hlynntur skammtírr.a samningum með tilteknum skilmálum, segist svo aldrei hafa látið slíkar skoðanir í Ijós og hringsnýst eins og skopparakringla Alþýðu- flokkurinn lýsir andstöðu við samningana í viðtali við Morgunblaðið í gær lýsir hins vegar einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Jón Ármann Héðinsson, yfir stuðningi við samningana og segist ekkert vera feiminn við að láta þann stuðning ! Ijósi. Ekki er ólíklegt, að Jón Ármann Héðinsson eigi sér skoðanabræður í þingflokki Alþýðuflokks Yfírlýsing hans og að nokkru leyti Magnúsar Torfa, sýna að ekki eru allir þingmenn stjórnarandstöð- unnar tilbúnir tíl að láta hafa síg að fíflum Hlutur nokkurra forystu- manna verkalýðssamtakanna er kapítuli út af fyrir sig Þeir verja fjármunum leunþega í auglýsingaherferð og annan undirbúning til þess að magna upp andstöðu við samningana án þess að hafa nokkurt umboð til slíkra athafna frá því fólki í verkalýðsfélögunum, sem hefur kjörið þá til forystu i kjaramálum sínum. Þeir mis- nota þessi launþegasamtök augljóslega í pólitískum til- gangí og túlka umboð sitt svo frjálslega að furðu gegnir. Andstaða stjórnarand- stöðunnar og þessara forystu- manna verkalýðssamtakanna við samningana frá Osló er ekki byggð á efnislegum rökum. í þeim umræðum, sem fram hafa farið um samningana, hafa stjórnarandstæðingar ekki getað komið fram með nokkur rök, sem sýni fram á, að það sé íslendingum óhagstætt að gera slíka samninga. Áður en samninganefndin fór til Osló töldu stjórnarandstæðingar, einn h'elzta galla þeirra samningsdraga, sem þá lágu fyrir, að í þeim fælist ekki nógu skýr ákvæði um hvað við tæki eftir að samningstíma lyki. En eftir að samninganefndin kom heim frá Osló með afdráttar- laus ákvæði um slíkt, lýsti stjórnarandstaðan sig enn and- viga þessum samningum. Allt hefur þetta framferði þessara þriggja flokka og nokkurra for- ystumanna verkalýðssam- takanna ekki aðeins vakið furðu, heldur og líka andúð meðal almennings. íslendingar eru ekki svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki í gegnum þann ómerkilega pólitíska blekkingarleik, sem forystu- menn stjórnarandstöðunnar hafa gert tílraun til að halda uppi síðustu daga. En ekki verðúr annað sagt en að þeir hafi hlotið makleg málagjöld. Fundurinn á Lækjartorgi í fyrra- dag átti að verða upphafið að mikilli sókn gegn Oslóar- samningunum um allt land. Fólkið sjálft kæfði þá sókn í fæðingu með því að hlýða ekki kalli áróðursauglýsingu í Ríkis- útvarpinu (sem greiddar eru af almannafé), einfaldlega vegna þess, að heilbrigð skynsemi yfirgnæfandi meirihluta lands- manna sagði þeim, sem rétt er, að þessir samningar væru ein- hverjir mestu sigursamningar sem Islendingar nokkru sinni hafa gert í landhelgisbaráttu sinni Viðurkenning 200 mílna er œvintýri líkust — segir Jóhann Hafstein í viðtali við Morgunblaðið JÓHANN Hafstein, fyrrverandi for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins frá 1970 til 1973, hefur á undanförnum áratugum, bæði fylgzt náið með baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar, sem samstarfsmaður þeirra forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, sem fyrr á árum komu mest við sögu í þeim efnum, og haft rík áhrif á mótun stefnu okkar í þessum mál- um. Á þeim tímamótum, sem nú eru í þessari baráttu hefur Morgun- blaðið átt stutt samtal við Jóhann Hafstein og fer það hér á eftir. — í upphafi vék Jóhann Hafstein að því að Danir hefðu samið um þriggja mílna landhelgi við ísland um síðustu aldamót „eins og fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í dag við Helga Hallvarðsson, skipherra, sem var háseti á varðskipum, meðan þrjár mílur voru í gildi og erlendir togarar sigldu inn um firði og flóa." Þess má minnast, sagði Jóhann Hafstein, að Bjarni Benediktsson sagði þessum samningi upp 1949 og 1948 voru sett landgrunnslög af þáverandi sjáv- arútvegsráðherra, Jóhanni Þ. Jósefs- syni en Ólafur Thors hafði sem for- sætisráðherra, ráðið Hans G. Ander- sen þjóðréttarfræðing til að undirbúa sóknina, sem þá var ákveðið að hefja. Sjálfur flutti hann svo fiskveiðimörkin út í fjórarmílur og lokaði fjörðum og flóum, sem olli okkur deilum við Breta, en við sigruðum að lokum — þá eins og nú. Hans G. Andersen var á þessum tíma kornungur þjóðrétt- arfræðingur, en nýtur nú meðal þjóð- réttarfræðinga viðurkenningar, sem einn skeleggasti fræðimaður á því sviði og hefur reynzt okkur Islending- um ómetanlegur í starfi nú upp á síðkastið á hafréttarráðstefnunni. Fá- um við honum séint fullþakkað. Það er mikið lán fyrir mig að hafa unnið með mönnum eins og Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni, Jóhanni Þ. Jósefssyni og Pétri Ottesen og fleirum sem nú eru gengnir, en hafa reist sér ómetanlegan minnisvarða með baráttu sinni fyrir stærri fisk- veiðilögsögu. — Hvað viltu segja um samning- ana, sem gerðir voru í Osló á þriðju- dag? — Sóknin var hafin fyrir tæpum þrjátíu árum, segir Jóhann Hafstein, og það er ævintýri líkast, að nú eru 200 mílurnar viðurkenndar, sem fisk- veiðilögsaga, sem strandríkið ísland stjórnar. Samkvæmt Oslóarsamn- ingnum fá íslendingar fulla viður- kenningu á 200 mílna fiskveiðilög- sögu að sex mánaða samningstima loknum. Það er mikil gæfa fyrir alla þá, sem að þessu hafa staðið Það er í raun og veru viðurkennd sú stefna, sem þingmenn allra flokka hafa haft á haf réttarráðstef nunni. — Sumir telja að kalla eigi Alþingi saman til þess að fjalla um samning- ana og að annað væri stjórnarskrár- brot. Hvað vilt þú segja um það sjónarmið? — Því er haldið fram af sumum, og þ. á m. prófessor við lagadeild Háskóla íslands, að Alþingi beri að kalla saman samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar áður en samning- urinn fái gildi. Nú má spyrja: Hvað stendur í 21. gr.? Það er þetta: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga. slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi nema samþykki Alþingis komi til". En nú spyr ég: Er nokkur sem heldur því fram, að afsal eða kvaðir á landi felist í Oslóarsamningn um? Það mun enginn gera. Hvað þá um landhelgi? Hvað er landhelgi okk- ar? Hún er kannski allt að fjórum mílum og hafa nokkrir samningar farið fram um þær í Osló? Hvar í stjórnarskránni er talað um fiskveiði- lögsögu íslands og að Alþingi þurfi að kalla saman, þegar hún er stækkuð um þúsundir ferkílómetra? Hvergi! Hitt er rétt, að það hefur þótt eðlilegt að staðfesta slíka samninga fyrr og síðar eftir að þeir hafa verið gerðir og stundum hefur það verið gert, meðan Alþingi hefur setið og voru þá sam- þykktir fyrst í þinginu. Það er hörm- ung að tala um stjórnarskrárbrot í sambandi við Oslóarsamningana og gildistöku þeirra og háðung, að laga- prófessor skuli láta hafa slikt eftirsér í sjónvarpi. — En hvað segir þú um bókun sex í samningunum við Efnahagsbanda- lagið og gildistöku og gildistíma hennar? — Hún þýðir. að tollar stórlækka á flestum fiskafurðum og kemur lækk unin til framkvæmda strax, eins og við frá upphafi hefðum notið þessara fríðinda, en vegna ágreinings við Breta nutum við þeirra ekki. Þetta er mjög mikilvægt fyrir margs konar atvinnurekstur í sambandi við fisk- veiðar. Þessum fríðindum verður ekki aftur hrundið nema með samhljóða ályktun Efnahagsbandalagsrlkjanna, samanber Rómar-samninginn, en þar eigum við of marga vini til þess, að hugsanlegt sé að við verðum nokkurn tíma aftur sviptir þessum réttindum. Með þv! er ekki sagt, að Bretar vildu ekki ná slíku fram. En þeir segja jafnvel sjálfir, að þótt þeir ætli að biðja Efnahagsbandalagið að vinna að því, þá geti þeir ekkert gert, nema íslendingar sjálfir samþykki, varðandi veiðar innan 200 mílna fiskveiðilög- sögu okkar. — Hver eru viðhorf þín til sam- skipta okkar við Breta eftir þau átök, sem orðið hafa milli þessara tveggja þjóða undanfarna mánuði? — Stjórnmálasamband við Breta hefur aftur verið tekið upp, sagði Jóhann Hafstein, og það er min skoð- un að okkur Íslendingum ríði á mjög miklu að hafa ætið vinsamlega sam- búð við önnur vestræn riki. Á þessu varð misbrestur en nú hygg ég, að ótvírætt sé, að meirihluti þjóðarinnar fagni innilega þvi, að lokasigur okkar hefur náðst. Þetta ber m.a. að þakka djarfhug og hreysti hjá áhöfnum varðskipanna og þeim, sem falið var að gæta hagsmuna okkar á sjónum. Nú þarf enginn að vakna með kvíða fyrir þvi, að einhver stórslys hafi orðið, jafnvel mannslát. Ég árna sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla í þessu sambandi. — Hv-að viltu segja um framtíðina í fiskveiðilögsögumálum okkar? — í raun og veru get ég ekki frekar en aðrir séð framtiðina í ein- stökum atriðum. Augljóst er, að það kynni að verða hagsmunamál íslend- inga að gera einhverja gagnkvæma samninga um veiðar i íslenzkri fisk- veiðilögsögu, gegn veiðiréttindum í fiskveiðilögsögu annarra ríkja. En úr þessu sker framtíðin. En hitt er bjarg- fast, að ínnan 200 mílna veiða engir nema með samþykki okkar íslend- inga. Stundum halda menn að ekkert hafi verið að gerast í landhelgismál- inu, en ráðherrar og aðrir forystu- menn hafa svo sannarlega ekki legið á liði sinu. Geir Hallgrímsson forsæt- isráðherra hefur með sæmd stýrt þessu máli ásamt með ágætum sam- starfsmönnum sínum. en þar er helzt að nefna Matthias Bjarnason sjávar- útvegsráðherra og Einar Ágústsson utanrikisáðherra. Þeim ber þakkir og heiður. Nytjalist í Norræna húsinu: Þekktir finnskir hönnuðir sýna verk sín ásamt ísl. hönnuðum Sérkenni þess fatnaðar, sem Vuokko hefur hannað, eru sérstætt litaval og mynstursform. Hér sjáum við sýnishorn af verkum hennar, en á meðan sýningin stendur yfir í Norræna húsinu verða þar tfzkusýningar. ÍSLENZK NYTJALIST nefnist sýning, sem opnuð verður í sýningarsal Norræna hússins á morgun. laugardag. A sýningu þessari, sem er umfangsmesta sýning á íslenzkum iistiðnaði er haldin hefur verið hér á landi, verða sýndir yfir 200 list- iðnaðarmunir eftir um 50 hönnuði og framieiðendur. Auk ísienzku þátttakendanna hefur tveimur þekktum list- hönnuðum frá Finnlandi, hjónunum Vuokko og Antti Nurmesniemi, verið boðið að taka þátt í sýningunni og sýna þau hér húsgögn, textil, fatnað o.fl. Sýningin verður eins og fyrr sagði opnuð á morgun og kl. 17.30 fvrir boðsgesti en kl. 19.00 fvrir almenning. Þeir aðilar, sem standa að þessari sýningu eru félagið Listiðn, með stuðningi Félags Finnsku hjónin Vuokko og Antti Nurmesniemi kynna hér verk sín á sýningunni tslensk nytjalist. ísl. iðnrekenda, Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins, Listahátiðar 1976 og Norræna húsins. Meðal þeirra atriða, sem sýnd eru á sýningunni, má nefna húsgögn, vefnað, kera- mik, auglýsingateiknun, fatnað, ljósmyndir, lampa, silfur og textil. Þá verður á sýningunni sýnt líkan af nýju Borgarleik- húsi og gerð verður grein fyrir skipulagi nýja miðbæjarins í Reykjavík. Finnsku hjónin Vuokko og Antti Nurmesniemi eru kunnir hönnuðir bæði í sínu heima- landi og utan þess. Þau hafa bæði tekið þátt í alþjóða- sýningum og eiga muni á list- iðnaðarsöfnum í London, New York, Amsterdam, Gautaborg og Kaupmannahöfn. Vuokko Eskolin-Nurmesniemi er eink- um kunn fyrir hönnun efna og fatnaðar og kemur þar bæði til sérstætt litaval og m.vnstur- form. Kunnust er hún fyrir Vuokko kjóla en hún hefur jafnan jöfnum höndum hannað leir og gler og veggfóðurteppi. Antti Nurmesniemi hefur verið stefnumótandi i finnskri húsgagnalist og unnið að til- raunastörfum á sviði lýsingar- tækni og húsgagnagerðar. Hann hefur einnig fengizt við að hanna járnbrautavagna, eld- hústæki og tekið þátt í hönnun margra sýninga um allan heim. Á meðan sýningin stendur yfir verður fatnaður sýndur á sérstökum tizkusýningum i sýningarsal undir stjórn Vuokko og veróa tvær fyrstu sýningarnar við opnunina og kl. 16 á sunnudag, 6. júní. Antti Nurmesniemi flytur á þriðju- dag, 8. júní, kl. 17 fyrirlestur með skuggamyndum i Norræna húsinu og fjallar hann þar um vöru- og umhverfishönnun í Finnlandi. Sýningin Íí'enzk nytjalist verður opin fram til 20. júní kl. 14 til 22 daglega. Tjarnarbotninn tefur framkvæmd við gosbrunninn ÓFYRIRSJÁANLEGIR erfiðleik- ar valda þvf að dráttur verður á að unnt verði að gangsetja gos- brunn, sem verið er að setja niður f syðri Tjörnina í Reykjavfk. Gos- brunnur þessi er gjöf frá fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Luther I. Replogle. Botn Tjarnarinnar hefur reynzt erfiðari, en búizt hafði verið við og þurrkvf, sem verið var að setja niður umhverfis gosbrunninn sjálfan hefur beyglazt og verður að taka hana upp á ný. Gísli Kristjánsson hjá Vélamið stöð Reykjavíkurborgar, sem sér um þetta verk, kvað að öllum líkindum ekki unnt að gangsetja gosbrunninn fyrir mánaðamót, en upphaflega var stefnt að þvi að hann kæmist i gagnið fyrir 17. júní. Rekinn er niður stálhólkur sem er 3 metrar í þvermál, og 3.60 metrar á hæð og síðan er botn- leðjunni dælt upp úr honum. I þennan hólk verða siðan settir 9 stútar, rafmótor, 70 hestöfl, dæla og ljósaútbúnaður til þess að lýsa upp vatnssúlurnar niu, sem geta orðið 15 til 20 metra háar. Getur gosbrunnurinn spýtt upp í loftið, þegar hann kemst í gagnið, 6 tonnum af vatni á hverri minútu. Stálhólkurinn hefur þegar verið settur niður en vegna þess að botninn er seigfljótandi og skríður hefur stálið bognað i hólkinum. Verður að ná honum upp aftur til þess að unnt sé að rétta hann og styrkja. Þess má geta að við gosbrunninn er sér- stakur sjálfvirkur útbúnaður sem stöðvar gosbrunninn, ef of hvasst verður og setur hann sjálfkrafa í gang á ný, ef lygnir. Bókauppboð á morgun A LAUGARDAGINN veróur haldið bókauppboð á vegum List- munauppboðs Sigurðar Bene- diktssonar hf. f ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Hefst uppboðið kl. 2.30 e.h. Bækurnar verða til sýnis f Hótel Vfk f dag, föstudag, frá kl. 14—16. Uppboð þetta er annað í röðinni á bókum úr safni Bjarna Guðmundssonar blaðafulltrúa. Á þessu uppboði er margt merkra bóka. Má þar m.a. nefna fyrstu útgáfu af fyrstu bók Steins Steinarrs, og er bókin árituð Ás- mundi skáldi frá Skúfsstöðum. Þá er einnig að nefna Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar, og þykir rétt að fram komi, að báðir leið- réttingarmiðarnir sem fylgdu lausir safninu eru með þessu ein- taki. Af öðrum bókum má nefna Morðbréfabækling Guðbrands Þorlákssonar, Messiasarkviða Kloppstokks I þýðingu Jóns Þor- lákssonar frá Bægisá, Sturlunga- sögu útg. í Kbh. 1817 og raunar fjölda annarra merkilegra forn- ritaútgáfa, m.a. útgáfa Árna Magnússonar stofnunarinnar á Egilssögu, Laxdælu og Gunnlaugs sögu ormstungu, en þar er textinn á íslenzku dönsku og latinu. Þá er einnig þýska útgáfan af ferðabók Eggerts og Bjarna, en hún kom út 1774 til 1775. Síðast en ekki sist er að nefna ljósprentunina af handriti Morkinskinnu, sem Jón Helgason gaf út 1934. Er þetta mjög gott eintak. Á uppboðinu eru boðnar upp 108 bækur i þrettán flokkum. ÍSLENZKIR popptónlistar- menn verða ekki með öllu afskiptir á Listahátíðinni að þessu sinni. Þriðjudaginn 8. júní n.k. verða haldnir popptónleikar ( Háskólabíói þar sem Spilverk Þjóðanna og hljómsveitin Paradis munu flytja frumsamda tónlist. Báðar þessar hljóm- sveitir skipa öruggan sess meðal fremstu popptónlist- armanna hérlendis og þvi viðbúið að framlag þeirra veki áhuga poppunnenda Er Mbl. reyndi að afla sér nánari upplýsinga um fyrir- hugaðan tónlistarflutning hljómsveitanna á hátíðinni voru æfingar í fullum gangi en talsmenn beggja voru tregir til að láta nokkuð uppi um áform sín á sviðinu í Háskólabíói. Bendir það til að eitthvað forvitnilegt sé í und- irbúningi. Reyndar gerðu þeir Spilverksmenn þvi skóna, að ýmislegt áhuga- vert væri í bígerð og Pétur Kristjánsson, söngvari Para- dísar, tók í sama streng og bætti því við að flutningur Paradisar mundi að nokkru byggjast á efni af væntan- legri breiðskífu þeirra félaga, en þeir eru nú nýkomnir heim úr upptökusölunum í London þar sem hljóðritun plötunnai fórfram. Paradís á æfingu fyrir Listahátíð. Spilverkið og Paradís á Listahátíð Spilverkið á hljómleikum í Háskólabíói sl. vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.