Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 04.06.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 23 — Lax Framhald af bls. 12 finning og 15 mínútum síðar landaði ég 8 punda, 78 sm hrygnu, grálúsugri, við lófatak gestgjafa minna. Ég hneigði mig og þakkaði fyrir. Að sjálf- sögðu hafði nú verið staðfest að blaðamaðurinn var engin fiski- fæla og við lékum á als oddi í veðurblíðunni og fegurð stað- arins. Handan við ána sáum við að stöngin hjá Runólfi var kengbogin á Brotinu og Axel var búinn að setja sig I löndunarstellingar. Brátt sáum við hann landa fallegum 10—12 pd fiski og við veifuðum og hrópuðum til þeirra félaga. Konungur vatnafiskanna var vel við. Haldið var áfram að kasta flugu og maðki, en það var eins og hann vildi fá að hvíla sig aðeins og þótt þeir Eyþór og Sverrir yrðu nokkrum sinnum varir náðu þeir ekki að festa I honum. Axel var nú kominn með fisk á Brotinu og virtist þar vera stórlax á ferðinni því að við sáum á eftir veiðimanninum á harðahlaup- um undir berginu á eftir laxin- um, sem geystist niður ána. Það var ekki fyrr en niðri á Bryggjiim að Axel náði að landa honum eftir 25—30 mfnútna viðureign. 13—14 pd nýgengin hrygna getu verið býsna kröftug. Nú var farið að iíða að þeim tíma að við færum yfir og skipt- um við Axel og Runólf, auk þess, sem von var á eiginkonun- um með kaffi og meðlæti. Við rerum því yfir og í þvi að við komum til þeirra félaga birtust frúrnar með velþeginn kaffi- sopa. í heimsókn var einnig kominn Sigurður Fjeldsted úr Ferjukoti, góður vinur veiði- mannanna, sem spurðu hvort hann væri kominn til að kanna hve margir laxar hefðu sloppið framhjá netum hans. Nokkuð var farið að vera áliðið og kominn timi fyrir mig að ganga niður með ánni og líta við hjá hinum félögunum, en áður en ég kvaddi sagði ég við Eyþór að það kæmi ekki til mála að ég færi án þess að ná mynd af honum með lax á færi. Eyþór sagði að það væri meira en sjálfsagt og fór út á Brotið og kastaði þar með þeim orðum að væri þar fisk að fá myndi hann ná honum. Það var eins og við manninn mælt, 10 mínútum síðar landaði hann 10 punda hrygnu og ég þakkaði fyrir mig og kvaddi. Niðri á Bryggjum hitti ég Magnús Ólafsson, Karl Guðmundsson (Kalla Gumm), Karl Ómar Jónsson og Friðrik Stefánsson framkvst. félagsins ásamt eiginkonum, þar sem þau nutu veðurblíðunnar og skipt- ust á laxasögum. Heldur hafði hann verið tregari hjá þeim, en Karli Ómari hafði þó tekizt að slæða upp einn á fluguna Skrögg, sem laxinn virtist hafa mest dálæti á þennan dag. 11003 LAXAR A 5 ÁRUM Þau Karl Ómar, Friðrik og eiginkonur voru að fara niður í Myrkhyl gn ég sat eftir hjá Magnúsi og Karli og fylgdist með þeim. Magnús sagði mér að á sl. 5 árum hefðu veiðzt 11003 laxar i Norðurá, eða 2200 að meðaltali og setur þurrka- sumarið 1974 þar strik i reikn- inginn þvi að þá veiddust aðeins 1428 laxar Sem fyrr segir hefur SVFR haft Norðurá á leigu í 40 ár. Netaveiði var að fullu hætt i ánni 1972 og bættist þá Munaðarnessvæðið við fyrri veiðisvæði. SVFR hætti útlendingaleigu 1974, en fékk annan aðila til að taka þær 5 vikur sumarsins, sem útlend- ingar höfðu haft. Félagið byggði veiðihús við ána, sem tekið varinotkun 1956 en fram til þess tíma bjuggu veiðimenn í gamla veiðihúsinu við Lax- foss. Það hús var stækkað 1969. Skv. síðustu samningum við veiðifélag Norðurár eignast það húsið á árunum 1974—78. Laxastiga byggði SVFR við Laxfoss 1954 og endurbyggði hann 1964. Lagfæringar voru gerðar á Glanna 1966—67, laxa- teljari í Laxfoss 1970 og kláfur á ána við Stokkhyl sama ár. Þessar framkvæmdir eru mjög í anda þess starfs sem SVFR vinnur við þær ár og vatna- svæði, sem það hefur á leigu, að bæta gönguskilyrði laxins, rækta árnar og reyna að halda verði á veiðileyfum í lágmarki til þess að sem flestir geti notið þeirrar ánægju, sem lax- veiðinni er samfara. SFVR er stærsti félagsskapur laxveiði- manna hérlendis og hefur ætíð haft forystu um og starfað af þrótti að hagsmunamálum veiðimanna í samvinnu við veiðiréttareigendur. Félags- starfið er öflugt og veiði- mönnum til ánægju á vetrar- kvöldum eins og blað félagsins, Veiðimaðurinn, er undir, rit- stjórn Viglundar Möllers. Auk Norðurár er félagið nú með á leigu Elliðaárnar, Grimsá, Leir- vogsá, Stóru-Laxá, vatnasvæði Tungufljóts, sem mikil áherzla hefur verið lögð á að rækta upp svo og Lagarfljótssvæðið Degi Var nú farið að halla og tími til að fara að koma sér í bæinn. Því miður gafst ekki tími til að hitta þá Barða Friðriksson formann og Þórð Jasonarson að máli, en þeim og öllum hópnum færi ég beztu þakkir fyrir ánægjulega dag- stund. —ihj. Guardian: íslendingar unnu alger- an sigur London, 3. júnf. AP. BREZKA blaðið Guardian sagði I leiðara í morgun, að fslendingar hefðu unnið algeran sigur ( fisk- veiðideilunni og það skaðaði engan að viðurkenna það, en það hefði verið rétt af Anthony Cros- land utanríkisráðherra að sam- þykkja friðarskilmálana, annað hefði þýtt áframhaldandi dýra og árangurslitla herskipavernd fyrir togaraflotann, sem hefði lokið með viðurkenningu á rétti Is- lendinga til 200 mflna fiskveiði- lögsögu. Síðan segir blaðið: „Afleiðingar samkomulagsins kunna að leiöa til þess að stórum hluta togara- flotans, sem sótt hefur á íslands- mið, verði ofaukið, hvort, sem togaraeigendur skipta veiðinni milli þeirra eða fækki skipum, en það sé þeirra að ákveða, en ljóst sé að aðeins sé hægt að senda til íslands 50 togara í stað 100 eins og áður hafi verið. Blaðið segir að það séu ekki aðeins islendingar, sem takmarki fiskveiðiréttindi Breta heldur einnig EBE-þjóðirnar og það sem mest nauðsyn sé á nú, sé að móta allsherjar fiskveiði- og vernd- unarstefnu fyrir N-Atlantshaf, sem nái yfir islandsmið, brezk, irsk og norsk fiskimið og jafnvel miðin við Grænland og Nýfunda- land. -----«->♦ Sigríður í Garði sjötug Bjftrk, Mývatnssveit 2. júní. SJÖTUGSAFMÆLI átti í gær Sig- ríður Jónsdóttir húsfreyja i Garði Mývatnssveit. Þann dag heim- sóttu hana margir sveitungar hennar, vinir og vandamenn. Sig- ríður og eiginmaður hennar, Hall- dór Árnason, hafa búið í Garði alla sína búskapartið. Þau hafa komið upp stórum og myndarleg- um barnahópi. Ennfremur eru barnabörnin orðin fjölmörg. Mjög hafa þau Sigríður og Halldór bætt jörð sina og húsakost. Óhætt er að fullyrða að við allt það uppbygg- ingarstarf hefur Sigriður ekki legið á liði sínu. Vil ég hér með árna Sigríði allra heilla, svo og venzlafólki hennar. Vil ég enn- fremur sérstaklega'-færa henni þakkir fyrir alla vinsémd á um- liðnum árum. — Kristján. I tilefni af opnun nýs sýningarsalar býður Litaver viðskiptamönnum að koma og skoða Kalmar Kök innréttingar í fjölbreyttu úrvali að Grensásvegi 22. Sérfræðingur frá Kalmar Kök veitir allar upplýsingar og ráðleggingar Opið frá kl. 13—17 laugardaginn 5. júní og mánudaginn 7. júní á sama tfma. Komið — Sjáið — og Sannfærist Litaver Opið til kl. 22 í kvöld Einnig laugardag frá kl. 9—12 Nýkomið Herradeild BANKASTRÆTI 9 — SÍMI 1-18-1 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.