Morgunblaðið - 04.06.1976, Side 28

Morgunblaðið - 04.06.1976, Side 28
28 GARÐYRKJUÁHOLD SKÓFLUR, ALLSKONAR, RISTUSPAÐAR, KANTSKERAR, GARÐHRÍFUR, GREINAKLIPPUR, GRASKLIPPUR, HEYHRÍFUR,— ORF, LJÁBRÝNI, GARÐSLÖNGUR, SLÖNGUHENGI, SLÖ NGUKRANAR, VATNSDREIFARAR, GAROKÖNNUR. Handsláttuvélar Ák Hallamál Réttskeiðar Málbönd 1 0—50 mtr. • Islenskir FÁNAR Allar stæröir Fánastangarhúnar Fánalinur Fánalínufestingar HANDFÆRAVINDUR HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR PILKAR HANDFÆRASÖKKUR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR • Björgunarvesti Árar - Árakefar Bátadælur Vélatvistur Hvítur — mislitur Plastbrúsar, Hakar, Sleggjur, Járnkarlar, Boss-rörkítti Smergelsteinar Ketilzink Bátasaumur, Þaksaumur Plötublý Tjöruhampur Model-gibs Vængjadælur Viðarkol Fernisolía Karbólín, Viðaroliur Tjörur Fúavarnarefni Ryðvarnarefnið Ferro-Bet i c Ananaustum Simi 28855 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 Hundaæði er vid borfíarhlið Parísar. Þessi hættuleRa veiki, sem borizt hefur úr austri, hef- ur stödUKt breiðzt út í Frakk- landi á undanförnum árum. Með 40 km hraða á ári hefur hún þefiar last undir sík 21 hérað. Hundaæði er nýkomið til Oise og sýktir eru skÓKarnir i Ghantilly ok Ermenonville, en þanftað sækja þúsundir Parísar- búa ou hundar þeirra um helK- ar til að njóta ferska loftsins. Veikin herjar líka við túnKarð- ana ok hesthúsin, þar sem þjálf- aðir eru hreinra“ktuðustu ok dýrmætustu erlendu ok inn- lendu hestarnir i P'rakklandi, ok er þannÍK ÓKnun við orðstír einhverra fræKUstu hestarækt- arbúa í heimi. Nú er þessi hadta líka í fyrsta skipti tekin alvarleKa á þessum 8 árum. siðan veikin harst til landsins. Tilskipanir hafa kom- ið frá landhúnaðarráðuneytinu OK umhverfisráðuneytinu um að hefja KaKnárás. Við sólar- upprás 2.'!. marz hófst aðperð sem ekki á sér nein fordæmi. Ke^n hundaæðinu. stjórnað frá aðalstöðvum Hestaræktarsam- takanna í Chantilly, með það markmið að útrýma sýkilbera hundaæðisins, refinum. I fyrsta skipti var nú beitt í F’rakklandi blásýru. Fimmtán tæknimenn með KasKrímur. í stÍKvélum (>k i Krænum sérstök- um Köllum, unnu með aðstoð hermanna að því að blása K’as- inu skipuloKa inn í um 200 Kreni, sem skÓKarverðirnir hiifðu merkt á kort. Og varla hefur nokkur þeirra tvö þús- und refa, sem í þeim bjuggu, sloppið lifandi. Hundaæði hafði ekki fundizt í Frakklandi siðan um aldamót. Þess vegna datt engum í hug að þessi ófögnuður væri að koma aftur, þegar fyrsta tilfellið fannst 26. marz 1968 i Mon- tenaeh, hæ i Moselldalnum. Hundaæðið var lika svolítið öðru vísi ásýndar. Það birtist ekki eins og á dögum Pasteurs í gervi ..Kötuæðis", við það að hundur varð sk.vndileK’a óður. Þetta nýja hundaæði sást að- eins í refum, sem höfðu borið það frá Póllandi ok yfir meK’in- land Evrópu. Hér og þar höfðu þeir smitað húsdýr. Síðustu tölur eru 10 þúsund dýr, sem drepizt hafa, þ.e. 7000 refir, 1000 nautgripir, 200 hundar. 300 kettir ok 50 hestar. F'ram að þessum tíma hefur engin manneskja dáið af völd- um hundaa’ðis í Frakklandi. Samt hafa nokkur þúsund Frakka komizt i snertingu við þessa veiki og orðið að gangast undir kvalafulla meðferð gegn hundaa’ði, en sé henni ekki beitt er hundaa’ði alltaf ban- vænt. F'immtiu manns hafa ver- ið fluttir í sjúkrahús i Oise síð- an fór að bera á þessari smitun. Dobushérað hefur orðið mest fyrir barðinu á sjúkdóminum enn sem komið er, með 144 til- felli frá janúar til marz 1976. Um 400 manns fengu þar með- ferð vegna hundaæðissmitunar á síðasta ári. Arásin á refina við Chantilly ætti að marka tímamót í barátt- unni. ef draga má af henni ályktanir. Hingað til hafa engin ráð eða viðbrögð getað stöðvað framsókn veikinnar. Og venju- lega hafa herferðir veiðimanna með vopn sín ekkert gert annað en að útrýma heilbrigðum dýr- um. Þannig var 180 þúsund ref- um fórnað, þegar aðeins 7000 þeirra voru með hundaæðissýk- ilinn í sér. Sannleikurinn er sá, að veiðimennirnir hirtu ekkert um að fullvissa sig um hvort þeir áttu í höggi við sýkt dýr. Refaveiðar urðu annað og meira en tómstundaiðja, þær fóru að gefa eitthvað af sér. Landbúnaðarráðuneytið hefur greitt 30 franka fvrir refaskott- ið. Þanníg hefur verið greitt fyrir 6400 refi á árinu 1974-—1975 í Oise og fyrir 12 Fyrir 30 árum tók hundaæði að breiðast út um Evrópu frá Póltandi, 1968 var það komið til Frakklands, og er nú við dyr Parísar. Nú fyrst er farið að taka það alvarlega og Frakkar ráðast gegn sökudólginum — refinum. Frá því er sagt í þessari grein, sem er þýdd úr franska blaðinu Express. þúsund í Doubs. Þetta er búið að kosta Frakka um 5 milljónir franka. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir, að veikin héldi áfram að breiðast út. Refirnir flúðu bara áfram undan veikinni og of- sóknunum. Og til að tryggja af- komu sína eru refirnir meira að segja farnir að auka viðkomu sína upp í sjö, átta eða tíu hvolpa í einu. — Ég hefi meira að segja rekizt á 14 dýr í fjöl- skyldu fyrir nokkrum dögum, segir Aimé Florin, forstöðu- maður Veiðimannasamtakanna í Doubs. Þessi aukna viðkoma hjá ref- unum er ekki bara ósjálfráð varnarviðbrögð, að sögn dýra- læknisins Louis Andrals, sem veitir forstöðu Rannsóknarstöð- inni fyrir hundaæði í Malze- ville, nálægt Nancy. Það eru líka afleiðingar iðnvæðingar- innar i landbúnaði. Stóraukin ræktun veitir smádýrum sem um akrana fara, næga fæðu, svo þeim fjölgar í sívax- andi mæli. Skordýraeitur og alls konar lyf gegn plöntu- sjúkdómum hafa eytt fuglunum, sem kepptu við þessi smádýr og ránfuglunum, sem lifðu á þeim. Veiðimenn- irnir hafa líka drepið í hrönn- um alls konar stóra fugla, villi- ketti og margs konar kjötætur, sem refirnir þurftu að berjast við! Og þeir hafa sleppt út í náttúruna fösönum og öðrum alifuglum, sem verða refunum auðveld bráð. Að auki eiga refirnir nú orðið aðgang að nægri fæðu í sorpi frá byggðinni. Þess vegna sjást þeir miklu oftar í nánd við borgir, eins og Besancon, Dijon, Beaune og Nancy, þar sem þeirra verður vart í sívax- andi mæli. Refur með hundaæði hefur líka óviðráðanlega þörf fyfir að nálgast mannabústaði. Hann kemur og flækist um hlaðið á bóndabæjunum. Og á sínum síðustu dögum. um 5—6 dögum áður en hann deyr, flýr hann ekki undan mönnum eða hund- um. Hann ræðst gegn þeim. Og hann bítur. Þannig flytur hann hundaæðisveiruna með munn- vatninu í þann, sem hann bítur, kúna, hestinn eða jafnvel barn- ið, sem hefur tekið vesalings litla dýrið að sér. Dr. Andral telur lausnina fólgna í afturhvarfi til jafnvæg- is í lifríki náttúrunnar, þar sem hver tegund hafði sinu hlut- verki að gegna áður fyrr. Að tans áliti er það hreinasta fjar- stæða að ætla sér að bólusetja 3 milljónir refa, sem koma til F'rakklands. En ef bólusettir væru hundar, kettir, kýr og hestar? Bólusetning fer fram í öllum héruðunum í Frakklandi þar sem hundaæði hefur komið upp. Þó ekki án tregðu hjá eig- endunum, sem verða að greiða að meðaltali 50 franka á ári fvrir hvert dýr. Er þá útrýmingarherferð, eins og sú sem gerð var i Chan- tilly, óhjákvæmileg til að koma t aftur á jafnvægi? Tæknilega séð má svara því játandi. Það verður að fækka refunum nægi- lega mikið til að hundaæðið deyi út. Að sjálfsögðu eru dýravinir ekki á sömu skoðun. Þeir neita að trúa þvi að hundaæði sé raunverulega til og að slík út- rýming þurfi að fara fra. Þeir eru að hefja mótmælaaðgerðir. Þeir reyna að trufla aðförina. Þeir hæðast að veiðimönnun- um. Dr. Andral hefur t.d. ný- lega fengið hótun um líflát. Það er fallegt að láta sér þykja vænt um dýrin. Það er að segja ef maður ekki hundsar það að þau geti haft i för með sér hættu. Eins óg til dæmis hundaæði. Jean —V Manevv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.