Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNI 1976 JMtogttiifrlafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Syðsti hluti Afríku og málefni þess fólks, sem þar býr er mjög í brennidepli um þessar mundir og bersýnilegt er, að til úrslitaátaka er að draga í þeim tveimur ríkj- um Afríku, Rhódesíu og Suður-Afríku, þar sem hvitur minnihluti drottnar enn yfir svörtum meiri- hluta. Á síðustu tveimur áratugum má segja, að blökkumenn í öllum öðrum hlutum Afríku hafa varpað af sér nýlenduoki Evrópu- þjóðanna. Byltingin í Portúgal og sú breyting, sem fylgdi í kjölfar hennar, á afstöðu Portúgala til nýlendna þeirra í Afríku, var undan- fari þeirra átaka, sem nú eru ýmist hafin eða eru fyrirsjáanleg meðal hvítra manna og svartra í syðsta hluta Afríku. Eftir að Portúgalar höfðu látið af stjórn Angólu og Mosam- bique hlaut aðeins að vera spurning um tima, hvenær blökkumenn í Rhódesíu og Suður-Afríku og nágranna- ríkjum þessara tveggja hvítu yfirráðasvæða mundu láta til skarar skríða og það hefur nú gerzt. Nú er spurningin í raun og veru aðeins sú hvort, hinn hvíti minni- hluti í Rhódesíu og Suður- Afríku er tilbúinn til þess að horfast í augu við veru- leikann eða hvort hann gerir örvæntingarfulla til- raun til þess aö berjast fyr- ir áframhaldandi yfirráð- um, tilraun, sem er dæmd til að mistakast. Til þess liggja engin rök, að hvítir menn, sem eru í miklum minnihluta, bæði í Rhódesíu og Suður-Afríku, ráði yfir hinum svarta meirihluta þar. Öll þau rök“ sem í umræðum um sambúð hvitra manna og svartra eru færð fram fyrir „rétti“ hvítra manna til þess aö ráða yfir meiri- hluta svartra manna eru blekking ein. Það gildir einu hvort sagt er, að hinir hvítu menn hafi yfir að ráöa meiri menntun, meiri þekkingu, meiri fjármun- um, meiri hæfileikum held- ur en svartir menn, eins og ofstækismenn halda oft fram í umræðum um kyn- þáttavandamál, slík „rök“ duga ekki. Það þýðir held- ur ekki að benda á það sem röksemd fyrir yfirráðum hvitra manna, að í flestum ríkjum Afríku, sem blökkumenn hafa tekið við völdum eru ýmist við stjórn einræðisseggir eða einsflokkakerfi ríkir. Slík- ar röksemdir duga ekki. Hinar svörtu þjóðir Afríku verða, eins og allar aðrar þjóðir heims, að velja sér sitt hlutskipti og stjórnar- hættir þeirra hljóta að þró- ast í framtíðinni á grund- velli þeirrar þjóðfélags- skipun, sem hafa verið til í Afríku öldum saman. Það er ákaflega mikill misskiln- ingur, þegar hvítir menn í hinum vestræna heimi leit- ast við að leggja sinn mæli- kvarða á stjórnarhætti eða þjóðfélagsskipan í fram- andi löndum. Alveg með sama hætti og þjóðfélög, sem byggð hafa verið upp á Vesturlöndum hafa átt sér sitt þróunarskeið og sinn sérstaka sögulega bak- grunn, standa afrískir ætt- bálkar og þjóðfélög djúp- um rótum í afrískum jarð- vegi og þau borgarastríð, sem gosið hafa upp í Afríku á síðustu áratugum eru á margan hátt afleið- ing þess, að nýlenduveldin skiptu Afríku upp að sín- um geðþótta án þess að taka nokkurt tillit til sögu- legra forsendna og sam- skipta ættbálka í þessari miklu heimsálfu. Hitt er svo aftur annað mál, hvort sem svartir menn ná yfirráðum í Rhódesíu og Suður-Afríku með samningum eða blóð- baði, er ekki endilega víst, að þeir muni sýna hinum hvita minnihluta í þessum löndum svo mikið um- burðariyndi að hvítt fólk geti hafizt þar við til fram- búðar. Það á reynslan eftir að leiða í ljós. En sagan hefur sýnt, að sambúð fólks af ólíkum hörundslit er býsna erfið og þar er ekki um eins einfalt mál að ræða og þeir vilja gjarnan halda fram, sem aldrei hafa sjálfir komizt í snert- ingu við þetta vandamál. Menn hljóta að vona, aó þær tilraunir sem nú fara fram til þess að tryggja friðsamlega breytingu á stjórnarháttum i Rhódesíu og Suður-Afríku beri nokk- urn árangur en óneitan lega er viss ástæða til svartsýni í þeim efnum, og verði sú raunin á, að hinn hvíti minnihluti haldi dauðahaldi í sín sérréttindi má búast við því, að erfiðir tímar verði framundan i þessum hluta heims. Vandamál syðsta hluta Afríku Milliríkja viðskipti og alþjööa- k stjörnmðl SAMANTEKT EFIR BRAGA KRISTJÖNSSON Þreifingar Samskipti „ríka” og „fátæka” heimsins „Það cr óhæfa í viðræðum ríkj- anna í suðri og norðri að gcra olíuverðið að skilyrði," sagði tals- maður stjórnarnefndar Efnahags- bandálags Evrópu að lokinni al- þjöðlegri efnahagsmálaráðstcfnu í París á síðasta ári. Talsmaður- inn lét þannig i ljós harða gagn- rýni á framkomu og tillögur Callaghans, þáverandi utanríkis- ráðhcrra Brcta. Ummadi Callag- hans á þessari ráðstcfnu höfðu þótt a‘ði kaldranaleg í garð þróun- arríkjanna: tilvitnuð orð emba'tt- ismannsins voru samt fljótlega af- sökuð í hak og fyrir, cnda ótti hcr hlut að móli háttscttur ráðhcrra cinnar stærstu bandalagsþjóðar- innar — og þvi viss takmörk sctt. hvað seg.ja má um það sem fram gengur af slíkra munni. En það mun mála sannast, að rnikill hluti þátttakcnda á ráð- stcfnunni í París hafi vcrið sama sinnis og hinn hreinskilni emb- ættismaður. Brctland rauf að þcssu sinni. cins og fyrr og síðar, samstöðu Efnahagsbandalagsins og sctti fram einkaskoðanir, tcngdari við- skiptalegum hagsmunum lands- ins cn bandalagsins. Ráðstcfna þcssi var haldin mcð þátttöku átta iðnþröaðra aðilja, þ.c. Efnahagsbandalagið kom fram fyrir hönd meðlima sinna, en auk þess Bandaríkin, Kanada. Japan, Svíþjóð, Sviss. Spánn og Ástralía. Þróunarríkin voru: Alsír, Argentína, Brasilfa, Kamerún, Indland, Indónesía, Persía, Irak, Jamaica, Júgóslavía, Mcxíkó, Nígcria, Pakistan, Perú, Saudi-Arabía, Venezuela, Zaire, Zambía og Egyptaland. Þófid byrjar Þcssi Parisarráðstcfna var upp- hafið að langvarandi viðræðum og samningaþófi, scm mun standa árum saman og verða mjög flókið og vandasamt. Ráðhcrrafundur þessara 27 landa mun aftur koma saman í dcscmbcr n.k. og þangað til fara fram stöðugar þreifingar milli þessara póla og hafa þar ckki rikt samfelldir kærlcikar. Markmið þróunarríkja cr að ná samstöðu mcð „rika heíminum“ unt framtíðarskipan efnahags- mála: cn samræmd viðleitni í þcssa sömu átt fcr nú fram á vegum Sameinuðu þjóðanna. OECD. Alþjöðagjaldeyrjssjöðsins og flciri aðilja. Það hafa vcrið erfiðar fæðing- arhriðir að koma af stað þessum viðræðum. Frakkland átti fyrsta lcikinn, eins og oft og hafa Frakk- ar sýnt framsýni í alþjóðasam- skiptum hin síðari ár, þó að stund- um hafi ýmsum fundist þeir bera svartan lcpp fvrir auga. Frumkva'ði Giscard d’Estaings forsctá í apríl 1975 leiddi þó ckki til ncins árangurs þcgar í stað. Atbeini Frakka var svar við þeim tillögum sem urðu upphaf stofn- unar Alþjóða orkumálastofnunar- innar, 15. nóvember 1974. Kveikjan að stofnun þeirra hagsmunasamtaka meiriháttar olíukaupenda var olíukreppan 1973. Frakkar vildu ekki vera með í þessu samstarfi sakir vildar þeirra í garð arabaríkja. En nokk- uð lá beint við að líta á stofnun þcssara samtaka orkukaupenda höfuðsetta samtökum arabiskra olíufursta, sem margir vildu þá hafa sín megin. Og hætta var við ásteytingi þessara aðilja. Aprílfundurinn varð vita árangurslaus, þar sem nokkur vestræn iðnríki með Bandaríkin í fararbroddi voru ekki til viðtals um annað en verð á orkugjöfum og öruggar afhendingar. Þessir aðiljar sögðu, að það væri í verka- hring annarra alþjöðastofnana að fjalla um vandamál á borð við aukna aðstoð við þróunarríkin, iðnvæðingu þeirra og fleira skylt. En þróunarríkin voru á önd- verðum meiði. Þau höfnuðu alveg þeirri kcnningu að þcssi mál væru ra'dd og ákvörðuð aðskilin. Þau yrði að taka f.vrir á breiðum alhliða grundvelli: og þcssi ríki gcrðu kröfu lil að taka þátt i áætlanagerð um alla þætti efna- hagssamskipta „fátæka” og ,,rika‘‘ heimsins. Ef allar hugmyndir þröunar- ríkjanna vcrða veruleiki í fram- kvæmd. mun þessi soltni hluti heimsins vcrða dýrðarstaður að nokkrum áratugum liðnum. Eins og oft fyrr og síðar á al- þjóðavettvangi, vann frönsk samningatækni nokkurn sigur. Sámstaða þróunarlandanna og öruggur málflutningur þeirra hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu ■þjóðanna — einkum á sjöunda aukaþinginu í september s.l., sýndi vestrænum ríkjum með Bandaríkin frernst i flokki, alvör- una sem fólgin var i samtaka- mætti þessara snauðu þjóða. Breytt afstaða Bandaríkin — og hinir mörgu fylgjendur þeirra, féllu frá and- stöðu sinni og eru síðan reiðubúin að ræða vandamálin á breiðum grundvelli i samhengi við önnur atriði samkvæmt mati þróunar- ríkja. Ytni Frakka leiddi líka til þess að orkumálastefna Efnahags- bandalags Evrópu og Alþjóða orkumálastofnunarinnar var tek- Á allra síðustu misserum hafa „ríki“ og „fátæki“ heimurinn komið nokkuð til móts hvor við annan. Það er þó enn I fjarlægri framtíð að þreifingar þessara aðila leiði til sameiginlegrar niðurstöðu ótrúlega flókinna ágreiningsmála þeirra. tn til endurskoðunar. Ákveðið var að bíða átekta og sjá hvaða niður- staða yrði af viðræðum á framan- greindum grundvelli. Að afstöðn- um undirbúningsfundi i október s.i. hófust samningaviðræður með þriggja daga fundi í desember. mánuði. Helstu ágreiningsefnin voru látin liggja í láginni, en áherslan lögð á ítarlegan undir- búning sem víðtækastrar umræðu þeirra fjölmörgu erfiðu mála- flokka sem koma til úrlausnar á þessum maraþonvettvangi: Ráð- stafanir af hendi þróaðra ríkja til að skapa mannsæmandi tilveru- grundvöll í þróunarrikjunum og samræmdar aðgerðir sömu til sem hagkvæmastrar nýtingar mikilla auðlinda og hráefna fátæku þjóð- anna — ekki í þágu hinna ríku — héldur hinna þurfandi. Ymsir eru þeirrar skoðunar, að riku löndin vilji fyrst og fremst vinna á tíma. Fá frestun á raun- hæfurn bráðum aðgerðum. sam- tímis því að þau kaupa ódýrt hrá- efni fátæka heimsins. En margir segja, að nú verði strax að hefja alvarlega og grand- gæfilega larigtima áætlanagerð um framtíðarskipan efnahags- mála iðnþróaðra ríkja, ekki siður en hinna vanþróuðu. Þar verði nauðsynlegar róttækar grundvall- arbreytingar — sumir tala um gjörbyltingu í atvinnu- og fram- leiðsluháttum, með tilliti til auk- inna framtíðaráhrifa, sem þróun- arríkin muni óhjákvæmilega hafa á allt efnahagsmálakerfi heints- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.