Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976 Sex ára drengur lézt voveiflega í umferðarslysi UNGUR drengur lézt meö voveiflegum hætti f bílslysi f Breiðholti um fjögur leytið f gær- dag. Verið var að vinna að gatna- gerðarframkvæmdum á ómerktri götu milli Seljabrautar og Breið- holtsbrautar (Reykjanesbrautar) sem sérstaklega er ætluð strætis- vögnum, þegar þar kom að sex ára drengur á hjóli. Mun hann skyndilega hafa misst vald á hjóli sínu með þeim afleiðingum að hann lenti fyrir og undir stórri malarflutningabifreið frá Reykja- víkurborg, sem þarna var við vinnu. Drengurinn mun hafa látizt nær samstundis. Ekki var hægt að birta nafn barnsins í gærkvöldi, þar eða ekki hafði þá tekizt að hafa upp á öllum aðstandendum þess. Stórstúkuþing: Ræða hótel- og spari- sjóðsbyggingu í Rvík TILLAGA um byggingu hótels og rekstur sparisjóða í Reykjavík á vegum Góðtemplarareglunnar var rædd á þingi Stórstúkunnar í gær og var þessum tillögum vísað til frekari athugunar hjá stjórn reglunnar. 1 tillögunum er annars vegar gert ráð fyrir því að komið verði á stofn bindindishóteli í Reykjavík i tengslum við Templarahöllina og hins vegar er gert ráð fyrir þvi að framkvæmdanefnd Stórstúk- umiar athugi sem allra fyrst möguleika á stofnun sparisjóðs bindindismanna á vegum regl- unnar og að til liðs í þessum efn- um verði fengnir sérfróðir menn á sviði bankamála. Nordli í opinbera heimsókn til íslands Liónið sem lifir hefur hresstst nokkuð EINS OG kunnugt er af frétt- um varð að lóga ljónunum tveimur, sem verið hafa I Sæ- dýrasafninu vegna sjúkdóms, sem þau tóku, svo og öðrum unga þeirra. Enn lifir þó annar ungi og er í hjúkrun á heimili Jóns Kr. Gunnarssonar, for- stöðumanns Sædýrasafnsins. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Jónssonar líður ljón- inu, sem lifir nokkuð sæmilega og hefur því talsvert farið fram að undanförnu. Ekki er þó enn ljóst, hvort það nær heilsu á ný, en þetta er þó það ljónið, sem fyrst veiktist. Grunur leikur á að sjúkdómurinn, sem hrjáir ljónið og varð hinum að aldur- tila, sé kattafár, en það er þó ekki sannað enn, en vonazt er til að rannsóknir geti leitt það í ljós. Ljónið, eða litla ljónynjan, er þó orðin heldur þreytt á karl- mönnum, því að í gær, er Ijós- myndari Mbl. kom til þess að taka myndir af því, kom í Ijós að það þýðist aðeins konur. Mun þetta stafa af þvi að það eru yfirleitt karlmenn, sem komið hafa til þess i því skyni að sprauta það með lyfjum og öðru slíku. Af því er litla ljónið skiljanlega ekki hrifið, en von- andi nær það sér, svo að það geti glatt unga sem aldna gesti Sædýrasafnsins. AKVEÐIÐ hefur verið að for- sætisráðherra Norðmanna, Odvar Nordli, komi í opinbera heimsókn til íslands dagana 27. til 31. ágúst næstkomandi í boði ríkisstjórnar tslands. Með þessari heimsókn er Nordli að endurgjalda heimsókn Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra til Noregs á síðastliðnu hausti. Odvar Nordli varð forsætisráð- herra Noregs síðla á síðasta ári, en áður hafði hann gegnt embætti atvinnumáiaráðherra í stjórn norska verkamannaflokksins. Hann hefur setið nær óslitið á Stórþinginu fptf árinu 1961 og í Norðurlandafáði frá 1969. NTB- fréttastofan skýrði í gær frá þess- ari væntanlegu heimsókn Nordlis til islands. Hrísey: Sjö manna fjölskylda missti allt sitt í bruna „GÓÐ bjartsýni hlýtur að draga hálfan dráttinn", sagði Örn Snorrason, er Mbl. spurði hann hvernig honum litist á að hefja búskap að nýju, en hann átti hús- ið Hámundarstaði f Hrísey, sem í fyrrakvöld brann og þar með heimili hans og konu hans, Guð- rúnar Jóhannsdóttur. Eíga þau 5 börn og stendur fjölskyldan nú uppi f þeim fötum, sem hún var i er eldurinn kom upp. Eldurinn kom upp í fyrradag um klukkan 18. Samkvæmt því, sem Örn Snorrason sagði í viðtali við Mbl. í gær var kona hans Gífurlegt smákarfadráp Sovétmanna við Grænland Eins og sviðin jörð að baki sovézku togurunum, - segir Jakob Magnússon fiskifræðingur SOVÉZKIR „ryksugutogarar“ eins og hinir stóru mikilvirku togarar Sovétmanna hafa oft verið nefndir stunda nú smá- karfaveiðar f gífurlegum mæli við Grænland á svæðinu frá Jónsmiðum að Dohrnbanka. Þar er óhemjumikið af karfa í uppvexti, sem fengið hefur að vera þar óáreittur undanfarið og hefur það vakið bjartsýni vísindamanna á að góður stofn karfa kæmist á legg, en við þessar veiðar breytist sú von manna — eins og Jakob Magn- ússon fiskifræðingur sagði f viðtali við Mbl f gær. Er hann nýkominn úr leiðangri Haf- rannsóknarstofnunarinnar, sem leigði vélskipið Runólf til þessa verkefnis — að leita að nýjum fiskitegundum. Jakob Magnússon sagði að mjög miklar uppeldisstöðvar karfa væru á austur- grænlenzka landgrunninu. Er það breitt á þessum slóðum og þegar komið er upp á flákana virðist vera mjög mikið af karfa. Jakob sagði: „Þetta hef- ur fengið að vera að miklu leyti í friði, a.m.k. megnið af þessu, fyrir venjulegum veiðum, enda ekki eftir neinu að slæðast á þessum slóðum, nema þessu smælki, sem er langt fyrir neð- an það, sem íslendingar mega veiða.“ Jakob sagði að hins veg- ar væru ýmsar þjóðir, sem nýttu mun smærri karfa en við, en við og Þjóðverjar nýtum ekki til manneldis karfa á borð við þann, sem þarna er. Hafa Þjóðverjar t.d. ekki litið við þessum karfa, vegna þess að markaður er ekki fyrir hann svo smáan. Framhald á bls. 31. Guðrún ein heima, en hann var við vinnu ásamt elzta syni þeirra. Hin börnin voru öll úti við. „Kon- an var að steikja kleinur handa okkur og hefur brugðið sér aðeins frá pottinum. Hefur þá feitin þá hitnað um of og ósköpin gerzt.“ örn sagðist lítið hafa rætt við konu sína um þetta óhjppp, þar sem hún hafi farið fra Hrísey þegar I gærkveldi til foreldra sinna með börnin, en hann sagði Framhald á bls. 31. Verða Sovét- menn krafnir skýringa á duflunum? EKKI hefur verið tekin afstaða til þess, hvort íslenzk stjórnvöld krefji sovézka sendiráðið í Reykjavík skýringa á öllum þeim duflum, sem hér hafa rekið á fjör- ur undanfarin 2 ár. Þesar upp- lýsingar fékk Mbl. í gær hjá Henrik Sv. Björnssyni, ráðu- neytisstjóra I utanríkisráðuneyt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.