Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976 Herflugvél frá stríðsárunum finnst í húsgrunni: Ákveðið að fjarlægja Rannsóknarlögreglumennirnir athuga skrúfuna. Vélin fannst undir bakkanum fjærst á myndinni. NÚ HEFUR verið ákveðið að grafa upp flak herflug- vélarinnar, sem fannst er unnið var við að taka grunna fjölbýlishúsa við Flyðrugranda. Flak flugvél- arinnar fannst á fimmtudag og ( gær unnu rannsóknar- lögreglumennirnir Njörður Haukur Bjarnason heldur á einni bókinni, Njörður Snæhólm stend- ur með skófluna. Snæhólm og Haukur Bjarnason að því að grafa nokkuð af því upp og kanna það. Annar hreyfill vélar- innar fannst og voru skrúfublöðin nokkuð heil- leg. Ýmsir smáhlutir, svo sem legur voru eins og ný- smurðar og óryðgaðar, og í leitirnar komu einnig ýmsar bækur vélarinnar, sem nú verða kannaðar nánar. „Það liggur nokkuð Ijóst fyrir að mótorinn er úr Mitch- ell flugvél með einkennisstaf- ina B — 25, sem fórst hér 18. desember árið 1943 og var þá að koma frá Bandaríkj- unum," sagði Njörður í sam- tali við Morgunblaðið. Hann kvað ekki hafa verið ákveðið hvað gert yrði við brakið. Þá hafði Morgunblaðið samband við Ragnar Ragn- arsson en hann er einn af framámönnum félags áhuga- — því ekki þykir ráðlegt að reisa húsið ef sprengjur eða skot leynast þar undir manna um módelsmíði, en hann hefur kynnt sér ítarlega ýmsar heimildir um flug her- flugvéla til íslands á stríðsár- unum og vinnur að heimilda- söfnun um það. „Flugvél þessi var ein af mörg þúsund flugvélum sem Bandaríkjamenn ferjuðu til Bretlands á stríðsárunum," sagði Ragnar. Þær flugu þessa leið með viðkomu á íslandi og flugvellinum á Grænlandi sem nú heitir Nassasuaq. Þessi fórst hér í lendingu i desember árið 1 943 og með henni þrír menn, en þeir voru flugstjórinn Walker, loft- Fjórðungsmótið á Hellu: Skeiðhesturinn Fannar slasaðist — Keppir ekki á mótinu Fyrstu fisktæknarnir ásamt skólastjóranum, Sigurði B. Haraldssyni, sem situr fyrir miðju. Fiskvinnsluskólanum slitið SUNNLENZKIR hestamenn halda um helgina fjórðungsmót sitt á Rangárbökkum við Hellu. Rúmlega þrjú hundruð hross eru skráð til keppni á mótinu og má gera ráð fyrir harðri keppni f kappreiðum mótsins en þar mæta Fíkniefni: Fjórði maðurinn úrskurðaður í gæzluvarðhald FÍKNIEFNALÖGREGLAN hand- tók á miðvikudagskvöld ungan mann vegna gruns um að hann væri viðriðinn ffkniefni, og var hann sfðan í fyrrakvöld úrskurð- aður I gæzluvarðhald. Þessi mað- ur er þó ekki talinn beinlfnis við- riðinn við hin tvö aðalmálin, sem ffkniefnadómstóllinn hefur nú til meðferðar, en alls sitja nú fjórir menn f gæzluvarðhaldi vegna þessara mála. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá starfs- mönnum fíkniefnadómstólsins bárust þeim upplýsingar sem bentu til þess að maður þessi sem síðast var handtekinn, hefði fíkni- efni undir höndum. Var maður- inn síðan handtekinn og yfir- heyrður, og síðan úrskurðaður áfram í gæzluvarðhald. Gæzlu- varðhald þess sem lengst hefur setið, átti að renna út i gærkvöldi á miðnætti en þegar Morgunblað- ið hafi samband við fíkniefnalög- regluna fyrr um kvöldið, lá ekki fyrir hvort gæzluvarðhaldsúr- skurðurinn yrði framlengdur eða ekki. til leiks flest beztu kappreiða- hross landsins. Gert hafði verið ráð fyrir sérstaklega spennandi keppni f skeiðinu og þá milli þeirra Öðins, Þorgeirs f Gufunesi, og Fannars, Harðar G. Alberts- sonar, en báðir þessir hestar hafa f sumar unnið skeiðið á nýjum Islendamettfma 22.5 sek. Fannar er hins vegar slasaður og mætir ekki til keppni á mótinu. I dag hefst dagskrá mótsins klukkan 10 árdegis með sýningu stóðhesta f dómhring. Aður hefur verið getið um stóðhesta með af- kvæmum en í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri má nefna tvo efni- lega stóðhesta, þá Gust frá Krögg- ólfsstöðum og Skó frá Flatey. Það er nýjung á móti sem þessu að fram fer sérstök gæðingakeppni unglinga og fór hún fram í gær, en klukkan 13.30 í dag riða börn og unglingar í hópreið inn á móts- svæðið. Alls verða á mótinu sýnd- ar 64 hryssur og má nefna að í flokki 4 og 5 vetra hryssa keppir m.a. Dóttla frá Skarði en hún er dóttir þeirrar kunnu hlaupa- hryssu Loku, Þórísar H. Alberts- Framhald á bls. 31. 60 þús. krónum stolið BROTIZT var inn i íbúð f Hafnar- firði f fyrradag og var stolið um 60 þúsund krónum i peningum sem þar voru. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þeim sem þarna voru að verki en málið er í rann- sókn. I GÆR lauk fimmta starfsári Fiskvinnsluskólans með þvf að Sigurður B. Haraldsson skóla- stjóri sleit skólanum. (Jtskrifaðir voru samtals 28 nemendur, 15 fiskiðnaðarmenn og f fyrsta sinn voru nú útskrifaðir fisktæknar svokallaðir, 13 að tölu. Skólinn er til húsa að Trönu- hrauni 8 í Hafnarfirði en verkleg kennsla fer fram f húsi Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, sem er ut- búið sem frystihús, en verklega kennslan er um 40% námsins. Húsnæði til kennslu í saltfisk- og skreiðarverkun vantar tilfinnan- lega. Sigurður B. Haraldsson skóla- stjóri sagði að nú væru útskrifað- ir í fyrsta sinn fisktæknar en þeim er ætlað að starfa við rann- sóknir og framleiðslueftirlit. Þeir útskrifast eftir fimm ára nám við skólann, fyrsti hlutinn, þrjú ár, er fiskiðnnámið en eftir tvö ár f við- bót útskrifast fisktæknar. Hæstu einkunnir fiskiðnaðar- manna hlutu Benedikt Sveinsson. Eskifirði 9,25 og Svavar Svavars- son, Reykjavík, 8,91 og eru þetta hæstu einkunnir sem gefnar hafa verið. Fisktæknar glutu all- ir góðan vitnisburð. Skólanefnd hefur nýlega sam- þykkt nýja námstilhögun til reynslu og er hún þrískipt: 1) Fiskiðndeild, 3 ára fiskiðnnám SENDINEFND frá Alþingi heim- sótti Kanada dagana 6. til 15. júní í boði Kandaþings. Átti nefndin viðræður við kanadfska ráðherra og þingmenn um landhelgismál o.fl., en auk þess að heimsækja Kanadaþing heimsóttu alþingis- mennirnir fylkisþingin i Ný- fundnalandi, Nova Scotia og Manitoba og islendingabyggðir þar. að viðbættú námsefni undirbún- ingsdeildar tækniskóla. 2) Fisktæknadeild, eins og hálfs árs fisktæknanám að viðbættu námsefni haustannar raungreina- deildar tækniskóla. 3) Framhaldsdeild, hálft ár, námsefni vorannar tækniskóla, sem opnar leiðir til frekara náms f tækniskólum og háskólum. Þátttakendur í þessari ferð voru alþingismennirnir Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar, sem var formaður nefndarinnar, Ingi Tryggvason, Svava Jakobsdóttir, Jón Ármann Héðinsson og Magnús Torfi Ólafs- son, en einnig var með f ferðinni Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis. Alþingismenn heim- sóttu Kanada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.