Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976
17
lífi
á Mars
SUNNUDAGINN 4. júlí verða 200
ár liðin frá undirritun Sjálf-
stæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjanna. og er þessara tíma-
móta minnzt á margan hátt um öll
Bandaríkin. A vísindasviðinu ber
hæst væntanlega lendingu geim-
flaugar á yfirborði Mars, en reynt
verður að láta flaugina, sem
nefnist ,,Lander“, lenda mjúklega
á Mars á sjálfan þjóðhátíðardag-
inn.
Ferðin til Mars hófst á Kana-
veral-höfða i Florida 20. ágúst í
fyrra, þegar eldflaug af gerðinni
Titan III / Centaur var skotið á
loft. Þetta er 48 metra löng flaug
þegar allt er talið og vóg hún um
635 tonn i flugtaki.
Fremst í flauginni var komið
fyrir geimfarinu Víkingi I og um
borð í honum var ferjan Lander,
sem lenda á á Mars. Viking-farið
losnaði frá eldflauginni í 185
kiíómetra hæð frá jörðu, og hóf
þá tíu mánaða ferð sína til Mars,
um 800 milljón kílómetra leið.
Víkingur I komst á braut um-
hverfis Mars fyrir viku, og hefur
sent fjölda ljósmynda til jarðar,
sem sagðar eru mjög góðar. Þá
hefur geimfarið fylgzt með að-
stöðu allri á væntanlegum lend-
ingarstað, veðurskilyrðum og
öðru, sem nauðsynlegt er að vita
um áður en Lander verður sendur
til lendingar.
önnur Mars-flaug, Víkingur 2,
er einnig á leiðinni. Sú ferð hófst
9. september í fyrra, og á
Víkingur 2 að fara á braut um-
hverfis reikistjörnuna 7. ágúst, en
ferja hans að lenda á Mars 4.
september.
Aðaltilgangur Víkingsflaug-
anna er að leita að lifi á Mars, auk
þess sem flaugarnar ættu að koma
með mjög merkilegar upplýsingar
um aðrar aðstæður á yfirborði
stjörnunnar. Lander-ferjurnar
eru búnar langri bómu með
skóflu á endanum til að taka sýni
af yfirborðinu. Fara sýni þessi í
gegnum sérstök rannsóknatæki í
ferjunni, sem kanna hvort ein-
hverjar líf-öreindir eru í þeim.
Finnist þess konar öreindir má
með sanni segja að þar sé um að
ræða merkasta fundinn úti í
geimnum. og staðfestingu á því að
einhvers konar líf sé til annars
staðar en á jörðinni.
Likurnar gegn því að lif finnist
á Mars eru vissulega mjög miklar,
en tilhugsunin um að unnt verði
að leysa þessa gömlu gátu, hefur
varpað sérstökum ljóma á ferð
Víkingsflauganna, og þær eru
umvafðar spennu, sem vart hefur
þekkzt frá því á fyrstu dögum
geimrannsókna.
Mannlausar geimflaugar hafa
oft áður verið sendar til að taka
myndir af Mars, en mörgum
spurningum er enn ósvarað.
Mariner-flaugarnar, sem tóku
myndir af Mars á árunum 1965 og
1969, sendu heim upplýsingar,
sem bentu til þess að yfirborðið
væri mjög svipað og á tunglinu,
alsett gosgigum og litt fjölbreyti-
legt. Á myndum, sem Mariner-
flaugarnar árin 1971—72 sendu
til jarðar, komu fram há eldfjöll,
djúpir dalir og 'gljúfur, og
eitthvað sem eipna helzt minnti á
uppþornaða árfarVegi. En
myndirnar voru teknar úr alltof
mikilli hæð til að unnt væri að
segja nokkuð um það hvort líf
væri á Mars. Eins og komizt hefur
verið að orði, þá hefði hjörð 10
milljón fíla getað verið á ferð um
yfirborð stjörnunnar, án þess að
hún hefði sézt á myndunum.
Vissulega á enginn von á því að
finna fila á Mars, en hitt væri
engu siður vísindalega merkilegt,
ef þar væri að finn.a líf-öreindir.
Fyrsta Lander-ferjan á að lenda
á stað sem nefndur er Chryse, og
er um 20 gráðum fyrir norðan
miðbaug Mars. Á ljósmyndum
Mariner flauganna er þetta svæði
svipað því að þarna hafi verið
vatnsfarvegur. Strax eftir lend-
ingu á Lander að hefja
visindarannsóknir á yfirborðinu.
svo sem ljósmyndun, hita-
mælingar, loftþrýstings- og vind-
hraðamælingar, kanna vindátt og
mæla hræringar á Mars. Er ferjan
búin nákvæmum jarðskjálftamæl-
um í því augnamiði.
Fyrstu sýnin af yfirborðinu
verða tekin 12. júlí, ef allt fer
eftir áætlun. Þá á skóflan á enda
bómunnar að ná i sem svarar
nokkrum teskeiðum af yfirborðs-
efninu, og moka þvi niður um
tregt efst á ferjunni.
Þrenns konar líffræðilegar
kannanir verða gerðar á sýnunum
eftir að þau koma um borð i
Lander, og verða þær miðaðar við
það helzt að sjá hvort þar er
nokkurt líf að greina í einhverri
mvnd.
Fvrstu ljósmyndirnar, sem
teknar voru úr Víkingsfarinu af
yfírborði Mars eftir að farið fór á
braut umhverfis stjörnuna,
bárust til jarðar á miðvikudag.
Herma fréttastofufregnir að vís-
indamenn í stjórnstöðinni i Pasa-
dena í Kaliforníu hafi hrópað upp
yfir sig af fögnuði þegar þeir sáu
myndirnar, svo skýrar voru þær.
„Vísindamennirnir voru eins og
tíu ára strákar, þar sem þeir hóp-
uðust um myndirnar til að skoða
þær" sagði dr. Gentr.v Lee, einn af
stjórnendunum.
Vísindamennirnir segja að hér
sé um að ræða lang beztu
myndirnar, sem komið hafa af
Mars. Þar má meðal annars sjá
mikla sléttu, trúlega kólnað
hraun, alsetta gígum, sem sumir
eru margir kílómetrar í þvermál.
Aðrir gígar eru smáir, sennilega
eftir loftsteina. Upp úr einum
stóru giganna gnæfir svo griðar-
mikið eldfjall. Myndirnar voru
teknar úr 1.600 kilómetra hæð
yfir lendingarstaðnum Chryse,
eða í svipaðri fjarlægð og síðustu
myndirnar teknar úr Mariner-
flaug. Ástæðuna fyrir því að
þessar myndir eru svo miklu skýr-
ari og betri en þær fyrri, segja
vísindamenn vera þá, að tæki
Víkings eru betri, auk þess sem
minna hafi verið um rykský yfir
svæðinu.
(Heimildir: Observer. l’SIS. AP)
Þessi mynd af stjörnunni Mars er samsett úr 1.500 ljósmyndum, sem geimfarið Mariner 9 tók á ferð sinni
fyrir fimm árum. \
Hérna sést hvernig lendingu I.ander-ferjunnar er hagaó. Vfkingsfarið heldur áfram Lander á Mars. (Allar myndirnar eru frá Upplýsingaþjónustu Bandarfkjanna).
hringferðinni um Mars.