Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 11
MORGUNfeLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976 11 ■ cfansleikur á eftir. Þar verðúi spilað bingó og eru vinningar í hverju kvöldi tvær sólarlanda- ferðir með Ferðamiðstöðinni, hver að verðmæti 55 þús, krónur. Til þess að fólk geti glöggvað sig á hvar Sumargleðin verður hverju sinni verða hér taldir upp staðirnir: Stapa föstud. 2. júlí, Stykkishólmi Iaugard. 3. júlí, Bíldudal föstudaginn 9. júli. Hnífsdal laugardaginn 10. júli, Suðureyri sunnudaginn 11. júlí, Vopnafirði fimmtudaginn 15. júlí, Norðfirði föstudaginn 16. júlí, Egilsstöðum laugardaginn 17. juli, Fáskrúðsfirði sunnudaginn 18.júlí, Akranesi föstudaginn 23. júlí, Sævangi laugardaginn 24. júlí, Tjarnarlundi í Dölum sunnu- daginn 25. júli, Sjálfstæðishúsinu Akureyri föstudaginn 30. júlí, Omar og Bessi bregða á leik með Sumargleðinni EINS og undanfarin sumur mun Sumargleðin bregða undir sig betri fætinum og ferðast um land- ið þvert og endilangt í sumar. Þetta er fjórða sumarið sem Sum- argleðin fer út á landsbyggðina og nú loksins hefur tekizt að fá Bessa Bjarnason til að slást í hóp- inn þannig að nú verður boðið upp á báðar stórstjörnurnar Ómar Bagnarsson og Bessa. Auk þeirra verður í förinni hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, en hana skipa auk Ragnars, Þur- íður Sigurðardóttir söngkona, Grímur Sigurðsson söngvari og gítarleikari, Jón Sigurðsson bassaleikari, Árni Scheving sem leikur á vibrafone og barrytone saxafón, Stefán Jóhannsson trommuleikari og Andrés Ingólfs- son sem leikur á tenor saxafón. Sumargleðin verður með liku sniði og undanfarin sumur, hefst kl. 9 með tveggja tíma stanzlausri skemmtidagskrá og síðan verðui Skjólbrekku laugardaginn 31. júli, Skúlagarði 1. ágúst, Siglu- firði föstudaginn 6. ágúst, Hofsósi laugardaginn 7. ágúst, Ásbyr'gi Miðfirði sunnudaginn 8. ágúst, Festi Grindavík föstudaginn 13. ágúst, Aratungu laugardaginn 14. ágúst, Borgarnesi sunnudaginn 15. ágúst, Hvoli laugardaginn 21. ágúst, Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 22. ágúst, Vest- mannaeyjum föstudaginn 27. ágúst. — Rjómabú Baugsstaða opið um helgar í sumar BAUGSTAÐARJÓMABtlIÐ, sem nú er varðveitt sem minjasafn með öllum vélum og tækjum, var opið almenningi til skoðunar á laugardögum og sunnudögum í fyrrasumar, frá 21. júnf til 7. september. Vegna mikillar aðsóknar og vaxandi í fyrrasumar, hefur verið ákveðið að rjómabúið verði opið um helgar í sumar og fólki þannig gefinn kostur á að kynnast þess- um forna þætti vélvæðingar í ís- lenzkum landbúnaði. Rjómabúið verður til sýnis alla laugardaga og sunnudaga frá 19. júní til ágústloka frá kl. 14—18, og e.t.v. fram í september ef ástæður leyfa. Vatnsbunan fellur á yfirfallshjólið og knýr vélar rjómabúsins. 100. stjórnariundur Bílgreinasambandsins FYRIR skömmu hélt Bflgreina- sambandið 100. stjórnarfund sinn. Sambandið var stofnað í nóvember 1970 með samruna Fé- lags bifreiðainnflytjenda og Sam- bands bflaverkstæða á lslandi. Tilgangur samhandsins er m.a. að efla samtök og samstarf allra hifreiðafyrirtækja í landinu og stuðla að heilbrigðri þróun þeirra og hefur félagið f því sambandj látið ýmis máfefni til sfn taka. Haldnar hafa verið ráðstefnur og sýningar á vegum sambandsins og einnig hefur það annazt ýmis fræðslustörf, upplýsingamiðlun og samskipti við almenning. 1 byrjun voru meðlimir sam- bandsins um 40 talsins, en í dag eru meðlimir um 140, bílainnflytj- endur, bílastæði, hjólbarðaverk- stæði og ýmsir fleiri. Fyrsti formaður sambandsins var Gunnar Ásgeirsson, en á síð- asta hausti baðst hann undan end- urkjöri og i hans stað var kjörinn núverandi formaður, Geir Þor- steinsson. BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. „Stofublóm í sumarleyfi HVAÐ er hægt að gera við stofublómin f sumar- leyfinu? Ef farið er i langt fri eða ferðalag verða flestir að fá kunningja sína til þess að annast blómin, en þeir sem dveljast í sumarbústað taka þau gjarnan meðsér þangað Fjarveru i nokkra daga má undirbúa með því að taka blómin úr glugganum, burtu frá sólskíninu, og t.d. setja þau i baðherbergið og vökva vel. Sum geta staðið i bað- kerinu og er gott að breiða gagnsætt plast yfir. í timarit- inu AMATEUR GARDENING er bent á góða aðferð til þess að láta stofublómin halda sér vel í fjarveru heimilisfólksins. Geta má þess strax að sum blóm, t.d. kaktusar, indíána- fjöður, aspidistra ofl., þola þurrk í langan tíma svo að engin vandkvæði eru með þau. Og sum jafna sig fljót- lega aftur þótt þau hafi orðið þurr í nokkra daga, en auð- vitað þarf þá að vökva dug- lega þegar heim er komið. Ef til vill drepur langvarandi of- vökvun fleiri stofujurtir en þurrkurinn. En svo eru aftur á móti margar tegundir sem þola illa langvarandi þurrk, og af þeim má nefna til dæmis pelargóníur, o.fl. fag- urblómgandi jurtir, ýmsar grænar blaðjurtir, einkum þunnblaðaðar, og einnig gúmmítré ofl Ficus tegundir. Nefna má kóngavín, begóníur, burkna og jurtir í litlum pottum En þá má fyrir burtför taka plastið til hjálpar þ.e. setja pottana með jurtunum í nið- ur í stóra plastpoka og binda vel fyrir opið. Setja þarf jurt- irnar varlega I pokann sem þarf að vera svo stór að vel rúmt sé um þar I honum og nóg loft á jurtinni. Má blása ögn í pokann svo að hann haldist útþaninn og leggist ekki þétt að jurtinni. Þarna fer vel um jurtina líkt og í gróðurhúsi og moldin helzt mjög lengi rök. Áður en jurt- in er látin ofan I plastpokann skal vökva hana vel en hella þó niður afgangsvatni sem kann að vera á undirskálinni. Þegar heim er komið skal taka jurtina varlega úr pokan- um. En hvað þá með jurtir sem ekki er hægt að hreyfa, sem t.d. standa bundnar upp við vegg svo sem kóngavín, bergfléttu ofl ? Þá er til bóta að hylja pottana með plasti svo að moldin haldist lengi rök. Oft má líka hylja hluta jurtanna með gagnsæju plasti. I.D SiámamadagsWað wstwawnaeifla- Vandað blað að vanda, fjölbreytt efni. Til sölu á Einarssyni Grindavik og í Öldunni Sandgerði eftirtöldum stöðum á fastalandinu: Blaðsölunni Einnig er hægt að fá blaðið hjá Jóhannesi Austurstræti 18 Reykjavík, Bæjarnesti Miklubraut Kristinssyni i Vestmannaeyjum í síma 1661 eða Reykjavík, Biðskýlinu við Álftafell í Hafnarfirði, 1295 Hafnarbúðinrri'og Fitjanesti Keflavík, hjá Sigurpáli Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.