Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 1
48 SIÐUR 137. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmynd Ol.K.M. Lfklega eru það ekki áhyggjur af versnandi heimi, sem hrjá þennan unga tslending. Okkur dettur f hug að hann gæti verið að taka tennur eða þá bara að tilkynna að hann vilji pelann sinn og engar refjar. 6 vikna eldflauga- æfingar Rússa á Barentshafi Moskvu 26. júnf. NTB. SOVÉTMENN munu á ný halda eidflaugaæfingar f Barentshafi f sumar. Eiga æfingarnar að standa f um 6 vikur frá 1. júlí til 10. ágúst og verða á sama svæði og æfingarnar, sem haldnar voru f fyrra frá 16. til 27. september. Svæðið er afmarkað af 73. gráðu norðlægrar lengdar og 35. gráðu austlægrar breiddar og er um 40 sjómflur f radfus. Það er um 300 mflur fyrir norðan Murmansk og er á 155 þúsund ferkflómetra svæðinu, sem liggur á milli þeirra svæða, sem Norðmenn og Rússar gera kröfu til yfirráða yfir skv. 200 mflna reglunni. í tilkynningunni um æfingarn- ar, sem birt var í Moskvu í gær, eru ríkisstjórnir annarra landa beðnar um að sjá til þess að engin skip verði á ferðinni á þessum tíma í námunda við æfingasvæð- ið. Ekkert var látið uppi um hverskonar eldflaugar gera á til- raunir með. Eanes sigur- stranglegastur Azevedo skipað að taka sér 6 mán. hvíld Lissahon 26. júní Reuter. LÆKNAR fyrirskipuðu í dag Jose Pinheiro de Azevedo forsæt- isráðherra Portúgals að taka sér algera hvfld f 6 mánuði eftir hið alvarlega hjártaáfall, sem ráð- herrann varð fyrir í sl. viku. Aze- vedo, sem er óháður frambjóð- andi f forsetakosningunum, sem fram faraj landinu á morgun, var talinn hafa möguleika á að sigra Antonio Ramalho Eanes hers- höfðingja, þrátt fyrir að Azevedo njóti ekki stuðnings þriggja stærstu stjórnmálaflokka lands- ins, jafnaðarmanna, miðdemó- krata og alþýðudemókrata. Talið er nú næsta ólíklegt að Azevedo eigi möguleika á sigri. Eanes hershöfðingi lauk kosn- ingabaráttu sinni í Port de Setu- bal í gærkvöldi eftir að átök höfðu orðið milli lögreglumanna og herskárra vinstri sinna, sem gerðu aðsúg og vörpuðu grjóti að 10 þúsund fundarmönnum á úti- fundi Eanesar. Kosningabaráttu Framhald á bls. 47. Þrír myrtir í árás í Belfast Belfast. 26. júní. NTB. Pólska stjórnin er í erfiðri aðstöðu gagnvart bændum Varsjá26. júní. Reuter. PÓLSKA stjórnin, sem f gær féll frá ákvörðun sinni um að stór- hækka verð á matvælum í land- inu eftir rúmlega 5 ára verðstöðv- un, átti í dag við mikið vandamál að strfða f kjölfar atburðanna f gær. Stjórnin þarf nú að finna leiðir til að fá 6 milljón bændur f landinu tii að sætta sig við að F ord forseti kominn með 1001 kjörmann New York 26. júní. AP. FORD Bandarfkjaforseti hefur nú tryggt sér stuðning 1001 full- trúa á flokksþingi repúblfkana, sem velur forsetaefni flokksins f ágúst nk. Forsetinn hlaut stuðn- ing 17 af 18 fulltrúum repúblfk- ana f Minnesota í atkvæða- greiðslu, sem fram fór á lands- fundi repúblfkanaflokks Minne- sota f morgun. Ronald Reagan fékk aðeins 1 stuðningsmann og hefur nú 927. 1130 atkvæði þarf til að hljóta útnefningu á flokks- þinginu. verða af verðhækkunum á land- búnaðarafurðum, sem áttu að nema 20—50% til bænda, en að meðaltali hefði það þýtt 60% hækkun til neytenda. Pitro Freszewicz forsætisráð- herra landsins tilkynnti I gær- kvöldi að stjórnin hefði fallið frá verðhækkununum, eftir að verkamenn víða um land- ið höfðu lagt niður vinnu í mótmælaskyni. Alvarlegasta at- vikið var, er verkamenn við dráttarvélaverksmiðju í út- jaðri Varsjár rifu upp járn- brautarteina og stöðvuðu hrað- lestina milji Varsjár og París- ar. Ekki kom til neinna átaka vegna verkfallanna og lögreglu- menn í landinu höfðust ekki að gagnvart verkfallsmönnum. Var stjórnvöldum landsins ofarlega i huga hinar blóðugu óeirðir, sem urðu í landinu f desember 1970 i sambandi við mótmælaaðgerðir út af matvælaverði, en þá létu 44 lifið og hundruð særðust i átökum verkamanna og lögreglu- og her- manna. Þær óeirðir leiddu til falls stjórnar Gomúlku. Allt var með kyrritm kjörum í Póllandi í dag og liftð gekk sinn vanagang, en verkafólk fagnaði sigri á hljóðlátan hátt. Rikis- stjórnin aflýsti i morgun fundi i þingi landsins, þar sem afgreiða átti endanlega verðhækkunarlög- in. Dagblað pólska kommúnista- flokksins, Trybuna Ludu, sagði i morgun, að verðhækkunartillög- ur ríkisstjórnarinnar hefðu miðað að því að ná fram réttlátari skipt- ingu innan efnahagskerfisins og skoraði á verkamenn að stefna að jafnri og reglulegri framleiðslu. 31aðið sagði að umræður um mál- in væru góðar fyrir þjóðina, en að þáð væri ekki hægt að halda þjóð- félaginu gangandi nema með því að fólkið héldi áfram að vinna. I verðhækkunarlögunum var Framhald á bls. 47. TVEIR vopnaðir menn réðust inn f veitingarhús f kaþólsku hverfi f Belfast f gærkvöldi og skutu i allar áttir. Þrfr biðu bana og margir gestanna særðust, einn þeirra alvarlega. Sprengja sprakk í öðru veit- ingahúsi fyrr um kvöldið og 28 særðust. Tveir lögreglumenn særðust þegar þeir rannsökuðu sprenginguna. Önnur sprengja sprakk skammt frá kirkjugarði í Anderstown í Vestur-Belfast. Sprengjan var af gerð sem írski lýðveldisherinn (IRA) notar og átti sennilega að hæfa herbúðir rétt hjá. 30 hafa verið myrtir á Norður- írlandi í júní. Þorskstofninn er í hættu á Barentshafi Ósló. 26. júnl. NTB. Hætta er á að sóknin f þorsk- stofninn og aðra fiskistofna á Barentshafi aukist á næstunni að sögn Aftenpostensídag. I' m 300 erlendir togarar eru að veiðum á svæðinu milli Finn- merkur og Bjarnareyjar og það samrýmist engum alþjóðlegum kvótareglum segir blaðið. Blaðið segir að Portúgalar og Spánverjar hafi greinilega gert sig seka um gróf brot á kvóta- reglum, en athyglin beinist f vaxandi mæli að veiðum Rússa, sem búi við matvælaskort og verði að fá eggjahvftuefni úr hafinu, hvort sem þau fáist samkvæmt kvótareglum eða ekki. „Við erum í engum vafa um að Rússar stunda verulega of- veiði,“ segir talsmaður brezka togarasambandsins, John Davis, I samtali við blaðið. Margir leggja áherzlu á að að- eins Norðmenn og Bretar virði kvóta. Norskir togarar hafa hætt veiðum og hefja þær ekki að nýju fyrr en i ágúst- september. Neyðarástand ríkir i mörgum fiskvinnslustöðvum í Norður-Noregi, en búizt er við undanþáguheimildum. Um 100 togarar eru rétt við 12 milna mörkin undan Finn- mörku og á nálægum miðum og einnig er fjöldi togara á svæð- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.