Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 12
^ 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 Með Óðni, Agli og Auðhumlu —á samnorrænu leikbrúðu námskeiði í Reykholti 0 — „Hér er sköpunargleð- in í hámarki og hendur látnar standa fram úr ermum" — sagði Jónína Kristjánsdóttir, formaður Bandalags ísl. leik félaga, þegar Morgunblaðs- menn litu við í Reykholti í sl. viku. Jónína sveiflaði i kringum sig stórum skærum og klippti strigapjötlur á báða bóga. Tjáði hún Mbl., að striginn væri ómissandi efni við leikgrimu- og leikbrúðu- gerð ásamt mörgum öðrum efnum s.s. gömlum Morgun- blöðum, ullarlögðum, birki- hríslum, krækiberjalyngi og steinvölum. Allt í kring lágu leikbrúður af öllum gerðum og stærðum og mátti þar greina fyrirbæri eins og þursa, tröll, alls konar furðu- dýr og griðarstór konubrjóst sem að sögn Jóninu tilheyrðu frjósemisgyðjunni Freyju. £ í Reykholti hefur að undan- förnu staðið yfir námskeið í leikbrúðugerð og leiktækni í brúðuleikhúsi. Er námskeiðið haldið á vegum Bandalags norrænna áhugaleikara sem Bandalag ísl. leikfélaga er aðili að. Þátttakendur eru alls 51, frá öllum Norðurlöndunum, og eru leiðbeinendur allir þekktir menn á sínu sviði: Henning Nielsen sem er aðalskipuleggj- andi námskeiðsins, Erik Sör- ensen sem þekktur er fyrir leik- brúðugerð sína fyrir danska sjónvarpið, Erwin Piplits, ungur Austurríkismaður, sem þekktur er víða um Evrópu fyrir frjóar hugmyndir í leikbrúðugerð og túlkunaraðferðir í brúðuleikhúsi og Jón E. Guðmundsson sem óþarfi er að kynna, en hann hefur um árabil veríð burðarás í islenzku brúðuleikhúsi. Þetta er í þriðja skiptið sem norræna bandalagið gengst fyrir námskeiði sem þessu en áður hafa verið tekin fyrir við- fangsefnin „Götuleikhúsið" og „Trúðurinn i nútímaleikhúsi. Að þessu sinni er það „Leik- brúðan" og sagði Arne Aabenhus, formaður vinnu- nefndarinnar, að meginmark- miðið væri að vikka svið leik- brúðunnar í leikhúslífi almennt og sýna fram á þá miklu mögu- leika sem brúðan býður upp á í leikhúsinu. Sagði Arne, að því færi víðs fjarri, að leikbrúður væru einungis fyrir börn, — hér væri um sjálfstæða listgrein að ræða sem ætti ekki síður erindi til fullorðinna. Helga Hjörvar, framkvæmda- stjóri Bandalags ísl. leikfélaga, gekk með Morgunblaðsmönn- um um staðinn og útskýrði það sem fyrir augu bar. Sagði hún, að koma norrænu gestanna hingað væri afar þýðingarmikil fyrir íslenzkt áhugafólk um leik- list og þá ekki sízt fyrir íslenzkt brúðuleikhús, Þeir væru búnir að þróa með sér ákveðnar aðferðir í þessum efnum sem víð gætum margt lært af. Helga sagði að I byrjun hefðu þátttakendur fengið að þreifa sig áfram að eigin vild, — fengið tilfinningu fyrir við- fangsefninu. Síðan hefðu ákveðnar hugmyndir um efnis- val þróazt og hefði þá verið ákveðið að taka fyrir persónur úr Snorra-Eddu, Þrymskviðu og Egilssögu. Námskeiðinu lauk í gaer með magnþrunginni sýningu þar sem fram komu jötnar, guðir og menn, þ. á m. Ymir jötunn, kýrin Auðhumla, Loki, Oðinn og Freyja og að sjálf- sögðu Egill karlinn Skallagríms- son. Má segja að viðfangs- efnið hafi verið vel við hæfi á þessu fornfræga höfuðbóli Snorra Sturlusonar. Solveig Carr frá Svíþjóð önnum kafin við að fullgera Egil Skalla- grfmsson. Erwin Piplits með sköpunarverk sitt, kúna Auðhumiu. Jón E. Guðmundsson ásamt nokkrum þátttakenda úr stangarbrúðudeildinni. Henning Nielsen leiðbeinir Anne Helga Hjörvar útskýrir hvernig Gullestad frá Noregi. notast má við einfalda hluti við leikbrúðugerðina s.s. ullarlagða, birkihrfslur og krækiberjalyng. Jónfna Kristjánsdóttir með brjóstin af Freyju. Á bak við hana eru tveir þátttakcnda, þær Sigrún Jónsdóttir frá Drangsnesi og Margrét Gfsladóttir úr Grindavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.