Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNt 1976 13 Ekkert ákveðið um viðræður EINS og kunnugt er fór Éfna- hagsbandalag Evrópu fram á það í orðsendingu, sem það sendi utanríkirráðherra Islands, að bandalagið og tsland hæfu könnunarviðræður um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi innan fiskveiðilögsögu íslands og EBE- landanna fyrir lok júlímánaðar. Samkvæmt upplýsingum Henriks Sv. Björnssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, hefur ríkisstjórn Islands enn ekki tekið afstöðu til þessarar óskar. eigi áttræðisafmæli. I kringum Hönnu og Stefán er sérstakt and- rúmsloft, einhver kynjablanda sælu og saknaðar, sem oft umlyk- ur nýtrúlofað fólk, sem elskar lika listir. En hjá Stefáni og Hönnu er ekki komið að tómum kofunum. Þar angar allt af list og lifi, hver fersentímeter mettaður félagsanda, mannlegri ástúð og æðri tilgangi. Stefán Kristinsson' er að upp- lagi strangur vísihdamaður, þar sem hverjum hlut og hverri hugs- un er ætlaður afmarkaður staður, unz auga og eyra fundu enga mis- fellu. Slumpareikningur var og er bannorð á heimili hjónanna. Stefán Kristinsson er einn af stofnendum Tónlistarfélagsins fyrir 45 árum, og hefur hann alla tíð tekið lifandi þátt í starfi þess. Hefur félaginu verið mikill og vaxandi styrkur að þekkingu hans, reynslu og brennandi áhuga. Það hefur alltaf verið fjöl- mennt á heimili Stefáns og Hönnu, börnin mörg, félagslynd og þorstlát á andlegt fóður, menntaþrá herjað eins og leysing hugi þessa gáfaða og sjálfstæða ungviðis. En Stefán og Hanna fluttu ekki þunga fjársjóði í bú sitt að ganga i þegar illa áraði. Þeirra eini vara- sjóður var eigið þrek og örugg lifstrú. Hafi ég einhverntíma séð það sannað með lifandi vitnum, að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir, þá hefur það verið hér. Þreyta og lífsleiði eru rauna- lega útbreiddir kvillar, með nú- tíma fólki. Heímili Stefáns og Hönnu hefur aldrei smitazt af þessum illkynjaða sjúkdómi. Það var ekki nema sjálfsagður hlutur að þræla baki brotnu þangað til fæturnir neituðu kalli heilans — síminn lokaður. Þar er ekki held- ur til siðs að láta klukkuna skammta vinnustundirnar. Það var algild regla að dagurinn end- aði er verkum var lokið — ekki fyrr. Ragnar Jónsson. Áttrœður: Stefán Kristinsson Kvöldgestum Erlends í Unu- húsi var ekkert mannlegt óvið- komandi. En þó að hús hans stæði öllum opið, áttu tæplega aðrir beint erindi þangað en þeir, sem lumuðu á einhverju í farangri sín- Fjölmargir hættustaðir á vegum í Biskupstungum FJÖLMENNUR sveitarfundur í Biskupstungnahreppi var haldinn i Aratungu þann 14. júní s.l. Á fundinum var m.a. rætt um vega- mál og var sérstaklega vakin athygli á slæmu ástandi og fjöl- mörgum hættustöðum án viðvar- ana í vegakerfi sveitarinnar. Þá var bent á að augljóst væri, að flutningaleiðum væri ekki haldið við til jafns við ferðamannaleiðir, s.s. með heflun. Fundurinn taldi ástandið algerlega óviðunandi og krafðist þess, að úr þessu yrði bætt á komandi sumri. um, heimilisföður og gestum hússins til fróðleiks og upplyft- ingar: Nýtt heimsádeiluverk, for- síðufrétt i París og Róm; Negra- ópera frumsýnd á fjölum Carnegí- hallar, New York frétt. Höfuð- snillingurinn Matiss endurborinn í Tategallarii i Lundúnum. I Unuhúsi voru aðeins heims- fréttir teknar gildar. Erlendur var alla tíð staðráðinn í að kveða niður ,,frummanninn“ i íslend- ingum, og hreinsa til í smáborg- aralegum fletum hans. Meðal kærustu gesta í Unuhúsi og einkavinir húsbóndans voru þau Hanna og Stefán Kristinsson. Þau voru alla daga nýtrúlofuð, og eru enn i dag, þó eiginmaðurinn Akureyri: Umfangsmikill rekstur göðtemplara STUKURNAR Isafold-Fjallkonan og Brynja á Akureyri standa fyrir umfangsmiklum rekstri þar í sambandi við ferðaþjónustu og fleira, en fyrirtæki I.O.G.T. á Ak- ureyri eru Hótel Varðborg, Borg- arbíó, Flugkaffi á flugvellinum og Friðbjarnarhús. Samkvæmt upplýsingum Arnfinns Arnfinns- sonar framkvæmdastjóra fyrir- tækjanna starfa nær 30 manns við þau. 10 ára nemend- ur mæta drukkn- ir í skólana í Danmörku ... NOKKUR undanfarin ár hefur átt sér stað stöðug aukning áfeng- isneyzlu meðal unglinga og barna. Greinilegast hefir þetta komið I ljós í Danmörku, þar sem menn hafa lengi vel ekki viljað viður- kenna þetta mikla vandamál. Nú biðja Danir um hjálp frá Svium og Norðmönnum til að snúa við á óheillabrautinni. Það eru dönsk skólayfirvöld sem berjast gegn því m.a., að börnum sé heimilt að kaupa áfengt öl eða bjór. Ofneyzla bjórs nær til barna úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Það gerist ósjaldan, að nemendur, jafnvel aðeins 10 ára, komi drukknir í skólann eða drekki sig fulla á skólatíma af sterkum bjór. Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. fwcfélac L0FTLEIDIR ÍSLAJVDS Félög með þjálfað starfsliö í þjónustu við þig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.