Morgunblaðið - 27.06.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1976
Sambýli borgarbúa og
þéttbýlis og ósnertrar
F'eikning, sem sýnir afstöðuna á Sundahafnarsvæðinu og útivistar-
væðinu í Elliðaárdal. Austan megin i Elliðavogi eru þegar sem-
ents- og sandflutningar á sjð og vestan megin fyrirhuguð aðstaða
fyrir skipaviðgerðir utan Gelgjutanga og hafnarbakki SlS þar fvrir
utan, en smábátahöfn kæmi i endann á útivistarsvæðinu, fremst á
nesið vestan megin með siglingarennu með landinu þeim megin.
Lengst til hægri er Korpúlfsstaðafjaran, sem verður friðuð.
BJARTAR sumarnætur eru
það, sem við hér á Islandi höf-
um umfram flesta aðra jarðar-
búa. Á þeirra árstima sækja
Reykvíkingar hvað mest út í
náttúrulegt umhverfi og m.a. í
útivistarsvæðin, sem enn eru í
útjaðri byggðarinnar. Um likt
leyti og þeir fá sér göngu með
ströndinni og upp Elliðaárdal-
inn, er fyrsti laxinn að halda
upp árnar. Þá er eðlilega ofar-
lega á baugi umræða um sam-
býli höfuðborgarbúa og laxins,
vaxandi þéttbýlis og ósnertrar
náttúru. Þegar nú er fram
komin i skipulagstillögu hug-
mynd um höfn fyrir smábáta í
tilhúna hólmanum, er gengur
út í Elliðavoginn, er auðvitað í
brennidepli hvort bátar, lax og
vaxandi umferð og umsvif geti
unað í sambýli.
Nýlega tók umhverfismála-
ráð borgarinnar málið til um-
fjöllunar enn einu sinni og
taldi nauðsynlegt að efla rann-
sóknir á gönguferli laxins og
áhrifum umferðar og hávaða á
ferðir hans úti á voginum. Litið
sé um haldgöðar upplýsingar
um laxinn áður en hann heldur
upp í árnar, þó meira sé vitaö
um laxagöngur í Elliðaárnar
sjálfar en nokkrar aðrar
íslenzkar ár. Og þar sem vitað
er, að 80% af heildargöngunni
fer fram í júlímánuði, þá lýsti
umhverfismálaráð sig fylgjandi
tíllögum borgarverkfræðings
þess efnis, að heimilt yrði að
takmarka fyrirvaralaust
notkun smábátahafnar í sam-
ráði við fiskra’ktarfulitrúa á
meðan laxinn gengur ef ákvörð-
un verður tekin um höfnina.
Taldi ráðið sjálfsagt að fara þar
af mikilli gát, og ieit svo á. að
rannsóknir þær, sem fyrr eru
nefndar, verði að teljast undir-
staða víðeigandi aðgerða gagn-
vart umferð smábáta og stærri
skipa, og forsenda þess, að
hvort tveggja geti þróazt á
sva'ðinu, laxveiði og umferð
skipa og báta um Elliðavog í
vaxandi þéttbýli. A hínn bög-
inn var talið að smábátahöfn í
Reykjavik geti orðið mikil-
væ'gur þáttur í lífi borgarbúa
og geti bátahöfnin farið vel við
aðra útivist á Elliðaársvæðinu
0 Vaxandi þéttbýli
— stærri höfn
Þarna er á ferðinni mál, sem
kallar á rækilega umfjöllun og
umhugsun, og nær í rauninni
langt út yfir þann umræðu-
ramma, sem það er í. Ég hefi
oft verið spurð að undanförnu
uin viðhorfið í þessu efní og
gefur það nú tilefni til að ræða
ofurlítið málið í heild. Ég hefi
löngu gert mér grein fyrir þvi,
að það er rétt eins og að ganga á
streng og haida þar jafnvægi að
reyna að marka stefnu í um-
hverfismálum i vaxandi borg.
Möguleikarnir á að detta út af
linunni öðrum hvorum megin
eru geysimiklir. En á undan-
förnum árum hefi ég eðlilega,
sem formaður náttúruverndar-
nefndar og síðan umhverfis-
málaráðs í Reykjavík þróað og
markað mér sjálfri nokkurs
konar undirstöðu stefnu til eig-
in brúks. í þessu efni verður að
taka mið af nokkrum stað-
reyndum.
Reykjavík hefur alllanga
strandlengju og góð hafnarskil-
yrði. Raunar væri hún varia
höfuðborg Islands, ef svo væri
ekki. Og Reykjavík verður að
nýta þá aðstöðu. Vegna þess
ma;...fjölda, sem þegar býr í
borginni og lifir á starfseminni.
er þar fer fram, er ekki aðeins
æskilegt, heldur nauðsynlegt,
að höfnin geti stækkað með
vaxandi ibúafjölda — og það
mun meir í framtíðinni en nú
er. Og höfn verður vart flutt
upp á hæ'ðirnar, hvaða höfn
sem það er.
Augljóst er, að höfn fyrir
smábáta er orðin mjög brýn
nauðsyn i Reykjavík. Um 200
smábátar með vél af ýmsum
gerðum, trillur og skemmti-
bátar, eru þegar á hrakhólum.
Og ég tel það af hinu góða, að
Reykvíkingar geti, ef þeir vilja,
haft smábát sér til ánægju.
Þetta er tömstundasport, sem
öll fjölskyldan getur stundað i
sameiningu. Og slíkt tóm-
stundagaman tel ég að beri að
uppörva, eins og annað sem
ungir og gamlir njóta í félagi,
svo sem hestamennska og skíða-
íþróttir í Bláfjöllum. Að mínum
dómi, er það æskilegra, ef hægt
er, en að skapa aðstöðu fyrir
afmarkaða aldurshópa. Og vil
hlynna sérstaklega að slíku al-
menningsviðfangi.
1 þeim aðalskipulagstillögum
til næstu 20 ára, sem nú eru í
burðarliðnum, er gert ráð fyrir
því að litlu seglbátarnir fái að
vera áfram í Skerjafirðinum,
þeir stærri fái aðstöðu við
Geldinganes, en vélbátarnir
inni í Elliðavogi. Þetta er í sam-
ræmi við þá meginstefnu, sem
ég frá umhverfissjónarmiði
hefi smám saman hallazt að,
enda hafa forstöðumaður
Þróunarstofnunar og borgar-
verkfræðingur sýnt okkur í um-
hverfismálaráði hugmyndir
sínar meðan þær voru í vinnslu
og við rætt þær.
Þarna hlýtur að verða um val
milli kosta að ræða. Ég hefi
stefnt að þeim valkosti, að verja
einkum þá fjöru, sem enn er
ósnortin og óskemmd, þ.e.
innan við Geldingnesið og
neðan Korpúlfsstaða, enda líf-
ríki þar gróskumikið og ennþá
selir og æðarfugl. Sú fjara verð-
ur alveg friðuð og bátaumferð
fyrir utan. Ég tel æskilegt að
hleypa hafnarstarfsemi sem
minnst inn fyrir Gufunes. Þar
fyrir utan er þegar meira og
minna komin höfn og umferð,
eftir að Sundahöfn var ákveðin
og byrjað á henni. Og rétt er að
geta þess um leið, að ég er
andvig því að nokkur tegund af
oliuflutningum eða oliugeymsl-
um fari inn á sundin og mundi
t.d. standa gegn því að slík
starfsemi yrði i Geldinganesi.
Og vona, að þegar þarf að sjá
fyrir olíuflutningum um höfn-
ina, og i Iengri framtíð að
stækka Reykjavíkurhöfn enn
meir, þá verði það gert með
uppfyllíngum út við Örfirisey
og jafnvel út í Engey, þannig að
olíuflutningur færist ekki inn á
sundin. Én góða höfn og olíu-
flutninga verður Reykjavík
sýnilega að hafa, til að sjá íbú-
um sinum fyrir atvinnu og tekj-
um.
0 í endanum
á útivistar-
svæðinu
Sundahöfn er komin inn að
Elliðavogi nú þegar og raunar
inn á vóginn. Og fyrir endanum
á honum skagar fram tilbúið
grænt nes, þar sem áður var
fjara og leirur, sem flestir sjá
nú eftir. Þó var það ástand ekki
varanlegt, því framburður
Elliðaánna var þegar að fylla
þar upp og raunar er ekki
jarðsögulega langt síðan vogur-
inn var grynnri og upp úr stóðu
eyjar. Rétt er þó að taka fram,
að hefðí þetta tilbúna nes ekki
verið komið þarna þá hefði ég
ekki viljað fallast á að sú upp-
fylling væri gerð. En það er
gert og leirurnar koma ekki
aftur. Þá skoðun staðfesti
Arnþór Garðarsson, sem kom á
fund Umhverfismálaráðs, til að
skýra fyrir okkur sérfræðilega
umsögn sína um Grafarvoginn.
En þetta stóra grasi gróna nes
er tilvalinn endir á útivistar-
svæðinu í Elliðaárdalnum og
nýtist væntanlega enn betur, ef
fólk getur sér til ánægju gengið
út eftir því og niður að
smábátahöfninni. En í áætlun
um umhverfi og útivist i borg-
inni er Elliðaársvæðið mið-
punktar ýmiss konar útivistar
fyrir borgarbúa, enda eru nú
þegar allt um kring stór
íbúðarhverfi, í Langholti,
Breiðholti, Bústaðahverfi og
Árbæjarhverfi. í fyrrnefndri
umsögn Umhverfismálaráðs
borgarinnar segir: „Leitazt
hefur verið við að tryggja með
áætluninni að svæðið varð-
veitist og nýtist á sem fjöl-
breytilegastan hátt í sambýli
við veiðiskap í ánni. Utivistar-
svæðið nær frá ósum ánna og
allt til Heiðmerkur."
Til að verja Elliðárnar austan
við þetta nes, eru í tillögunni
um bátahöfn áform um að
hækka uppfyllinguna þar með-
fram í aflangan hæðarhrygg,
sem um leið veitti skjól vestan
við. Vikin vestan við nesið helzt
opin, svo þar gæti sjávarfalla,
og þess að sjálfsögðu gætt að
Háubakkar, þar sem lesa má í
bökkunum jarðlögin undir
Reykjavík, haldist ósnertir.
Eftir Elínu Pálmadóttur
£ Áhrif umferðar
á laxinn
Þá erum við komin að því
viðkvæmasta í ákvarðanatöku
um smábátahöfnina, og raunar
framtið Sundahafnar í Elliða-
vogi í heild og framhald
Reykjavíkurhafnar, þegar
borgin stækkar enn meir. Það
eru áhrif umferðar skipa og
smábátahafnar á laxinn, sem
gengur upp i Elliðaárnar. En úr
hafnarkjafti smábátahafnar-
innar og yfir í mynni ánna,
yrðu um 200 metrar. Hafa kom-
ið fram efasemdir um að um-
ferð báta utan við ósa Elliða-
ánna kynni að styggja laxinn á
göngu hans í árnar. Veiði- og
fiskiræktarráð í borginni hefur
samþykkt neikvæða umsögn, og
tillaga þess að gerð smábáta-
hafnar hefjis* alls ekki fyrr en
fullsannað sé, að hún hafi eng-
in áhrif á laxagengd i Elliðaár
eða niðurgöngu seiða, og talið
að gera þurfi nákvæmar rann-
sóknir og athuganir á íaxa-
gengd i Elliðaár og niðurgöngu
seiða með tilliti til aukinna um-
svifa við voginn.
Borgarverkfræðingur hafði i
upphafi leitað til þeirra tveggja
sérfræðinga, sem hann taldi
bezta i þessu efni, Jóns
Kristjánssonar, fiskifraéðings