Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
15
laxins
náttúru
hjá Veiðimálastofnun og
Jokobs V. Hafsteins yngri,
fiskiræktarfulltrúa borgarinn-
ar, og flutti umhverfismálaráði
álit þeirra, sem var á sama veg.
í umsögn Jóns segir, að hann
telji enga hættu á að fyrirhug-
uð smábátahöfn spiilti fyrir
göngu laxins i Elliðaárnar. Máli
sinu til stuðnings nefndi hann
ýmis dæmi um ríka eðlishvöt
laxins og dugnað við að leita
aftur til æskustöðvanna um
firði og hafnir með mikilli um-
ferð og mengun. Benti lika á, að
þrátt fyrir umrótið i Elliðavogi
vegna gerðar þessa tilbúna
ness, hefði ganga laxins í árnar
sízt minnkað. Taldi Jón rétt að
í árnar, fara þegar fram allir
sementsflutningar til borgar-
innar og einnig hefur sand-
dæluskipið þar aðstöðu og eru
bæði skipin í stöðugum ferðum
fram og aftur. Þarna er malbik-
unarstöðin á bakkanum með
þungaflutninga á landi
og handan sements- og sand-
flutningar í Artúnshöfð-
anum er fyrirhugað að út-
skipun á öllum gosefnum fari
fram. Vestan megin Elliðavogs,
utan við Gelgjutanga, kemur
skipaviðgerðarstöðin, sem i
mörg ár hefur verið i deiglunni.
Og þar fyrir utan hafnarbakk-
inn neðan við skemmu SÍS, en
um hann skilst mér að eigi að
Eiði^
Korpúlfsstadir
Kleppur^
Gelgjutar^^^
Sand
°9 sementsfl.
Skipulagstillaga að smábátahöfn. Elliðaárnar eru lengst til
hægri, en vinstra megin er víkin neðan Súðarvog, og þeim megin
yrði siglt út úr bátahöfninni við Gelgjutanga.
beina umferð að og frá smá-
bátahöfninni meðfram vestur-
ströndinni, eins og lagt er til,
en meginleiðir laxins að ánum
mun vera meðfram austurland-
inu. Enda kemur það betur i
ljós við rannsóknir, eins og um-
hverfismálaráð leggur til. Taldi
hann varúðarráðstafanir, eins
þær sem lagðar eru til i greinar-
gerð með skipulagstillögu um
smábátahöfn, skynsamlegar.
Umsögn Jakobs var munnleg og
taldi hann vafasamt að umrædd
smábátahöfn í þessari mynd
myndi hafa bein skaðleg áhrif á
laxgengd í Elliðaárnar. En síð-
ar kveðst Jakob að betur athug-
uðu máli hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að fara verði með
afar mikilli gát í þessu máli, í
sambandi við fisfiskrækt og
laxgengd í árnar. Þarna sé um
áhættuframkvæmd að ræða.
0 Þegar mikil
skipaumferð
Eg er enginn sérfræðingur
um lax, nema siður sé, hvað þá
að ég viti hve viðkvæmur hann
er fyrir hávaða eða truflun á
leið sinni. En ef litið er á þá
umferð, sem þegar er um Vog-
inn og ákveðin þar, sést að hún
er nokkuð mikil. I Ártúnshöfða,
þeim megin sem laxinn gengur
fara 80—90% af öllum inn-
flutningi Sambandsins beint í
skemmu og síðan með bílum
inn í borgina og út á land. Smá-
bátahöfnin, þar sem gert er ráð
fyrir ákveðnum, ströngum regl-
um og miklu eftirliti, er þvi
ekki nema hluti af vandanum.
Þarna er þegar orðin og verður
mikil skipaumferð og umsvif,
hvort sem hún kemur eða ekki.
Enn sem komið er, virðist lax-
inn býsna seigur og hefur ekki
látið trufla sig. Heldur ekki við
hávaðann af umferðinni um
Elliðaárbrúna, sem sumir vör-
uðu við og spáðu að mundi
trufla hann.
Hér er úr vöndu að ráða.
Spurt hefur verið hvort annað
staðarval komi ekki til greina.
Borgarverkfræðingur hefur
svarað þvi, segir að á öllu hafn-
arsvæði Reykjavíkur sé ekki
um aðra staði að ræða en þenn-
an, og síðan Eiðsvíkina, sunn-
anvert við Eiðið. Hinsvegar sé
alllangt í að hægt verði að koma
þar upp nokkrum mannvirkj-
um, nemi a.m.k. áratug eða
lengur.
Auk þess sem þá muni senni-
lega verða orðin þörf á annarri
smábátahöfn fyrir Reykjavik.
En enginn vill missa laxinn úr
Elliðaánum. Laxveiývá i miðri
borg er munaður, sefn ekki má
fara forgörðum. Viðfangsefnið
er að sætta þessi sjónarmið lax-
veiði og umferð skipa og báta
um Elliðavog í vaxandi þétt-
býli. Hér þarf sýnilega skyn-
samleg vinnubrögð. Rök veiði-
og fiskræktarráðs eru, að
ósannað sé að umferð smábáta
trufti ekki laxagongur. Við
verðum þvi að reyna að rann-
saka og helzt sanna hvaða áhrif
umferð um voginn hefur á lax-
inn.
Svo vel vill til, að talning
hefur farið fram um árabil i
ósnum og því vitað að um 80%
af laxinum gengur upp í árnar
á einum mánuði, júlímánuði, og
að meira að segja þá virðist
hann koma í stórum torfum á
ákveðnum tímum. Tillaga borg-
arverkfræðings er, að í þeim
mánuði verði áskilinn réttur til
fyrivaralausrar takmörkunar á
notkun smábátahafnarinnar og
að framkvæmd slikra takmark-
ana verði i samráði víð fiski-
ræktarfulltrúa. Og jafnframt
að Reykjavikurhöfn verði faiin
umsjón og eftirlit með um-
gengni smábátaeigenda bæði á
sjó og landi.
Eins og kemur fram á skipu-
lagsuppdrætti smábátahafnar-
innar, er hún lokuð frá Elliða-
ánum og bátarnir fara út úr
höfninni um rennu með vestur-
landinu. Er Reykjavikurhöfn
þar ætlað að annast merkingu
siglingaleiða og koma fyrir og
sjá um rekstur nauðsynlegra
siglingaljósa. Á höfnin að setja
nánari reglur um siglingaleiðir,
hámarkshraða, eftirlit með bát-
um, öryggisreglur o.s.frv. og
séu þær reglur úthlutunarskil-
málar til félags smábátaeig-
enda. Er bent á, að hámarks-
hraði á hafnarsvæði skuli vera
5 sjómilur á klst., en þarna skal
hámarkshraði vera 10 sjómilur
innan línu, sem hugsast dregin
frá Korngaröi í Sundahöfn og
stytztu leið yfir í Viðey og línu,
sem hugsast dregin inilli Þórs-
ness í Viðey og Gufuness. Um
umgengni og varnir gegn meng-
un er vísað í hafnarreglugerð,
en gert er ráð fyrir ströngu
eftirliti borgarinnar á svaeðinu.
Einnig er gert ráð fyrir þvi í
greinargerðinni, að gerist félag
smábátaeigenda eða einstakir
meðlimir þess brotlegir við þær
reglur, sem i gildi eru milli
þessara aðila og borgarinnar, sé
borginni heimilt að afturkalla
leyfi félags smábátaeigenda til
reksturs svæðisins og leggja
hald á mannvirki. Fleiri skil-
yrði eru þarna sett.
0 Aðgát
skal höfð
Ég tek enn einu sinni fram,
að ég tel, að ákaflega varlega
þurfi að fara þarna. En það
losar okkur ekki undan því að
finna úrlausn — og þaö lausn,
sem nær langt út yfir þetta
afmarkaða mál, smábátahöfn-
ina. Að finna jafnvægið milli
þéttbýlis með kröfu um aukna
hafnaraðstöðu og umferð ann-
ars vegar og hindrunarlausa
umferð laxins upp í Elliðaárnar
hins vegar, er vafalaust líkt því
að ganga á linu. Hættan er
beggja vegna, en að þora ekki
af stað leysir engan vanda. Því
mætti hugsa sér að fara hægt af
stað, setja margskonar varúðar-
ráðstafanir meðan allar hugs-
anlegar kannanir fara fram.
Rannsóknir þarf að auka og
hefja strax, til að kynnast hegð-
un laxins úti á Elliðavogi. Með
fiskileitartækjum má fylgjast
með honum áður en hann legg-
ur upp í ána. Og virðist tillaga
borgarverkfræðings um að hon-
um og fiskiræktarfulltrúa verði
falið að setja á fyrirvaralausar
takmarkanir á notkun smábáta-
hafnar i júlímánuði, meðan lax-
inn gengur, skynsamleg, meðan
rannsóknir fara fram. Eftir
ágústmánuð er síðan árlega 10
mánaða hættulaus notkunar-
tími smábátahafnar. Og i fram-
haldi af rannsóknunt, ætti að
verða auðveldara að átta sig á
og meta hættuna, sem laxinum
kynni að stafa af vaxandi um-
ferð og breyta i samræmi við
það, þvi umferð mun aukast,
burt séð frá smábátahöfninni.
— E.Pá.
Veiðileyfi í Eyrarvatni
eru komin
Hótel Akranes,
Veitingaskálinn Ferstiklu
viö Hvalfjarðarströnd
sr
. \
Hvers vegna
URSUS?
URSUS ER TRAUSTUR OG ÓDÝR
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Svo ódýr, að mismunurinn jafnvel nægir til að
mæta áburðarhækkuninni.
GóS þjónusta og nægir varahlutir.
VÉLABORG
Sundaborg — Klettagörðum 1 — Sími 86655 og
86680.
ertu hvít
eins og næpav
LÁTTU EKKI ALLA FÁ OFBIRTU í AUGUN
ÞEGAR ÞÚ BIRTIST Á STRÖNDINNI í SUM-
AR EYDDU EKKI MÖRGUM DÖGUM AF
DÝRRI SÓLARFERÐ í SKUGGANUM TIL ÞESS
AÐ VENJAST SÓLINNI
ÞAÐ ER ÓÞARFI.
FÁÐU ÞÉR PHILIPS SÓLARLAMPA OG HANN
GERIR ÞIG BRÚNA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Á
STRÖNDINA ÞANNIG FULLNÝTIR ÞÚ
SÓLARLANDAFERÐINA SVO HJÁLPAR HANN
ÞÉR AÐ HALDA LITNUM VIÐ ALLAN
NÆSTA VETUR
heimilistœki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - SlMI 20455 SÆTLIN 8 SIMI 15655