Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 Bcrlinguer — bíður átckta Moro — segir af sér Agneili — nýtt blóð Fanfani — harðlínan gildir Kóngar og peð: Þrátefli ítalskra stjómmála de Martino — allt í rúst Saragat — sagði af sér LlKT og í ævagömlum söguleik var nánast öllum peðunum, öll- um minni háttar persónum.sóp- að til hliðar í dramatískum há- 'iunkti átakanna. En höfuðand- stæðingarnir, kóngarnir tveir, stóðu eftir augliti til auglitis á evðilegu sviði með vopnin enn í höndunum. Þannig virtist út- lits á pólitískum vígvelli ítalíu eftir að hinar spennandi og þýðingarmiklu kosningar voru afstaðnar í vikunni og úrslit ljós. Höfuðandstæðingar, —og höfuðandstæður,— ítalskra stjórnmála, kristilegir demó- kratar og kommúnistar voru enn í sömu hiutverkum, — sömu stöðunni og fyrir kosn- ingarnar: Kristilegir demókrat- ar haida forystu sinni sem stærsti flokkur landsins á kostnað stuðningsflokka sinna; kommúnistar halda sínu striki sem ört vaxandi og máttugt stjórnmálaafl; litlu flokkarnir hafa orðið enn minni. Þannig hafa úrslit þessara kosninga leitt í Ijós eindregnari klofning stjórnmálarófsins; fylgi kjós- enda hefur dregizt að lang- stærstu leyti að hinum tveimur andstæðu skautum, sumir segja svo mjög að tveggja flokka kerfi virðist í uppsiglingu á ít- alfu. Þrátt fyrir þann létti sem eru fyrstu áhrif kosninganna standa höfuðfjendurnir enn með sama vandann í höndun- um, — þ.e. hvað þeir eigi að gera hvor við annan. Eiga þeir að berjast áfram eða slíðra vopnin og takast á við gífurleg efnahagsleg og félagsleg vanda- mál landsins í sameiningu? Flestir stjórnmálaskýrendur, — bæði þeir sem fylgja komm- únistum að málum og aðrir, — virðast telja að síðarnefndi kosturinn verði með einhverj- um hætti ofan á. Formlega munu hinir pólí- tísku fálmarar ekki fara af stað fyrr en 5. júlí er hið nýkjörna þmg kemur saman í fyrsta sinn í báðum deildum. Þegar þingið hefur komið saman er hinn hefðbundni framgangsmáti hvað varðar ríkisstjórnina, sá að fráfarandi forsætisráðherra, Aldo Moro, fer á fund Giovanni Leone forseta til að staðfesta afsögn sína. Forsetinn mun fara þess á leit við Moro að hann sinni stjórnarstörfum unz ný ríkisstjórn, — sú þrítugasta og níunda frá endalokum fas- ismans, — hefur verið mynduð. Þegar er Moro hefur staðfest afsögn sína mun Leone hefja viðræður við flokksleiðtogana með það fyrir augum að fela einhverjum þeirra stjórnar- myndun. Hver það verður og hvernig hin nýja stjórn verður svo samansett er hin stóra spurning sem kosningarnar og úrslit þeirra veita ekki svör við. Hins vegar þykir nú flest benda til að hið hefðbundna samstarf Kristilegra demókrata og sósíalista verði a.m.k. grund- völlur fyrir stjórnarmyndunar- tilraunir með stuðningi smærri mið-og vinstriflokka. Amintore Fanfani, hin eitilharði hægri- seggur sem með flokksfor- mennsku sinni sveigði kristi- lega demókrata til hægri í kosn- ingabaráttunni, hefur sagt að þeir muni reyna að mynda stjórn með sósíalistum. Stjórn- arsamstarf með virkri þátttöku kommúnista sé hins vegar úti- lokað. Francesco de Martino, leiðtogi sósíalista, hefur ekki tekið illa f þetta. Hann segir þó að samráð við kommúnista um lausn á vandamálunum sé skil- yrði. En sósíalistar virðast þannig hafa étið ofan í sig þá kröfu sem þeir settu á oddinn í kosningabaráttunni að þeir muni ekki ganga til stjórnar- samvinnu við kristilega demó- krata nema kommúnistar verði þar einnig með í leiknum. Sósialistar, — þriðji stærsti flókkur ítalíu, — höfðu gert sér vonir um mikla fylgisaukningu í þessum kosningum, fyrst og fremst frá kjósendum sem leið- ir eru orðnir á kristilegum demókrötum en tortryggnir eru í garð kommúnista. Þeir biðu hins vegar afhroð, og það mun hafa mikil sálræn áhrif á vænt- anlegar umleitanir um stjórn- armyndun. Flokkurinn er nán- ast í rústum vegna þess að hvorki stuðningur þeirra við rikisstjórnir kristilegra demó- krata, né heldur sú ákvörðun þeirra að fella stjórnina og knýja fram nýjar kosningar þar sem vigorð þeirra var að sam- starf mið- og vinstriflokka væri dautt og aðeins stjórnarsam- starf með kommúnistum gæti ráðizt gegn vandamálum ítalíu, hefur leitt til þess kjósenda- fylgis sem þeir töldu sér víst. Miðað við fyrri viðbrögð sósíal- ista í slíku ástandi má gera ráð fyrir þvi að næstu vikurnar heyji þeir heiftúðlegar inn- byrðis deilur sem hætt er við að komi i veg fyrir að þeir geti lagt nokkuð jákvætt að mörkum varðandi stjórnarstörf. Til marks um það siðferðilega áfall sem kosningaúrslitin voru for- ystu sósíalista er afsögn vararit- ara flokksins, Giovanni Manca, strax á þriðjudagskvöld. Manca hvatti ennfremur til þess að öll flokksforystan segði af sér. Flokkurinn tapaði fjórum sæt- um í hvorri deild þingsins. Annar helzti samstarfsflokk- ur kristilegra demókrata gegn- um árin í mið- og vinstribanda- laginu, sósíaldemókratar, tap- aði einnig miklu fylgi og afleið- ingin er ekki ósvipuð ringulreið og nú ríkir í herbúðum sósíal- ista. Giovanni Saragat, fyrrum ítaliuforseti, sem tók við flokksforystunni hjá sósial- demókrötum skömmu fyrir kosningarnar, hefur þegar til- kynnt um afsögn sina. Flokkur- inn tapaði 14 sætum í fulltrúa- deildinni og 5 í öldungadeild- inni. Tapið má að verulegu leyti rekja til aðildar eins helzta frambjóðanda flokksins, Mario Tanassi, fyrrum varnar- málaráðherra, að Lockheed- mútuhneykslinu. Þrátt fyrir þetta ætti gamla mið- og vinstribandalagið að hafa meirihluta, eða um 350 sæti af 630 alls í fulltrúadeild- inni. Sjálfsagt myndu flestir kristilegir demókratar kjósa endurnýjun þessa gamla banda- lags sem stjórnaði ítaliu á sjö- unda áratugnum og mestan fyrripart þess áttunda. Mið- og hægrasamstarf, á borð við það sem var við völd fyrir 1960, og aftur 1972—3 er útilokað. Meirihluta sem ekki tekur til vinstri flokka yrði að mynda með þátttöku nýfasista. Og slíkt bandalag má segja að bjóði nán- ast heim borgarastyrjöld, og er raunar óhugsandi fyrir flesta miðjumenn. Ef sósíalistar snúa sér aftur til samstarfs við kristilega demókrata er fyrir hendi bæri- lega starfhæf ríkisstjórn til að takast á við ógnarlegan efna- hagsvanda landsins með 30% verðbólgu, 16 milljarða dollara skuld við útlönd og dvínandi þjóðarframleiðslu. Hins vegar má tryggt telja að slík stjórn yrði að hafa allnána samvinnu og ráðfSerslu við kommúnista, — annað hvort formlega, eða, — sem mun líklegra er, — bak við tjöidin. Það er varla senni- legt að kristilegir demókratar sjái ástæðu til þess að verða við kröfum kommúnista og sósíl- ista um stjórnarþátttöku kommúnista, þar sem flokkur- inn virðist hafa unnið verulegt fylgi einmitt með því að lofa því að virða slíkar kröfur að vettugi. Góða útkomu flokksins á hann þó vitaskuld einnig að þakka ferskum og eindregnum stuðningi páfa og kaþólsku kirkjunnar fyrir kosningarnar, og sjálfsagt líka því að mörgum ítölskum kjósendum hefur þótt sem stökkbreyting á stjórn landsins ætti ekki að verða svo snémma, en kosningarnar voru háðar ári áður en kjörtímabilið rann út. Þessi útkoma kristi- legra demókrata er engu að síð- ur athugunarefni með tilliti til þeirra spillingar og óstjórnar sem grafið hefur um sig í ítalska stjórnkerfinu á löngum valdatíma þeirra. Sú spilling og sú óstjórn gef- ur ekki til kynna að kristilegir demókratar séu vel í stakk bún- ir til að hafa forystu um lausn á vandamálum ítalíu. Hins vegar virðist á þessu stigi sýnt að þeim verði falin sú forysta. Kommúnistar, sterkari enn nokkru sinni fyrr, hafa tekið velgengni sinni af hófsemd og stillingu, og þeirri ábyrgðartil- finningu, sem óneitanlega virð- ist einkenna flokkinn nú. Þeir ítreka að vísu að framhjá þeim verði ekki gengið lengur við stjórn landsins. Fáir munu geta mótmælt því með gildum rök- um. En Enrico Berlinguer, leið- togi flokksins, hefur sagt að þeim liggi ekkert á. Þeir muni hlýða á hugmyndir annarra flokka um stjórnarmyndun, og þá fyrst og fremst kristilegra demókrata og sósíalista, og siðan muni þeir taka afstöðu til málsins. Pólitísk, og um leið efnahags- leg, framtíð Italíu mun fyrst og fremst velta á því annars vegar hver þessi afstaða kommúnista verður og hins vegar hvort kristilegum demókrötum tekst að færa sér sterkari stöðu flokksins út á við í nyt til að hreinsa hann sjálfan inná við, breyta vinnubrögðum sínum og siðferði, og endurnýja foryst- una, sem verið hefur steinrunn- in æði lengi. Með nýjum mönn- um, eins og t.d. iðjuhöldinum Umberto Agnelli, í stað gömlu, sljóu flokksjálkanna kann þessi þreytta valdamaskina að vinna ítaliu meira gagn en hún hefur gert á síðustu árum. Eins og aðalritari Kristilega demó- krataflokksins, Benigno Zacc- agnini, sem sjálfur er nýliði í forystuliðinu, sagði eftir kosn- ingarnar; „Abyrgð flokksins hefur aldrei verið meiri.“ (Einkum byggt á Times og AP.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.