Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1976 Hver seglr vera ágætur sem hann annars er. 1 nokkurn veginn beinu framhaldi af niðurstöðum sem ég þóttist hafa komizt að í heimspeki málsins — núna tel ég mig vita að þær hafi allar verið vitlausar — sneri ég mér síðan að ýmsum atriðum í greiningu meðvitundarhugtaksins, það er að segja að heimspekilegri sálarfræði. Því verki á ég ólokið enn. Síðan ég réðst til Háskóla íslands fyrir fimm árum hef ég naumast getað hugsað heila hugsun um annað en kennsluefnið, og jafnvel það hefur ekki tekizt nema með höppum og glöppum. Kennsla er tímafrekt starf. STÚDENTAR ERU LÆSIR — Við ætluðum raunar að tala svolítið um heimspekikennsluna — Kennsla í heimspeki til BA- prófs var upp tekin í heimspeki- deild Háskólans haustið 1972. Fyrsta veturinn var hún íhlaupa- vinna okkar, sem að henni stóð- um, eins og fáránlega mikil kennsla er í Háskólanum enn í dag. Og bragurinn á henni eftir því. Haustið eftir vorum við Páll Skúlason siðan skipaðir fastir kennarar í heimspeki. Tókum við átt, að háskólastúdentar og há- skólakennarar herði til muna á kröfum til sjálfra sín um ástund- un fræða sinna og árangur þeirr- ar ástundunar. Þvílíkar breyting- ar vona ég að verði á heimspek- inni ekki siður en á öðrum kennslugreinum heimspekideild- ar. Það er eðli heimspekinnar, eins og allra réttnefndra fræða, að gera ströngustu kröfur til iðk- enda sinna, og skylda hvers há- skóla að framfylgja þessum kröf- um fræðanna eftir fremsta megni. — Þessi kröfuharka fyrir hönd heimspekinnar held ég að komi mörgum manninum á óvart. Er það ekki útbreydd skoðun að öll heimspeki sé marklaust og gagns- laust hjal? — Ugglaust, og að nokkru marki réttmæt skoðun líka. Margt af því sem boðið er upp á með vörumerkinu „heimspeki" er marklaust hjal. En þetta á auðvit- að við um flestar fræðigreinar. EKKI FÁNÝTT HJAL — Þú vilt þá neita því að öll heimspeki sé fánýtt hjal. — Hiklaust. — Hvaða heimspeki er þá ann- að og meira? ÞORSTEINN GYLFASON: allur þorri manna veit mætavel af eigin raun hvað það er að heillast af óráðinni gátu á borð við þær, sem heimspekingar glíma við, rétt eins og þeir vita hvað það er að hrífast af fallegum söng eða limaburði iþróttamanns. ÞEGAR efnt var til rökræðufund- ar eða svokallaörar samdrykkju um siðfræði í Háskólanum i Páskavikunni, vakti athvgli að heimspeki, sem mun vera vngsta kennslugrein heimspekideildar Iláskólans, er orðin býsna lifleg og áhugaverð grein. Einn gesta- fyrirlesarinn á samdrykkjunni, prófessor Páll S. Árdal, lýsti í Mbl. ánægju sinni með áhuga og þekkingu þeirra stúdenta sem hér nema heimspeki. Og prófess- or Philippa Foot, sem var heið- ursgestur Háskólans við þetta fækifæri og er ein af kunnustu heimspekingum sem nú eru uppi, lét svo um mælt að lokinni dvöl sinni hér, að hún teldi heimspek- ina í Háskóla tslands til sóma. Það kom einnig fram, að Þor- steinn Gylfason, sem kennir heimspeki og þá einkum heim- spekilega sálarfræði I deildinni, átti stóran þátt í að koma sam- drykkjunni á og flutti þar m.a. fvrirlestur sem hann nefndi „The Immorality of Love“ eða „Sið- leysi ástarinnar“. Okkur þótti þetta fróðlegt til kynningar og fórum þvf fram á viðtal við Þor- stein. Var hann að góðum fslenzk- um sið fyrst spurður um hann sjálfan, nám hans og störf, og síðan um tölhögun heimspeki- námsins og viðgang þess. — Upphaflegt nám mitt í heim- speki stundaði ég við Harvardhá- skóla frá 1961 til 1965. Þegar ég lauk þar prófi sumarið 1965 átti ég víst að heita sómasamlega sér- fróður um sálarfræði Aristóteles- ar, sem stendur öll skrifuð á tæp- um sjötíu síðum, eða öllu heldur um þrjú orð sem koma allvíða fyrir á þessum sfðum sagði Þor- steinn. Þrátt fyrir þessar forn- fræðaiðkanir hafði þegar vaknað hjá mér áhugi á tveimur höfuð viðfangsefnum samtímaheim- spekinnar, máli og sál. Því hélt ég rakleiðis að prófi loknu til Oxford og hóf þar rannsóknir, eins og það heitir víst, í heimspeki málsins og heimspekilegri sálarfræði. Verk mín í Oxford vann ég langflest með prófessor Gilbert Ryle, og ef einhver glóra er i því sem ég hef haft og hef enn um heimspeki að segja, þá held ég hún hljóti að vera honum að þakka. — Þú mundir þá vilja telja þig lærisvein Gilberts Ryle? — í þeim skilningi auðvitað, að ég tel mig hafa meira af honum lært i löngum kynnum en flestum eða öllum mönnum öðrum, alla vega í heimspeki. En alls ekki i hinum, að ég sé sammála flestu hvað þá heldur öllu, sem hann hefur látið frá sér fara um dagana. Öðru nær. Ryle er gæddur þeirri náðargáfu að hafa mestan áhuga á veikustu hlekkjunum í röksemdum sínum. Ef manni lánaðist að koma auga á veilu i einhverju, sem hann hafði sagt eða skrifað, þá ljómaði gamli maðurinn eins og sól í heiði og sagðist vera mikill andskotans asni að hafa ekki séð þetta sjálfur. Þetta var svo góð sjón, að maður stökk syngjandi frá honum á næstu krá og fékk sér þrjár ölkollur til að valda ekki frekara hneyksli á götunum. Oxford er fremur lítill bær. Á stærð við Reykjavík. Einu sinni kom ég til hans með ungan þýzkan starfsbróður minn. Sá flutti honum tiu mínútna ávarp sem var endursögn á nokkrum helztu kenningum meistarans og lauk sér af með fáeinum orðum um frumleik hans og frægð. Eftir þessar tiu mínútur var karl sofnaður. Tveir eftirlætisnemendur hans frá fyrri tíð, Ástraliumaðurinn J.J.C. Smart og Ameríkumaðurinn Zeno Vendler eru nú I hópi eindregnustu andmælenda hans, jafnt um heimspeki málsins sem um heimspekilega sálarfræði. Um þessar mundir á Ryle í ritdeilu við annan þeirra. Ég held honum hljóti að þykja fyrir þvl að í þeirri ritdeilu hefur hann miklu betur. — Hvert var helzta viðfangsefni þitt I Oxford? — Framan af var það greinarmunur rökhæfinga og raunhæfinga sem kallaður er; en með allri virðingu fyrir Morgunblaðinu efast ég um að það sé rétti vettvangurinn til að fjalla um þann greinarmun, svo segir Þorsteinn Gylfason í þessu viðtali um heimspekinám í háskólanum o. fl. þá smám saman upp þá skipan f samráði við stúdenta sem verið hefur á náminu síðan. Raunar held ég, ef ég má skjóta því hér inn í, að heimspekinemarnir eigi mestan heiðurinn, ef lofsyrði Páls Árdals og Philippu Foot eiga rétt á sér. Megineinkenni námsskip- unar er, að stúdentar leggja mesta vinnu I að semja ritgerðir um tiltölulega afmörkuð efni; hins vegar taka þeir engin próf, enda tel ég próf með hefðbundnu sniði hæfa heimspeki illa. Stund- um er við okkur sagt, að sú áherzla, sem lögð er í einstakar rökfærslur og greiningu þeirra og gagnrýni, varni stúdentum heild- arsýnar um heimspekina og sögu hennar. Þessu svara ég á þá leið að yfirlitsrit um heimspeki og heimspekisögu séu yfirleitt hinar læsilegustu bækur sem bezt séu geymdar á náttborði þar sem menn geta gripið til þeirra eftir að þeir eru komnir upp I, ef þeir hafa þar ekki öðru að sinna. Ég hef þá kenningu, sem er víst ekki ýkja útbreidd í Háskólanum, að stúdentar séu læsir upp til hópa. — Þú telur þá þessa skipan til frambúðar? — Reyndar ekki. Allar horfur eru á því að námskipan heim- spekideildar verði breytt á þessu sumri — raunar mjög til hins betra, að ég held. I kjölfar væntanlegrar reglu- gerðarbreytingar vona ég að sigli aðrar breytingar ennþá betri á starfi deildarinnar. Einkum i þá — Þessari spurningu get ég ekki svarað nema með því að reyna að gera ofurlitla grein fyrir því hvað heimspeki er. Þá grein- argerð má hefja á því að segja að heimspekin hafi verið frá fyrstu tíð meðal Grikkja nákvæmlega það sem hún segist vera: speki um heiminn, það er að segja til- raun manna á hverjum tíma til að mynda sér skipulega og skynsam- lega heimsskoðun eftir því sem þeim hrekkur vit til. En á tuttug- ustu öld þarf auðvitað að hafa mikilvægan fyrirvara á þess svari, því þekking manna á sjálf- um sér og heiminum sem þeir byggja er orðin ákaflega marg- þætt og margslungin. Og skipuleg þekking, það sem við köllum einu nafni vísindi, skiptist því á okkar dögum í ótal greinar sem hver um sig hefur sitt, smátt eða stórt, að leggja til skynsamlegrar heims- skoðunar. A okkar dögum er heimspeki aðeins ein þessara ótal fræðigreina. Ef til vill mætti segja að hún eigi ekkert frekara tilkall til sins stóra nafns en tii að mynda stjörnufræði, sem fjallar meðal annars um uppruna og eðli alheimsins. En svolitið tilkall á hún samt til að heita þetta, og það ræðst af viðfangsefnum heimspekinnar á okkar dögum. I fæstum orðum má segja að viðfangsefni heim- spekinnar sem sérgreinar séu þversagnir í heimsmynd manna á hverjum tíma. Alkunnugt sögu- legt dæmi um slíka þversögn er sú, sem kristnir menn stóðu frammi fyrir eftir að náttúruvis- indi nýaldar komu fram. En margar niðurstoður þessara nýju visinda brutu þvert í bág við arf- helgar kristilegar kenningar um sköpunarverkið. Og það er dæmi- gert heimspekilegt viðfangsefni að fjalla um árekstra hinna tveggja hugmyndaheima, trúar og vísinda, og freista þess að taka afstöðu til þeirra af skynsamlegu viti. Hvort sem afstaðan er sú að öðrum hvorum hinna tveggja hug- myndaheima, sern lýstur saman, beri að hafna eins og allur þorri upplýstra manna hefur á okkar dögum hafnað heimsmynd krist- indómsins og neitar t.d. að trúa þvi að konan sé rif úr mannsins síðu og annað ekki eða þá hin að freista þess að eyða þversögnun- um og sætta þar með talsmenn hinna ólíku viðhorfa. En þetta er sögulegt dæmi sem ég efast um að mönnum þyki mikið til um nú á tímum. Ef ég væri inntur eftir samtímadæmi um þversagnir i heimsmynd okkar yrði mér nær- tækast eitthvert dæmi úr heim- spekilegri sálarfræði. Sigurjón Björnsson prófessor segir í kennslubók sinni Sálarfæði að vísindi séu óhugsandi án orsaka- lögmáls, sem kveði á um að öll mannleg breytni eigi sér orsakir. Af þessu leiði að marklaust sé að telja menn frjálsa eða sjálfráða gerða sinna yfirleitt. Að þessari sannfæringu hniga talsverð rök, og í daglegu lífi göngum við öll að því vísu að sérhvert atvik, svo sem eldsvoði eða andlát, eigi sér orsök, hvort sem okkur lánast að komast að raun um hana eða ekki. En að hinu hníga líka talsverð rök, að mönnum sé sjálfrátt um sumar gerðir sínar. Og við göng- um líka að því vísu í daglegu lífi, að suma hluti geri menn viljandi og beri þá ábyrgð á þeim og eigi lof eða last skilið fyrir þá, sem þeir eiga auðvitað ekki fyrir óviljaverk sem ráðast af orsökum, er þeir hafa enga stjórn á og vita kannski ekki af. Hér lýstur því saman tveimur hugmynda- heimum: þeirri sálarfræði, sem afneitar mannlegu sjálfræði í nafni vísindalegs orsakalögmáls og þeim siðferðishugmyndum um lofsverða og lastverða breytni sem reistar eru á forsendum um sjálfræði manna og siðferðilega ábyrgð. Og þar sem þessi árekstur er, höfum við annað dæmi um heimspekilegt viðfangsefni. EFASEMDIR UM VÍSINDALEGA SÁLARFRÆÐI — Má ég spyrja hver afstaða þín er til þessa máls? — Ég veit ekki hvort ég á að leyfa mér að segja skoðun mín.a þar sem ég hef ekki tóm til að styðja hana rökum, og þegar hún er þar á ofan fjarri því að vera fullmótuð. Nú, en gott og vel. Á síðasta ári birti ég í Skírni dálitla samantekt sem ég nefndi „Ættisálarfræði að vera til?“ Þar reifaði ég, raunar með margvís- legum fyrirvörum, ýmsar efa- semdir um tilverurétt sálarfræði sem sjálfstæðrar fræðigreinar. Og það er bezt ég kannist við það, að þar sem hin „vísindalega sálar- fræði" Sigurjóns Björnssonar rekst á við þær siðferðishugmynd- ir, sem ganga að sjálfræði manna og ábyrgð vísum, þar hef ég til- hneigingu til að líta sálarfræðina sömu augum og ég lít sköpunar- sögu og kraftaverkasögur ritningarinnar. Alla vega vil ég taka þann kost fullkomlega alvar- lega, að framtíðarsýn sálfræðinga um „vísindalegar skýringar“ sem þeir kalla á mannlegu sálarlifi og mannlegri breytni kunni að vera tálsýn ein, að trú sálfræðinga á mátt sinn og megin sé hjátrú vis- indaaldar. En þessi afstaða er auðvitað aðeins einn kostur. Annar er sá að eitthvað sem heit- ið gæti „vísindaleg skýring“ á mannlegri breytni sé fyllilega samrýmanlegt að því að mönnum sé sjálfrátt um þessa breytni. Og þar sem slíkra kosta er völ er ákaflega erfitt að komast að endanlegri niðurstöðu sem studd sé sómasamlegum rökum, enda eru skoðanir heimspekinga mjög Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.