Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
fttotgifitlrlii&ife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Bersýnilegt er að þessi
mikli munur hefur vakið
athygli þeirra aðila í
Portúgal, sem fjalla um
utanríkisviðskipti. Fyrir
nokkru var hér á ferð
verzlunarfulltrúi frá
Portúgal, sem ræddi við
stjórnvöld um möguleika á
því að jafna þennan óhag-
stæða viðskiptajöfnuð milli
landanna. í viðtali við
Morgunblaðið sagði
portúgalski verzlunarfull-
Viðskiptin við Portúgal
Portúgal hefur vax-
andi þýðingu sem eitt
helzta viðskiptaland okkar.
Það er að sjálfsögðu fyrst
og fremst saltfiskur, sem
við seljum til Portúgals, en
eins og vikið var að í
Morgunblaðinu fyrir
skömmu hefur hlutdeild
saltfisks í útflutningi
sjávarafurða aukizt, en
þýðing saltfisks þó enn
meir fyrir afkomu fisk-
vinnslufyrirtækjanna
vegna þess að saltfiskur
hefur verið í háu verði á
sama tíma og frystar fisk-
afurðir féllu í verði. Nú
bendir hins vegar margt til
þess, að við getum stofnað
saltfiskmarkaði okkar í
Portúgal í hættu vegna
þess hve lítil gagnkvæm
viðskipti eru milli
landanna.
Á árinu 1973 keyptum
við íslendingar frá Portú-
gal sem svaraði 9,5% af
útflutningi okkar til
Portúgals Á árinu 1974
lækkaði þetta hlutfall í
6,4% og á árinu 1975
lækkaði það enn í 6,1% og
á fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs nam hlutfallió
4,3%. Á þessu tímabili í ár
seldum við til Portúgals
afurðir fyrir 1353 milljónir
króna en keyptum af þeim
vörur fyrir 58 milljónir
króna.
trúinn m.a.: „Portúgalar
vilja áfram kaupa
íslenzkan saltfisk en við
teljum brýna nauðsyn bera
til að jöfnuður náist í við-
skiptum landanna. . . Ef
ekki tekst að ná þessu
nauðsynlega jafnvægi blas-
ir sú staðreynd við að
Portúgalar neyðist til að
draga úr þeim kaupurn."
Bersýnilegt er, að for-
svarsmenn viðskiptaráðu-
neytisins eru vakandi fyrir
þessu vandamáli og í við-
tali við Morgunblaðið sl.
föstudag sagði Ólafur
Jóhannesson viðskiptaráð-
herra, að leitazt yrði við aö
auka innflutning frá
Portúgal. Er ýmislegt í at-
hugun í því sambandi.
Útflutningur á saltfiski til
Portúgals hefur svo mikla
þýðingu fyrir okkur íslend-
inga, að Morgunblaðið sér
sérstaka ástæðu til að
vekja athygli á því vanda-
máli, sem þarna kann að
vera í uppsiglingu. Þjóð
sem lifir á útflutningi eins
og við verður að rækta vel
samskipti við þær þjóðir
sem mestu skipta i út-
flutningi okkar. Portúgal-
ar eru í hópi þeirra þjóða.
Sovézk hlustunardufl
Fyrir nokkrum dögum
fannst sovézkt hlustun-
ardufl við Krísuvíkur-
bjarg. Er þetta sjöunda
sovézka hlustunarduflið,
sem finnst hér við land á
tveimur árum. Á síðasta
ári fundust 5 slík dufl og
eitt á árinu 1974. Að mati
Raunvísindastofnunar Há-
skólans eru dufl þessi bæði
notuð til hlustunar og
sendingar og er talið, að
þau séu notuð til þess að
senda hljóðmerki og taka á
móti þeim. Þá er einnig
talið hugsanlegt, að dufl
þessi séu tjóðruð viö hafs-
botn á 400 metra dýpi.
Þegar dufl þessi fundust
hér við land í fyrsta skipti
voru ýmsar getgátur um,
að þau kynni að hafa rekið
til íslands langt að. En nú
hafa sjö slík dufl fundizt
hér við land og getur það
naumast verið tilviljun.
Enginn vafi getur leikið á
því lengur, að duflin eru
staðsett í námunda við ís-
land og að fleiri slík dufl er
að finna á hafsbotni í nám-
unda við landið. Það hefur
einnig verið sannað óve-
fengjanlega, að dufl þessi
eru af sovézkri gerð. Og þá
vaknar þessi spurning: á
hvað eru Sovétmenn að
hlusta? Og hvað eru þeir
að senda?
Fullt tilefni er til þess, að
sovézka sendiráðið í
Reykjavík sé spurt þessara
spurninga, og óskað eftir
skýrum svörum. Það er
mikill munur á því at-
hafnafrelsi, sem við veitum
Sovétmönnum á íslandi og
við ísland og því, sem þeir
veita okkur í Sovétríkjun-
um. Sendimenn okkar í
Mosvku verða að sæta tak-
mörkun ferðafrelsis og
margskonar öðrum höml-
unum. Hér er hins vegar
geysilega fjölmennt sov-
ézkt sendiráð, sovézkir vís-
indaleiðangrar flæða yfir
landið, sovézk njósnatæki
finnast í Kleifarvatni án
þess að orð sé á því haft og
girðing sovézkra hlustun-
ardufla sýnist vera á hafs-
botni í námunda við landið.
Er ekki nóg komið?
Rey kj av íkurbréf
Laugardagur 26. júní
Góðtemplara-
reglan
í landi okkar hafa sprottið upp
ýmsar öflugar félagsmálahreyf-
ingar, sem markað hafa djúp spor
í samtíma sinn. Meðal þeirra er
Góðtemplarareglan, sem minntist
90 ára afmælis Stórstúku íslands,
sambands góðtemplara, sl.
fimmtudag. í grein í Morgunblað-
inu þann dag lýsir Einar Hannes-
son aðstæðum í áfengismálum,
þegar Stórstúkan var stofnuð með
svofelldum hætti: „Þegar Stór-
stúkan var stofnuð var ástand
áfengismála hér á landi afar
slæmt. Á nítjándu öld hafði
drykkjuskapur aukizt mjög, en sú
öld var líka vakningartími
ábyrgra og hugsandi manna, sem
gerðu sér grein fyrir því hvað
drykkjuskapur var orðinn þjóð-
inni dýrkeyptur. Á árunum
1881—1885 var meðaltai neyzlu
áfengis á hvern íbúa 2,38 litrar af
hreinum vínanda. Fyrrgreindir
aðilar stóðu m.a. fyrir söfnun
undirskrifta um áskorun á stjórn-
völd að hindra og draga úr
áfengisflóðinu og stofnuð voru
mörg hófsemdar- og bindindis-
félög, en félög þessi urðu skamm-
líf. En með tilkomu góðtemplara
reglunnar og stofnun Stórstúk-
unnar kemst verulegur skriður á
málin til betri vegar, eins og að
var stefnt."
Drykkjuskapur hefur alla tíð
verið mikill á íslandi og raunar er
það eftirtektarvert, að fólk, sem
býr á norðurhveii jarðar virðist
neyta áfengra drykkja með öðrum
og ofsafengnari hætti, en t.d. þær
þjóðir, sem byggja suðlægari
lönd. Við tslendingar þekkjum
sjálfir okkar eigin dryk-kjusiði, en
þurfum ekki annað en heimsækja
frændur okkar í Noregi, fara til
Finnlands og jafnvel Rússlands
til þess að sjá, að drykkjusiðir
okkar eru ekkert einsdæmi
meðal norðlægra þjóða. Enda er
það svo, að bæði hér og þó ekki
síður í Noregi hefur risið upp
mjög öflug bindindishreyfing og
er sérstaklega athyglisvert að sjá,
hvað hún hefur náð sterkri fót-
festu í Noregi, þar sem segja má,
að í norska stórþinginu sé starf-
andi sérstakur bindindisflokkur,
sem bindindissinnaðir þingmenn
úr öllum flokkum geta gengið í og
gera og sameinast þar um að
spyrna gegn áfengisneyzlu með
ýmsum hætti. Þótt bindindis-
menn og bindindissinnaðir menn
hafi ekki með jafn skipulegum
hætti starfað saman á Alþingi Is-
lendinga er auðvitað ljóst, að slík-
ur flokkur verður jafnan til,
þegar til umræðu koma tillögur
um sölu á sterkum bjór hér og þá
hefur komið í Ijós að bindindis-
hreyfingin er býsna sterk á Al-
þingi.
Hvort sem menn aðhyllast
algert bindindi eða ekki, og hvaða
skoðun sem menn kunna að hafa
á því baráttumáli Góðtemplara að
setja á algert vinbann ættu þó
allir að geta sameinast um þá nið-
urstöðu, að áfengi, eins og það er
notað hér í okkar landi er böl. Um
það er óþarft að deila. Ætli sú
fjölskylda sé til á íslandi, sem
ekki hefur á einhvern máta kom-
izt í kast við áfengisbölið?
Áfengið hefur eyðilagt líf margra
mætra manna, sem ekki hafa haft
viljastyrk til að hafna því.
Áfengið hefur lagt heimili í rúst.
Áfengið hefur gert líf barna og
unglinga, hin áhyggjulausu æsku-
ár, sem öllum ætti að verða til
gleði, að óbærilegri kvöl. Allt eru
þetta staðreyndir, sem óþarft er
að deila um og sjálfsagt eru
þessar afleiðingar áfengisneyzlu
víðtækari og umfangsmeiri í okk-
ar samfélagi en nokkur gerir sér
í hugarlund. Þegar þetta er haft í
huga ættu menn að spara sér
brosið, eða háðsglottið, þegar
talað er um starf bindindismanna.
Þar er á ferðinni eitthvert merk-
asta líknar- og mannúðarstarf,
sem unnið er í okkar samfélagi,
því að ofneyzla áfengis er sjúk-
dómur — sjúkdómur, sem afar
erfitt er að lækna. Og þjóðin öll
stendur í ómældri þakkarskuld
við bindindishreyfinguna, hvort
sem um er að ræða Góðtemplara
eða önnur félagasamtök, sem
vinna að áfengismálum, fyrir
hvern þann einstakling, sem þess-
um aðilum hefur tekizt að bjarga
frá böli áfengisneyzlunnar.
Stundum er því haldið fram, að
starfsemi samtaka á borð við Góð-
templararegluna sé orðin úrelt.
Nútímaþjóðfélag kalli á aðra
starfshætti. Þetta er eintóm vit-
leysa. Að sjálfsögðu hljóta slík
félagasamtök að aðlaga starfsemi
sína breyttum aðstæðum en hitt
er ljóst, að nú er ekki síður þörf
fyrir starf bindindismanna en var
fyrir 90 árum. Svo virðist, sem
áfengisneyzlan verði stöðugt al-
gengari meðal ungs fólks og nái
sífellt til yngri og yngri aldurs-
flokka. Mörgum hefur orðið að
umhugsunarefni ein þeirra úti-
skemmtana, sem efnt var til í
Reykjavík á 17. júní, vegna al-
mennrar ölvunar unglinga, jafn-
vel ótrúlega ungra. Og þeim, sem
vilja kynna sér áfengisneyzlu
unglinga á Islandi í dag, er bent á
að gista svo sem eina nótt á tjald-
stæði á fjölmennum samkomu-
stöðum úti á landi að sumarlagi.
Varla mun sá þroskaður maður
til, sem ekki ofbýður það, sem
fyrir augu ber.
Til viðbótar þessari almennu
áfengisneyzlu ungs fólks, bætist
nú að þvi er virðist óhugnanlega
útbreidd notkun eiturlyfja, sem
smyglað er til landsins. Það er
ægileg tilhugsun, ef verulegur
hluti íslenzks æskufólks er að
ánetjast notkun eiturlyfja með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og
það er óskaplegt til þess að hugsa,
að svo stór hluti æskufólks, sem
raun ber vitni um sé tilbúinn til
þess að eyðileggja líf sitt með
aðild að og þátttöku i stórfelldum
smygltilraunum á eiturlyfjum.
Þessi viðhorf í áfengismálum og
eiturlyfjaneyzlu valda því, að nú
á 90 ára afmæli Stórstúku íslands
er ástæða til að hvetja til stórefl-
ingar á starfsemi hennar og ann-
arra þeirra félagasamtaka, sem
berjast gegn því böli, sem leiðir af
áfengisneyzlu og eiturlyfjanotk-
un. Reynslan hefur sýnt, að slik
starfsemi frjálsra félagasamtaka
er vænleg til árangurs og full
ástæða er til að rikisvaldið veiti
þann stuðning, sem það má og
nauðsynlegutf er til þess að starf
þessara félaga verði, sem árang-
ursríkast.
Þjóð á
faraldsfæti
Sumarið er sá timi ársins, sem
við Islendingar notum aðallega til
ferðalaga. Þó er þetta að breytast.
Fleiri og fleiri taka sér stutt frí
yfir vetrartímann og leita til suð-
lægra sólarlanda. 1 raun og veru
Gengið niður Kverkjökul. Dyngjujt
er ástæða til að ýta undir þá þró-
un. Bæði er, að skammdegið
leggst þungt á þjóðina og þess
vegna er beinlínis heilsusamlegt
fyrir fólk að fá tilbreytingu í
mesta skammdeginu en hitt er
líka staðreynd, að sumarleyfistím-
inn verður stöðugt erfiðari og
kostnaðarmeiri fyrir atvinnufyr-
irtæki landsmanna og það er
áreiðanlega atvinnullfinu í hag,