Morgunblaðið - 27.06.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1976
25
Jóhann Hjálmarsson
ALLUR NASH
ÞEIR sem fylgst hafa með frétt-
um af ólíklegustu uppákomum
(happenings) Jörgens Nash ef-
ast ef til vill um alvöru hans
sem skálds og listamanns. En til
þess að kynnast skáldskap Jörg-
ens Nash geta menn nú flett
viðamikilli bók: Jörgen Nash:
HER ER JEG. Samlede digte
1942—75. Illusteret af digteren
og Asger Jorn. Utg. Hernovs
forlag Kaupmannahöfn 1975.
Hér eru öll ljóð skáldsins frá
fyrstu bókinni Daggry (1942)
— Guldboken Dixi (1975). Síð-
arnefnda bókin er á sænsku,
enda hefur Jörgen Nash verið
búsettur lengi i Svíþjóð ásamt
konu sinni danskri, listakon-
unni Lis Zwick. Þau búa á
gömlu sveitasetri í Suður-
Svíþjóð og nefnist það Draka-
bygget.
Jörgen Nash hefur unun af
að segja frá uppákomum sín-
um. Sumar þeirra haf a orðið til
í samvihnu við kvikmyndaleik
stjórann Jens Jórgen Thorsen
sem hrellt hefur Dani með hug-
myndum síriúm um kynferðislíf
Krists. Annað umræðuefni sem
er Jörgen Nash mjög kærkomið
er bróðir hans, málarinn Asger
Jorn, sem nú er látinn. 1 Her er
jeg eru margar myndskreyting-
ar eftir Jorn. Sjálfur hefur
Nash helgað sig myndlist síðari
árin og eru fjölmargar myndir
eftir hann i bókinni. Draka-
bygget hefur orðið menningar-
miðstöð þar sem skáld, lista-
menn og uppreisnarmenn frá
ýmsum löndum hittast. En nú
hafa þau hjón, Nash og Zwick,
dregið sig að nokkru í hlé til
þess að geta unnið að eigin list-
sköpun. Sá tími er liðinn að
Drakabygget var vettvangur
fyrir uppákomur og iögreglan
birtist skyndilega um nætur í
leit að félögum i Bader-
Meinhof hópnum. Þar er nú
unnið að listsköpun, kvikfjár-
rækt stunduð og húsbóndinn
skrifar endurminningar sínar. I
þeim verður að likindum margt
forvitnilegt, m.a. hefur Nash
lofað að segja sannleikann um
þann atburð þegar hausinn var
sagaður af Hafmeyjunni litlu á
Löngulínu í Kaupmannahöfn.
Nash er grunaður um að hafa
i
verið vorsprakki þeirra að-
gerða. Með sumum uppákom-
um Nash er aftur á móti hægt
að hafa samúð eins og til dæmis
þegar hann hleypti upp fundi
hinnar háalvarlegu Dönsku
akademíu ásamt Jens Jörgen
Thorsen 1974. Uppákomur eru
áhrifamesta leiðin til að koma
skoðunum sínum á framfæri,
segir Jörgen Nash. Og hann
hlær hjartanlega af ringulreið-
inni sem þær hafa valdið í
dönsku þjóðlífi.
Fyrstu ljóðabækur Jörgens
Nash eru dæmigerðar fyrir
formbyltinguna í danskri ljóð-
list. Þessi ljóð bera lífsþorsta
vitni. Það er ort af ástríðu um
vorið og um ástir. Hámarki nær
skáldið með Atom-Elegien
(1946), löngu ljóði um kynslóð í
skugga stríðsins, ráðvillt fólk
sem óttast framtiðina. Leve liv-
et (1948) er einkennandi bóka-
titill fyrir Jörgen Nash. Þessi
bók er óður um lífshamingjuna,
en lika áminning eins og Vred-
ens sange (1951). 1 Solen
(1956) eru margar þýðingar á
ljóðum eftir velska skáldið Dyl-
an Thomas og í Hanegal (1961)
eru þýðingar á ljóðum Frakk-
ans Jacques Prévert. Þessi
skáld eiga það sameiginlegt
með Jörgen Nash að vera
söngvarar lífsnautna og hafa
auga fyrir táknrænu gildi smá-
atvika daglegs lífs.
Eftir þessar bækur gerist
Jörgen Nash, með fáeinum
undantekningum þó, tilrauna-
STIKUR
maður. Verk hans eru á mörk-
um skáldskapar og myndlistar.
Hann tjáir sig með klippmynd-
um og teikningum og tekst oft
að ná einkennilegum áhrifum.
Hann verður hugmyndasmiður
og verkunum er ætlað að vekja
fólk til umhugsunar, fá það til
að taka afstöðu. Stundum eru
þessi verk pólitisk, mið er tekið
af atburðum liðandi stundar.
Lagt er til atlögu við pólitiskt
vald, deilt á velferðarþjóðfélag-
ið sem býður þegnum sínum
upp á innantóma gleði og varað
við mengun náttúrunnar. Sum
þessara verka eru í eðli sínu
leikur. Jörgen Nash tileinkar
sér gálgahúmor og svifst einsk-
is þegar hann iýsir andúð sinni
og fyrirlitningu. Hann boðar
frelsun mannsins undan hvers
kyns oki, frið og frjálsar ástir.
Kynferðislegir órar eru áber-
andi.
Jeg er en ting gjort
af kærlighed og kaos—
yrkir Jörgen Nash i Salvi Dylvo
(1945). En þrátt fyrir alla þá
Framhald á bls, 47
ikull og TröIIadyngja í baksýn
ef hægt er að dreifa fríum starfs-
manna yfir stærri hluta ársins.
Með sama hætti og margir leita
til sólarlanda að vetrarlagi nú orð-
ið, verður líka æ fleirum ljóst, að
þótt veðráttan sé erfið að vetri til,
getum við samt hagnýtt landið
okkar til hollrar útivistar að vetr-
arlagi. Nú er skíðaíþróttin í tízku,
ef svo má að orði komast og þótt
þeim tízkufaraldri fylgi ýmislegt
spaugilegt, sem marka má af lita-
dýrðinni i skíðabrekkunum er
fyllsta ástæða til að ýta undir
almenning að iðka vetraríþróttir
og þá ekki sízt skíðaferðir. Það
stuðlar að heilbrigði þjóðarinnar
um leið, og það dregur fólk frá
óhollri tómstundaiðju á borð við
þá, sem vikið var að hér að fram-
an.
Síðustu vikur hafa farið fram
fróðlegar umræður um ferðamál
og ferðavenjur. Guðmundur Sig-
valdason skrifaði grein hér í
Morgunblaðið, sem mikla athygli
vakti og leiddi til nauðsynlegra
umræðna um hálendissvæðin og
umgengnishætti þar. Sannleikur-
inn er sá, að það er í rauninni afar
furðulegt að ferðast um öræfi ís-
lands. Það er nánast óhætt að
fullyrða, að þar eru önnur tungu-
mál meira töluð en íslenzká. Al-
veg sérstaklega virðist þýzka út-
breidd á þessum slóðum. Það er
ekkert óeðlilegt, að mönnum
verði þetta ihugunarefni. Það
þarf að koma í veg fyrir, að
„menningin“ haldi innreið sína í
íslenzku öræfin. Ferðafélag ís-
lands og ferðafélög í einstökum
landshlutum hafa unnið ómetan-
legt starf við byggingu sæluhúsa
víðsvegar um öræfin. En þar á
líka að láta staðar numið. Við
verðum að gæta þess að koma
ekki upp hvers kyns „þjónustu-
starfsemi". við ferðamenn á há-
lendinu. Þeir, sem þar kjósa að
ferðast hljóta að verða án þeirrar
þjónustu. Öræfin eru heillandi
hluti af landi okkar. Þau láta eng-
an ósnortinn, sem þeim kynnist.
En við skulum verja þau fyrir
áhrifum nútíma „menningar" og
öllu því, sem henni fylgir. Við
getum ekki lokað þeim eða öðrum
hjutum landsins, fyrir útlending-
um. Við viljum fá að ferðast um
önnur lönd að vild og hljótum þá
að veita þegnum annarra þjóða
sama rétt í okkar landi. En þær
umræður, sem Guðmundur Sig-
valdason vakti verða áreiðanlega
til gagns. Þær stuðla að betri um-
gengnisháttum þeirra, sem um ör-
æfin ferðast og hafa þegar orðið
hvatning til þess að reynt verði að
vernda og hlúa að ýmsum gróður-
vinjum á hálendinu.
Bifreiðin hefur rutt sér til rúms
á síðustu áratugum hér á landi og
kannski er ekki við öðru að búast
en að sú nýjung hafi verið ofnot-
uð um skeið. A.m.k. er ljóst, að
um tíma hafa ferðavenjur íslend-
inga i eigin landi mótast af þvi að
þeysa um landið eftir rykugum
moldarvegum á milli áningar-
staða. En nú er þetta að breytast.
Hesturinn er aftur að verða
þýðingarmikill þáttur í þjóðlífi
okkar. Menn sjá landið með öðr-
um hætti er þeir ferðastá hestum,
heldur en þegar ferðast er i bíl.
Þess vegnaerfýilstaástæðatil að
ýta undir hestamennsku. Hún
gerir hvoru tveggja i senn að
veita tækifæri til að sjá landið í
nýju Ijósi og njóta hollrar útivist-
ar og um leið gerir hún borgar-
búanum kleift að komast i sam-
band við náttúruna og umgangast
dýr, en allir, sem til þekkja vita
hver lífsfylling er í því fólgin.
Það er svo líka sérstakt
fagnaðarefni, að Islendingar eru
byrjaðir að ganga á ný. Fyrr á
tímum ferðuðust menn um landið
ýmist á hestum eða fótgangandi.
Bíllinn — flugvélin — ýttu þess-
um ferðamáta til hliðar um skeið.
En með sama hætti og hesturinn
er að koma aftur eru menn teknir
að ganga á ný. Gönguferðir, hvort
sem er í nágrenni þéttbýlis, eða
um fjöll og firnindi, gera okkur
kleift að kynnast landinu okkar
betur en ella, um leið og þær
stuðla að aukinni heilbrigði
þjóðarinnar — og hamla gegn
ýmiskonar sjúkdómum, sem
sýnast fylgja velferðarþjóðfélag-
inu og streitu þess.
Eftirhreytur
listahátíðar
Listahátið er afstaðin — að
mestu. Hún var kærkomin til-
breyting að loknum erfiðum
vetri, er þjóðin hafði mánuðum
saman verið heltekin af þorska-
striðinu við Breta, svo mjög að
ekkert annað komst að. Þjóðin
hafði þörf fyrir andlega næringu
að lokinni þeirri orrahríð — og
fékk hana. Þótt Vladimir
Ashkenazy kæmi ekki fram á
þessari listahátíð ber ekki sízt að
þakka honum að listahátiðir
hafa komizt á fót og gefizt svo vel,
sem raun ber vitni. Ashkenazy er
einn þeirra manna, sem hafa
stækkað Island, hann hefur veitt
hingað erlendum menningar-
straumum, því bezta úr heimslist-
inni,sem ella hefði farið hjá garði.
Helgi Tómasson sýnir þjóð
sinni ræktarsemi, sem ber að
meta. Hann er nú einn fremsti
listdansari heims og raunar sér-
stætt, að slíkur listamaður skuli
spretta úr íslenzkum jarðvegi, þar
sem listdans hefur i raun ekki
verið til. En komur Helga Tómas-
sonar hingað til lands hafa örvað
áhuga almennings á listdansi og
þar með stuðlað að starfsemi ís-
lenzka dansflokksins, sem er
nýgræðingur i okkar menningar-
lífi sem við eigum að hlúa að eins
og kostur er.
Annar íslenzkur listamaður,
sem getið hefur sér orð i hin-
um stóra heimi er listmálar-
inn Erró. Hann hefur svo lengi
dvalið með erlendum þjóð-
um að hann og list hans eru
tiltölulega lítt kunn hér. Síðustu
sýningar Errós hér voru haldnar
fyrir tæpum tveimur áratugum og
flestar þær myndir( sem til eru
eftir hann hér á landi eru frá
þeim tima. Það er ekki vanza-
laust, að Islendingar þekki svo
lítið til þess íslenzks list-
málara, sem nú er þekktastur um
heimsbyggðina. Á siðustu misser-
um sjást þess merki, að list Errós
er að koma til Islands á ný. Mynd-
ir eftir hann hafa verið á sýning-
um hér, nú síðast á Kjarvals-
stöðum á listahátið. Við höfum
ekki sýnt þessum merka lista-
manni þá ræktarsemi, sem skyldi,
og hljótum að bæta úr því. Með
því auðgum við íslenzka
menningu. Þorskastrið er af-
staðið. Listahátíð er lokið.
Sumarið fer i hönd. Þjóðin þarf að
beina huga sinum i aðrar áttir og
takast síðan endurnærð á við hin
þjóðfélagslegu vandamál, þegar
hausta tekur. Pólitiskar deilur
hafa tröllriðið þjóðfélagi okkar
undanfarna mánuði og raunar
misseri. Við skulum ekki að sinni
vekja upp óþarfar deilur um ný
málefni — en nota sumarið til
uppbyggilegri verkefna.