Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 27

Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 27 Ellert B. Schram alþm. Á að leigja landið? Undanfarna daga og vikur hafa farið fram allverulegar umræður um hugsanlegt leigu- gjald eða annarskonar framlög af hálfu varnarliðsins vegna dvalar þess hér á landi. í fljótu bragði virðast þessar hugmynd- ir eiga hljómgrunn meðal al- mennings og af hálfu „hernámsandstæðinga" er það lagt út á þann veg, að íslend- ingar hafi loks gert sér grein fyrir því, að varnarliðið sé ekki hér vegna íslenzku þjóðarinnar og hennar öryggis, heldur Bandaríkjanna einvörðungu. Ef sú ályktun reyndist rétt, og menn eru reiðubúnir til að leigja eða selja útlendingum að- stöðu undir herstöðvar til að efia varnir annarra en okkar sjálfra, þá væri eðlilegast að efna til uppboðs og semja síðan við hæstbjóðanda. Ef varnar- liðið hefur enga þýðingu fyrir okkur Islendinga, aðra en fjár- hagslega, þá getur það varla skipt máli hverjum við bjóðum þá aðstöðu — aðalatriðið hlýtur að vera að græða sem mest. — 0 — Því er haldið fram, að menn láti stjórnast af „heimskulegu þjóðarstolti", þegar þeir lýsa andstöðu sinni gegn þessum hugmyndum. En þá er því gleymt, að meirihluti þjóðar- innar hefur í fjórðung aldar verið fylgjandi dvöl varnarliðs- ins hér, ekki af stolti, ekki af sérstakri ást á herliði, heidur vegna þess, að það hefur verið talið mikilvægt fyrir okkar eigið öryggi — fyrir Islendinga sjálfa. Það tekur enginn endur- gjald fyrir það, sem honum sjálfum er mest virði. Varnarliðið sem slfkt er ekki og hefur aldrei verið markmið i sjálfu sér, og dvöl þess hér hef- ur ekki verið Islendingum sér- stakt gleðiefni. En þeir hafa léð máls á veru þess, vegna sam- stöðu sinnar með vestrænum ríkjum. Flestir gera sér grein fyrir að varnarlióið eitt sér get- ur ekki afstýrt neinum meiri- háttar árásum, ef til styrjaldar dregur, en það er hlekkur í stærri keðju og sú aðstaða sem veitt er hér á landi fyrir varnar- liðið er framlag þjóðar, sem engan her hefur sjálf, en vill styðja og styrkja varnarkerfi Vesturlanda og sitt eigið um leið. I því felst öryggi og afstaða. — 0 — Ef Islendingar hafa skyndi- lega uppgötvað nú, að samstaða Vesturlanda sé einskis virði og öryggishagsmunum þjóðar- innar sé jafnvel betur borgið án varnarliðsins, þá hafa skapazt ný viðhorf. En þá eigum við ekki að krefjast leigugjalda af varnar- liðinu, heldur brottfarar þess. Þá má það fara strax á morgun. Svo einfalt er ástandið þó ekki. Enn um skeið er útlit fyrir, að öryggi okkar verði ekki betur tryggt en með nú- verandi varnarfyrirkomulagi. Þvi er andstaðan gegn leigu- gjaldi ekki sprottin af þjóðar- stolti, heldur af þeirri einföldu staðreynd, að ávinningur okkar, mældur í frelsi og öryggi, er margfalt raeiri, en hver peningaupphæð, sem nefnd verður. — 0 — Fullyrt er að landhelgisdeil- an hafi leitt í ljós gagnsleysi varnarliðsins, þegar Bretar beittu herskipum sinum gegn okkur. Þeir atburðir hafa vissu- lega gefið tilefni til ýmiskonar endurskoðunar á öryggismálum okkar. En þau átök voru ekki atlaga að sjálfstæði eða viður- kenndri lögsögu Islendinga. Framferði Breta stafaði af því, að þeimeituðu að viðurkenna tilkall okkar til aukinna rétt- inda. Við þurftum ekki að lúta ákvörðunum annarra þjóða, þegar við færðum fiskveiðilög- söguna út í 200 mílur, og Bretar spurðu engan þegar þeir vefengdu rétt okkar til þeirrar útfærslu. I þessu kemur fram bæði styrkleiki og veikleiki lýð- ræðisins. Hver þjóð, jafnvel hver einstaklingur, getur farið sínu fram og hvorki Nato né varnarliðið geta komið í veg fyrir slíkar útistöður, hversu fáránlegar sem þær kunna að virðast. Aðgerðarleysi varnarliðsins á meðan á þorskastríðinu stóð er engin sönnun fyrir því, að það sé okkur gagnslaust. Þvert á móti má halda því fram, að til- vist þess hér á landi og vera okkar í Atlantshafsbandalag- inu hafi haft örlagaríkustu áhrifin til lausnar deilunni. Ár- angurinn hefur a.m.k. orðið meiri og raunhæfari með þeim aðferðum sem beitt var, heldur en ef við hefðum sigað banda- ríska hernum á brezka flotann. — 0 — Sem betur fer hefur enginn stjórnmálamaður léð máls á því að taka leigugjald fyrir varnar- ljðsstöðina. En ýmsir hafa aftur á móti tekið undir þær hug- myndir að vegir og flugvellir skuli fjármagnaðir af varnarlið- inu. Er þá helzt að skilja að þeir vilji að Bandaríkjamenn kosti þjóðvegalagningu og almenna flugvallargerð, vegna þess að slík mannvirki séu mikilvæg fyrir varnir landsins. En spyrja má: Eru ekki hafn- irnar líka mikilvægar fyrir varnir landsins, simaþjónustan, Ríkisútvarpið, fjarskipti við út- lönd o.s.frv. Eru ekki sömu rök sem hníga að þvi, að allskyns þjónusta og mannvirkjagerð, eins og sú sem að framan er talin sé greidd af Bandaríkjamönnum, ef hægt er að sýna fram á að slíkt sé þáttur i öryggi landsmanna? Hvar eru mörkin? Ef íslendingar taka nú upp þá stefnu, að láta Bandaríkja- menn eða Nato greiða allskonar mannvirkjagerð á íslandi, þá verða slík framlög ekki talin í tugum eða hundruðum heldur í þúsundum milljóna. Menn geta reynt að ímynda sér hvaða efnahagsleg áhrif það hefði í okkar litla þjóðfélagi. Og menn geta gert sér i hugarlund hver reisn okkar yrði gagnvart þeim þjóðum, sem inntu slíkar greiðslur af hendi. Sjálfsvirðing þessarar þjóðar og sjálfstæðisbarátta er meiri og merkilegri en svo, að hún sé föl fyrir nokkra silfurpeninga. \ Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 * til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol Hraun fæst með tvennskonar áferð, — fínni eða grófri. HRAUN SENDIN PLASTMÁLNING málningbf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.