Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
31
Stórstúkumenn taka á áfengisvandamálinu
Á þingi Stórstúku tslands, sem nú
stendur yfir f Templarahöllinni,
hafa mörg mál verið til umræðu,
en flest fjalla þau um áfengis-
vandamálið f landinu og áfengis-
mál almennt. Hér fara á eftir
nokkur atriði sem þingfulltrúar
hafa haft til umræðu:
Nýtt afgreiðslu-
fyrirkomulag áfengis.
Áfengislaganefnd Stór-
stúkunnar skorar á Alþingi í til-
lögu sinni að samþykkja tillögu
nefndar sem skipuð var til að
gera úttekt á stöðu áfengismála,
en nefndin lagði til að sérstök
skírteini þurfi til áfengiskaupa.
Stórstúkuþing leggur áherzlu á
að samþykkt verði að öll áfengis-
kaup skuli skráð á nafn. Þá telur
þingið áfengiskaupaskírteini ekki
heppilega lausn, heldur útfilli
viðskiptavinir sjálfir afgreiðslu-
seðil og sýni nafnskírteini.
Aukning á ölvun
við akstur.
Stórstúkuþing ræðir nú i dag
um viðurlög við ölvun við akstur
en í tillögu þarað lútandi frá
áfengislaganefnd segir að viður-
lög við ölvun við akstur séú ekki í
samræmi við það glæpsamlega at-
hæfi, sem slíkur verknaður er.
Beinir þingið því til stjórnvalda
að viðurlög verði hert verulega.
Er á það bent að með auknu eftir-
liti síðustu mánuði í þessum
málum hafi komið í ljós að mjög
mikil aukning er á brotum i þessu
sambandi.
„Vafasamt fordæmi
Þjóðleikhússins í vínveit-
ingum“
Þá hefur m.a. verið rætt um það
að áfengislögum sé ekki fram-
fy lgt i ýmsum greinum sem
skyldi. Nærtækasta dæmið sem
bent er á eru vínveitingar í Þjóð-
leikhúsinu, en þar er á almennum
sýningum opinn bar, en börn og
unglingar eru oft í meirihluta á
þessum sömu sýningum. Telja
Stórstúkumenn að Þjóðleikhúsið
sýiii þarna vafasamt fordæmi um
leið og það gangi í berhögg við
áfengislög. Einnig bendir Stór-
stúkuþing á það i fréttatil-
kynningu að sama sé að segja um
vínveitingar félagasamtaka í
ágóðaskyni.
Butler’s
Tray
borð komin aftur
Kaj Pind
Grettisgötu 46.
Sími 22584
Vínveitingaeftirlitið:
2 í stað 20?
Áfengislaganefnd Stórstúku-
þings lagði fram tillögu á þingi
góðtemplara í gær þar sem þvi er
beint til dómsmálaráðherra að
eftirlitsmönnum með vínveitinga-
húsum verði fjölgað í réttu hlut-
falli við þá fjölgun vínveitinga-
húsa sem orðið hefur frá því
áfengislög voru sett 1954. Síðan
þá hafa eftirlistmenn í Reykjavík
verið tveir, en miðað við fjölgun
þessara staða ættu þeir að vera
15—20. Stöðunum hefur stórlega
fjölgað, en eftirlitið hefur verið
óbreytt i 22 ár.
Vilja stöðva
bruggtækjasölu.
Á þinginu var á föstudag rætt
um áskorun til viðskiptaráðherra
um að fella niður heimild til inn-
flutnings á ölgerðarefni og brugg-
tækjum sem beinlínis eru fram-
leidd með gerð sterks öls i huga.
AIGLYSINGA-
SÍMINN ER:
NORÐUR-NOREGUR - LAPPLAND
- SVÍÞJÓÐ 0G FINNLAND
5.—11. júlí. Verð frá kr. 34.500.-
Flogið til BODÖ í Noröur-Noregi.
Ekið um Tromsö, Finnmörk, byggðir Lappa,
Noröur-Svíþjóð og Finnland.
Flogið heim frá Bodö. .
Islenzkur fararstjóri.
•1\v P'
u'llfil!'!" ii/n »1^7/////,w ýf/ ttJUIIIi m lí
FERÐASKRIFSTOFAN SUHHfl. UEKJARGÖTU 2. SÍIHI116400 -12070
Ný Alafossbúð
f lytur í gamla
Bryggjuhúsið
(VESTURGATA 2)
Við höfum flutt verslun okkar
úr Þingholtsstræti í
gamla Bryggjuhúsið (Vesturgötu 2)
þar sem við getum boðið viðskiptavinum
okkar uppá enn betri þjónustu en fyrr.
Atafoss