Morgunblaðið - 27.06.1976, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
unni þannig að Hays hafi boðið
sér út að borða, síðan hafi þau
farið heim í íbúð hennar, átt nótt-
ina saman, og hann svo boðið
henni vinnu með orðunum:
„Komdu i vinnuna á morgun,
hafði þig hæga og vertu til reiðu
fyrir mig, og ég skal greiða þér 11
þúsund dollara árslaun. Ef þú get-
ur eitthvað unnið, hækka ég laun-
in í 12 þúsund." Þetta kveðst Liz
hafa gert, og látið að vilja hans að
jafnaöi tvisvar i viku eftir þetta.
Hays var kvæntur, en í janúar
s.I. skildu þau hjónin eftir 38 ára
hjónaband. 1 apríl kvæntist Hays
á ný, en Liz var ekki boðið í brúð
kaupið, og þá lét hún verða af því
að hefja ritsmíð i samvinnu við
Yvonne Dunleavy rithöfund og
starfsstúlku hjá Dell útgáfufélag-
inu. Árangurinn varð 172 blað-
síðna bók, sem nefnist „The
Washington Fringe Benefit", og
lauslega þýtt mætti kalla hlunn-
indi í Washington. Ekki mun bók-
in ýkja vel skrifuö, en þar koma
við sögu margir þingmenn undir
dulnefnum, og má búast við að
hún seljist vel i Washington, því
höfuðborgarbúa langar sjálfsagt
til að reyna að ráða í það hver sé
hver í bókinni.
Upplýsingar Liz leiddu til þess
meðal annars að Wayne Hays
neyddist til að láta af formennsku
i stjórnunarnefnd Fulltrúadeild-
arinnar, sem undir forustu hans
hefur orðið ein af áhrifameiri
nefndum þingsins. Hvort svo það
var viljandi eða óviljandi, þá var
Hays lagður inn í sjúkrahús 10.
júní eftir að hafa tekið alltof stór-
an skammt af svefnlyfi. Lá hann
átta daga í sjúkrahúsinu áður en
honum var sleppt.
Þá er komið að Colleen Gardn-
er, sem hlýtur að vera í sérflokki.
Hún skýrir svo frá að hún hafi
þegiö 26.000 dollara árslaun hjá
ríkinu sem starfsmaður í skrif-
stofu John Youngs þingmanns,
þótt hún hafi aðeins unnið hálfan
Colleen Gardner ásamt lögfræðingi sfnum í Washington.
ríkislaunum
ÞAÐ upphófst allt seint í maí þegar
Elizabeth nokkur Ray, fyrrum skrifstofu-
stúlka hjá Wayne Hays þingmanni í Full-
trúadeild Bandaríkjaþings, skýrði fjölmiðl-
um frá því að hún hefði aðallega þegið
laun sín fyrir að vera húsbónda sínum
undirgefin, en ekki fyrir störf í þágu
þingsins. Ekki leið á löngu þar til önnur
skrifstofustúlka, frú Colleen Gardner kom
fram með svipaða sögu um samband sitt
við þingmanninn John Young frá Texas, og
fleiri þingmenn flæktust í málið. Ekki bætti
það svo úr skák þegar tveir þingmenn voru
sakaðir um að falast eftir viðskiptum við
vændiskonur á götum úti, annar í Salt Lake
City, hinn í Washington.
Elizabeth Ray.
daginu á stundum. Utan skrifstof-
unnar, og jafnvel stundum í
einkaskrifstofu Youngs, segist
Colleen jafnan hafa átt að vera til
taks, þegar löngunin greip þing-
manninn, og einnig kveðst hún
hafa þjónað ýmsum vinum hans. 1
viðtali við blaðið New York Times
segir Colleen meðal annars: „Það
hefði ekki verið svo slæmt að
sænga með honum, ef hann hefði
leyft mér að starfa eitthvað. En
þaö vildi hann ekki. Hann vildi að
ég va'ri til taks hvena'r sem hon-
um þóknaðist."
Hvorki Hays né Young hafa
neitað því að hafa átt mök við
þessar starfsstúlkur sínar.
Það var Colleen Gardner, sem
blandaði fleiri þingmönnum inn í
frásögn Liz Ray. Skýrði Colleen
svo frá að 10. ágúst 1972 hafi hún
óvart orðið vitni að því er Liz Ray
átti mök við öldungadeildarþing-
manninn Mike Gravel um borð i
skemmtibáti Kenneths Grays
þingmanns, þáverandi húsbónda
Liz. Við rannsókn þess máls sagði
Liz að Gray hefði skipað sér að
láta vel að Gravel, en um þessar
mundir var Gray að reyna að
koma einu af áhugamálum sinum
gegnum þingið, og er gefið í skyn
að Liz hafi verið notuð til að hafa
áhrif á Gravel í málinu.
Colleen hefur skýrt svo frá að
hún og Liz séu ekki þær einu, sem
ráðnar séu eða hafi verið ráðnar
til starfa hjá þingmönnum i ann-
arlegum tilgangi. Hún segir að
meira að segja karlmenn hafi orð-
ið að sætta sig við hómósexual
sambönd til að halda vinnunni.
Þá kveðst hún eiga segulbands-
spdlur með yfirlýsingum annarra
starfskvenna þingsins um svipuð
sambönd þeirra við húsbændur
sína og vini þeirra. Frásagnir
þessara tveggja kvenna hafa leitt
til þess að allt, sem varðar kynlíf
þingmanna, þykir nú tiðindum
sæta. Þessvegna er það að tveir
Wayne Hays þingmaður
Eins og gefur að skilja hafa öll
þessi mál verið helzta um-
ræðuefni í samkvæmum Wash-
ingtonborgar undanfarinn mán-
uð. Sagt er að fleiri þingmenn séu
með óhreinan skjöld, og margir
kviðnir frekari uppljóstrunum.
Elizabeth Ray er 33 ára, og kom
til Washington fyrir um 12 árum
til að hefja störf sem afgreiðslu-
stúlka I veitingahúsi. Arið 1972
fékk hún atvinnu hjá Kenneth
Gray þáverandi þingmanni, aðal-
lega við að taka á móti gestum,
sem komu í skrifstofu þingmanns-
ins. Sjálf segir hún að fleira hafi
falizt í starfinu, og það utan
þingsins, meðal annars um borð í
skemmtibáti Grays. Gray segir að
Elizabeth hafi einnig verið vélrit-
ari, en hún segist aldrei hafa get-
að lært á ritvél.
Þegar Gray hvarf af þingi fyrir
tveimur og hálfu ári, réðst Eliza-
beth, eða Liz eins og hún cr köll-
uð, til Wavne Hays, sem um
margra ára skeið hefur verið einn
áhrifamesti þingmaður Fulltrúa-
deildarinnar. Liz lýsír ráðning-
Með hjákonur á