Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976
33
'vr., T!^ÆT^ jt-
John Young þingmaður.
þingmenn til viðbótar hafa komizt
í blöðin, í þetta skipti fyrir sam-
skipti við lögreglukonur, dulbún-
ar sem vændiskonur. Þingmenn-
irnir eru þeir Joe Waggonner frá
Louisianaog Allan Howe frá Utah.
Báðir eru sagðir hafa falazt eftir
blíðu þessara dulbúnu lögreglu-
kvenna gegn peningagreiðslu, en
það er refsivert framferði i
Bandarikjunum. Báðir hafa neit-
að, og Howe heldur því fram að
hann hafi verið tældur í gildru
lögreglunnar, en alls ekki reynt
að kupa sér blíðu neinnar konu.
Eins og gefur áð skilja eru þing-
menn mjög varir um sig þessa
dagana í Washington. Sem dæmi
nefnir vikuritið Time að fyrir
nokkru hafi Liz Ray komið til
baka til Washington eftir ferð til
Englands, þar sem hún var að
auglýsa bókina sína. Þegar Liz
kom inn í veitingahús í höfuð-
borginni, ruku um 20 menn upp
úr sætum sínum og læddust út um
bakdyrnar af ótta við að hún
kynni að bera kennsl á þá.
(Heimildir: Times Newsweek,
Daily American)
llú mú sleppa honum lausum út í frumskúg umferúarinnar.
Nú sleppum við Allegro lausum - kraftmiklu "dýri” af þeirri tegund, sem fer lipurlega
um frumskóg umferðarirnar.
Með þjálu framhjóladrifi smýgur hann í beygjurnar og hefur gott tak á veginum, jafn-
vel á hálum vetrarbrautum. Undir vélarhlífinni leynist kraftmikil þverliggjandi vél. Auk
þess er fimm stiga gírkassi (1500-gerðin) og fádæma góð vökvafjöðrun,
Hydragas, sem tryggir að "dýrið” þitt er ávallt tryggilega með öll hjólin
á veginum. Sérstaldega styrktir diskahemlar á framhjól-
um veita þér einnig aukið öryggi og tryggingu; þú
snarhemlað ef nauðsyn krefur. Og í þessum nýja
Combi er farangursrými, sem gæti rúmað
1320 lítra af vatni.
En það sem kannski vekur hvað mesta
athygli við Allegro er hve
neyzlugrannt ”dýr” hann er.
Hann eyðir litlu benzini, hóf-
legt verð er á varahlutum.
Það er ótrúlega ódýrt að
eignast þetta "hlaupadýr”.
® P. STEFANSSON HF. ^
HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092