Morgunblaðið - 27.06.1976, Side 36

Morgunblaðið - 27.06.1976, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNl 1976 Hekla séð úr Þjórsárdal. — Ljósm.: Páll Jónsson. Einar Haukur Kristjánsson: GÖNGUFERÐ Á HEKLU ÞEGAR ekið er austur um sveitir Suöurlands í björtu veðri blasa við sjónum þrír miklir fjallaröðl- ar fram undan og á vinstri hönd, hvítkrýndir jafnt sumar sem vet- ur. Talið frá hægri til vinstri eru þetta Eyjafjallajökull, Tinda- fjallajökull og loks Hekla, sem ætlunin er að spjalla lítillega um hér. Hekla er þekktust allra ís- lenskra eldfjalla og munu þeir vera fáir í veröldinni, sem að ein- hverju hafa heyrt íslands getið, og ekki kannast við Heklu. Fóru þegar snemma á öldum miklar sögur af ógn þeirri, sem af henni stóð.enda hefur hún löngum verið iðin við að ausa yfir landið ösku og ólyfjan til mikils meins þeim mönnum og málleysingjum, sem harðast urðu fyrir barðinu á henni hverju sinni, en það réðst mjög af vindátt í upphafi hvers goss, hvaða byggðarlög urðu verst úti. Er talið að Hekla sjálf hafi gosið að minnsta kosti 14 sinnum frá þvi að land byggðist, síðast árið 1947, auk þess sem allmörg gos hafa orðið í nágrenni hennar, nú síðast árið 1970, en gossögu hennar má rekja allt að 6.600 ár aftur í tímann með öskulagarann- sóknum. Af öllu þessu er eigi að undra, þótt haft hafi verið fyrir satt á öldum áður, að í Heklugjá væri annar aðalinngangur helvítis, en hinn átti að vera í Etnu á Sikiley. Að segja einhverjum að fara til Heklu, þýddi á ýmsum erlendum tungum á þeim tíma eitthvað svip- að og að skipa þeim hinum sama að fara norður og niður. Ert þú til í að ganga með mér á i Heklu, spurði mig einn ágætur kunningi minn fyrir alllöngu. Ég var þá allsendis óvanur fjalla- klifri, enda taldi ég þá slíkt ein- ungis á færi velþjálfaðra hraust- menna. Á hinn bóginn hafði ég oft látið mig dreyma um þá ljúfu tilfinningu, sem því hlaut að vera samfara að sitja á fannhvítum himingnæfandi fjallatindi fjarri erli og þrasi hversdagsins og njóta dýrðlegs útsýnis til allra átta í kyrrð og næði. Það virtist ekki svo fráleitt að byrja á Heklu, þegar málið var athugað nánar. Varð það úr, að ég slóst í för með kunningja mínum og taldi mig svo sannarlega hafa haft erindi sem erfiði. Hekla er nú talin 1491 metri á hæð, hækkaði um eina 50 metra í síðasta gosi. Unnt er að aka alla leið upp á Norðurhjalla, sem er norðaustur af Næfurholtsfjöllum, hvort sem lagt er upp frá Hólum efsta bæ í Rangárvallahreppi, eða farið frá Galtalæk í Landssveit um brú á Ytri-Rangá, og er þá komið í 500 metra hæð yfir sjávar- mál. Eru þá einungis eftir tæpir 1000 metrar upp á Heklutind eða rösklega hæð Esjunnar, sem allir höfuðstaðarbúar þekkja. Af Norðurbjalla er svo best að hefja gönguna. Verður þá fyrst fyrir sandi orpið hraunhaft, sem rann í Heklugosinu 1845, og nær það upp að rótum Litlu-Heklu, sem er eins konar bunguvaxinn hjalli, sem skagar út úr norðvestur hlíð meginfjailsins. Þaðan er haldið upp með Litlu-Heklu upp í slak- ann vestan við hana og er þá komið í 900 metra hæð. í fljótu bragði gæti virst að vænlegt væri til að hraða för sinni að taka stefnuna þaðan beint á toppinn. Ekki er það þó ráðlegt. Bæði er brattinn á þeirri leið æðimikill og auk þess er yfir jökul að fara með tilheyrandi jökulsprungum, sem gætu reynst varasamar, ef ekki er farið með gát. Jöklar eru nokkrir í hliðum Heklu, þótt háhryggur- inn sé víðast jökullaus. í gosum hafa myndast mikil vatnsflóð við skyndilega bráðnun þessara jökla og valdið hlaupi í Ytri-Rangá. Djúpan farveg eftir slíkt hlaup má sjá norður af Litlu-Heklu. Ráðlegast er að skáskera hlíð- ina frá Litlu-Heklu til suðurs upp i axlargiginn, sem er á suðvestur horni fjallsins. Snjór er jafnan á þessari leið og er því nokkur hætta á hálku, ef ekki er verið á hentugum skóm, en með þessu móti verður brattinn vel við- ráðanlegur. Tilsýndar er Hekla líkust báti á hvolfi, sem snýr stefni i norðaustur. I gosum er talið að hún klofni að endilöngu og gýs þá fyrst samfellt á 5 km langri sprungu, en í siðasta gosi héldu axlargígurinn og toppgígur- inn lengst út. Sprungu þessa má teyndar rekja út frá Heklu í báðar áttir allt frá Selsundsfjalli suðvestur af Heklu og norðaustur að Sigölduvirkjun. Mikill hiti er ennþá í axlargígnum, sem er stór- fenglegur á að líta og litskrúðug- ur mjög. Gildir sama um nokkra nærliggjandi gíga, þótt þeir séu smærri í sniðum. Skammt neðan við axlargíginn er hraungígurinn, sem mesta hraunrennslið kom úr í gosinu 1947—1948. Þegar upp í axlargiginn er komið er mesti brattinn að baki og þaðan er auðveld leið á hæsta toppinn meðfram kulnaðri eld- sprungunni, sem er hin eiginlega Heklugjá. Er þar víða hiti undir þótt nú séu liðin 28 ár frá síðasta gosi úr Heklutindi, og hvar sem maður tyllir sér niður á auðan blett er líklegt að manni fari fljót- lega að volgna á sitjandanum. Austan við hátindinn er svo sjálfur toppgigurinn, sem er annar af tveim stærstu gígum Heklu. Þegar upp er komið er útsýnið í björtu veðri bæði vítt og fagurt. I suðaustri sér til Mýrdalsjökuls auk þeirra jökla, sem í upphafi voru nefndir. I góðu skyggni sést einnigtil Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls. Nágrenni Heklu liggur opið fyrir fótum manns eins og landabréf, og eru þar ýmis þekkt fjöll og kennileiti eins og Krakatindur, en í námunda við hann gaus árið 1878 og Munda- fell, en þar gaus árið 1913, nokkru fjær eru svo Rauðfossafjöll og Loðmundur á Laridmannaleið og þannig mætti lengi telja. Mesta athygli vekja þó hinir firna miklu hraunstraumar, sem liggja út frá fjallinu í allar áttir og eru frá ýmsum tímum og hlaðist hafa hver ofan á annan í hverju gosinu á fætur öðru. Ótvíræð sönnun þess, að Iandið okkar er í stöðugri sköpun. Til norðvesturs sér yfir gígana og nýja hraunið í Skjól- kvíum, sem varð til í gosinu 1970. Enn lengra er svo Búrfellsvirkjun og Þjórsárdalur, sú sveit sem Hekla hefur einna verst leikið fyrr og síðar. Það var i fyrsta gosinu, sem annálar greina frá, árið 1104, sem hún kaffærði í gífurlegu vikurfalli marga bæi þar í dalnum, m.a. bæ Gauks Trandilssonar á Stöng, en rústir þar hafa nú verið grafnar upp og eru til sýnis. Má eflaust þakka það aðgerðum Heklu, hversu vel rústir þessa sögualdarbæjar hafa varðveist. Síðan ég gekk á Heklu með kunningja mínum forðum, hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína þangað og aldrei farið erindis- leysu. Eitt sinn lögðum við t.d. af stað í þoku og ringingu og voru daufar horfur á að við nytum mikils útsýnis að því sinni. En þegar kom upp fyrir axlargíginn, gengum við skyndilega út úr þokunni og fram undan var toppur fjallsins baðaður sól, en allt um kring sólgullið skýjahaf svo langt sem augað eygði, þar sem aðeins bryddi á toppa hæstu fjalla og jökla. Þannig má heita, að eitthvað nýtt og óvænt beri fyrir augu í hverri ferð. Hér verður nú látið staðar num- ið en fyrir þá sem vilja fræðast um Heklu er af nógu að taka, þvi um hana hefur eflaust verið skrifað meira fyrr og siðar en nokkurt annað fjall á landi hér. Ég læt nægja að nefna Heklubók dr. Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings og Árbók Ferðafélags Islands frá 1945, sem fjallar ein- göngu um Heklu og nágrenni og rituð er af Guðmundi Kjartans- syni jarðfræðingi. Við Toppgfg á Heklu. Gufa sameinast skýjabólstrum. Einangrunarplast fyrirliggjandi í öllum þykktum. Kynnið ykkur verð. Þakpappaverksmiðjan h.f. Garðabæ sími 42101. Vönduð karlmannaföt Kr. 10.975 — Nylonúlpur kr. 5.000 — Terelynebux- ur kr. 2.675 — Terelynefrakkar kr. 3.575 — og 5.650 — Leðurlíkijakkar unglingastærðir kr. 6.250 Sokkar kr. 130 — Nærföt skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 140 fm Glæsilegt verzlunar og/eða skrifstofuhúsnæði til leigu, nú þegar, að Grensásvegi 1 2. Upplýsingar í síma 1 1 930. Sumarhús (veiðihus) Til sölu mjög fallegur sumarbústaður. Selst fokheldur eða fullkláraður á kostnaðarverði. Til sýnis í dag og næstu daga að Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 44600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.