Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 39

Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976 39 Wilma í Wjómleika- og laxveiðitúr um landið SÖNGKONAN Wilma Reading, sem er Islendingum að góðu kunn, er nú væntanleg til landsins f f jórða sinn. Mun hún halda hijómleika vfða um land á milli þess sem hún hyggst bregða sér f lax. Með Wilmu f hljómleikaförinni verður hljómsveitin Galdrakarlar og útsetjari Wilmu, annaðhvort John Hawkins sem áður hefur komið hingað með henni eða S. Hill, sem einnig hefur annast hljómsveitarstjórn fyrir hana um nokkurt skeið. Wilma kemur hingað um mán aðamótin næstu og mun hún fyrst koma fram á hátíðar- hljómleikum á Keflavíkurflug- velii sem haldnir verða í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkjanna 4. júlí. Þá um kvöldið mun hún svo koma fram í Glæsibæ, en Halldór Júlíusson veitingamað- ur þar hefur haft milligöngu um komu hennar hingað nú eins og áður. Mánudagskvöldið 5. júlí munu Wilma og Galdra- karlar skemmta á hótelinu á Akranesi, þriðjudagskvöldið í Félagsheimilinu í Stykkis- hólmi, miðvikudagskvöld i Hnifsdal og á fimmtudag verða tvennir hljómleikar i Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri. Á laugar- dagskvöldið verða svo hljóm- WILMA READING leikar í Árnesi og lýkur hljóm- leikaförinni i Glæsibæ kvöldið eftir, sunnudaginn 11. júlí. Hljómsveitin Galdrakarlar hefur það fram yfir flestar ísl. hljómsveitir af léttara taginu að meðlimir hennar lesa nótur og gerir það samstarf við hljóm- sveitarstjóra Wilmu auðveld- ara. Á hljómleikunum munu Galdrakarlar leika fyrst eigið efni og siðan nokkur lög með útsetjara Wilmu. Eftir hlé mun Wilma svo syngja i u.þ.b. 45 mín. Eins og áður segir hefur Wilma í hyggju að bregða sér í laxveiðar en bakteríuna fékk hún er hún renndi fyrir lax i Elliðaánum í fyrstu ferð sinni hingað haustið 1972. 94% sætanýting hjá Leikfélaginu í vetur LEIKÁRI lauk í Iðnó hjá Leik- félagi Reykjavikur um síðustu helgi með „Sögunni af dátanum“. Sýningar félagsins urðu alls 248 í vetur og áhorfendur að þeim 63 þúsund. — Átta verkefni voru sýnd á vegum félagsins i vetur, þar af eitt i Austurbæjarbiói. Auk þess tók leikhúsið á móti þremur gestaleikjum Sætanýting á sýn- íngunum varð mjög góð í vetur eða um 94%. Hópur leikara frá Leikfélaginu er nú á leikferðalagi um landið og sýnir „Saumastofuna" eftir Kjart- an Ragnarsson í öllum helztu sam- komuhúsum á Vestur- og Norður- landi. Auk þess mun Leikfélagið fara í leikför til Færeyja i end- aðan ágúst og sýna þar „Skjald- hamra" eftir Jónas Árnason fimm sinnum i boði Sjónleikarafélags- ins í Þórshöfn. Æfingar hófust i vor á tveimur næstu verkefnum Leikfélagsins, gamanleiknum „Stórlöxum" eftir ungverska skáldið Ferenc Molnár og nýju verki eftir Svövu Jakobs- dóttur. Þessi verk verða bæði frumsýnd fljótlega í haust. Leikfélagið á 80 ára afmæli næsta vetur. Leikhúsið mun af þvi tiiefni helga krafta sina íslenzkum verkum og stefnir að þvi að frumsýna þrjú eða fjögur ný islenzk verk á næsta leikári. Leikfélagið hefur þegar fengið tvo höfunda til þess að skrifa verk af þessu tilefni, auk þess sem þegar er byrjað að æfa. Þessir höfundar eru Jökull Jakobsson og Birgir Sigurðsson, en þeir unnu báðir til verðlauna í leikritasam- keppni, sem haldin var vegna 75 ára afmælis félagsins, en Leik- félagið áformar að ráða þriðja höfundinn til starfa næsta vetur til þess að semja verk í tilefni þessara tímamóta í sögu leikhúss- ins. Leikflokkurinn frá Iðnó sem fer með Saumastofuna um Vestur- og Norðurland I frumskógi umferðarinnur ereinn, sem hetur sig litlu skiptn, þbtt hnnn furi um mnlnruegi. Yfir stokka og steina fer sá hinn trausti Allegro. Hann er lipurt og sterkt ”dýr” af þeirri tegund, sem spjarar sig við ótrúlega erfiðar aðstæður, án þess að missa "fótfestu”. "Hydragas”, er eindæma góð vökvafjöðrun, sem tryggir að hjólbarðarnir hafa stöðugt og öruggt tak á veginum. Það er þess vegna ástæðulaust að hristast og skakast á holóttum malarvegum landsins. Um Allegro má segja hetta: Hann er með framhjóiadrif, sem tryggir liprar beygjur um leið og hjólbarð- arnir hafa öruggt tak á véginum, jafnvel á erfiðum vetrarbrautum. Undir vélarhlífinni malar þverliggjandi vél með hitastýrðri kæliviftu (hún er sterk, en drynur ekki). Rmm a stiga gírkassi (1500-gerðin) eykur sparneytni og ánaegju viö akstur. * "Tannstangar” stýring tryggir öruggar og liprar hreyfingar. Sérstak- lega styrktir diskahemlar á framhjólum auðvelda snögga hemlun, ef nauðsyn krefur. bað eina, sem sparað hefur verið í Allegro, er reksturskostnaðurinn. Varahlutir fást fyrir hóflegt verð; sama má segja um viðgerðaþjónustu og Allegro lætur sér nægja tæplega 8 litra á hverja 100 kílómetra. Fáir gætu trúað að óreyndu, hve þetta hlaupadýr er ódýrt. ^■nusnn HIIECRO ® P. STEFANSSON HF. EE '•mES HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.