Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
Forsíðan
The Front Page, Am. 1974
Leikstjóri: Billy Wilder.
Billy Wilder er gamal-
reyndur leikstjóri byrjaði
’34) og flestir muna eftir ein-
hverjum myndum eftir hann,
eins og t.d. Some Like it hot,
Irma La Douce, The Apart-
ment, og One, Two, Three, allar
gerðar í kringum 1960, þegar
Wilder virtist vera upp á sitt
besta. Siðasta myndin, sem hér
hefur sést eftir hann, er The
Private Life of Sherlock
Holmes, sem vægast sagt stenst
ekki samanburð við fyrri
myndirnar. Wilder, sem nú
stendur á sjötugu, hóf feril sinn
sem blaðamaður og því hlaut að
koma að því, að hann tæki „for-
síðuna“ fyrir i kvikmynd. The
Front Page var upphaflega
skrifuð sem leikrit 1929, og
síðan hafa verið gerðar tvær
kvikmyndir eftir leikritinu á
undan þessari, sú fyrri 1931,
leikstjóri Lewis Milestone, og
sú síðari 1940, leikstjóri
Howard Hawks. Þar sem ég hef
hvorki séð þessar myndir né
leikritið get ég ekki borið mynd
Wilders saman við þessar fyrri
útfærslur, en að sögn heldur
Wilder sig nokkuð vel við
upprunalegu útgáfuna og sér-
staklega þykir ritstjórinn,
Walter Burns, velheppnaður
samkvæmt frumhugmyndinni.
Wilder bætir hins vegar tveim
persónum inn í söguna,
óreynda blaðamanninum Rudy
Keppler, sem gerir í buxurnar í
hvert skipti, sem leikurinn
æsist, og dr. Eggelhofer,
brjálaða sálfræðingnum frá
Vín.
The Front Page er fyrst og
fremst leikaramynd, þ.e.a.s.
vinsældir hennar byggj'ast
eingöngu á hæfni viðkomandi
leikara til að túlka
persónurnar. Efnið er vel-
þekkt, blaðamenn andspænis
stjórnmálamönnum og allt
það baktjaldamakk, sem hvor-
ir tveggja nota sér til fram-
dráttar. Það fer ekki milli mála,
að Walter Matthau stendur með
pálmann í höndunum. Jack
Lemmon, þó góður sé, er eins
og skóladrengur við hliðina á
honum.
Þessi mynd Wilders stendur
að öllu leyti framar The Private
Life of Sherlock Holmes
(Avanti!, myndin sem hann
gerði á milli þessara tveggja,
hefur ekki sést hér ennþá) og
ef til vill á Wilder enn eftir að
gera góða hluti á gamals aldri
eins og kollegi hans Hitchcock,
sem nýlega lauk við 53. mynd
sína, Family Plot. SSP.
Busting, Am. 1973.
Leikstjóri: Peter Hyams.
A UNDANFÖRNUM árum hef-
ur það verið geysivinsælt við-
fangsefni, að segja söguna af
heiðvirða spæjaranum, sem
stendur uppi aleinn við að
verja málstað réttvisinnar með-
an bæði glæpamennirnir og
spillt og mútuþægt lögreglulið
reyna að þakka niður í honum.
Busting fjallar einnig um þetta
og raunar aðeins um þetta af-
markaða svið. Elliott Gould og
Robert Blake eru í siðgæðislög-
reglunni og kvöld eftir kvöld
handtaka þeir hórur og eitur-
lyfjasala, en daginn eftir er
þeim seku ávallt sleppt aftur
(oft gegn tryggingu) af ein-
hverjum ástæðum, aðallega
vegna óþægilegra tengsla við
einhverja stóra karla eða hand-
takan er sögð byggð á fölskum
forsendum. Og loks þegar þeir
félagar telja sig vera komna á
spor eins stórlaxins verða þeir
(og það er samkvæmt formúl-
unni í þessum myndum) að
vinna verkið í óþökk sinna yfir-
manna og „stelast" til þess í
frítimanum. Lok myndarinnar
eru hins vegar ákaflega skyn-
samleg og umhugsunarverð.
Þegar stórlaxinn hefur verið yf-
irbugaður, brestur hann í hlát-
urskast og segir hinum strang-
heiðarlega lögreglumanni, að
þetta breyti engu til eða frá. Ef
hann verði ekki látinn laus
gegn tryggingu strax þá fái
hann í mesta lagi 1 árs fangels-
isdóm og hvíldin sé honum kær-
komin. En hann verði örugg-
lega byrjaður aftur af fullum
krafti eftir árið.
Þessi staðreynd um gersam-
lega getulaust réttarfar er
margfalt óhuggulegri en þær
blóðugu barsmíðar og morð,
sem áhorfandinn verður vitni
að í myndinni. I myndinni er
lögð höfuðáherzla á þetta getu-
leysi og það er þetta atriði, sem
gerir myndina þess virði að
horfa á hana. Gould yfirgnæfir
Blake algjörlega hvað leikræna
túlkun snertir, enda gefin fleiri
tækifæri til þess. Þó eru þeir
báðir góðir í hlutverkum þess-
ara yfirveguðu en kæruleysis-
legu spæjara.
Peter Hyams, sem einnig er
höfundur handritsins, vann áð-
ur við gerð sjónvarpsmynda og
er þetta fyrsta mynd hans, sem
gerð er fyrir kvikmyndahús.
Hann hefur síðan gert mynd,
sem nefnist „Our Time“ um
mjög frábrugðið efni, stúlkna-
skóia í Nýja Englandi, 1955. I
Busting beitir hann myndavél-
inni í eltingarleikjum oft mjög
skemmtilega, sérstaklega í elt-
ingarleiknum, sem endar inni á
matvörumarkaðnum. Með því
að hafa myndavélina á stöðugri
hraðri hreyfingu til að fylgja
eftir hlaupandi persónu, tekst
Hyams að skapa aukna spennu,
þó hann hafi siðan skotið þarna
yfir markið með heiftarlegri of-
notkun á yfirspenntri tónlist.
En sem sagt, þó myndin sé í
heild formúlumynd, bæði að
efni og útliti, má með góðum
vilja finna í henni þokkalega
punkta, sem ef til vill lyfta
henni aðeins upp úr meðal-
mennskunni. SSP.
Vlaríukirkjan
The Hunchback of Notre
Dame, Am. 1939.
Leikstjóri: William Dieterle.
Það hefur oft verið minnst á
það hér á síðunni, að það væri
verðugt viðfangsefni fyrir eitt-
hvert kvikmyndahús hér í bæn-
um að sýna gamlar myndir. Það
er þess vegna þakkarvert,
þegar slíkt er gert, jafnvel þó
hér sé aðeins um að ræða eina,
staka mynd. Sjónvarpið hefur
að mestu annast þessa þjónustu
og þannig hafa mörg gömul
meistaraverk séð dagsjns ljós
aftur, en það sem raunverulega
vantar, eru skipulagðar sýning-
ar á gömlum myndum, þar sem
sýndar eru nokkrar myndir I
einu tengdar sama viðfangsefn-
inu, sama leikstjóranum eða
sama leikaranum, til þess að
áhorfendur geti þannig öðlast
yfirsýn og fengið samhengi í
einstaka þætti kvikmyndasög-
unnar.
Þessi útgáfa af krypplingn-
um í Notre Dame er sennilega
sú besta af þeim þremur, sem
gerðar hafa verið (1923 með
Lon Chaney, leiksstj. W. Worls-
ey og 1955 með Anthony
Quinn). Leikstjórinn hér er
William Dieterle, mjög hæfur
leikstjóri, þó hann sé ekki tal-
inn í fremstu röð amerískra
leikstjóra. Þetta var fyrsta
mynd Laughtons í Ameríku og
það verður að segjast, að mynd-
in er fyrst og fremst athyglis-
verð fyrir leik hans. Það er
langt síðan ég hef séð jafngóð-
an leik og hjá Laughton í þess-
ari mynd og að bera hann
saman við Quinn í nýjustu út-
gáfunni er hreinlega eins og
svart og hvítt.
Þó að þetta eintak, sem hér
var sýnt, hafi verið nokkuð illa
farið, vakti það athygli mína,
hvað stemmningin i kvik-
myndasalnum virtist vera mikil
og það ýtir undir þá skoðun, að
skipulagðar sýningar á gömlum
myndum eiga fullan rétt á sér
og yrðu trúlega vel sóttar.
SSP.
Nýja T-bleyjan
MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉR
LEGA HENTUG j FEROALAGIÐ.
SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
KAUPSEL S.F.,
Laugavegi 25.
SÍMI 27770.
— Glundur á
fínum
flöskum
Framhald af bls. 22
pefna það bragð, sem oft mun
leikið, að blanda saman ýmsu
víni, en selja það svo undir einu
nafni. Allt hefur þetta komið í
ljós I rannsókn Efnahagsbanda-
lagsins. Og svo er eftir að vita,
hvort nokkuð verður við þessu
gert. Erfitt er að lita rækilega
eftir víngerð og mannafli hamlar
á þessu sviði eins og mörgum
öðrum. Skylt er þó að geta þess,
að forvígismenn Efnahagsbanda-
lagsins eru allir af vilja gerðir að
réisa skorður við vinsvikum.
Hefur landbúnaðarráðherra-
nefnd bandalagsins látið frá sér
fara tilskipun þess efnis, að eftir-
leiðis skuli standa á öllum
flöskum með blönduðu víni: „Vín
frá ýmsum Efnahagsbandalags-
ríkjum.“ Þetta þykja kannski
ekki harkalegar aðgerðir, en von-
andi eru þær vísir að meiru. En
skyldu nú vínbófarnir fara eftir
þessu... ?
—DAVID HAWORTH
ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Lúðrasveitir
Til sölu amerísk básúna, silfurhúðuð, beint úr
kassanum. Ennfremur trompet og flugelhorn.
Upplýsingar í síma 1 01 70.
Arðgreiðsia
Á aðalfundi Flugleiða, 10. júní 1976, var
ákveðið að greiða hluthöfum 2,95% arð fyrir
1975. Arðgreiðsla hefur verið send þeim hlut-
höfum, sem þegar hafa fengið í hendur hluta-
bréf í Flugleiðum. Þeir, sem enn hafa ekki
framvísað hlutavréfum í Flugfélagi íslands og
Loftleiðum og fengið í staðinn hlutabréf i Flug-
leiðum eru hvattir til að gera það hið fyrsta.
Hlutabréfaskipti fara fram í aðalskrifstofu Flug-
leiða á skrifstofutíma. Flugleiðir