Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 47

Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNl 1976 47 Inoki lá allan tímann í gólfinu, Ali formælti og dansaði húla húla Tókió 26. júni AP. MUHAMMED Ali tókst med naumindum að tryggja sér jafntefli f bardaga sfnum við japanska f jölbragðaglfmu- manninn Antonio Inoki eftir 15 lotu viðureign. Fréttaritarar segja að viðureignin hafi verið hundleiðinleg og endaði með þvf að 14000 áhorfendur köst- uðu alls kyns drasli inn f hring- inn meðan beðið var eftir úr- skurði dómara. AIi kom aðeins 2 höggum á mótherja sinn allan tfmann, en Inoki lá á bakinu á gólfinu nær allar loturnar og sparkaði f átt til AIis. Var viðureignin hin einkennileg- — Húsavík — Síbrota- pilturinn asta bland af hnefaleikum og fjölbragðaglfmu. 14000 áhorfendur greiddu frá 3000 kr. upp í 185 þús. kr. f aðgangseyri og héldu þeir flest- ir að Inoki hefði sigrað því að hann hefði verið f sókn á sinn sérkennilega hátt. Ali hélt því hins vegar fram að hann hefði verið f sókn, en dómarinn sagði að Ali hefði verið góður f vörn. AIi sagði að hann hefði ómögu- lega getað verið að berja liggj- andi mann. Fréttamenn segja að eina sóknin, sem Ali hafi verið f, hafi verið munnleg, þvf að hann jós formælingum án afláts yfir andstæðing sinn, sem minnti helzt á krabba þar sem hann lá á gólfinu og sprikl- aði með öllum öngum. AIi gekk svo langt að reka út úr sér tunguna og brá stundum á húla húla dans, en allt kom fyrir ekki, honum tókst ekki að fá andstæðing sinn nema tvisvar inn fyrir höggradfus sinn. Bandarfski dómarinn sagði jafntefli, japanski hnefaleika- dómarinn sagði að Inoki hefði sigrað og Bandarfski fjöl- bragðaglfmudómarinn sagði að AIi hefði unnið. Ut úr þessari blöndu kom svo jafntefli. Ali sigraði f peningalotunni, hann fékk 6,1 milljón dollara f sinn hlut en Inoki aðeins 4 milljón- ir. Framhald af bls. 48 aukningu á vatnskaupum taldi hann samninginn hagkvæmann fyrir Húsavík. Hann kvað við- skiptin koma verst út ef vatns- notkunin væri lítil. Bæjarstjórinn sagðist telja að kyndingarkostnaður hjá not- endum Hitaveitu Húsavíkur væri um 40% af kyndingarkostnaði þeirra, sem kyntu hús sín með olíu — þrátt fyrir þessar hækkanir. Þó kvað hann ekki gott að bera þetta saman, þar sem salan færi fram í mínútulítrum. Kvað hann Hitaveitu fteykjavíkur rétt komna með slíkt verð einnig og væri verðið mjög sambærilegt hjá þessum tveimur fyrirtækjum eða 1,155 krónur fyrir míhútu- lítrann á mánuði. Hann kvað það þó ef til vill ekki segja alla söguna, því að hann kvaðst ekki viss um að samræmi væri i minúutlítragjaldi og tonnagjaldi í Reykjavík. Hann sagði að vægi heildsöluverðs í smásöluverðinu hefði sveiflazt á bilinu frá 5 til 6% og upp í það að vera rúmlega 10%. Hefur það því hækkað um meir en helming frá því er það var hagkvæmast fyrir Hitaveitu Húsavíkur. Þannig hefur olíu- verðið haft áhrif á verðið. — Eanes sigur Framhald af bls. 1 hins róttæka vinstrimanns Otelo Carvalhos májors lauk í Lissabon með 30 þúsund manna útifundi og kom stjórnmálafréttariturum mjög á óvart hve góð fundarsókn- in var. Brldge Frá Ásunum: Urslit'1 á sfðasta keppnis- kvöldi okkar urðu þau að hjón- in Ester Jakobsdóttir og Þor- finnur Karlsson endurtóku fyrri leik sinn og sigruðu á ný, að vfsu með minni mun nú. Röð efstu para varð þessi: 1. Ester — Þorfinnur 182 stig. 2. Ármann J. Lárusson — Vig- fús Pálsson 180 stig. 3. Júlíus Snorrason — Finnur Magnússon 173 stig. 4. Guðlaugur Karlsson — Sig- urður Steingrímsson 162 stig. 5. Guðmundur Þórðarson — Magnús Sverrisson 160 stig. 6. Hrólfur Hjaltason — Sigurð- ur Sigurjónsson 158 stig. (Meðalskor var 156 stig. Þátttaka var allgóð, 14 pör. Næst verður spilað mánudag- inn kemur, og eru menn hvattir til að mæta og vera með. Náms- menn fá sem fyrr helmingsaf- slátt. Framhald af bls. 48 þá i ljós, að pilturinn var með nokkrar sparisjóðsbækur á sér, allar stolnar, og ætlaði hann einmitt að fara að taka út úr einni þeirra. Auk þess var hann með stolið ávísanahefti á sér og hafði notað nokkur blöð. Var hann tek- inn á staðnum og síðan úrskurðað- ur i enn eitt gæzluvarðhaldið, eins og að framan sagði. — STIKUR Framhald af bls. 25 óreiðu sem hann gerir sér mat úr getur hann enn ort ljóð sem að listrænni reisn minna á Atom-Elegien og bestu ljóð hans frá fimmta og sjötta ára- tugnum. Billedmagernes konge er död. Broderdigt til Asger Jorn er merkilegt harmljóð um látinn bróður. Það lýsir ævi Asger Jorn frá fæðingu til dauða. Sameiginlegar minning- ar þeirra bræðra eru rifjaðar upp. Ljóðið er í raunsæisstil, opið, mælskt. I þvi er mikill sannleikur um líf listamanns, gleði og sársauka. Það endar á þessa leið: Det er længe siden vi drak kaffe i Heerups have. Livet er underligt, særskilt döden. Hvedekornet má i jorden og dö for at leve. Dödens farve har altid været pá din palet. Nu fylder den hele billedet. Efter den förste död er der ingen anden. Döden er underlig, særskilt livet. De kalte dig havörn. De sagde du var frisk som en havörn. Annað ljóð, ort á sænsku, er dæmigert fyrir ljóðstíl sem Jörgen Nash grípur stundum til. Þetta ljóð nefnist Johan Johansson, en vanlig jobbare og fjallar um vinnumann sem er trúr uppruna sínum og deyr á eldhússbekknum þar sem hann var búinn til: Á honum var hann búinn til. Á honum fæddist hann. Á honm hefur hann sofið. Á honum hefur hann setið og étið skammtinn sinn. Á honum hefur hann drukkið brennivfnið sitt. 1 þessu ljóði kallar Jörgen Nash Sviþjóð „Fátækrasvíþjóð velferðinnar". Bókin sem ljóðið birtist í Guldboken Dixi, hefur undirtitilinn „osvenska dikt- er“. í Sviþjóð eru um 800.000 innflytjendur og Jörgen Nash telur sig málsvara þeirra. Hon- um er ljóst að kynþáttafordóm- ar eru ekki óþekkt fyrirbrigði meðal Svía frekar en annarra þjóða. Jafnvel nágrannar eru litnir óhýru auga á sænskum vinnumarkaði. Hinn alþjóðlegi listamaður og skáld Jörgen Nash birtir kjörorð sitt með eft- irfarandi orðum á sænsku: Vi törstar efter humor och poesi. Jörgen Nash er trúr þeirri frjóu hefð sem dadaistarnir og siðar súrealistarnir eiga heiður- inn að. Þess vegna bíða margir þess með eftirvæntingu sem kemur frá Drakabygget. — Þorskstofninn Framhald af bls. 1 inu út af landamærum Noregs og Sovétríkjanna. Togararnir eru 1000 til 7000 tonn og frá 7—8 löndum. Yfirmaður fisk- veiðieftirlitsins Reidar Stolpe- stad, segir ógerlegt að hafa eft- irlit með veiðum erlendu togar- anna, en ljóst sé að allar kvóta- reglur séu þverbrotnar ef tog- ararnir veiði eftir getu. Knut Vartdal fiskimálastjóri segir að Norðmenn vilji fá að hafa eftirlit með allri sókninni í norska þorskinn og ástandið mun lagast smám saman eftir útfærslu landhelginnár í 200 mílur. Veiðitakmarkanir verði einnig ræddar á fundi Norð- austur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar í Lissabon í júlí. Jafnframt segir Hallstein Rasmussen aðstoðarfiskimála- stjóri að veiðitakmarkanir inn- an 200 mílna Bandaríkjanna og Kanada muni hafa víðtæk áhrif á fiskveiðar Norðmanna. Á fundi Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar í Montreal var þorskkvóti Norðmanna minnkaður úr 10.000 lestum á þessu ári í 3.200 á næsta ári. Við Vestur- Grænland mega Norðmenn veiða 2.500 lestir af þorski á þessu ári, en nýr þorskkvóti verður ákveðinn á fundi nefnd- arinnar í desember, svo og rækjukvóti. Rasmussen segir að ástandið sé alvarlegt þar sem Norðmenn geti ekki veitt á öðrum miðum. Loðnukvótinn hefur verið minnkaður úr 60.000 lestum í 56.000 á syðri miðunum. Aðeins Kanadamenn og Rússar hafa veitt loðnu á nyrðri miðunum og nú fá aðrar þjóðir að veiða allt að 10.000 lestir þar, en ef eitthvert land notar ekki kvóta sinn verður honum skipt milli annarra landa 1978, sagði Ras- mussen. — sus Framhald af bls. 2 öryggi landsins ekki lengur nauð- synleg." Jafnframt er ástæða til að vekja athygli á svofelldri ályktun, sem samþykkt var á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á sl. ári en flokksráð fer með æðsta vald i málefnum flokksins milli lands- funda.: „Flokksráð sjálfstæðismanna leggur áherzlu á nauðsyn þess að tryggja öryggi landsins með aðild að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Telur flokksráðið að nýta beri Atlantshafsbandalagið sem vett- vang til þess að skýra málstað íslands í landhelgismálinu og koma í veg fyrir áframhaldandi ólögmæta valdbeitingu Breta í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Flokksráðið ítrekar þá stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ekki komi til greina að æskja endur- gjalds fyrir varnaraðstöðu þá, sem látin er í té í landinu. Afstaðan til varnarsamstarfsins og varnarstöðvanna hlýtur að mótast af öryggishagsmunum landsins á hverjum tima.“ — Pólska Framhald af bls. 1 gert ráð fyrir því að bændur fengju hærra verð fyrir afurðir sínar og bónusgreiðslur fyrir aukna framleiðslu. Ymsir telja að þar sem frá þessu hefur verið fallið muni bændur seinka afgreiðslu afurða sinna. Þróunin í landinu hefur verið sú að bilið milli greiðslugetu hins opinbera og einkaaðila hefur sífellt farið vaxandi og því er mjög mikill hluti matvæla I landinu seldur á svörtum markaði. Þá á það einnig sinn þátt I málinu, að kornupp- skera í landinu var mjög léleg sl. 2 ár, en nú er hins vegar útlit fyrir mjög göða uppskeru. KJORDÆMAFUNDIR FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Hallgrímsson, forsætisrádherra flytur ræöu og svarar fyrirspurnum fundargesta Takið þátt í fundum forsaetisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.