Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976
35
— Slagbrandur
Framhald af bls. 31
Já Þegar maður hefur samið eitflag
er maður orðinn tónskáld. En ég veit
nú ekki hvort hin tónskáldin, Þorkell
og Jón Ásgeirsson og þeir, líta á mig
sem tónskáld
— Geturðu bent á eitthvert eitt lag
sem þitt bezta lag?
Það væri þá helzt lag sem var á
plötunni Hljómar '74 og er aftur á nýju
plötunni minni, nú með íslenzkum
texta Það hét upphaflega Tasko
Tostada
— Semurðu lög til að hafa tekjur af
því?
Nei, alls ekki. Ég er bara að þessu af
því að mér þykir gaman að skilja spor
eftir mig
— Hefirðu umtalsverðar tekjur af
þessu?
Þannig að ég sé kerfisbúi af þeim?
Nei, þetta eru ekki umtalsverðar fjár-
hæðir En erlendis er þetta einhver
stærsta tekjulindin í poppinu og þetta
er stór möguleiki fyrir okkur, ef við
komumst inn á þann markað Það
þyrft: bara að setja upp aðra útvarps-
stöð hér, nógu sterka til að draga til
annarra landa Viðerum oft að leita að
erlendum lögum til að setja á okkar
plötur og eins getur það verið í útlönd-
um, þar eru kannski menn að leita að
lögum til að setja á plötur Við þyrftum
bara að komast inn í þessa magnhring-
iðu.
— o —
GYLFI Ægisson vakti fyrst athygli fyrir
lagið „í sól og sumaryl", sem Ingimar
Eydal og félagar léku inn á plötu um
árið. En segja má, að Gylfi hafi slegið í
gegn sem lagasmiður, er Logarnir léku
lag hans, „Minning um mann", inn á
plötu Síðan hefur hann komið æ
meira fram í sviðsljósið og á síðasta ári
sendi hann frá sér fyrstu stóru plötuna,
þar sem hann spilaði og söng eigin lög
og texta
— Hvað hefurðu samið mörg lög?
Það eru komin um 50 lög á plötur,
en ég á meira til.
— Hvernig ferðu að, þegar þú semur
lög?
Japönsku
SANSO
vatnsdælurnar komn-
ar aftur í tveim stærð-
um. Hentugar fyrir
sumarbústaði og
bændabýli.
G/obus?
Lágmúla 5, sími 81555.
ENGILBERT JENSEN
á sólóplötu
og syngur lög
eftir íslenska lagasmiði.
Arnar Sigurbjörnsson — G. Ragnhildur Gísiadóttir
Gunnar Þórðarson — Jóhann G. Jóhannsson
Jóhann Helgason
Fæst einnig á kasettum.
Dreifingaraðili,
rdiknui iii. ouuíiriáfiuauiaiií b ÖnYu Ö4vi7v.
Hljómplötuútgáfan ÝMIR • Pösth.48 • Kópavogi
Það er voðalega misjafnt eftir því
hvernig liggur á mér. Ég sem lagið
fyrst og textann á eftir, yfirleitt um
eitthvað sem ég hef upplifað, eða um
vini og vandamenn
— Semurðu fyrir aðra eftir pöntun-
um?
Já, ég sem stundum fyrir aðra eftir
pöntunum og svo á ég líka til lög „á
lager".
— Semurðu lög til að hafa tekjur af
þeim?
Já, bæði í atvinnuskyni og af innri
þörf. Ég get nefnt sem dæmi, að ég hef
líklega haft um eina milljón í tekjur af
fyrstu stóru plötunni minni, þar sem ég
átti allt efnið sjálfur í þeirri upphæð er
reiknuð greiðslan sem ég fæ frá út-
varpinu um næstu jól, ætli það verði
ekki 200 þús kr bara fyrir árið 1 975.
— Semurðu lög á eitthvert hljóðfæri.
Já, bæði gítar og orgel, aðallega þó
gítar.
— Líturðu á þig sem tónskáld?
Nei, ég er bara lagasmiður
— Hve lengi ertu að semja eitt lag?
Það er allt frá 2o mínútum, lag og
texti, með Helgarfrí og upp í marga
daga, t d textinn að -Rauðhettu, ég
byrjaði á honum á ísafirði og endaði í
Vestmannaeyjum
— Ræður texti miklu um vinsældir
lags, t d. eins og „Helgarfn"?
Já, þar réð textinn miklu um vin-
sældirnar. Það er annars þannig, að
lögin kalla á ákveðna texta Það er eins
og maður finni það á sér hvernig
textarnir eigi að vera
— Hvers vegna semur þú texta?
Bara af þvi að mér finnst það
skemmtilegt
— Reynirðu að fara eftir bragfræði
reglum?
Ég kann ekki bragfræði Ég reyni
bara að semja beint frá hjartanu
— Hvert er þitt bezta lag?
Líklega „Minning um mann" eða ,,í
sól og sumaryl" Svo hef ég alltaf
mikið dálæti á að spila „Hvítt segl" á
orgel
— Og þú ert enn að semja af fullum
krafti?
Já, ég var að Ijúka við eitt lag, þegar
þú hringdir (Gylfi var á ísafirði) Raun-
ar samdi ég þrjú lög í morgunn fyrir
B.G
— Þetta hefur þá verið hagstæð
helgi, fyrst þú ert í svona stuði að
semja
—Já, eða kannski nóttin!
Vorum aö taka upp
hin gullfallegu ítölsku
Barrock
Speglasett
og
klukkur
Fjölbreytt úrval á
hagstæðu verði
Valhúsgögn hf.
Armúla 4
uritax
bílsæti — og allir
varðveitist vel í þessu
koma heim í sólskinsskapi úr
velheppnuðu sveitaferðaiagi
beltin eru til fyrir alla fjölskylduna.
GÍSLI J. JOHNSEN,
Vesturgötu 45, sími 12747.
Stóri
gimsteinninn þinn