Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JUUÍ 1976 Jóhanna Sigurðardóttir vl' Edda Geirsdóttir Litið inn á vinnustaði og rætt um launamál „Það verða náttúrulega alltaf konur og karlar, en..." FRAM á þessa daga hefur það verið viðtekin venja í þjóðfélagi okkar að hlutverkaskipting ríkti milli kynjanna, og má segja að atvinnulíf landsins hafi greinzt í ákveðin kvennastörf og karlastörf. Konur sinntu heimilisstörfum, af- greiðslu — og ýmiss konar þjónustustörfum, en karlar voru hins vegar ríkjandi við stjórnun og ýmis tæknistörf. Á seinni árum hefur þó orðið hér mikil breyting á, og konur taka nú í vaxandi mæli þátt í störfum og ákvarðanatöku í þjóðfélaginu, en þó er enn langt í land að þær standi jafnfætis karlmönnunum. > Þessum öru þjóðfélagsbreytingum fylgja ým- is vandamál, m.a. það að aðlaga þennan nýja vinnukraft ríkjandi aðstæðum og þó konur og karlar eigi að búa við sama lagalega rétt til menntunar, atvinnu og launa, virðist skorta nokkuð á að þannig sé það í raun. í þessu sambandi hafa launamál og önnur hlunnindi við vinnu verið mjög ofarlega á baugi og verður að telja það skilyrði fyrir raunhæfu jafnrétti að konur og karlar fái greidd jöfn laun fyrir sambærileg störf. Mbl. menn litu inn á nokkra vinnustaði fyrir helgi og ræddu við fólk um þessi mál. Ásmunda Ólafsdóttir og Bjarnfriður Guðjónsdóttir „EFAST UM AÐ NOKKUR LÖG SÉU MEIRA BROTIN EN ÞAU UM JAFNRÉTTI KARLA OG KVENNA" Við lögðum fyrst leið okkar inn í Kassagerð Reykjavíkur og hittum þar fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur: Við spurðum hana fyrst hvort hún teldi að konur væru beittar misrétti í launamálum ,,Það er enginn vafi á því Þetta er opinbert leyndarmál, sem öllum er kunnugt um. sem eitthvað- hafa kynnt sér þessi mál Ég efast bara um að nokkur lög séu meira brotin en logm um launajafnrétti karla og kvenna — En geta konur ekki náð rétti sínum ef um lögbrot er að ræða? ,,Mér þykir líklegt að á það verði látið reyna, ef launþegasamtökin standa rétt að málinu Það væri a.m.k. veila í réttarfarinu ef ekki væri hægt að komast að réttri niður- stöðu í svo augljósu misrétti Að visu eru þessi lögbrot dulbúin með ýmsum hætti Konum og körlum er oft raðað í launafokka eða ráðið til hærra launaðra starfa meira með tilliti til kyns en menntunar eða starfsreynslu og jafnvel búin til starfsheiti i þessum tilgangi Enn- fremur eru yfirborganir mjög al- gengar á vinnumarkaðinum og eng- inn vafi á að þær eru meira notaðar til að hygla körlum en konum “ — Geturðu nefnt nokkur dæmi um þetta eða liggur fyrir nokkur almenn athugun á þessu misrétti? „Vissulega gæti ég nefnt dæmi um þetta, en því miður liggur ekki fyrir almenn athugun á þessum mál- um. En máli mínu til sönnunar vil ég benda á athyglisverða könnun sem var gerð á ráðstefnu kvenna um þessi mál, en þar er sýnt fram á þetta misrétti " Við röltum niður í vinnusal Kassa- gerðarinnar og hittum þar að máli tvær starfsstúlkur, Ásmundu Ólafs- dóttur og Bjarnfríði Guðjónsdóttur Þær kváðust telja að víða væri launamisrétti en sögðu að þarna væru svo margbreytileg störf að þær vildu ekki bera þau saman og oft væru það karlmenn, sem væru í ábyrgðarmeiri störfum „ÁBYGGILEGA TIL, EN EKKI HÉR." Næst heimsóttum við Gróðrar- stöðina í Laugardal, og röbbuðum við Lilju Stefánsdóttur flokksstjóra og hennar fólk „Launamisrétti er ábyggilega víða, en ekki hér hjá okkur Hér vinna bæði stelpur og strákar nákvæmlega sömu störfin og ganga stelpurnar alveg jafnt í karl- mannsverkin og fá alveg sömu laun " Vorustelpurnarallar sammála um þetta eri em skaut því samt inn í að erfiðara væri fyrir stelpurnar að komast í störf sem væru betur borg- uð, þar væru strákarnir látnir sitja fyrir „EKKI SÍÐUR MÁL KARLANNA. . ." Á Kleppsspitala hittum við þau Lúðvík H Gröndal og Halldóru Sveinsdóttur Kom i Ijós að þau telja Lúðvík H. Gröndal og Halldóra Sveinsdóttir. Lilja Sörladóttir sig vinna nákvæmlega sömu störfin, að visu væri frekar kallað á karl- mennina ef beita þyrfti kröftum og eitthvað i þá áttina en það töldu þau jafnvel vera vegna þess að þeir væru á staðnum, en i rauninni gætu kven- menn alveg annast þessi mál Sýndu þau okkur fram á launamis- rétti, sem þarna ætti sér stað, sem kemur fyrst og fremst til af því að þær eru í Starfsstúlknafélaginu Sókn, en þeir eru í B.S.R.B. Sögðu þau að bæði væri fastakaup kvenn- anna lægra, t.d. hefðu karlmennirnir miklu hærra kaup eftir 3 ár en kvenmennirnir hafa eftir 5 ár og eins væri vaktaálag karlmannanna tölu- vert miklu hærra „Víð verðum náttúrulega alltaf konur og karlar," sagði Halldóra, „og það er alltaf munur á okkur, en ég held t d aðeins og i þessu starfi sé munurinn á báða bóga og þannig jafni þetta sig upp Við gerðum kröfu um jafnari kjör í siðustu samningum fyrir Sókn, en þeir Stella Stefánsdóttir við vinnu sína. brostu bara út i annað og mál okkar fékk engan hljómgrunn Annars finnst mér að karlmennirnir styðji okkur ekki sem skyldi, þvi þetta er ekki siður þeirra hagsmunamál " Lúðvík tók undir það sem vinnu- félagi hans sagði að það væri að vísu dálítið mismunandi eftir deild- um, en yfir höfuð væru þetta nákvæmlega sömu störfin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.