Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULI 1976 „ER nokkur ástæða til að blása það upp, þótt rann- sóknarlögreglan ráði til sín konu?“ spurði Dóra Hlín Ingólfsdóttir, fyrsta rannsóknarlögreglukon- an á tslandi. Dóra Hlín tók til starfa í síðustu viku, en hefur unnið við almenn lögreglustörf í 3 ár. „Oft betra fyrir kvenlögreglu að yfirheyra karla” Segir fyrsta konan í rannsóknarlögreglunni „Ég er hér í afleysingum sem stendur, en ég get vel huj>sad mér að starfa áfram í þessari deild. Þetta er meira spennandi en í almennum lögreglustörf- um, hér eru tækifæri til að vinna að og fylgjast betur með lausn mála. Helgi Daníelsson er yfirmaður minn og við erum aðallega með unglingaafbrot. Það er mjög gott að eiga við unglinga yfirleitt, ég hefi gam- an af þvi." Blaðakona Mbl. gat ekki á sér setið og spurði, hvort yfirmenn- irnir hefðu nokkra tilhneigingu til að láta Dóru Hlín annast mál, sem þeim þætti hæfa kon- um frekar en körlum. „Nei,“ svaraði Dóra Hlín og brosti að því er virtist fegin- samlega. „AIls ekki. Enda kæri ég mig ekkert um slíkt. Og það er held ég alls ekki rétt, sem margir virðast halda, að betra sé t.d. fyrir konu að yfirheyra konu og karl karl. Ég er ekki frá því að þá sé betra fyrir kveniögreglu að tala við karl- mennina og svo öfugt.“ Á meðan við ræddum við Dóru Hlín beið hennar það verkefni að taka skýrslu af ung- um manni, sem kærður hafði verið fyrir líkamsárás. Næsta spurning yar augljós. „Nei, ég finn ahlrei til hræðslu, og þú getur tekið það fram, að ég hef aldrei lent í neinu sérstaklega vegna þess að ég er kvenmað- ur.“ Loðnuskipin fjögur öll með góðan afla „ÞAÐ horfir mjög vel með þessar loðnuveiðar og ég sé ekki annað en úr þessu ætti að vera óhætt að hleypa fleiri skipum hingað á miðin. Þau eru mörg hver verkefnalaus þessa stundina og það virðist Sigurður var þá nýkominn á miðin aftur eftir að hafa landað í gær tæpum 1000 tonnum í Siglufirði og reyndar var verið að dæla úr fyrsta kastinu sem Haraldur gizkaði á að væri um 150 tonn. Guðmundur RE og Gullberg voru i gærmorgun að landa fullfermi í Siglufirði hinn fyrrnefndi í öðrum túrnum en Gullberg í þeim fyrsta, en Súlan EA var einnig komin á loðnumiðin og komin með um 300 tonn að því er Haraldur tjáði Morgunblaðinu. „Ég get ekki annað sagt en horfur séu góðar eins og veiðin gengur núna,“ sagði Haraldur ennfremur. „Það er talsvert af loðnu hérna, en hún er dálítið dreifð ennþá og köstin þess vegna fremur smá, þótt eitt og evtt gott kast fáist inn á milli.“ Haraldur kvaðst telja að úr þessu væri óhætt að fara að fjölga skipum á miðunum vera nóg loðna hérna handa þeim,“ sagði Haraidur Ágústsson, skipst jóri á Sigurði RE, þegar Mbl. náði tali af honum á loðnumiðunum norður af vestfjörð- um f gær. nyrðra. Mörg skip væru einmitt verkefnalaus um þessar mund- ir og fengju varla neitt betra að kljást við en þessa loðnu. Þetta væri sérstaklega falleg loðna og smáloðna sæist ekki í torfum heldur væri þetta allt 3ja ára fiskur og þar af leiðandi rétt- dræpur. Margeir tapar á svart gengur betur með hvítt MARGEIR Pétursson tapaði fyrir Grinberg frá tsrael í fimmtu skák sinni á unglingamótinu f Frakk- landi, sem stendur yfir um þessar mundir. Hefur hann þar með tap- að tveimur skákum 'en unnið ^ þrjár, en fjórar umferðir eru eft- ir. „Mér hefur gengið vel með hvftt en þegar ég hef haft svart hefur sigið á ógæfuhliðina hjá mér,“ sagði Margeir í samtali við Morgunblaðið í gær. "Ss&í Fjallvegir almennt færir FJALLVEGIR á landinu eru nú allir færir stórum bflum og jepp- um, en mikill vöxtur er f ám á Sprengisandi og Kjalvegi og eru þessir vegir ófærir litlum bflum. Uxahryggir og Kaldidalur eru færir öllum bflum og leiðin f Veiðivötn, Landmannahelli og Landmannalaugar er fær stærri bflum. Þjóðvegir eru allir greið- færir og komnir f eðlilegt sumar- ástand. 1 efsta sæti á mótinu nú er Rodgers frá Ástralíu og hefur hann hlotið \'A vinning, Grimberg hefur 4 vinninga, Crawling frá Svíþjóð er með 3'A vinning, þar sem hann tapaði fyrir Rodgers í síðustu umferðinni. Margeir kvaðst heldur óhress með að hafa hleypt Svíanumog ísraelsmannin- um fram fyrir sig, því að á síðasta unglingamóti sem þeir kepptu all- ir á, hafi þeir báðir verið töluvert neðar en hann. Margeir sagði hins vegar, að mótið væri enn ekki nema rétt Framhald á bls. 43 Sundhöllin í Euium onnuð Vestmannaeyjum, 10. júli, frá Árna Johnsen. HIN nýja sundlaug Vestmann- eyinga í Brimhólalaut var vfgð í dag að viðstöddu miklu fjöl- menni, um 2000 manns, eða nær helmingi bæjarbúa. Sund- höllin er fyrri áfangi fþrótta- miðstöðvarinnar f Brimhóla- laut, en síðari áfanginn, íþróttasalurinn, verður tekinn í notkun 12. september nk. Sund- laugin er fullkomin keppnis- laug, 25 metra löng, og búin öllum fullkomnustu tækjum, rúmgóðum búningsklefum og gufubaðstofu. Byrjað var á byggingunni sl. ár en hún er byggð samkvæmt danskri teikningu. Meðal gesta við vigsluna var Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og flutti hann ávarp og árnaði Eyja- mönnum heilla í tilefni dagsins. Þá voru einnig viðstaddir þing- menn bæjarins og bæjarstjórn og voru sundhöllinni færðar ýmsar góðar gjafir bæði af fé- lögum í Eyjum og á fasta land- inu. Stefán Runólfsson formað- ur framkvæmdaráðs íþrótta- miðstöðvarinnar tók við og þakkaði veittar gjafir. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson flutti blessunarorð, Einar Haukur Eiríksson forseti bæj- arstjórnar flutti ávarp og Frið- rik Jesson opnaði laugina al- menningi. Síðan syntu ferming- arbörn frá sl. vori fyrsta sund- sprettinn. Athöfninni lauk með þvf að samkór Vestmannaeyja söng Yndislega eyjan mín ásamt öllum viðstöddum. Eins og sjá má er bæði bjart og vistlegt f hinni nýju sundlaug Vestmanneyinga. (Ljósm. Sigurgeir). Ungir og eldri fjölmenntu f sundhöllina f gær. Sundlaug hefur ekki verið í Eyjum síðan fyrir gos, þar sem sundlaugin sem áður var notuð fór undir hraun, en á morgun verður laugin opnuð almenn- ingi og mun þá aftur tekið til við sundkennslu, en Vestmann- eyingar komu á sundskyldu í Vestmannaeyjum um síðustu aldamót, áratugum á undan öðrum stöðum landsins. Var þá kennt sund í sjónum við Heima- klett. Síðan var gerð lítil sund- laug við gúanóið, þá sundlaugin á Skansinum, sem nú er á 40 metra dýpi í hrauni, — og svo er nú risin glæsilegasta sund- höll landsins í Eyjum. Metfjöldi farþega með Smyrli METFJÖLDI farþega kom með Smyrli til Seyðisfjarðar i dag. Með skipinu voru 340 far- þegar og 81 bíll og hafa aldrei áður komið svo margir með skipinu í einni ferð. Út aftur með Smyrli fóru 130 farþegar og 30 bílar. Þvi má bæta við að í ferðum Smyrils frá Seyðis- firði að undanförnu hefur ver- ið flutt talsvert af dilkakjöti. í hverri ferð hafa farið 400—1000 kjötskrokkar. Sveinn. Fitumagn loðnu minna en talið hafði verið FITUMÆLINGAR á fyrstu loðnu- förmunum sem bárust til Siglu- fjarðar 6.—7. júlí síðastliðinn og gerðar voru þar á staðnum, gáfu til kynna að fitumagn loðnunnar væri 12—13%. Mælingarnar hafa nú verið endurteknar á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins i Reykjavik og hefur komið i ljós að fituinnihaldið reyndist vera 10—11%. Mælingarnar á Siglu- firði eru einnig gerðar af starfs- manni Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, en fitumælingatæki Sildarverksmiðja ríkisins í Siglu- firði, sem notuð eru við efna- greiningarnar, reyndust ekki í fullkomnu lagi, enda ekki verið notuð alllengi. Auk þess hefur komið í ijós að vatnsinnihald farmanna hefur reynzt mismun- andi mikið, en vatn eða sjór sem landast með loðnunni hefur áhrif til lækkunar á fitu- og þurrefnis- innihaldi, auk þess sem það veld- ur truflunum i vinnslu og fita og þurrefni geta tapazt um leið og landað er. Fituinnihaldið 10—11% er tii- tölulega hátt svo snemma sumars miðað við þær fitumælingar á sumarloðnu sem til eru frá fyrri árum. ____ ______ Samúðarbók liggur frammi „SENDIRÁÐ Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands hefur tilkynnt lát fyrrverandi forseta Sambandslýð- veldisins, dr. jur. Gústav W. Heinemann, hinn 7. júlí s.l. Af þvi tilefni mun þeim, er óska að votta samúð sína, verða gefinn kostur á að rita nöfn sín i samúðarbók, er mun liggja frammi í þýzka sendiráðinu, Tún- götu 18, Reykjavík, 12. júlí frá kl. 14 til kl. 17 og 13. júlí frá kl. 10 til kl. 12 og frá kl. 14 til kl. 16.“ (Sendiherra Samhands- lýðveldisins Þýzkalands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.