Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU-R 10. JULl 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, slmi 10100 Aðalstræti 6, slmi 22480. hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 50,00 kr. eintakið. Fyrir nokkrum dögum var lokið við að útbúa aðstöðu fyrir fatlað fólk til þess að stunda silungsveið- ar í Elliðavatni. Aðstaða þessi var útbúin á vegum Reykjavíkurborgar og er hugmyndin að koma upp fleiri slíkum stöðum í borg- arlandinu. Hér er á ferð- inni skýrt dæmi um það, hvernig hægt er að auð- velda fötluðu eða hindruðu fólki að lifa lífinu með jafn- eðlilegum hætti og full- komlega heilbrigt fólk ger- ir. En til framtaks á borð við þetta þarf hugarfars- breytingu og sú breyting er smátt og smátt að verða meðal alls almennings. Ekki eru mörg ár síðan enginn gaumur var gefinn að vandamálum fólks, sem er hindrað með einhverj- um hætti. í þeim efnum hafa sumar nágrannaþjóð- ir okkar verið langt á und- an okkur, t.d. í því að útbúa opinberar byggingar á þann veg, að fólk í hjóla- stólum eigi auðvelt með að komast um þær, ekki síður en aðrir. En nú er að verða hér breyting á. Að sumu leyti gætir hér áhrifa frá nágrannalöndum okkar, að öðru leyti er um að ræða árangur af starfi þeirra, sem hindraðir eru. En nið- urstaðan er sú, að augu al- mennings eru að opnast fyrir nauðsyn þess að gera margvíslegar ráðstafanir til þess að auðvelda þeim, sem hindraðir eru að taka fullan þátt í samélagsstarf- seminni. Það er engin tilviljun, þegar litið er til frumkvæð- is opinberra aðila í þessum efnum, að Reykjavíkur- borg er þar í fararbroddi. Sannleikurinn er sá, að höfuðborgin hefur í ára- tugi haft forystu um fram- farir og umbætur í félags- legum efnum. Reykjavík- urborg hefur vísað veginn og önnur sveitarfélög og ríkisvaldið hafa fylgt á eft- ir. Þetta er í raun eitt helzta einkenni á þeirri stjórnmálastefnu, sem ráð- ið hefur ríkjum í borgar- stjórn Reykjavíkur og birzt hefur í framkvæmd í for- ystu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum þeirra, sem minna mega sín, marg- víslegri félagslegri aðstoð, við þá, sem hafa orðið und- ir í lífsbaráttunni, upp- byggingu leikvalla og barnaheimila, uppbygg- ingu margvíslegrar heil- brigðisaðstöðu, og svo mætti lengi telja. Það er eðlilegt framhald af þess- ari framfarasinnuðu félagsmálastefnu, sem jafnan hefur ríkt í borgar- stjórn Reykjavíkur, að borgaryfirvöld leggi nú vaxandi áherzlu á margvís- legar umbætur i þágu hindraðra. Það er hægt að gera með ýmsum hætti. Að- staða til heilbrigðrar úti- vistar er hindruðum ekki síður mikilvæg en öðrum og veiðiaðstaðan við Elliða- vatn er glöggt dæmi um það, sem gera má í þeim efnum. Hindrunarlaus að- koma að opinberum bygg- ingum er þáttur, sem leggja ber ríka áherzlu á í framtíðinni. En það, sem kannski skiptir mestu, eru möguleikar hindraðra til þátttöku í atvinnulífinu. Sjálfsagt er hér um eitt erfiðasta úrlausnarefnið að ræða. Það er æskilegast, að þeir, sem hindraðir eru með einhverjum hætti, geti tekið fullan þátt í at- vinnulífinu á almennum vinnustöðum. í mörgum tilvikum er hægt að koma því við. í öðrum tilfellum þarf hugarfarsbreyting til að koma til þess að fólk gerir sér grein fyrir þeim tækifærum, sem fyrir hendi eru til þess að veita hindruðum atvinnu. En menn verða einnig að gera sér ljóst, að svo getur verið ástatt á ýmsum vinnustöð- um, að atvinnuaðstaða fyr- ir hindraða sé nánast úti- lokuð og í öðrum tilvikum að setja þurfi upp sérstaka vinnuaðstöðu eins og raun- ar hefur verið gert með miklum myndarbrag, eins og kunnugt er. Við höfum náð svo langt í baráttunni fyrir betri lífs- kjörum á síðustu áratug- um, að tímabært er orðið að leggja aukna áherzlu á annað. Þar má nefna í fyrsta lagi að taka upp harða baráttu gegn of- beldisverkum, lögbrotum, fíkniefnaneyzlu og annarri óáran, en um það er f jallað sérstaklega í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins í dag. í öðru lagi að bæta aðstöðu þeirra, sem eru lík- amlega eða andlega van- heilir til þess að taka virk- an þátt í þjóðlífinu. í þriðja lagi að bæta kjör aldraðra og skapa þeim aðstöðu til að lífa áhyggjulausu lífi í ellinni. I fjórða lagi að vernda íslenzka náttúru og umhverfi okkar gegn eyði- leggingu og spjöllum, sem leiöa af svonefndri nútíma „menningu“. Hugarfarsbreyting og málefni hindraðra Rey kj avíkurbréf ►Laugardagur 10. júlí- Sérstaða íslenzks samfélags I landi okkar hefur á þessari öld verið byggt upp samfélag, sem um margt hefur haft sérstöðu á Vesturlöndum. Hér ríkir nú meiri jöfnuður í efnalegu tilliti en í nokkru öðru vestrænu ríki og er Svíþjóð þá meðtalin og sjálfsagt er vandfundið það þjöðfélag um alla heimsbyggð, sem stendur okkur jafnfætis að þessu leyti. Hér rfkir í raun og veru engin stéttaskipting í þeirri merkingu sem yfirleitt er lögð í það orð, þótt vissulega megi sjá nokkur skil á milli einstakra þjóðfélágshópa. Hér finnst ekki sú hryllilega fá- tækt og mannlega eymd, sem enn má sjá í fátækrahverfum vel- ferðarþjóðfélaga á Vesturlönd- um. Fámennið hefur ýmsa kosti. Það hefur gert okkur kleyft að veita þegnum samfélags okkar meiri og almennari menntun en títt er í mörgum öðrum löndum og stuðl- að þar með að því, að þessi fá- menna þjóð væri þegar á heildina er litið, vel upplýst og kannski betur en ýmsar nágrannaþjóðir. Fámennið hefur átt sinn þátt í því að draga úr hættu á, að einstakl- ingurinn týnist í mannhafinu, m.ö.o. við höfum vegna fámennis meiri möguleika á að sinna hverj- um einstaklingi, vandamálum hans og áhugamálum. Loks er sér- staða íslenzks samfélags á hinum sfðari árum ekki sízt fólgin f þvf, að sú mengun náttúru og um- hverfis, sem tröllriðið hefur iðn- aðarþjóðfélögum Vesturlanda og raunar mörgum fleiri rfkjum hef- ur að langmestu leyti gengið hjá okkar garði og alla vega hefur athygli manna beinzt svo fljótt að þessu viðfangsefni að við höfum öll tækifæri til að sjá svo um, að þetta verði aldrei meiriháttar vandamál hér á íslandi. Þannig hefur margt stuðlað að því, að það hefur með ýmsum. hætti verið betra að búa hér á Islandi en i öðrum þeim löndum, sem við þekkjum til. Þeir eru ekki margir, sem kynnzt hafa vandamálum fjöldasamfélaga hinna stóru landa, sem kjósa þau fremur en okkar litla, fámenna og friðsæla þjóðfélag. En skyndilega hrannast óveðursskýin upp og maður spyr mann: hvað er að gerast i þessu landi? Hvað er að gerast? Þjóðin stendur agndofa frammi fyrir þeim óhugnaði og ofbeldis- verkum, sem nánast daglega ber- ast fréttir af. Nú er svo komið, að ökumaður, sem er einn á ferð í bifreið hugsar sig um tvisvar áður en hann stöðvar til þess að taka ferðalang upp i á vegarbrún, sem leitar eftir fari. Sá ótti, sem þar býr að baki, er alþekkt fyrirbrigði úti í hinum stóra heimi, en hann hefur ekki verið til hér á Islandi fyrr en nú. Nú er svo komið, að húsráðend- ur loka húsum sínuni kyrfilegar en áður, þegar gengið er til svefns af ótta við, að ofbeldismenn ryðj- ist inn að næturlagi í leit að ein- hverjum verðmætum með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Slikur ótti hefur ekki verið algengur hér í okkar landi en hann verður til, þegar fregnir berast af nætur- heimsóknum þjófa og ofbeldis- manna. I vikunni, sem er að líða, bárust fregnir af enn einu morði. Þau eru að verða býsna algeng. Fyrir aðeins rúmum áratug voru þau svo fátið, að þegar slíkur voðaat- burður gerðist taldist það til fá- heyrðra tíðinda. Nú liggur við, að menn yppti öxlum vegna þess, að morð eru að verða næsta daglegt brauð hér i okkar landi. Morðið, sem framið var á dögunum hefur verið upplýst og þeir, sem verkn- aðinn frömdu hafa skýrt svo frá, að þeir hafi komið sér saman um, að bana manninum eftir að þeir sáu hve blóðugur hann var eftir átök við þá. Við skulum staldra hér við og spyrja sjálf okkur spurninga, sem enginn kann svör við. Hvað hefur gerzt hér hjá okk- ur Islendingum á svo sem einum áratug? Hvað höfum við gert rangt? Hvað veldur því, að óhugnanleg ofbeldisverk færast í vöxt og að hér eru menn teknir upp á þvi að myrða af ásettu ráði, með köldu blóði? Hvað hefur okk- ur mistekizt i uppeldi þjóðarinn- ar? Hvaða meiri háttar veikleiki í okkar samfélagi er það, sem opin- berast með þessum hætti? Er velmegunin að leiða okkur út í ógöngur? Er lifsbaráttan orð- in svo létt í þessu harða iandi, að lífsleiði er að grípa um sig með þessum ægilegu afleiðingum? Er alda glæpa- og ofbeldisverka af- leiðing hinnar nýju fjölmiðla- menningar, sem ryður sér til rúms? Sjáum við hér áhrif of- beldisverknaða í kvikmyndum og sjónvarpi? Hvað er að gerast? Þessar spurningar og margar fleiri hljóta að leita á hvern ein- asta Islending með ægiþunga. Við eigum kannski engin svör við þeim en við verðum að leita þeirra svara og finna þau, vegna þess að haldi svo fram sem horfir hefur tsland ekki lengur þá sér- stöðu i okkar heimshluta sem að var vikið í upphafi heldur mun verða óbúandi i landinu. Lítið og fámennt samfélag á erfiðara með að standast glæpafaraldur af þessu tagi en fjöldaþjóðfélögin. Eiturlyfin Einn þáttur þess vandamáls, sem hér er gert að umtalsefni er tvímælalaust að því er virðist stóraukin notkun svonefndra fikniefna eða eiturlyfja. Enginn veit hversu útbreidd notkun eiturlyfja er hér. En einungis sú staðreynd að vart líður sú vika að ekki sé upplýst um tilraun til að smygla eiturlyfjum til landsins gefur visbendingu um, að neyzla eiturlyfja hafa farið vaxandi. Enginn getur sagt til um hversu mikið magn eiturlyfja kemst inn í landið en vafalaust tekzt aðeins að upplýsa um takmarkaðan hluta þess magns sem smyglað er. Það er lítið vitað um, hvaða þjóðfélagshópar það eru, sem neyta fíkniefna eða eiturlyfja en þó sýnist augljóst, að sú neyzla er fyrst og fremst bundin við fólk af yngri kynslóðinni. Það er líka sýnt, að ungt fólk, sem verið hef- ur við nám í erlendum háskólum eða öðrum skólum á erlendri grund hefur átt mikinn þátt í að flytja fíkniefnaneyzlu til Islands. Og þá hlýtur ráðþrota þjóð enn að spyrja sjálfa sig: hvernig getur þetta gerzt? Hvað er það sem veldur því, að íslenzkt æskufólk leiðist út í neyzlu fíkniefna, sem með einum eða öðrum hætti verð- ur þeim aðeins til ógæfu og hefur þegar eyðilagt líf fjölmargra ung- menna. Er svars enn að leita í því, að lífsbarátta þessa unga fólks sé ekki nógu hörð? Er velmegunin of mikil? Er kæruleysi, agaleysi og veiklyndi að verða eitt helzta einkenni á hinum upprennandi kynslóðum? Við Islendingar verð- um að bretta upp ermarnar og hreinsa til í þjóðfélagi, sem er að sýkjast og mengast af ofbeldis- verkum, glæpaverkum, eiturlyfja- neyzlu og óupplýstum sakamál- um, sem valda tortryggni og grun- semdum meðal almennings. Hér verður að stöðva við. Við höfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.