Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976 21 Þetta gerðÍBt líka .... Fjallganga í blindni Tíu blindir Malayar náðu að klifra upp á tind eins af hæstu fjollum Suðaustur Asíu, Mt. Kinabalu, 13.455 feta hátt, um wðustir'helgi. I>á hafði einn W vrðbótar gefizt upp í 11.000 feta hæð. Fjallganga, sem fylgir í kjölfar göngu sjö blindra manna á Kilimanjaro i Austur Afríku árið 1967 var til þess ætluð að sýna fram á að blint fólk getur gert hvað sem er ef þeir einsetja sér að gera það, og að vekja athygli á málefnum og aðbúnaði blindra Reyndir fjallgöngumenn leiðbeindu hinum blindu upp á tindinn. Einn hinna blindu fjallagarpa, Mohamed Nor, tvitugur að aldri, lýsti göngunni sem „draumi". r Oheilög þrenning Það var eins og kunnugt er heldur ógæfuleg hersing sem mannræningjarnir, sem báru bein- in í Uganda um síðastliðna helgi, heimtuðu lausa í skiptum fyrir Gyðingana sem þeir höfðu á valdi sínu. Til að byrja með kröfðust þeir þess að á sjötta tug nafn- greindra hryðjuverkamanna af báðum kynjum yrði hleypt úr fangelsunum sem þeir gista nú f fimm löndum, en seinna slógu þeir samt eilítið af kröfunum og styttu þennan óhrjálega lista. Hér með eru myndir af þremur af mönnun- um, sem mannræningjarnir ætluð ust til að fengju frelsi: Hilarion Capucci, grfskkaþólskur erkibisk- up sem nú afplánar 12 ára dóm f ísrael fyrir vopnasmygl. Jan Carl Raspe (sá með yfirskeggið), einn af sakborningunum f Baader- Meinhof réttarhöldunum í Vestur- Þýskalandi. Og loks einn Japansk- ur — Kozo Akomoto, sem dæmd- ur var f lífstfðar fangelsi f ísrael fyrir þátt sinn í blóðbaðinu á Lod- flugveili þar f landi árið 1 972. Bregttir tímar Vietnamar hafa gert tilkall til Spratley eyjaklasans, sem liggur undan strönd Suður-Víetnam og sem Kfnverjar lýstu yfirráðum sfnum yfir eftir sólarhrings bardaga við hermenn Saigon stjórnar fyrir meira en tveimur árum. Norður Víetnamar létu sér þá vel Ifka, en hafa nú semsagt fengið eftirþanka eftir að landið var sameinað undir stjórn þeirra. Skjárinn og réttvísin Yfirvöld f Singapore eru tekin upp á þvf að leiða handtekna neiulaskæruliða og stuðningsmenn þeirra fyrir sjónvarpsvélar og sjónvarpa játningum þeirra og iðrunarorðum. Einn slfkur ,,gestur f sjónvarpssal" nú á dögunum var 36 ára gömul balletdansmær, sem numið hafði list sfna f Ástralfu og lýsti nú yfir að hún hefði um langt skeið verið f slagtogi við neðanjarðarhreyfingu kommúnista. Hún var ein úr hópi 49 kvenna og karla sem handtekin voru á einu bretti. Hún viðurkenndi syndir sfnar fyrir sjónvarpshlustendum þótt „játning" af þessu tagi þætti óneitanlega Iftils virði hér á Vesturlöndum. Hún kvaðst meira að segja hafa efnt til danssýninga fyrir skæruliðasveitir f leynilegur herbúðum þeirra í frumskóginum! Nú er þaö svart! Stjórnvöld f Suður Afríku hafa rétt einu sinni bannað leikrit á þeirri forsendu að blakkir leikarar voru þar f hlutverkum auk hvftra. Leikritið hafði þó verið sýnd fyrir fullu húsi f nokkrar vikur, og ekki að sjá að neinum yrði meint af, hvftum né svörtum. En ráðherra sá, sem fer með mál- efni blökkufólks þarna í landinu, hefur allt um það hótað þvf að beita sér fyrir sérstakri lagagerð til þess að fyrirbyggja svona „ós- vinnu" í framtíðinni. Ein af ástæð- um hans: „Ef leikrit af þessu tagi eru leyfð, getur sá dagur runnið upp að svartir og hvítir leikarar af báðum kynjunum byrji jafnvel að faðmast á leiksviðinu." (Sjá: „Þeir sjá ekki svart þar syðra" hér í opnunni.? Plástur við hósta! Lyfjum af ýmsu tagi f pilluformi og svo allskyns mixtúrum mun væntanlega fækka verulega á næstu árum. Þýskt lyfjafyrirtæki hefur f samvinnu við annað bandarfskt fullkomnað „lyfjaplástur" svokallaðan sem þannig er gerður að lyfjaupplausnin sem hann hefur drukkið f sig smýgur f gegnum hörund þess sem ber hann. Menn munu þvf ekki þurfa að taka lyfjaskammtinn sinn „þrisvar á dag" eins og nú er svo algengt: plásturinn er að mjatla þessu inn f Ifkama sjúklingsins allan sólarhringinn. „Skammturinn" f hverjum plástri á aðduga f viku. Sitt lítið af hverju Stálhraustur fjögra barna faðir, breskur, sem einungis hefur unnið I sjö vikur og þrjá daga á undanförnum tveimur árum og ellefu sinnum á þessu tlmabili neitað að tala við fulltrúa þeirrar rlkisstofnunnar sem hafði hann á framfæri sínu, hefur verið dæmdur I sex mánaða tukthús fyrir tiltektina. . . Mitsuo Fuchida. aði loftárásinni á Pearl Harbour. er 73 ára að aldri. Hann tók kristna trú eftir stríð og gerðist trúboði og friðarsinni. . . Prófessor Marian Diamond við læknadeild Kali fornluháskóla hefur upplyst að rannsóknir sem hún hefur staðið fyrir á undanförnum árum bendi til þess að getnaðarvarnapillur af ýmsu tagi geti verið skaðlegar fyr- ir heilann. . . Hvorki Elizabeth Taylor né Richard Burton skildu I slðastliðinni viku. japanski flugmaðurinn sem stjóm- látinn, HASKOLALIF Á ofanverðum síðasta áratug urðu miklar stúdentaóeirðir víða um lönd. Kröfðust stúdentar þess, að mega ráða meiru en áður um kennslu og rekstur háskóla. Stúdentum i Hollandi varð einna bezt ágengt. Er svo komið núna, að þeir eru nærri hættir mótmælum. Aftur á móti eru kennararnir teknir við. Segjast þeir hafa verið rændir kennslu- frelsi sinu. Árið 1970 voru sett lög í Hol- landi um nýskipan háskólamála. Áður fyrr höfðu prófessorar verið alls ráðandi um rekstur skólanna, kennslu og frama lægra settra kennar. En hin fyrr nefndu lög voru á þá leið, að nemendur kennarar og aðrir starfsmenn skyldu hér eftir stjórna háskólan- um allir saman. Eftir þetta réðu prófessorar engu einir, en fóru aðeins með þriðjung , stjórnar- valdsins. Þessi skipan er mjög umdeild, en þær deilur verða aðallega í háskólunum og fréttist litið af þeim. Segja sumir, að róttækir stúdentar hafi komið fram öllum sínum markmiðum og hafi upp frá því engu að mótmæla. Þess vegna sé nú sæmileg kyrrð í há- skólunum. Enn kraumar samt i pottunum. Nú eru kennararnir óánægðir með sinn hlut. Þeir segja málin hafa skipast þannig, að prófessorar hafi verið sviptir völdum, en þau fengin róttækum stúdentum og kennurum, sem fari með þau í marxískum anda. Flestir stúdentar láti sér fátt finn- ast um stjórnmál og séu afskipta- iitlir. Herskáum marxistum sé því hægðarleikur að komast í stjórnstöður. Noti þeir svo stöður þessar byltingarmálstaðnum til fram- dráttar. Öll kennsla sé orðin gegnsýrð stjórnspeki og akademiskt frelsi muni brátt úr sögunni, ef svo haldi áfram. Ég bar þessar aðdróttanir undir Annemarie Grewel, formann háskólaráðs i Háskólanum i Amsterdam. „Það er vafalaust nokkuð til i þessu,“ sagði hún. „Fleiri hafa t.d. ritað af viti um hagfræði en Marx og Engels, og ekki dugir að hafa þá félaga eina til leiðsagnar. Einhliða uppfræðsla er ekki vísindaleg, og ætti sú röksemd að duga, þótt stjórn- málskoðunum sé sleppt." Aftur á móti var Grewel þeirrar skoðun- ar,-að nýskipan háskólamálanna hefði verið til hagsbóta stúdent- um. Hefðu þeir meiri rétt en áður, væru marksæknari og tækju nú þátt í stjórn sinna eigin mála og skipti það mestu. En annan hitti ég, sem var á öndverðum meiði við Grewel. Það er Aldo van Eyck. Van Eyck er kunnur arkitekt og starfaði síðast i Tækniháskólanum í Delft, en nú er hann búinn að segja upp starfi. Reunar fóru sex eða sjö prófessor- ar starfsbræður hans, að því dæmi og eru ekki nema tveir eftir í skólanum. Van Eyck sagðist svo frá, að hann hefði verið mjög hlynntur stúdentum fyrst í stað. „Ég kom hingað árið 1966,“ sagði hann. „Þá voru hér gamaldags stjórnarhættir. Prófessorar réðu öllu, sem þeir vildu. Þegar breyt- ing varð á þvi urðum við himinlif- andi og ímynduðum okkur, að nú liði að nýju blómaskeiði i arki- tektúr. Því miður kom fljótlega í ljós, að það var ails ekki ætlunin að hefja arkitektúr til vegs. Stjórnmál komu í staðinn. Upp frá þvi var það höfuðmarkmið í háskólanum að breyta þjóðfélagsskipuninni. Arki- tektúr skipti ekki lengur máli. Nú orðið ráða ungir, róttækir kennarar lögum og lofum í arkitektúr- deildinni. Og þeir eru nærri hættir að kenna og læra. Þeir fást aðeins við stjórnmál. Þeir hafa ekki lengur tima til annars." — HENRY KAMM Pólitíkin flæm ir prófessor- ana burtu SJÓNVARP ÞAÐ er ekki nema hálft ár frá því, að sjónvarp kom til sögunnar í Suður-Afriku John Vorster ræður lögum og lofum þar í landi, og það kom fljótt i Ijós, að hann ætlaði að ráða sjónvarpsefninu einnig Fyrir skömmu var sýndur i suður-afríska sjónvarpinu þáttur, sem nefndist ..Vörðuð leið til lýðræðis” í þætti þessum var sögð saga Suður-Afriku frá 1961, það var þá, sem Suður- Afríkanar sögðu sig úr lögum við brezka samveldið og stofnuðu lýðveldi Þátturinn var qaumast á enda, þegar fjölmargir fokreiðir sjónvarpsnotendur tóku upp símtól sín og hringdu til sjónvarpsins ellegar settust niður og rituðu dagblöðum kvörtunarbréf Þáttur- inn var nefnilega rakinn áróður fyrir þjóðernisstefnu Suðurafrikana af hollenzkum ættum Lítið sem ekki var sagt frá negrum eða Suður- afríkönum af mdverskum ættum og aðeins var vikið að enskumæltum, hvít- um mönnum í þáttarlokin Eflaust hafa margir ekki gert sér miklar vonir um heimiídamynd þessa Að visu keyrði um þverbak i þetta sinn, en stefnan r sjónvarpsmálunum var þó orðin vel Ijós áður Þar er flest á eina bókina lært. í SuðuVafriska sjónvarpinu er t d fjallað þannig um stjórnmál, að ráð- herrarnir birtast á skerminum á reglu- legum fresti og lesa upp ritaðar yfirlýs- ingar, eða þægir fréttamenn spyrja þá einskisverðra spurninga Forystumenn i stjórnarandstöðunni fá sjaldan að láta sitt Ijós skína Oft eru fluttir sjónvarps- þættir um það, sem miður fer i heimin- um — annars staðar en i Suður- Afríku Aldrei er gerð hreinskilnisleg úttekt á innanlandsmálum, en látið sem þau séu öll i himnalagi Þættir um það, sem að Suður-Afriku snýr eru oft hinir fáránlegustu og stundum allhlá- legir Menn muna, að suðurafriskir hermenn börðust i borgarastyrjöldinni ? Angóla Eftir, að suðurafrísku her- sveitirnar héldu heim þaðan var gerð sjónvarpsmynd, sem hét ..Brú nr. 14", átti það að vera sviðsettur bardagi Suðurafrikana við Kúbumenn ,.ein- hvers staðar i Angóla". Þar skaut suðurafrískur liðsforingi 1 1 Kúbu- menn með skarrrbyssu í miðri þessari sláturtið særðist hann á hægri hand- leggnum Hann þreif þá byssuna bara vinstri hendi og lauk skothríðinni æðrulaus. Liðsforinginn var auðvitað hvitur og sannu: Suðurafríkani Þeir eru algengastir i sjónvarpinu Það væri raunar ekki furða, þótt sjónvarpsnot- endur i Suður-Afriku gleymdu þvi smám saman, að landið er fullt af negrum Þeldökkum mönnum bregður varla nokkurn tima fyrir i sjónvarpinu; það eru þá helzt Bantustanráðherrar og þá er óhætt að sýna, því að þeir gera alltaf skyldu sina og vegsama aðskiln- aðarstefnu ríkisstjórnarinnar En aðrir þeldökkir eru faldir vandlega og er það mikill blekkmgarleikur í marz siðast Þeir sjá ekki svart þar syðra liðnum heftu 28 þúsund negrar ferðir strætisvagna i Springs i Transvaal, af því, að fargjöld höfðu hækkað mjög Sjónvarpsmenn gerðu þessum atburði þau skil, að þeir ræddu við embættis- mann frá Strætisvögnunum og fékk hann að skýra sitt mál Aftur á móti gleymdist að hafa tal af mótmælendun- um 28 þúsund. Negrarnir eru yfirleitt aldrei spurðir álits á neinu Skoðanir annarra en hvitra manna ..henta ekki til flutnings i sjónvarpi" Ríkisstjórnin heldur sannast sagna aðdáanlega styrkum höndum um ak tauma sjónvarpsins. Ekki alls fyrir löngu voru fluttir i sjónvarpinu hinir alkunnu og vinsælu þættir um heims- styrjöldina siðari Einn þeirra fjallar um tortimingarherferð nazista á hendur Gyðingum En það efni hentar ekki rikisstjórninni i Suður-Afriku Þvi var það tilkynnt i sjónvarpinu, að þátturinn um Gyðingamorðin yrði ekki sýndur Þótti yfirvöldunum ekki taka því að bera neina ástæðu fyrir sig Hins vegar birtist um svipað leyti greinaflokkur i blaðinu ..Die Afrikaner". ákaflega hægrisinnuðu málgagm I þeim grein um var því haldið fram i einlægni, að það væri tóm lygi, að Hitler hefði látið myrða Gyðinga i stórum stíl En svo varð ókyrrt i landinu, þegar sjónvarps þátturinn var felldur niður. að yfirvöld in hugsuðu sig um tvisvar og var þátturinn svo sýndur Og Suðurafrísku yfirvöldin vaka ekki ‘ bara yfir stjórnmálunum Sjónvarps menn gerðu kvikmynd um leikrit nokk urt eftir Robm Maugham Leið nú að þvi, að sjónvarpsleikritið skyldi sýnt En nokkru fyrir sýningu komu skelfdir embættismenn á vettvang og buðu, að em setnmg i leiknum yrði numin burt Emhver leikarinn átti sem ?é að segja við annan ..Littu niður á milli lappanna á þér Varð það svo nokkurt umhugs unarefni sjónvarpsnotendum, þegar kom að þessu i sýnmgunni og má' mannsins féll allt i einu niður, þótt hann héldi áfram að bæra varirnar En siðgæðinu var borgið, guði sé lof Já það er að mörgu að hyggja DAVID BARRITT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.