Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1976 43 Sr. Bernharður Guðmundsson skrifar irá Addis Abeba Eyjapeyji oy Skayastelpa Við komum eitt sinn á mynd- arheimili i Vestmannaeyjum. Þegar við höfðum orð á hversu þar var allt með gerðarlegum svip, sagði félagi okkar: Þegar Eyjapeyi og stelpa af Skaga rugla saman reytum sínum, er von á góðri útkomu. Mér komu þessi ummæli í hug, er ég heimsótti ung íslenzk hjón sem starfa i Kenya um þessar mundir. Eyjapeyinn Haukur Þorgilsson viðskipta- fræðingur og stelpan af Skag- anum, Ingunn Sturlaugsdóttir læknir búa i afskekktri byggð um 6 tíma akstur frá höfuð- borginni Nairobi. Enginn mun öfunda þau af húsakynnunum, en nú hafa þau fengið rafmagn, a.m.k. nokkra tíma á dag og það sem mest er um vert, vatn hef- ur verið leitt inn. Svo það er ekki þörf að kvarta, segja þau. 100 kr. mánaðarlaun Haukur vinnur hjá norrænu þróunarhjálpinni við skipu- lagningu á samvinnustarfi bænda og búaliðs. Ingunn hef- ur sett upp lækningastofu í þorpinu. Daglega sinnir hún um 60 sjúklingum og þjálfar jafnframt upp hjálparlið sitt, það er þolinmæðisverk. Ekki safnar Ingunn sjóðum við þetta starf. Siðustu 4 mánuðina hefur hún haft 120 shillinga — nokk- ur hundruð krónur islenzkar í laun. — Hvað gerir það til — spyr Ingunn og hlær — Haukur sér ágætlega fyrir fjölskyldunni og hann er alveg sáttur við þetta starf mitt. Hvers á ég úrkosta? Fólk kemur með fárveikt barn, hefur aðeins 2 shillinga fyrir lyfjum sem kosta 20 sinnum meira. Á ég að reka það heim. Hér er ekkert sjúkrasamiag — við erum fegin að geta orðið að liði. Mikla vinnu hefur Ingunn lagt i að hjálpa þeim vesalings stúikum sem hafa neyðst til að leggja fyrir sig vændi og eru flestar illa farnar af kynsjúk- dómum. Það grátlega er hins vegar að þegar stúlkurnar hafa náð heilsu, eiga þær engan ann- an kost en að hverfa til sinnar fyrri iðju. Þær eru menntunar- lausar og úrkast þjóðfélagsins. Þar sem svo viða er brýn þörf endurhæfingarstarfs. Söngæfing Þennan dag er margt um manninn hjá Hauki og Ingunni. Fjórar islenzkar fjölskyldur hafa komið um langan veg til að vera viðstaddar skírn yngsta sonar þeirra. Þarna eru líka hinir útlendingarnir i hérað- inu. Kanadísk hjón og önnur dönsk ásamt hressilegri enskri hjálpræðisherkonu, sem veitir forstöðu kvennaskóla þar í grennd. Haukur sezt við píanó sem hann hefur aflað sér. Hann dregur upp íslenzku sálmabók- ina, kallar saman viðstadda og hefur söngæfingu. Landarnir reynast hinir prýðilegustu söngmenn enda sumir vanir kórmenn og andlit útlending- anna spegla undrun og aðdáun. Þarna eru komin ísleifur Jóns- son verkfræðingur, sem vinnur við boranir eftir heitu vatni á vegum Sameinuðu þjóðanna, ásamt konu sinni Birnu Björns- dóttur og sonum. Þarna eru Steingerður og Sigfús Gunnars- son sem áður vann hjá Osta- og Smjörsölunni, en vinnur eins og hinir landarnir að samvinnu- málum. Steinunn Árnadóttir og Ölafur Ottósson bankamaður eru þarna með börnum sinum svo og Jóhanna Heiddal og Jóhannes Jensson bankamaður. Islenzk skírn við miðbaug Síðan hefst skirnarathöfnin. Þetta er á aðventu og aðventu- ljósin ljóma, aðventusálmar og skírnarsálmar eru sungnir af fögnuði hjartans. Haukur litli Jóhann er skírður til nafns föð- urins sonarins og hins heilaga anda og þar með tekinn inn í kirkju Krists. Náð hans er söm undir afrískum himni sem ís- ienzkum. Meðan Haukur Jóhann sefur skirnarblundinn, er boðið til kaffidrykkju að íslenzkri hefð. Jafnvel sú góða kona Hnallþóra hefði talið veitingarnar til sóma, enda höfðu islenzku kon- urnar lagt þar hönd að saman. Aftur urðu útlendingarnir næsta undrandi. Kvöldið líður skjótt. Auðvitað er matur borinn á borð áður en lagt er heim á leið. Við kom- umst af stað um áttaleytið. Það er sex tima ferð til Nairobi. Það finnst þeim ekki umtalsvert Is- iendingunum i Kenya. Við ók- um út í myrkrið. Það er greinilega góð út- koma, þegar Eyjapeyi og stelpa af Skaga rugla saman reytum sinum. En vonandi ílendast þau ekki of lengi i Ken.va, Ingunn og Haukur. Það er þörf f.vrir slikt fólk heima á Fróni. víkingaskipið var sent með Brúar. fossi, og kom það daginn eftir að við komum út Þá syrti nú heldur betur í álinn, því að stýrið á skipinu hafði lent undir hlifðarlistanum og brotið festinguna Við urðum alveg magn- lausir og kölluðum á nefnd, sem sá um þessi mál, en þeir vildu eða gátu ekkert fyrir okkur gert Það sem bjargaði málunum þá. var að við komumst í samband við mann, sem vinnur hjá Loftleiðum og hjálpaði hann og félagið okkur einstaklega vel." — Fóruð þið ekki í neina reynslu ferð fyrir sjálfa hópsiglinguna? „Jú, við fórum i reynsluferð deg- inum áður og átti það eftir að koma sér vel Allt gekk vel framan af, en á heimleiðinni skall á hávaðarok og vont veður og saup þá báturinn töluvert á, en okkur tókst þó að lokum að fella seglin, svo allt fór vel. Ég sagði að reynsluferðin hefði kom- ið sér vel þvi að á sama tima daginn eftir skeði nákvæmlega það sama, en nú vorum við reynslunni rikari og vissum hvað gera átti." — Svo rann upp aðaldagurinn. þegar siglingin sjálf fór fram? „Já, við vorum komnir nokkuð timanlega i okkar legupláss og sigld um þarna um til að sýna okkur og sjá aðra Skipunum var skipt i 3 flokka, fyrst sigldu stærstu skipin, siðan skip af millistærð og siðast litlu skipin og i þeim flokki var skipið okkar (Jpphaflega áttum við að vera nokkuð aftarlega i röðinni en okkur miðaði svo vel að við lentum á eftir „Santa Maria ', sem var fremur framarlega, og sagði enginn neitt við þvi Þetta fór allt mjög vel fram og það var ákaflega tilkomumikið að sjá þetta ' Hvað er þér sérstaklega minnis- stætt úr ferðinni? „Já, siglingin niður ána um kvöld- ið er mér afar minnisstæð og einnig dagurinn eftir siglinguna Þá vorum við í bátnum og þá safnaðist saman um okkur fjöldi fólks, sem sýnilega hafði geysilegan áhuga á bátnum og voru ákaflega hrifnir Við dreifðum þarna á 3. þús bæklingum um skipið og landið og einnig vorum við með 3 poka af hrauni Við vissum raunar ekki til hvers við vorum með það, fyrr en við fórum að gefa það, þvi það lá við að það væri slegizt um molana Ég held að ég geti næstum þvi fullyrt að aldrei hafi átt sér stað eins mikil landkynning á jafn- skömmum tima. Og eftir að við höfðum flutt bátinn og vorum að búa hann til heimferðar var siminn I sendiráðinu rauðglóandi og var fólk þá að spyrja hvar báturinn væri niður kominn Það er þvi ekkert vafamál að skipið vakti geysilega athygli og einu sinni þegar við vor- um að sigla um var hrópa til okkár frá einu af stóru skipunum: „You are the greatest God bless you " ,, FYRSTA FLOKKS SKIPSTJÓRI, DJARFUR OG ÁRÆOININ" Þessi orð eru höfð eftir einum „víkinganna", Markúsi Erni Antons- syni, er blm. Morgunblaðsins rabb- aði stuttlega við hann og i sama streng tók annar „Vikingur ', Sveinn Sæmundsson Sagði Markús að svona eftir á að hyggja þá væri Ijóst að þessi ferð hefði haft mikíð gildi og verið einstök landkynning, og nefndi hann sem dæmi að myndir af skipinu hefðu verið sýndar á a m k 3 stærstu sjónvarpsnetunum og einnig sýndi hann okkur úrklippu úr „Sunday News", sem gefið er út I 2,8 millj eintökum, þar sem mynd og frásögn var af skipinu — Bændur Framhald af bls. 44 hafa nú verið me'ð minna móti i sumar, en við erum að ljúka ýmsum verkefnum sem var byrjað á áður. En hér er geysi- legur ferðamannastraumur og hingað koma annað slagið stórir ferðamannahópar." — Hvernig er útlitið með heyskap í sumar? „Við vorum nú orðnir lang- eygir eftir þurrki og farnir að heyja i vothey, en nú virðist vera að rætast úr þessu og er ekkert annað að gera en vona það bezta," sagði Páll að lokum. Sendiherr- ann njósnari fyrir KGB Washington — 10. júlf — Reuter. NÝR sendiherra Tékkóslóvakíu i Bandarikjunum er KGB-njósnari, að þvf er Frantisek August, sem sjálfur starfaði fyrir tékknesku leyniþjónustuna, skýrði frá við yfirheyrslur í Washington ný- lega. August greindi frá því, að sendiherrann Jaromir Johanes, hefði stundað njósnir fyrir KGB þegar þeir voru samtimis í Lund- únum árið 1960. Sjálfur flúði August til Bandaríkjanna árið 1969, en nú hefur öryggisnefnd Bandaríkjaþings birt skýrslu um yfirheyrslur yfir honum nýlega. Þar kemur m.a. fram, að Sovétrik- in verji miklum fjárhæðurh til starfsemi kommúnistaflokks Líbanons og að fjölmargir KGB- njósnarar hafi starfað í landinu um margra ára skeið. Ford aðstoðar við lausn bóta- skyldumálsins Washington — 10. júlf — AP. RÁÐGERT er að hefja ónæmisað- gerðir gegn svfnainflúenzu f Bandarfkjunum f næsta mánuði, en það er nokkru sfðar en upphaf- lega var ætlunin, að þvf er banda- rfsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá f dag. Um leið kom fram, að þetta yrði því aðeins hægt, að fundin yrði lausn á vandamálinu um bótaskyldu vegna aukaverk- ana ónæmisefnisins, en lyfja- framleiðendur vilja ekki taka á sig ábyrgð gagnvart almenningi vegna framleiðslu sinnar. I gær átti Ford forseti fund með heilbrigðisyfirvöldum vegna málsins og leggur hann mikla áherzlu á, að haldið verði áfram undirbúningi vegna ónæmisað- gerðanna, þannig að þær geti haf- izt sem allra fyrst. M.a hefur for- setinn boðið fram aðstoð sina við að leysa bótaskyldumálið, og hef- ur í því skyni boðað lyfjaframleið- endur og fulltrúa tryggingafélaga á sinn fund n.k. þriðjudag. — Sól Framhald af bls. 44 hitabylgjunni í Evrópu, sem er að teygja sig hingað norður? „Það skal ég ekki alveg segja um, en allavega kemur þetta hlýja loft frá Evrópu.“ Markús þorði ekki að spá um veðurfar fram í vikuna, en sagðist þó nokkurn veginn geta lofað áframhaldandi bliðu fram yfir helgi. Má því gera ráð fyrir mikilli umferð um allt land og vafalaust er að fólk reynir að notfæra sér góðvild veðurguðanna út i yztu æsar. — Óeirðir Framhald af bls. 1 Frakkar lýstu því yfir í desemb- er að þeir mundu veita nýlend- unni sjálfstæði en óttazt er að nágrannaríkin Sómalía og Eþíópía reyni að innlima landíð. Frakkar hafa 4.000 hermenn i Djibouti auk herskipa og flug- véla. Frá Djibouti er hægt að hafa eftirlit með siglingum um Rauða- haf og höfnin er mikilvægur við- komustaður olíuflutningaskipa á leið til Súez-skurðar frá Saudi- Arabiu. Bourhan forsætisráðherra lagði nýlega til að haldin yrði ráðstefna allra aðila sem hlut eiga að máli um sjálfstæði Djibouti. 20 biðu bana í ættflokkaátökum í Djibouti i mai í fyrra. — Amin Framhald af bls. 1 að aðeins sjö flugvélarræningjar hefðu verið í flugvélinni og að þeir hefðu allir verið drepnir i árásinni. Hann sagði að þegar hann hefði komið frá fundi Afríkuleiðtoga á Mauritius 3. júlí hefði hann skip- að heilbrigðisráðuneyti Uganda að sleppa öllum gislum svo að þeir væru með hinum gislunum þegar frestur sem flugvélarræningjarn- ir settu rynni út daginn eftir. Forsetinn sagði Hennessy að hann hefði ekkert á móti frú Bloch og bætti þvi við að henni hefði verið ekið til sjúkrahússins i bíl sínum. Hann bauð Rauða krossinum að skoða grafir flug- vélarræningjanna i Jinja, 80 km frá Kampala. 1 New York sakaði fulltrúi Israels hjá Sameinuðu þjóðunum, Chaim Herzog, Ugandamenn í gærkvöldi um að hafa verið i vit- orði með flugvélarræningjunum frá upphafi og skoraði á þá að sleppa frú Bloch. Hann sagði að árásin hefði ekki beinzt gegn Uganda. — Margeir Framhald af bls. 2 hálfnað og að hann vonaðist til að rétta hlut sinn í þeim skákum sem eftir væru. Síðdegis í gær ræddi Mbl. aftur við Margeir, en hann var þá að tefla við Morovic frá Chile. Hafði Margeir hvítt og hafði að sögn betri stöðu. ■org»ni««l »iiml 93-7370 kvöld 09 helfarsimi 93-7355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.