Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULÍ 1976 42 Eg átti að vera í sveit Var bara sett á rangan stað Hulda situr og spinnur, kembir og tætir í litlu vinalegu húsi I Árbæjarsafni. Ljósm. RAX. í litlu, dökku. vinalegu stokk húsi með reisifjöl á þaki í Árbæ situr síðdegis á laugardögum og sunnudögum kona og kembir, tæt ir og spinnur ull Það er Hulda Þorsteinsdóttir, og hún kann handtokin, sem hún lærði ung á stóru sveitarheimili á Eyjólfsstöð um í Vatnsdal, þar sem ull var fullunnin í fat. Nútímafólki er þessi vmna fram- andi. en greinilega er mikill áhugi á að kynnast vinnubrogðunum Hulda segir okkur, að meðan hún situr við vmnu sína frá 2—6 e h sé alltaf straumur af fólki í þetta hús í Árbæj arsafni, sem fram til 1969 var í Þingholtsstræti 9 Fólk af margs konar þjóðerni kemur og fær ofur litla kynnmgu á tóskap í húsinu var í vor komið fyrir vísi að tóskaparsýn mgu Á spjöldum er sögð i stuttö máli saga þessara vmnubragða, sagt frá í vefnaði ullarvmnu og prjóna í.kap Og til sýms eru nokkrir mun ir, t d söðuláklæði frá 1851, sem var í miklu af glitvefnaði, sem Vil hjálmur Fmsen gaf En í því er m a rúmábreiða úr búi Sigurðar á Rafns eyri, foður Jóns Sigurðssonar Og þarna var verið að koma fyrir skemmtilegum grip, spunavél. sem gerð er til að spmna lopa Húsið sjálft er fallegur rammi um sýning- una Það var byggt 1848 af Helga snikkara Jónssym, úr afgöngum af Menntaskólahúsinu í Reykjavík Helgi var bæjarfulltrúi hér og eftir segir Hulda Þorsteinsdóttir, sem við hittum við tóvinnu í Árbæjarsafni hans dag og konu hans, Guðrúnai Jónsdóttur, bjó þar dóttir þeirra, Kristbjörg, sem gift var Daniel Símonarsyni, söðlasmið Dóttir þeirra, Guðrún Danielsdóttir, var þar á eftir til 1 944 Hulda Þorsteinsdóttir hefur sýni- lega mikið aðdráttarafl, þar sem hún situr róleg í þessu umhverfi og vinn- ur alla ullma, eins og konur gerðu á íslandi á umliðnum öldum Hún sagði að allt hefði verið unmð i vefnað og ullarfatnað heima hjá henni frá því hún man eftir sér og hún lærði að spmna 10 ára gömul Heimilið var stórt Faðir hennar, Þorstemn Konráðsson frá Haukagili i Vatnsdal. og móðir hennar, Mar- grét Jónsdóttir. sem var systir Jó- hannesar Norðdals, bjuggu ’ 40 ár á tveimur jörðum Bakkd og Eyjólfs stöðum Systkmm voru 8. og að auki 2 fóstursystkmi, og allir tóku strax þátt í störfum heimilisins — Ullin var heimaunnin frá fyrstu gerð, sagði Hulda Til dæmis var unnið vaðmál í.buxur á karlmenn- ma, dökku litirnir af kindinni notaðir til þess, og alltaf var mikið prjónað í höndunum Þegar við fengum prjónavél um 1 920. lagðist vefnað- urinn mikið af Eldri systkini min lærðu á hana og við svo af þeim í vélmni var farið að prjóna nærföt á alla, sokka og annað, auk þess sem eldri konur á heimilinu voru alltaf með prjónana sína — Ég hafði svo ekki spunnið í 30 ár, þegar Nanna Hermannsson bað mig í vor um að koma og vmna hér ull til að leyfa fólkmu að sjá hvermg þetta var gert, sagði Hulda ennfrem- ur Það er líka greinilegt að þvi þykir betra að húsið sé ekki tómt, heldur fan þar fram lifandi starfsemi. Sjálfri þykir mér ákaflega gaman af því að vera hér uppfrá Það fylgir einhver sérstakur friður þessu safni Og það truflar mig ekkert við vinnuna, þó hér sé allt fullt af fólki Þegar Hulda er spurð að því hvort hún haldi að fáir kunni orðið að spmna á rokkana, sem svo viða má sjá í stofum, segir hún — Fólkið heldur upp á rokkana gömlu og befur þá til prýði í stofunum En þeir þola illa hjtann og vmdast Þá kemur kast á hjólið og það verður ómögu- legt að spinna á þá Maður fær ekki snúmnginn rétt á þráðinn Þeir fara lika illa ef ekki ér borið á þá En áhuginn á tóvinnunni er nú mikiðað vaxa og það má fá nýja rokka og óskemmda í íslenzkum heimilisiðn- aði í vetur efndi heimilisiðnaðarfé- lagið til námskeiðs í tóvinnu. Hulda Stefánsdóttir kenndi og aðsóknin var feikimikil Einhver, sem kom i Árbæjarsafn, hafði orð á þvi, að Hulda virtist vera fædd til að vera í safni En hún svaraði um hæl — Nei, ég átti að vera i sveit En ég var bara sett niður á rangan stað — Ég sá mikið eftir sveitinni og átti aldrei þaðan að fara, segir Hulda nú — Mér þótti vænt um dýrm, kindurnar elskaði ég meira en nokk- uð annað Sveitalífið var svo fallegt Erfitt? Ekki i mínum augum Ég var ekki nema 22 ára gömul þegar ég fór og þá fannst mér sveitarstörfm ekki erfið Pabbi seldi jörðina og við fluttumst öll til Reykjavíkur — Ég fór þá að vinna i húsinu hjá Hannesi Thorarensen og Louisu konu hans að Laufásvegi 31. Og það skemmtilega er, að það hús var emmitt flutt hingað upp í Árbæ og stendur hér rétt fyrir ofan. Þetta er dæmigert hús frá aldamótunum, og hefur verið vel lagfært Þegar ég kom þangað, var það ákaflega vel búið húsgögnum, og allt til í heim- ilinu, ótal munir úr kristal og silfri, sem maður fægði Og það var gott fyrir mig að lenda hjá þessu yndis- lega fólki, sem hafði hjá sér nokkrar kindur Ég gat hjálpað til við að hirða þær og líka unnið í garðinum, því þarna var stór lóð Pabbi keypti húsið við Bergstaðastræti 64, mjög nálægt svo ég var alltaf öðrum þræði þarna eftir að ég hætti að vinna þar. Huldu Þorsteinsdóttur kannast margir Reykvíkingar við Hún var í 30 ár við afgreiðslustörf hjá Storr. Og alltaf hefur hún verið með eitt- hvað á prjónunum auk vinnunnar. Prjónalesið hennar hefur farið um allar heimsálfur — Ég sendi tvö sjöl til Thailands í vor, sagði hún Hvað sem þeir geramú við þau í svo heitu landi. Og hún kveðst mjög ánægð með þetta nýja viðfangsefni, að koma og vinna ull um helgar í Árbæjarsafni — Hér er svo friðsælt Þegar maður kemur hingað upp eftir á sunnu- dagsmorgnum og fuglarnir syngja, þá er þetta eins og að vera kominn upp í sveit, segir hún Og það eru bara margir, sem ekki hafa komið hingað, bætir hún við Ég vildi ráð- leggja fólki að koma og sjá hvað búið er að gera margt hér og margt er hér að sjá Ég hugsa að það hafi ekki verið síður ánægjulegt hér 1 7. júní en niðri í miðbænum Krakkarn- ir fengu að koma á hestbak og ríða um túnið og þótti það ekki ónýtt Mér þykir ákaflega gaman að vera hér og sýnist að öðrum líki það líka. E.Pá. Í gamla stokkhúsinu, sem reist var við Þingholtsstræti 9 á árinu 1848, hefur verið komið fyrir vísi að tóvinnusýningu. Ljósm. RAX „Þið eruð beztir... ” Rætt við skipstjórann á Leifi Eiríkssyni, Viggó E. Maack Viggó E. Maack, skipstjórinn í ferðinni EINS og flestum er kunnugt fóru héðan nokkrir ..víkingar'' vestur um haf til Bandaríkjanna og tóku þar þátt í mikilli hópsiglingu um HudsonfIjótið í tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna. Farkostur þeirra var víkingaskipið Leifur Eiríksson, sem Norðmenn færðu okkur að gjöf á 1 100 ára afmæli þjóðarinnar. ,,Víkingarnir" eru nú komnir heim eftir velheppnaða ferð og fengum við skipstjórann í ferðinni, Viggó E. Maack, til að rabba við okkur og segja okkur frá ferðinni og því, sem á daga þeirra hefur drifið. ..Þessi ferð var stórkostlegt ævin- týri frá byrjun til enda, en hápunkturmn var þó siglingin sjálf Það var ógleymanleg sjón að sjá öli þessi skip sigla fylktu liði upp ána og eru mér sérstaklega minnisstæð ,,Víkingarnir'' í fullum skrúða fyrir utan söluskrifstofu Loftleiða í New York. F.v. Óli Bardal, Kjartan Mogensen. Sigurður A. Magnússon, Sveinn Sæmundsson, Viggó E. Maack með Hellen N. Krug i fanginu, Markús Örn Antonsson, Kári Jónasson og Hinrik Bjarnason ítalska skipið Amerigo Vespucci og sovézka skipið Kryzenshtern '' — Hver voru tildrög þess að þú varst fenginn til að fara þessa ferð? ..Þannig var að Sigurður Magnús- son hringdi í mig og spurði hvort ég ætti ekki seglbát og hvort ég væri ekki vanur að sigla Ég játti því og hann fékk mig þá til að slást í hóp ..víkinganna' Semna kom í Ijós, að skipið er með þversegl og hafði ég ekki komið nálægt þannig bátum, en þetta vissi ég ekki fyrr en eftir að ég hafði lofað þátttöku En það sem hjálpaði okkur var að skipið þurfti ýmissa viðgerða við og þurftum við því að byrja frá byrjun við ýmsa hluti, og af þessu lærðum við heil- mikið, bæði að þekkja skipið og eins ýmis orð, en auk þess þekkti einn úr áhöfnmni, Kjartan Mogensen, að- eins til skipsins því hann sigldi því hmgað frá Noregi " — Var ekki mikill undirbúningur að þessari ferð? „Jú, það má segja það Við höfð- um 1 3 æfingar og eins og ég sagði þurfti mikið að gera fyrir skipið og m a máluðum við seglin, sem gjör- breyttust þegar rendurnar komu skýrt í Ijós Við vorum allan tímann í nánu sambandi við sendiráðið i New York og vissu þeir ekki annað en allt væri klappað og klárt, en þegar út kom reyndist það allt annað en rétt Að vísu var allt sem fram fór á ánni vel skipulagt en allur viðbúnaður í landi var ófullnægjandi — Við flugum síðan utan, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.