Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JULl 1976 Með köldn blóði en heifri ást Tröllakrabbar: Hér má glögglega sjá hvernig stóri krabbinn heldur vel og vendilega utan um kellu sína, en þarna eins og víðast í náttúrunni, glima karltegundirnar um kvonfangið. Tröllakrabbinn heldur kærustunni svona jafnvel mánuðum saman þar til hún verður ástfangin af honum. Sk.vldi hún vera rauðsokka? Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. í heimsókn hjá nytjafiskum landsmanna í Eyjum „Maður fær ekki einu sinni frið til að kyssa eina þorskstelpu í friði.“ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ í Vestmanneyjum vekur mikla athygli allra þeirra sem heim sækja það, enda er safnið feikilega vel rekið af Friðrik Jessyni forstöðumanni þess og Magneu konu hans. Safn- ið þykir á heimsmælikvarða hvað snertir aðbúnað allan fyrir fiskana og það líf sem f búrum er, en að jafnaði eru í fiskasafninu lifandi fiskar af flestum þeim tegundum sem við ísland eru. Gerðar hafa verið ýmiskonar tilraunir í safninu, m.a. með fóðrun fiska og gervibeitu. Eyjólfur Friðgeirsson gerði í tvö ár margvíslegar rannsóknir í safninu, m.a. með fóðurgjöf til nytjafiska, ýsu, þorsks, lýsu og loðnu, fóðrun á klaki hjá þessum tegundum og fæðið var krabbalirfur. Kvað Friðrik þá hafa séð lirfurnar skríða lifandi út úr seiðunum afturt.d. þorskaseiðunum. í búrum fiskasafnsins kennir margra grasa. í einu búrinu búa sam an skarkoli, sæfíflar og marhnútar, í öðru litli karfi, skarkolar og kamb hríslingur síðan fyrir gos. Það voru litlir strákar sem fundu hann úti á Urðum, en það land er nú undir hrauni í safninu hefur dýrið fundið sér felustað undir koral og þar heldur það sig alla tíð, um það bil 20 sm langur og helzt lætur hann sjá sig þegar hann er að bisa við að koma brotnum skeljum fyrir hellismunn- ann. í þriðja búrinu eru margar tegundir sæfífla en fjórar tegundir sérstaklega dafna mjög vel þar. Þeir eru stórir og borða mikið. Fyrir gos voru nokkrir alhvítir sæfíflar en í gosinu barst nokkuð af ösku inn í búrin og þeir hvítu þoldu hana ekki og drápust, en þeir bleiku og dökkleitu létu ekkert á sig bíta og lifðu allir. Eyjabátar hafa ekki fengið þá hvítu f veiðarfæri sfn eftir gos. í fjórða búrinu eru lúða, skata og tveir skarkolahvítingjar. Lúðurnar voru tvær, en það óhapp vildi til að önnur stökk upp úr búrinu að nóttu til fyrir nokkru og var dauð þegar Friðrik kom á vettvang um morgun- inn. Sú sem eftir lifði neitaði hins vegar að éta f þrjár vikur og er reyndar rétt byrjuð að smakka mat aftur, en báðar lúðurnar átu annars alltaf saman þegar komið var með fóður tvisvar á dag. Þarna hefur Ifklega sanna ástin verið matarást- inni yfirsterkari. Hvert búr á sér sína sögu og fer það eftir því hvaða tegundir hafa gist þar. í einu búrinu búa tröllkrabbar, þeir eru í ástarvímu um þessar mundir, en þar eru tveir stórir karl- krabbar sinn með hvora dömuna að bfða eftir þvf að þær verði ástfangn- ar. Þegar þeir hafa valið sér dömu, fara þeir með hana afsfðis og halda henni með annarri klónni með því að styðja ofan á dömuna og þannig þurfa þeir að bfða allt upp f 3 mán- uði, svo óhætt er að segja að þær séu fastar fyrir ef því er að skipta, en karldýrið gefur dömunni sinni þó að borða með sér. Einu sinni komu lif- andi krabbalirfur og sfðan hrogn sem voru f um þrjár vikur áður en þau voru frjóvguð, en skömmu síðar veslaðist allt upp. I sérstöku búri eru þorskarnir og þegar kemur að ástartfma þeirra hætta þeir alveg að borða og þeir borða ekki f safninu f allt að tvo mánuði. Á þeim tfma synda þeir mikið hlið við hlið, nudda sér saman, liggja kvið við kvið og hængurinn þeysist gjarnan á fullri ferð með munninn frá tálknum og aftur á sporð. Og þegar hann rennir sér þannig með munninn á hrygnunni stendur hann beint út frá henni, undarlegt að dýr með svo kalt blóð geti sýnt svo heita ást. í einu búrinu er blágóma. Vélbát- Hér sjáum vid grásleppuseiði sem eru aðeins 2—3 mm á stærð. rétt byrjuð að taka sporið í sjónum. Einn af þessum eftirsóttu og verðmiklu, humarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.